Þjóðviljinn - 04.05.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.05.1984, Blaðsíða 5
Föstudagur 4. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 3000 íbúar mótmæla legu Arnarnesvegar: Fjallvegur yfir útivistarsvæðið 3000 íbúar í Seljahverfi hafa undirritað áskorun til borgar- yfirvalda þar sem mótmælt er fyrirhugaðri íegu Arnarnesveg- ar efst í Seljahverfi. Þann 15. mars s.l. var auglýs- ing frá Borgarskipulagi í Lög- birtingablaðinu um breytingu skipulags í Garðakaupstað, Kópavogi og Reykjavík. Breytingin fjallaði um legu Arnarnesvegar frá Hafnar- fjarðarvegi að Suðurlandsbraut við Rauðavatn og með hliðsjón af þeim skipulagsuppdráttum sem legið hafa frammi almenn- ingi til sýnis, og var veittur frestur til 10. maí til að koma á framfæri athugasemdum. Vegna skipulagsbreytinganna var fundur boðaöur í Seljaskóla þ. 28. mars s.l. Var það almennt álit fundarins að ýmislegt væri við þessa legu vegarins að athuga og til að koma athugasemdum sínum fram, voru kosnar tvær nefndir, önnur til að koma fram málefnalegum athugasemdum til auglýsenda og hin til að kanna meðal Reykvíkinga hvort fleiri myndu taka undir þær athuga- semdir sem bornar voru fram á fundin- um. Þeir sem kosnir voru í þessar nefndir útbjuggu áskorun til borgarstjórnar, þar sem farið var fram á að Borgar- stjórn Reykjavíkur gætti hagsmuna þeirra og borgarinnar við staðsetningu Arnarnesbrautar og kæmi því til leiðar að fyrirhugaðri legu hennar, sem aug- lýst var í Lögbirtingablaðinu, verði breytt þannig að allir megi vel við una. Áskorun þessi var sðan afhent borgar- stjóra þann 2. maí sl. með 3000 undir- skriftum, þar sem eindregið er tekið undir þessi viðhorf fundarins. Það land sem hér um ræðir hefur þeg- •ar verið samþykkt í Borgarstjórn Reykjavíkur sem friðlýst útivistar- svæði. Það má því teljast furðulegt að Arnarnesvegi skuli ætlað að kljúfa það endilangt og eyðileggja það þar með. f greinargerð sem fylgir áskorun Samtaka íbúa í Seljahverfi til borgar- stjóra er minnt á ályktun 4. Náttúru- verndarþings 1981 um útivistarsvæði í þéttbýli og ítrekuð var á 5. Náttúru- verndarþingi 1984,enþarerm.a. varað eindregið við því „að gengið sé á svæði sem í skipulagi hefur verið ætlað til úti- vistar." Ljóst sé að vegurinn yrði mjög áberandi og til lýta í landslaginu. Nú þegar hafi verið útbúnar skíðabrekkur norðarlega í hlíðinni, sem hafi sannað gildi sitt, einkum fyrir börn. Allt þetta svæði sé þegar orðið mjög vinsælt og verðmætt til útivistar og sennilega eitt það fjölsóttasta á höfuðborgarsvæðinu. Sem dæmi hafi í vetur farið fram keppni í skíðagöngu þar þegar ófært var í Blá- fjöll. Ljóst er, af teikningum, að vegurinn kæmi til með að liggja mjög hátt, þar eð all-bratt er upp úr Fífuhvammslandi og sömuleiðis niður í Elliðaárdal. Hér er því verið að búa til einskonar „fjall- veg“. Má í því sambandi vitna í álit frá skrifstofu gatnamálastjórans í Reykja- vík en þar segir m.a. „Gera má ráð fyrir að þessi vegur yrði mjög erfiður í snjó og yrði ekki ruddur meðan aðrir þýð- inaarmeiri vegir væru hálfófærir.“ I viðtali við Þjóðviljann sögðu þau Sigríður Sigurðardóttir og Magnús Bjarnason, fulltrúar íbúa í Seljahverfi að engin vandkvæði væru á að flytja Hi& umdeilda vegarstæ&i efst í Seljahverfi milli Rjúpnahæðar og efstu húsanna í hverfinu. veginn, þar sem framkvæmdir hafi enn ekki hafist. Annaðhvort mætti leggja hann hærra í landinu eða flytja hann hinum megin við útvarpshæðina. Þótt engin fyrirstaða sé fyrir því framkvæmdalega séð, að flytja veginn, getur það hinsvegar reynst örðugt þar sem sú skipulagstillaga sem nú liggur fyrir, gerir ráð fyrir Arnarnesveginum í landi Reykjavíkur rétt við landamörk i Kópavogs. Ef vegurinn verður fluttur I lendir hann hins vegar innan landsvæðis ! Kópavogskaupstaðar. Það er Vegagerð ríkisins sem sjá mun um lagningu Arn- arnesvegar og skipulagsstjóri ríkisins sem hefur unnið fyrrnefnda skipulags- tillögu. -SS. Stgrí&ur Sigur&ardóttir og Magnús Bjarnason frá íbúasamtökum Selja- hverfis. Ljósm. Atli. ■u margar a'|P|°^agn! sem SSBSKS*'**’ Svar □ *> gff/WO § 3 slf ,.000 Hvenæi Svaliife sinn? *rn°m hollustudrykh zrnum á markadinn FIDRIDAPER FYRIRTVO! auk þess eru 25 aukavinningar, hver þeirra kassi af Svala 1/4 Itr.fernum Ertu ekki til í Svalandi Sumarferð til Flórída í tvær vikur? Vertu með í Svala sumargetrauninni, það veitir þér möguleika á að dveljast á Flórída í tvær vikur með ...? þú ræður. Nafn: Sími: Heimili Sendið svörin til: Sól hf. „Svala sumargetraun" Þverholti 19 105 Reykjavík. Svörin þurfa að berast okkur fyrir kl. 5 e;h. þriðjudaginn 8. maí n.k. ■ » ITf«SÚ * htHNUNNl kRU TSMG'AP —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.