Þjóðviljinn - 04.05.1984, Síða 3
Föstudagur 4. maí 1984 ÞJÓDVlLjlNN — SÍÐÁ 3
Bandormur ríkisstjórnarinnar uppí fjárlagagatið
Arás á
Einstakir hópar almennings illa fyrir
ríkisstjórninni segir Svavar Gestsson
kjarasamningana
rrc illn -fwrir binrsSivill n verið að taka erlend lán til hluta greiéa enn einu sinni. Eg veit ekki
iiO LLLLt I yí Lí ULlí L/LÍLLL LL sem aldrei hefur áður verið cert; til betur en kiarasamninear hafi mið-
Þessar ráðstafanir ríkisstjórnar-
innar eru árás á nýgerða kjara-
samninga, sagði Svavar Gestsson
formaður Alþýðubandalagsins í
viðtali við Þjóðviljann í gær. Ég
bendi á að einstakir hópar verða
illilega fyrir barðinu á ríkisstjórn-
inni í þessum aðgerðum einsog
námsmenn, en ekki er annað að sjá
en úthlutun það sem eftir lifir árs
verði miðuð við 60% fjárþarfar í
stað 95% eins og var fyrr á árinu.
- Þá gengur sjúklingaskatturinn
aftur með hækkun á heimsókn til
sérfræðinga úr 100 krónum í 300.
Það hefur heldur ekki lítið að
segja, þegar hlutdeild þjóðfélags-
ins í tannréttingakostnaði og
tannviðgerðum barna og unglinga
er minnkuð verulega einsog ríkis-
stjórnin hefur ákveðið.
- Hinar gífurlegu erlendu lán-
tökur sem ríkisstjórnin boðar eru
með ólíkindum. Þjóðhagsstofnun
er látin finna tölu til að halda
hlutfallinu innan við 60% en það
breytir engu um að í fyrsta skipti er
íi hefur áður verið gert; 1
að fjármagna skuldbreytingar á
lausaskuldum bænda, í vangoldin
bamsmeðlög, viðhald á skipum,
ferðalög til útlanda og svo fram-
vegis. Gatið í ríkissjóði hefur verið
fyllt til málamynda en her-
kostnaðinn eiga launamenn að
betur en kjarasamningar hafi mið-
ast við kaupmátt síðasta ársfjórð-
ungs 1983, en ríkisstjórnin segir
sjálf frá því í greinargerð með
fíumvarpinu að kaupmáttur muni
rýma um rúmlega 2% á árinu. Era
það ekki samningsrof? sagði Svav-
ar Gestsson að lokum. ~úg
Erlendu lánin uppí gatið hjá ríkisstjórninni
1852 miljóna erlend lán
v * . • ! 1 fA • 1 ! / _ 1 £. ! . £'1 „1 1: A ^ rnilf O A fol/o ollt O 1
I aðgerðum ríkisstjórnarinnar er
gert ráð fyrir að tekin verði erlend
lán að jafnvirði 150 miljóna til að
fjármagna vangoldin barnsmeðlög.
í „bandormi“ ríkisstjómarinnar
segir að skuld Innheimtustofnunar
sveitarfélaga við Tryggingastofn-
unina nemi 150 miljón krónum
(árslok 1983) og framvegis verði
Innheimtustofnun sveitarfélaga að
skila Tryggingastofnun því sem
innheimtist mánaðarlega.
Síðan segir í einni grein frum-
varpsins, að Jöfnunarsjóður
sveitarfélaga skuli greiða Inn-
heimtustofnuninni það sem á vant-
ar að tekjur hennar nægi til endur-
greiðslu Tryggingastofnunarinnar.
Og í 26. grein bandormsins segir
svo: „Félagsmálaráðherra f.h.
Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er hei-
milt að taka allt að 150 m.kr. lán
eða jafngildi þeirrar fjárhæðar í er-
lendri mynt til að gera upp gjald-
fallnar skuldir Innheimtustofnunar
sveitarfélaga við Tryggingastofnun
ríkisins.“
-6g
Erlend lán í
bamsmeðlög!
