Þjóðviljinn - 04.05.1984, Síða 6

Þjóðviljinn - 04.05.1984, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN, Föstudagur 4. maí 1984 ,Jtið heilaga stríð er sfrangur skóli.. Andspyrnuöflin í Afghanistan afneita vestrœnu lýðrœði jafnt og sovéskum kommúnisma Á tjaldsamkomunni upplifð! ég skyndllega sömu stemmningu og ég minnist fré samkomum hvítasunnusafnaðarins í Smálöndum, segir Sven Lindquist. — Ljósm.: Sven Lindquist. í Peshawar í Pakistan búa nú um 2-3 miljónir afghanskra flóttamanna. Þar eru einnig þjálfunarbúðir andspyrnu- hreyfingarinnar í Afghanistan og þaðan kemur mikið af þeirri aðstoð sem andspyrnuhreyf- ingin hefur fengið erlendis frá. Sænski rithöfundurinn Sven Lindquist hefur undanfarið kynnt sér ástandið í Afghanist- an og meðal annars dvalið í Peshawar. Þar hitti hann nýver- ið Yaya Masud, bróðir og opin- beran talsmann skæruliðafor- ingjans Ahmeds Masud, sem stjórnað hefur andspyrnunni í Panjshírdalnum, og Sovét- menn segjast nú hafa hand- tekið. Bróðirinn sýndi Lindquist bréf frá Ahmed Masud, þar sem hann sagði frá fyrirhugaðri stórsókn Rússanna, og voru þær fréttir hafð- ar eftir njósnurum andspyrnu- hreyfingarinnar innan stjórnarher- búðanna í Kabúl. Yaya Masud sagði þá enn fremur að Rússarnir væru vanir að tilkynna „endan- legan sigur“ sinn yfir andspyrnu- hreyfingunni, eins og þeir hafa nú gert. Árásin nú á Panjshirdalinn er sú sjöunda sem sovéska innrásar- liðið hefur gert, og sagði Yaya Masud að um 80% af byggð og ak- urlendi í dalnum hafi verið eyðilagt í fyrri sóknum. Engu að síður hefðu íbúarnir ekki flúið til Pakist- an, heldur flutt sig yfir í nálæga dali eða til Kabúl. Yaya Masud sagði að skæruliðar bróður hans í Panjshírdalnum þyrftu að flytja með sér matvæli og vistir, því akrarnir í dalnum væru ónýtir og búpeningur sömuleiðis á þrotum. Eitt stærsta vandamál uppreisnarmanna væri að sjá sjálf- um sér fyrir vistum og viðurværi. Yaya sagði að í síðustu árás Sovét- manna hefði þeim tekist að verða sér úti um 2000 sovéska riffla. Auk þess hefðu þeir þungar vélbyssur sem dygðu gegn herþyrlunum og brynvögnunum. Hins vegar sagði hann að uppreisnarmennirnir væru varnarlausir gagnvart herþotum og sprengiflugvélum, þar sem þeir hefðu ekki yfir neinum loftvarnar- byssum að ráða. Yaya Masud segir í viðtalinu að góð samvinna hafi náðst á milli hinna persneskumælandi tadjíka í Panjshír-dalnum og afghönskumælandi pashtóna, sem búa í nágrannabyggðunum. Hins vegar sé það stefna Sovétmanna og allra heimsvaldasinna að efna til sundrungar á milli þessara þjóð- flokka til þess að geta drotnað yfir þeim. Kemur fram í viðtalinu að Masud er ekki síður tortrygginn í garð Bandaríkjamanna og Kín- verja en Sovét. Lindquist spyr Masud hvort bróðir hans þekki til fræðirits um skæruhernað og hvort hann hafi lesið Regis Debray. - Jú, hann hef- ur bæði lesið Debray og aðrar bæk- ur um skæruhernað. Hann hefur lært af reynslu margara þjóða, en þó ekki hvað síst af þjóðfrelsisbar- áttu Alsírbúa, segir bróðirinn. í greinaflokki sem Sven Lind- quist birtir um þessar mundir í sænska blaðinu Dagens Nyheter kemur fram af kynnum hans af andspyrnuhreyfingunni í flótta- mannabúðunum í Peshawar að hin trúarlegu viðhorf eru mótandi fyrir andspyrnuhreyfinguna, þar sem saman fara bókstafstrú, meinlæta- lifnaður, kynferðisleg bannhelgi á konum og fjandskapur við mennta- menn, sem Lindquist segir að rekja megi til þeirra fjölmörgu Afghana sem stunduðu nám í Sovétríkj- unum og fluttu með sér sovéska hugmyndafræði og guðleysi. Lindquist lýsir meðal annars tjaldsamkomu í Peshawar, þar sem minnst er 24.000 