Þjóðviljinn - 04.05.1984, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN! Föstudagur 4. maí 1984
Hörður Jóelsson t.v. og Jónas Henningsson, sklpverjar á Hástelnl á bryggjunnl á Stokkseyrl í gœr.
Byrjaö var að þétta Hástein ÁR svo hægt verði að sigla honum til viðgerðar í
sllpp. (Ljósmyndir - S.dór).
Hásteinn ÁR sigldi á Kára VE fyrir utan Stokkseyri:
„ Hann sökk á svipstundu“
„Við vorum fjórir sofandi í lúkar
og vöknuðum upp við höggið, hent-
umst fáklæddir uppá dekk og sáum
strax að hverju stefndi. Okkur
tókst að koma björgunarbátnum í
sjóinn, stukkum allir á eftir og gekk
vel að komast um borð í hann.
Þetta hefur varla tekið meira en 2-3
mínútur og á þeim tíma sökk Kári,
enda drekkhlaðinn af fiski, þetta
var okkar besti túr í vetur, við vor-
um með 65 lestir af fiski“, sagði
Hörður Jónsson, vélstjóri á Kára
VE í samtali við Þjóðviljann i gær.
Atburðurinn átti sér stað 1.5
sjómflur fyrir utan Stokkseyri, um
kl. 6.30 í gærmorgun. Kári VE var
100 tonna trébátur og sem fyrr
segir að koma úr róðri á Ieið til
Þorlákshafnar, en Hásteinn ÁR 65
tonn var aftur á móti á leið í róður
frá Stokkseyri. Hásteinn sigldi á
stjórnteorðskinnung Kára sem
sökk á innan við 3 mínútum.
Veður var mjög gott þegar at-
burðurinn gerðist og hefur það án
vafa haft sitt að segja hve vel tókst
til við björgun skipverja á Kára,
sem höfðu svo skamman tíma til að
koma gúmmbáti á flot, yfirgefa
skipið og komast uppí björgunar-
bátinn. Skipverjar á Hásteini
björguðu svo skipbrotsmönnum
um borð og snéru við til Stok-
kseyrar. Hásteinn er nokkuð
skemmdur. Leki kom að honum og
stefnið skemmdist. Báturinn verð-
ur að fara í slipp til viðgerðar.
- S.dór
Verður mannbjörg?
var það fyrsta sem manni datt í hug
'U
„Ég var á dekki þegar þetta gerð-
ist og það fyrsta sem manni datt í
hug var hvort mannbjörg yrði, það
var alfyrsta hugsunin. Síðan grip-
um við björgunarhringi og hentum
til þeirra ef þeim tækist ekki að
komast í björgunarbátinn, en það
tókst þeim bæði fljótt og vel“, sagði
Hörður Jóelsson skipverji á Há-
steini ÁR, þegar Þjóðviljinn ræddi
við hann og Jónas Henningsson,
vélstjóra á Hásteini ÁR.
Ég var í stýrishúsinu, hafði lagt
mig þar á bekk augnablik, ég kast-
aðist af bekknum við áreksturinn.
Það fyrsta sem ég gerði var að
skreppa ofan í vélarrúm ef leki
hefði komið að bátnum hjá okkur,
en þegar ég sá að svo var ekki, þaut
ég aftur upp og þá var Kári VE að
sökkva í hafið. Þetta hafa verið
svona 2 mínútur, varla meira",
sagði Jónas.
Hörður sagði að sér hefði að
sjálfsögðu brugðið mjög mikið,
enda geta mannslíf alltaf verið í
hættu þegar svona nokkuð gerist.
En þetta hefði allt gerst svo snöggt,
að menn væru varla farnir að átta
sig.
Þeir félagar sögðu Hástein ÁR
allmikið skemmdan, leki hefði
komið að skipinu, innréttingar
gengið til og Ijóst væri að stefnið
væri all mikið skemmt. Skipið
verður að fara í slipp, þannig að
báturinn fer ekki meira til veiða á
þessari vetrarvertíð sem lýkur 11.
maí og vertíðin hjá þeim hefði ver-
ið í lakasta lagi, þeir væru aðeins
búnir að fá um 300 lestir.
- S.dór
Nýtt íslenskt leikrit frumsýnt:
Fj ör eggið
__________________________________________________________________ FJÖREGGIÐ, nýtt íslenskt víkur næsta miðvikudag. Leikritið
~ ~ 7 , „. . ~ leikrit eftir Svein Einarsson verð- >gerist í Reykjavík á okkar dögum.
Svelnn Einarsson fyrrum lelkhusstjórl er hofundur nys leikríts sem verður ,e . ... , Dovkia ISIeikararkomaframísvnineunni
frumsýnt. Iðnó í næstu vlku. Mynd - ATLI. ur frumsynt hja Leikfelagi Reykja- 15 leikarar koma tram i synmgunm
1 ’ _____________________________ sem Haukur J. Gunnarsson leik-
stýrir.