Nýjar erlendar lántökur eru
fyrirferðamiklar í hinum nýja
bandormi ríkisstjórnarinnar, sem
ætlað er að fylla gatið margfræga.
Þannig gerir frumvarpið ráð fyrir
heimildum til að taka 150 miljón
króna lán til að greiða vangoldin
barnsmeðlög, 1022 miljón króna
lán fyrir ríkissjóð og 680 miljón
króna lán fyrir Framkvæmdasjóð
íslands. Samtals er hér um erlend
lán fyrir 1852 mifjónir króna til við-
bótar við önnur.
150 miljónimar á Alexander fé-
lagsmálaráðherra að taka fyrir Inn-
heimtustofnun sveitarfélaga vegna
vangoldinna barasmeðlaga, Albert
fjármálaráðherra fær heiðurinn af
að taka 1022 miljón króna lánið
fyrir ríkissjóð, en Framkvæmda-
sjóðurinn fær að taka lán að upp-
hæð 680 miljónum króna og „endu-
rlána til atvinnuveganna“.
í athugasemdum með frumvarp-
inu kemur fram af þessum 680 milj-
ónum sé fjárþörf í sjávarútvegi 300
m. kr., skuldbreytingin í landbún-
aði 80 miljónir, 150 miljónir til við-
haldsverkefna á skipaflotanum og
150 miljónir til „nýsköpunar í at-
vinnulífinu“, sem ekkert er skýr-
greint nánar.
-óg
Frá samkomu á Hernum úr Sölku Völku hjá Lelkfálagl Húsavíkur. Frá vlnstrl
eru: Bjarnl Slgurjónsson sem Guömundur Kadett, Hretna Jónsdóttlr, Guð-
mundur Orn Ragnarsson og Unnur Jónsdóttir.
Efnahagsráðstafan ríkisstj órnarinnar
„Sparaðu á skólabörnum!
Taka 50 miljónir aftannviðgerðum barna og unglinga
Ríkisstjórnin ætlar að „spara“ ins sem ætlað er til að stoppa upp í 16 ára lækki úr 75% í 50% og
sér 50 mijjónir króna með því að- fjárlagagat ríkisstjórnarinnar er kostnaðarþátttaka ríkisins við
draga úr þátttöku sameiginlegra kveðið á um að kostnaðarþátttaka tannréttingar lækki jafn mikið
sjóða við greiðslu á tannlækna- ríkisins við tannviðgerðir 6 ára til hlutfallslega hjá áðurnefndum
kostnaði fyrir börn og unglinga. 15 ára bama lækki úr 37.5% í 25%, aldursflokkum.
í nokkrum greinum frumvarps- hlutdeild ríkisins við tannviðgerðir - óg
Alþjóðamótið í New York
Jóhann vann Ree
Betri tíð
í vœndum
fyrir þjófa?____
Mínnka
yfirvinnu
löggunnar
- Hugmyndin er sú að ná
fram þessum sparnaði með
hagræðingu í löggæslu,
minnkun yfirvinnu og öðrum
sparnaði, sagði Jón Helgason,
dóms- og kirkjumálaráðherra
um 40 miljónir króna boðað-
an aukasparnað í dómsmála-
ráðuneytinu sem kveðið er á
um í bandormi ríkisstjórnar-
innar.
- Ég skal ekki segja um
hvort okkur tekst að ná öllum
þessum sparnaði fram, sagði
Jón Helgason að lokum.
- !g
Jóhann Hjartarson sigraði stór-
meistarann Ree frá Hollandi í átt-
undu umferð alþjóðamótsins í New
York. Að sögn Jóhanns hafði hann
hvítt og fór skákin fremur rólega af
stað en síðan upphófust miklar
flækjur þar sem Jóhann vann skipt-
amun og þar með skákina. Helgi
Ólafsson gerði jafntefli við Zuck-
erman frá Bandaríkjunum.
Jóhann hefur nú unnið 3 skákir í
röð og hefur 5 vinninga þegar ein
umferð er eftir en Helgi hefur
hlotið 4'/2 vinning.
Staða efstu manna er óljós vegna
fjölda biðskáka en eins og stendur
eru 3 jafnir með 6 vinninga, þeir
Portisch, Gurevich og Dzhinddzi-
hashvili. Líklegt er að Adorjan og
Federowich nái þeim að loknum
biðskákum.