píslarvotta er fór- ust í Herat-uppreisninni 1979 og talin er markaupphaf hinnar vopn- uðu baráttu gegn stjórninni í Ka- búl. Á samkomunni komu meðal annars fram rithöfundur og leið- togi þess flokks andspyrnunnar sem stóð að samkomunni og héldu þeir báðir innblásnar trúarprédík- anir: „Hið heilaga stríð er strangur skóli. Hann kennir okkur skilyrðis- iausa hlýðni við guð. Hann vísar okkur leiðina að æðstu markmið- um mannsins.. .Hið heilaga stríð er æðsta prófraun Guðs. Við eigum ekki að óttast slíkan dauða. Hann er hinsta sönnunin fyrir trú vorri..., sagði skáldið á samkomunni. Og leiðtoginn talar í svipuðum tón á meðan samkomugestirnir, sem all- ir eru karlmenn, grípa frammí fyrir honum og hrópa „Allah akbar!“, Guð er mikill!“. Sven Lindquist segir að skyndilega hafi sér liðið eins og á tjaldsamkomu hjá Hvítas- unnusöfnuðinum í Smálöndum sem barn. Sama bókstafstrúin. Sama ofstækið gegn lífsnautnum og kynh'fi. Sama til- finningaþrungna stemmningin og sömu viðkvæmnislegu atiotin. Anspyrnuöflin í Afghanistan af- neita bæði sovéskum kommúnisma og vesturlensku lýðræði, segir Lindquist. Leiðtogar þeirra haf ekki þann tvöfalda dýrðarljóma sem skæruliðar Víetnam höfðu, en þeir börðust fyrir þjóðfrelsi, land- búnaðarumbótum og sósíalisma. Afghönsku andspyrnuforingjarnir gefa engar vonir eða gyllivonir um nýja og betri framtíð fyrir landið og þjóðina. Lénsskipulagið sem þeir standa fyrir er úr sér gengið, en sovéska hernámið hefur gefið því nýja þýðingu í þjónustu við fólkið, segir Lindquist. Baráttan fyrir sjálfstæði þarfnast ekki frekari réttlætingar, og fulltrúar þeirrar baráttu þurfa ekki á tvöföldum helgiljóma að halda. óig/DN Sovésk stórsókn í Afghanistan Sovéski herinn í Afghanistan hefur hafið stórsókn gegn and- spyrnuöflunum í landinu. Atökin hafa fyrst og fremst átt sér stað í Panjshír-dalnum norð-austur af höfuðborginni. Sóknin hófst fyrir um 10 dögum síðan, og um síð- ustu helgi tilkynnti útvarpið í Ka- búl að „glæpaflokkur Ahmed Masud hefði beðið algjöran ósigur“ og að Masud hefði verið tekinn til fanga. Ahmed Masud er einn þckktasti leiðtogi andspyrnuaflanna í Afghanistan, sem hefur veitt sovéska innrásarliðinu harða mótspyrnu í Panjshírdalnum sex sinnum frá innrásinni 1979. Fréttir herma að Sovétmenn hafi beitt 20.000 manna liði studdu 500 brin- vögnum, 60-80 herþyrlum og að beitt hafi verið háfleygum spreng- iflugvélum í fyrsta skipti í stríð- inu. Fréttaskýrendur draga í efa fréttir Kabúl-útvarpsins um al- gjöran ósigur í Pansjhírdalnum, enda hefur það sýnt sig áður að fréttir útvarpsins af átökum eru ekki trúverðugar. Hins vegar var þetta í fyrsta skiptið sem útvarpið nefndi Ahmed Masud á nafn, og því ekki útilokað að þeir hafi get- að handsamað hann. Útvarpið sagði að Masud hafi rofið vopna- hléð, sem staðið hefur í dalnum í 13 mánuði, og hafi það verið gert að skipan þeirra Zia Ul-Haq og Ronalds Reagan. Staðreyndin er hins vegar sú að uppreinsar- mennirnir í Panjshírdalnum vissu um fyrirhugaða stórsókn Sovét- manna með nokkurra mánaða fyrirvara og höfðu búið sig undir hana. Ahmed Masud er 39 ára gamall af þjóðflokki persneskumælandi tadjíka, sem byggja Panjshírdal- inn. Talið er að hann ráði yfir um 11.000 manna liðsstyrk þjálfaðra skæruliða. Austurlönd nær:___________ Aukinn vinskapur Husseins og Arafats Jasslr Arafat ræ&ir vi& Obeldat forsætisróðherra Jórdaníu: Þeir þurfa hvor á ö&rum að halda. Eftir að fyrst (sraelar og síðan Sýrlendingar og uppreisnar- menn í PLO, hröktu Jassir Arafat og sveitir hans frá Líban- on hafa flestir fréttaskýrendur spáð Frelsissamtökum Palest- ínu dauflegri