Þjóðviljinn - 04.05.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 04.05.1984, Blaðsíða 11
Föstudagur 4. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 íþróttir Víðir Sigurðsson Aö ofan: fslandsmeistarar ÍBK í 2. flokki kvenna í körfuknattleik. Aftari röð frá vlnstri: Hlín Hólm, Margrét Sturlaugsdóttir, Björg Færseth, Guðrún Einars- dóttir. Fremri röð: Fjóla Þorkelsdóttir, Björg Hafsteinsdóttir, Kristín Sigurð- ardóttir, Guðlaug Sveinsdcttir og Gunnhildur Hilmarsdóttir. Þjálfari þeirra er Jón Kr. Gíslason. Að neðan: fslandsmeistarar Njarðvíkur í minnibolta: Aftari röð: Haukur Ragnarsson, Friðrik Rúnarsson, Ævar Jónsson, Kristín Björnsdóttir, Magn- ús Þórðarson, Daníel Sveinsson, Gísli Einarsson, Sveinbjörn Gíslason, Jó- hann Halldórsson. Fremri röð: Valdís Þorsteinsdóttir, Vilbert Gústafsson, Jón J. Árnason, Guðbjörn Sigurjónsson, Stefán Örlygsson, Magnús Ragn- arsson. Maree orðinn bandarískur Hafþór með tvö gegn Þrótturum Fyrstudeildarlið KA og Þróttar í knattspyrnu léku tvo æfingaleiki á Akureyri um síðustu helgi. Fyrri leiknum lauk með jafntefli, 1:1, en KA vann seinni leikinn 3:1. Sigl- firðingurinn Hafþór Kolbeinsson, sem gekk í raðir KA-manna í vet- ur, skoraði tvö mörk í síðari leiknum. -K&H/Akureyri Magnús og Súsanna sigruðu Magnús Haraldsson vann yfir- burðasigur í karlaflokki og Sús- anna Helgadóttir sigraði örugglega í kvennaflokki í Víðavangshlaupi Hafnarfjarðar sem fram fór á sumardaginn fyrsta við Lækjar- skólann í Hafnarfirði. Helgi F. Kristinsson sigraði í drengjaflokki, Finnbogi Gylfason í piltaflokki, Helen Ómarsdóttir í flokki telpna 9-12 ára, Ásthildur Linnet í flokki 7-8 ára stelpna, Jón Gunnar Gunnarsson í flokki 7-8 ára stráka, Berglind Jónsdóttir í flokki stelpna 6 ára og yngri og Stefán Hjaltalín í flokki stráka 6 ára og yngri, Uppselt í Hamborg! Hamburger SV og Bayern Múnc- hen, keppninautar Stuttgart um vestur-þýska meistaratitilinn í knattspyrnu ásamt Borussia Mönc- hengladbach, mætast á morgun í Hamburg í 31. umferð deildarinn- ar. Uppselt var orðið á leikinn fyrr í vikunni, 68.500 miðar seldir, en síðustu daga hafa miðar verið falir ,4 svörtu“ fyrir 200 mörk, eða 2.200 íslenskar krónur. Áhuginn er gífurlegur, enda getur leikurinn ráðið úrslitum um hvar meistara- titillinn hafnar í ár. Strack ekki með Gerd Strack, varnarmaðurinn sterki frá Köln, getur ekki leikið með vestur-þýska landsliðinu í úr- slitum Evrópukeppni landsiiða í knattspyrnu í sumar. Hann meiddist á nára um síðustu helgi og þarf að ganga undir uppskurð þeg- ar keppnistímabilinu lýkur í Vestur-Þýskalandi. Sveit Ármenninga bar sigur úr býtum í Múllersmótinu í svigi sem haldið var í Kóngsgili við Fram- skálann í fyrrakvöld. Sveitina skipuðu þeir Einar Úlfsson, RJk- harður Sigurðsson, Árni Þór Árnason og Tryggvi Þorsteinsson og fengu þeir samanlagðan tíma 257,22 sekúndur. Framarar urðu í öðru sæti á 304,16 sek. Sveit þeirra skipuðu Pétur Haraldsson, Eiríkur Har- Sydney Maree, hinn snjalli hlaupari frá Suður-Afríku, fékk bandarískan ríkisborgararétt í fyrradag. Þar