Jóhann lét ekki vel af aðstæðum
á mótsstað. „Aðstæður á mótsstað
eru í algjöru ósamræmi við verð-
laun og keppendur". „Auk þess er
varla hægt að sofa á hótelinu fyrir
sírenuvæli" bætti hann við að lok-
um.
L.J.
Könnun Neytendasamtakanna:
Kartöfluútsæði mjög lélegt
Neytendasamtökin hafa gert
lauslega könnun á íslensku kart-
öfluútsæði og lofar sú könnun ekki
góðu fyrir kartöflubændur hér á
landi. Útsæðið reyndist sveppa-
skemmt, skaddað, jarðsprungið og
auk þess hreinasta smælki.
Samtökin keyptu einn poka af
íslensku Bintje-útsæði, en pokinn
var 25 kfló að þyngd. Pokinn var
keyptur í Grænmetisverslun land-
búnaðarins, en í umbúðum fram-
leiðandans, Sævars Magnússonar,
Syðri-Grund Grýtubakkahreppi.
Af útsæðinu í pokanum reyndist 10
prósent kartaflnanna ónýt vegna
sveppaskemmda og þriðjunguri
þess, sem eftir var, reyndist jarð-
sprunginn, skaddaður eða hreint
smælki, sem engan veginn sam-
rýmdist upplýsingum framleiðand-
ans um að stærðin væri 35-45 mm.
Auk þess mátti í pokanum finna
tegundarugling.
Neytendasamtökin taka fram,
að hér sé að sjálfsögðu ekki um
vísindalega könnun að ræða. En sé
stofnútsæði að einhverju marki af
þessum toga hér á landi, verði það
að teljast hreint tilræði við inn-
lenda kartöfluræktun og skýri að
hluta þann vanda, sem fram-
leiðslan á við að etja.
ast
Salka
Valka
á Húsa-
vík
Leikfélag Húsavíkur hefur nú
sýnt Sölku Völku fyrir fullu húsi í
10 skipti. Síðustu sýningar verða í
dag föstudag og laugardaginn kl.
20.30. Leikritið fékk góða dóma í
Víkurblaðinu um daginn og við-
tökur áhorfenda hafa verið mjög
góðar, að sögn Maríu Kristjáns-
dóttur leikstjóra.
Yfir 50 manns unnu að sýning-
unni en 30 leikarar koma fram.
Salka Valka var frumsýnd um
páskana og hafa sýningar verið
mjög þétt síðan því einn leikarinn
verður að yfirgefa hópinn um helg-
ina. Enn er óvíst hvort leikritið
verður tekið upp í haust.
Hlutverk Sölku og Arnalds eru
tvískipt. Guðný Þorgeirsdóttir og
Finnur Ingimarsson leika þau sem
börn en Björg Árnadóttir og Jón
Friðrik Benónýsson túlka þau full-
orðin. Hlutverk Sigurlínu, móður
Sölku, er í höndum Margrétar
Halldórsdóttur. María Kristjáns-
dóttir er leikstjóri og sá hún einnig
um leikmyndir. Búningar voru
fengnir að láni hjá Leikfélagi
Reykjavíkur en þá hannaði Þórunn
Sigríður Þorgrímsdóttir. Ulrik Ól-
afsson sá um tónlistina.
-JP
Búvörur
hækka á
mánudag
Mánudaginn 7. maí má vænta
hækkana á ýmsum landbúnaðar-
vörum í kjölfar efnahagsaðgerða
ríkisstjórnarinnar.
í greinargerð með frumvarps-
bandormi ríkisstjómarinnar sem
lagður var fram á alþingi í gær, er
boðað að 185 miljón króna lækkun
niðurgreiðslna komi til fram-
kvæmda á mánudaginn. Niður-
skurður þessi mun ekki vera háður
því hvort bandormurinn verður
samþykktur eður ei á alþingi, þar-
sem einungis var um heimildará-
kvæði að ræða. Því mun að öllum
líkindum koma til verðhækkana á
búvörum á mánudaginn.
— óg