Þjóðviljinn - 04.05.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 04.05.1984, Blaðsíða 16
rnmi/m Föstudagur 4. maí 1984 Aðalsimi ÞJóðvilJans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til töstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Neytendasamtökin hafa sent frá sér fréttatilkynningu, þar sem skorað er á almenning að draga úr eða hætta neyslu kartaflna meðan boðið er upp á jafn slæma vöru og nú er reyndin. Ennfremur skora samtökin á almenning að skila tii kaupmanna eða Grænmetisversl- unarinnar öllum ónýtum kartöflum og krefjast nýrrar og ógallaðrar vöru í staðinn. Neytendafélag Reykjavíkur og nágrennis hefur sent Hollustu- vemd ríkisins, heilbrigðiseftirliti og heilbrigðisfulltrúum á höfuð- borgarsvæðinu bréf, þar sem þess er farið á leit að fjarlægðar verði úr Kartöfluverkfall 60% kartaflna hjá Grœnmetis- versluninni þriðja flokks vara verslunum skemmdar og rotnandi kartöflur, enda afleitt að slík vara sé innan um önnur matvæli. Tildrög þessara mála beggja em þau, að þann 11. apríl sl. könnuðu Neytendasamtökin matarkartöflur í verslunum á höfuðborgarsvæð- inu. í ljós kom, að 36,4 prósent kartaflnanna flokkuðust í 3. flokk eða neðar. Af hálfu forráðamanna Græn- metisverslunar landbúnaðarins kom fram gagnrýni á könnunina, vegna þess að ekki voru teknar kartöflur úr pökkunarsal Græn- metisverslunarinnar til saman- burðar. Til þess að bæta úr þessu fóru fulltrúar Neytendasamtak- anna í pökkunarsal Grænmetis- verslunarinnar 24. og 25. apríl og tóku þar fimm poka til mats. Nið- urstaðan varð sú, að tveir pokar fóm í 1. flokk en hinir þrír í 3. flokk eða neðar. 60 prósent kartaflna í pökkunarsal sjálfrar Grænmetis- verslunarinnar er því þriðja flokks vara. Neytendasamtökin segja að af þessu sé ljóst, að ekki hafi verið um tilviljun að ræða, þegar fyrri könnunin sýndi hörmulegt ástand í kartöflusölu hér á landi. ast Kalt að koma úr kojunni í sjóinn sagði Hörður Jónsson vélstjóri á Kára VE „Nei, ég held að við höfum ekki r'erið í neinni hættu, en ansi er samt calt að koma fáklæddur beint úr leitri kojunni í sjóinn. Við vorum lins vegar ekki nema örskamma itund í sjónum, komumst strax um liorð í gúmmbjörgunarbátinn“, sagði Hörður Jónsson vélstjóri á Kára VE, sem sökk í gærmorgun fyrir utan Stokkseyri. Eyjólfur Konráð: Útvarpshúsinu nýja breytt í smáíbúðir Eyjólfur Konráð Jónsson hefur lagt fram tillögu á alþingi um stöðv- un framkvæmda við útvarpshúsið. Leggur þingmaðurinn til að athug- að verði hvort ekki megi nýta húsið fyrir smáíbúðir, ella verði efnt til hugmyndasamkeppni um notkun þess. í greinargerðinni með frumvarp- inu segir Eyjólfur að menn hafi nú fyrir augunum stórframkvæmdir við byggingu svonefnds útvarps- húss sem þenst út og suður og upp í loft án þess að unnt sé að ímynda sér hvernig þessi ósköp ætti að nota til útvarpsreksturs, nema e.t.v. eitthvert horn hússins." -•g Fréttamaður Þjóðviljans hitti Hörð og Henning Fredreksen, skipstjóra á Hásteini ÁR, sem sigl- di á Kára VE, á bryggjunni á Stok- kseyri í gær. í>ar voru menn að huga að skemmdum á Hásteini sem virðast all-nokkrar. Henning sagðist helst ekki vilja tala um þennan atburð fyrr en sjó- próf hefðu farið fram, enda hefði hann sjálfur verið við stýrið. Stað- reyndin væri þó sú að Hásteinn ÁR hefði siglt á stjórnborðskinnung Kára VE og við það hefði komið allstórt gat á