framtíð. En að- stæður hafa nú gert Arafat og Hussein Jórdaníukonung að bandamönnum á nýtt og það breytir möguleikum PLO nokk- uð. Að líkindum verða höfuð- stöðvar PLO fluttar til Amman, höfuðborgar Jórdaníu innan tíðar. Það hefur verið stefna ráðandi afla í ísrael að vísa Palestínu- mönnum frá sér með því að segja að þeirra ríki sé í Jórdaníu. Og sú hætta að ísraelar innlimi hin her- numdu svæði á vesturbakka Jór- danar með einum eða öðrum hætti hefur leitt til þess smám saman, að fomir fjéndur, Hússein Jórdaníu- kóngur og Arafat, oddviti PLO, hafa fundið hvor annan upp á nýtt. Það hefði þótt ólíkleg þróun fyrir nokkrum árum. Árið 1971 voru vopnaðar sveitir PLO hraktar út úr Jórdaníu af her Hússeins konungs í stríði sem síðan er kennt við Svart- an september: Eftir það var Húss- ein um hríð talinn höfuðsvikari við arabískan málstað meðal allra þeirra sem höfðu samúð með Pal- estínumönnum. Menn töldu að fjandskapurinn væri til frambúðar. En í Austurlöndum nær er enginn fjandskapur til frambúðar og engin vinátta heldur. Aðstæður ráða. / sama báti Og aðstæður knýja mjög á um það, að PLO og Jórdanía nái sam- an. PLO getur ekki lifað án arab- ískra bandamanna og það eina sem gæti komið í veg fyrir að ísrael innlimaði Vesturbakkann í raun væri stofnun einskonar ríkis Palest- ínumanna. Og ef ísraelar innlima Vesturbakkann er Hússein í mikilli hættu. Enn fleiri Palestínuarabar mundu flýja af hernumdu svæðun- um til Jórdaníu og ísraelar myndu reyndar reyna að hrekja sem flesta austur yfir Jórdan. Og ef Vestur- bakkinn væri glataður, þá er og mögulegt að PLO endurskoðaði þá afstöðu sína, að láta í friði stjórn Hússeins (sem er svosem engin garpur í lýðræði og mannréttind- um, öðru nær). Átta af hverjum tíu íbúum Jórdaníu koma frá Palestínu - og því er það augljóslega Hússein í hag að reyna að styðja Palestínu- menn til að stofna eigið ríki. Hússein hefur að vísu einatt daðrað við þá hugmynd, að hann eigi sjálfur að ráða yfir Vestur- bakkanum, sem laut jórdanskri stjórn lengst af eftir stofnun ísra- elsríkis 1948, en líkur benda til þess að hann fáist til að gefa þau áform alveg upp á bátinn. Ein vísbending er nýleg yfirlýsing Khaleds Al- Hassans, miðstjórnarmanns í PLO, um að miðstöðvar PLO verði að líírindum fluttar frá Túnis til Amman áður en mjög langt um líð- ur. Nýtt stríð? í viðtali við sænska vikublaðið Ny dag segir Khaled Al-Hassan að allar útleggingar á sundrung og hnignun PLO séu orðum auknar. Hann er bölsýnn á framtíðina, og býst við nýju stríði í Austurlöndum nær fljótlega. Hann er mjög gram- ur í garð Evrópuríkja, sem hafa áhrif á ástandið á þessu svæði - líklega vegna þess að þau þora ekki að gera neitt sem sé stjórn Reagans óþægilegt. Hann sagði ennfremur: „Við getum ekkert gert án þess að fá stuðning. Nú eru vondir tímar, staðan er læst. Samskipti okkar við Gyðingana eru ekki það sem mestu máli skiptir, heldur hinar miklu andstæður á alþjóðlegum vettvangi sem Austurlönd nær eru veiga- mikill hluti af. Vandi okkar varð til í refskák stórveldanna og þar er lausnar að leita. í bili getum við í PLO ekki annað en reynt að hafa áhrif á sem flesta til stuðnings við okkur“. Fyrrgreindur talsmaður PLO býst við stjórnarskiptum í fsrael eftir kosningarnar í sumar, en hann sér ekkert gott við horfur á því að Verkamannaflokkurinn taki þá við völdum. Þeir munu, segir hann, reyna að blanda eitrið sem þeir byrla okkur sykri, en hægriblökkin reynir barasta að reka eitrið niður í okkur og því er auðveldara að verj- ast þeim. (byggt á Ny dag -áb)

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.