„Mig hefur lengi langað til að
skrifa en hef ekki haft tíma og að-
stöðu til þess fyrr en ég hætti sem
leikhússtjóri", sagði höfundurinn
Sveinn Einarsson sem löngu er
þjóðkunnur fyrir störf sín að
leiklistarmálum. Hann var leikhús-
stjóri Leikfélags Reykjavíkur á ár-
unum 1953-1972 og síðan þjóð-
leikhússtjóri til 1983. Hann hefur
einnig sett upp fjölda sýninga og
samið útvarps- og sjónvarpsleikrit
Jón Rúnar Sveinsson um húsnæðisfrumvarpið:
Opnar fyrir Búseta
„Ég fagna því, að félagsmálaráð-
herra ætlar að taka af skarið opin-
berlega í þessu máli, en hann hefur
lýst því yfir við stjórn Búseta, að
hann ætli með frumvarpinu að
opna húsnæðissamvinnufélögum
lánamöguleika úr Byggingarsjóði
verkamanna. Aðstoðarmaður fé-
lagsmálaráðherra gaf einnig slíkt
loforð á stofnfundi félagsins 15.
nóvember og ég trúi hreinlega ekki
öðru en ráðamenn standi við sín
orð“, sagði Jón Rúnar Sveinsson,
formaður húsnæðissamvinnufé-
lagsins Búseta í Reykjavík og ná-
grenni í samtali við blaðið í gær.
„Ég tel þetta frumvarp greini-
lega opna Búseta leið til lána hjá
Byggingarsjóði verkamanna",
sagði Jón Rúnar Sveinsson enn-
fremur í samtali við Þjóðviljann.
„Ég vil sérstaklega benda á athuga-
semdir í frumvarpinu við 54.
greinina, en þar segir, að Bygging-
arsjóði verkamanna sé ætlað að
veita lán til félagasamtaka og stofn-
ana, sem byggja leiguíbúðir, og
sérstaklega tekið fram, að
hagsmunaaðilar geta myndað
samtök til þess að byggja leiguí-
búðir til afnota fyrir félagsmenn
eða til leigu á almennum markaði.
Þá er í hinum margumrædda c-lið
33. greinar, þar sem upp eru talin
hlutverk Byggingarasjóðs verka-
manna, hvergi minnst á tekju-
mörk, né heldur á öðrum stöðum í
frumvarpinu. Ég skil þetta frum-
varp því þannig, að það opni tví-
mælalaust fyrir Búseta“.
ast
ásamt því sem hann hefur gert leik-
gerðir að þremur sögum Halldórs
Laxness.
„Þetta er fyrsta leikritið sem ég
skrifa en ég er rétt að byrja og er
með hugmyndir að öðru verki“,
sagði Sveinn í gær. Hann hefur ver-
ið í Færeyjum síðusfu vikur við
leikstjórn en sagði nýjar tilfinning-
ar blandast þeim gömlu við að
koma aftur í Iðnó á þennan hátt.
Æfingar á Fjöregginu hafa staðið
yfir síðan í byrjun mars og sagði
Haukur J. Gunnarsson leikstjóri
gott að vinna eftir þessu verki.
„Það ber þess öll merki að það er
maður sem þekkir leikhús sem hef-
ur samið það“.
Stefán Baldursson leikhússtjóri
sagði leikritið alvarlegs eðlis en-
með ífléttuðu skopi á skemmti-
legan hátt. Sagan er um fjölskyldu í
Reykjavík og fjallar um ólík við-
horf og skoðanir þriggja kynslóða.
-ÍP
Afmælishátíð hjá Heklu
í dag verður haldin mikil afmæl-
ishátíð hjá Heklu h.f. í tilefni 50 ára
afmælis fyrirtækisins. Verður i dag
haldið bjóð fyrir um 600 manns í
husakynnum fyrirtækisins og
verða meðal gesta fulltrúar þeirra
fyrirtækja sem Hekla h.f. skiptir
við erlendis.
Um helgina verður fyrirtækið
svo kynnt almenningi og verður þá
margt á dagskrá. Skemmtiatriði
eins og Steini og Olli, Karlakór lög-
reglunnar syngur o.fl. Það verða
ekki aðeins húsakynni fyrirtækisins
sem sýnd verða, heldur þær vörur
sem það hefur umboð fyrir hér á
landi. Þá verða til sýnis gamlir grip-
ir, svo sem Land/Rover og Fólks-
vagn frá árinu 1948 en Hekla hefur
umboð fyrir þessar bifreiðategund-
ir.