kinnunginn og bátur- inn sokkið á 2-3 mínútum. Hörður sagði að höggið hefði verið all-nokkurt, en þó sagðist hann hafa haldið að þegar svona óhapp gerðist væri höggið meira. Hann sagðist aldrei hafa lent í svona nokkru fyrr. Þó hefði höggið verið það mikið að félagi hans sem svaf í þverkoju, kastaðist fram á gólf. „Við hentumst allir uppá dekk og sáum þá strax hvað verða vildi. Kári VE var byrjaður að sökkva að framan og það var nokkuð bratt að fara aftur eftir dekkinu, ná björg- unarbátnum og kasta honum í sjó- inn. Við stóðum svo á skutnum og hentum okkur fyrir borð og nokk- urnveginn um Ieið sökk báturinn. Eina hættan var sú að lenda í skrúf- unni, sem enn gekk. En þetta fór allt vel og við komumst strax í björgunarbátinn, sem hafði blásist út um leið og hann kom í sjóinn." Þeir voru hvorki með gálga né sleppibúnað á gúmmbjörgunar- bátnum á Kára. -S.dór Sjá bls. 2 Henníng Fredreksen, skípstjóri á Hásteini RE t.v. og Hörður Jónsson vélstjóri á Kára VE. Á innfelldu myndinni er verið að huga að skemmdum á Hásteini í vörinni á Stokkseyri. (Mynd. -S.dór). Neytendasam- tökin skora á landsmenn: Fréttir úr borgarstjórn Köttur rifinn - hundar leyfðir Heimilað niðurrif Fjalakattarins í gær var samþykkt með nafn- akalli í borgarstjórn Reykjavíkur heimild til niðurrifs Fjalakattar- ins. Samþykkir voru 11 fulltrúar Sjálfstæðisflokksins en sá tólfti, Hulda Valtýsdóttir, formaður Umhverfismálaráðs, greiddi at- kvæði á móti ásamt 8 fulltrúum minnihlutans. Sigrún Magnús- dóttir úr Framsóknarflokki og Sigurður E. Guðmundsson úr Al- þýðuflokki sátu hjá. Þorkell Valdimarsson, eigandi hússins sagði í samtali við Þjóðviljann í gærkvöldi að hánn vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um hvað nú tæki við, hann þyrfti að sofa á málinu og átta sig betur á stöð- unni. Hann var spurður um það hvort hann væri fús til viðræðna við samtökin „Níu líf“ og sagðist hann aldrei hafa neitað við- ræðum við neinn. Fulltrúar minnihlutaflokkanna í borgarstjórn lögðu fram tillögu sem kveður á um að borgarstjórn geri það sem í hennar valdi standi til að greiða fyrir samningum milli eigenda hússins og samtak- anna „Níu líf“. Þessi tillaga var samþykkt með 10 atkvæðum minni hlutans og Huldu Valtýs- dóttur en 11 fulltrúar sátu hjá. Takmarkað hundahald leyft í gærkvöldi voru tillögur borg- arstjóra um takmarkað hunda- hald samþykktar með 14 sam- hljóða atkvæðum en fulltrúar minnihlutaflokkanna annarra en Framsóknarflokksins sátu hjá. Samkvæmt tillögunni verður efnt til almennrar atkvæðagreiðslu ekki síðar en fjórum árum eftir staðfestingu reglugerðar um hundahald. Sigurjón Pétursson, fulltrúi Alþýðubandalagsins, taldi að það gæti skapað erfið- leika ef fólki væri leyft að halda hund en síðan samþykkt að banna hundahald í atkvæða- greiðslu. Báru fulltrúar Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks og Kvennaframboðs fram tillögu um skoðanakönnun um málið á þessu ári en hún var felld. - GFr Átök að hefjast um humar- kvóta Nú er unnið að því að úthluta aflakvóta til þeirra báta sem stunda munu humarveiðar í sumar. Að sögn Kristjáns Ragnarssonar formanns LÍÚ, er búist við að það verði varla léttara verk né átakaminna en úthlutun aflakvótans á vertíð- inni í vetur. Humarvertíðin hefst fljótlega eftir að vetrar- vertíð lýkur 11. maí. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.