með er Ijóst að hann getur kcppt fyrir hönd Bandaríkja- manna á Ólympíuleikunum í Los Angeles í sumar. Maree yfirgaf Suður-Afríku fyrir nokkrum árum af pólitískum ástæðum, hann er andvígur „apart- heid“, aðskilnaðarstefnu stjórn- valda þar í landi. Hann stundar nám í Bandaríkjunum og er giftur þarlendra stúlku. Það bjargaði honum, hann þurfti aðeins að bíða í þrjú ár eftir ríkisborgararétti en aldsson, Axel Gunnlaugsson og Gunnlaugur Gunnlaugsson. Víkingar urðu þriðju á 339,21 sek. Þar kepptu Gunnar Ólafs- son, Þórður Hjörleifsson, Sigurð- ur Sigurðsson og Guðni Frið- geirsson. Sveitir KR og ÍR Iuku ekki keppni. Mótið fór fram í 18. sinn og mótsstjóri var Leifur Múller, sonur L.H. MiUlers sem mótið er kennt við. ógiftur eða pússaður saman við konu af öðru þjóðerni hefði hann þurft að bíða í fimm ár. Sydney Maree setti á síðasta ári heimsmet í 1500 m hlaupi karla, 3:31,24 mín. Það met stóð að vísu aðeins í örfáa daga og honum hefur ekki tekist að endurheimta það. Samt er hann óumdeilanlega einn fremsti 1500 m hlaupari heimsins í dag og verður án efa í baráttunni um Ólympíugullið í sumar. __________________-VS Naumt á Kýpur Slagurinn um hvaða lið komast í lokakeppni HM í knattspyrnu 1986 hófst á Kýpur í fyrrakvöld. Austurríkismenn voru þar í heim- sókn og mörðu nauman sigur, 2:1. Gisinger kom Austurríkismönnum yfir, Christoforou jafnaði en Her- bert Prohaska náði að tryggja gest- unum sigur 16 mfnútum fyrir leiks- lok. Bikarúrslit Tveir bikarúrslitaleikir í knatt- spyrnu fóru fram í Evrópu fyrr í vikunni. í Portúgal vann Porto auðveldan sigur á Rio Ave, 4:1, eftir 3:0 í hálfleik og í Búlgaríu vann Leviski Spartak 1:0 sigur á liðinu frá rauðvínsborginni frægu, Trakia. Armann sigraði í Mullersmótinu Liðin frá A.-Evrópu í sinn hvorn riðil Austur-Evrópuþjóðirnar fjórar sem taka þátt í knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna í Los Angeies í sumar þurfa ekki að mætast í riðl- akeppninni. Þau lentu í sinn hvern riðiiinn en þó neituðu talsmenn undirbúningsnefndarinnar því alfarið að það hefði verið gert af ásettu ráði, heldur hefði verið leitast við að láta ekki þjóðir úr sama heimshluta leika saman. Riðlarnir Iíta þannig út: A-riðill: Tékkóslóvakía, Chile, Frakkland og Quatar. B-riðill: Júgóslavía, Kamerún, Kanada og frak. C-riðill: A.-Þýskaland, Brasilía, Marokkó og Saudi-Arabía. D-riðUI: Sovétríkin, Egypta- land, Bandaríkin og Costa Rica. Heldur eru reglurnar um áhuga- mennsku farnar að slakna en sú regla gildir fyrir þjóðir Evrópu og Suður-Ameríku að enginn leik- maður sem lék í undan- eða loka- keppni HM 1982 er gjaldgengur á Ólympíuleikunum. Þar af leiðandi hafa þjóðirnar getað teflt fram atvinnumönnum í undankeppninni fyrir leikana og sumar Evrópu- þjóðir stilltu nánast upp 21 árs landsliðum sínum. Samt sem áður eru Austur-Evrópuþjóðirnar tald- ar líklegastar til að skipa sér í verð- launasætin á leikunum og ósenni- legt að aðrir blandi sér í þá baráttu. - VS Feyenoord meistari Feyenoord varð í gær hollenskur meistari í knattspyrnu, vann Fort- una Sittard 1:0 í sínum næstsíðasta leik í þarlendu 1. deildinni. Rúm- lega 40 þúsund áhorfendur sáu gamla knattspyrnukónginn Johan Cruyff gefa snilldarsendingu á Pet- er Houtman á 75. mínútu og Hout- man þakkaði fyrir sig með því að skora sigurmarkið. Cruyff, sem er orðinn 37 ára gamall, á stóran þátt í velgengni Feyrnoord en hann kom til félagsins frá erkióvinunum, Ajax, í fyrrasumar. - VS Allir jafnt Staðan í bresku meistarakeppninni í knattspyrnu eftir sigur Walesbúa á Englcndingum í fyrrakvöld er þessi: N.-lrland...............2 1 0 1 2:1 2 Wales...........,.......2 1 0 1 2:2 2 England.................2 10 1 1:1 2 Skotland................2 1 0 1 2:3 2 Englendingar eiga eftir að leika við Skota og Walesbúar við Norður-íra. Allar þjóðirnar eiga möguleika á sigri í keppninni. Valur- Þróttur 0:0 Einn leikur fór fram á Reykjavík- urmótinu í meistaraflokki karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Valur og Þróttur áttust við á Melavellinum og lauk leiknum með jafntefli 0:0. Úr 4. deild í Wrexham, sem er í þriðja neðsta sæti 4. deildarinnar í ensku knatt- spyrnunni, tekur þátt í Evrópu- keppni næsta vetur! Félagið, sem fyrir stuttu lék í 2. deild, er komið í úrslit velska bik- arsins en í gegnum hann kemst ávallt eitt lið frá Wales í Evrópu- keppni bikarhafa. í úrslitaleik mætir Wrexham 2. deildarliði Johan Cruyff - maðurinn bak vlð ár- angur Feyenoord í vetur. Oxford í 2. deild Sú meinlega villa slæddist inni blaðið í gær að Oxford væri fallið f 4. deUd ensku knattspyrnunnar. Hið rétta er, eins og áhugamönnum ætti að vera' kunnugt, að Oxford United tryggði sér sæti í 2. deUd í fyrrakvöld með 0-0 jafn- tefli við Wigan. Þegar þrjár umferðir eru eftir f 3. deild hefur Oxford 88 stig, Wimbledon 81, Sheff. Utd. 80 og Hull 76 stig. Sheff. Utd. og Wimbledon eiga eftir að mætast og geta þvf ekki komist bæði uppfyrir Oxford. - VS. Evrópuslag! Shrewsbury sem er enskt og getur því ekki talist fulltrúi Wales. Wrexham gæti því náð í hæsta máta óvenjulegum árangri á keppnistímabilinu sem nú er að ljúka; hlotið Evrópusæti en jafn- hliða þurft að sækja sérstaklega um að fá að leika í ensku deildakeppn- inni 1984-85! - VS TBR komið með 3 tennisvelli Tennis- og Badmintonfélag Reykjavikur, TBR, er að taka í notkun þrjá útitennisvelli í Reykjavík. Þeir eru vestan megin við TBR-húsið við Gnoðarvog og eru upphitaðir og malbikaðir. Þeir verða sfðar flóðlýstir. Tennis hefur ekki verið stund- aður í Reykjavík í 35 ár. Hins vegar hafa tennisáhugamenn á höfuðborgarsvæðinu leikið tenn- is í Hafnarfírði og í Kópavogi um nokkurra ára skeið. Tennisvellir TBR marka tíma- mót hjá félaginu. TBR átti tennis- völl við Melavöllinn en hann var tekinn úr notkun fyrir mörgum áratugum. Nú getur félagið aftur farið að standa undir nafni og gefa fólki kost á að stunda þessa hollu og góðu íþrótt sér til heilsu- bótar og ánægju. Tennisvellir TBR eru að sjálf- sögðu löglegir keppnisvellir og væntanlega verða haldin tcnnis- mót á vegum félagsins síðar í sumar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.