Þjóðviljinn - 04.05.1984, Qupperneq 7
Föstudagur 4. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Landfræðifélagið með málþing
Landafræðikennsla
Á morgun, laugardag, gengst
Landfræðifélagið fyrir málþingi
um landafræðikennslu í framhalds-
skólum og gerð námsefnis og stöðu
landafræði í efstu bekkjum grunn-
skóla.
Málþingið hefst kl. 10 árdegis í
húsakynnum Kennslumiðstöðvar
Námsgagnastofnunar að Lauga-
vegi 166 í Reykjavík.
Fyrir hádegi mun Karl Kristjáns-
son aðstoðarskólameistari fjalla
um stöðu landafræðinnar í fram-
haldsskólum, og gestur þingsins,
Allan Jansson varaformaður félags
landafræðikennara í Svíþjóð, ræðir
efnið: Hvaða erindi á landafræðin í
skóla samtímans?
Eftir hádegi ræðir Guðrún Ól-
afsdóttir lektor um háskólanám í
landafræði og tengsl þess við fram-
haldsskólastigið. Erla Kristjáns-
dóttir námsstjóri og Aðalsteinn
Eiríksson skólastjóri tala um for-
sendur námsefnisgerðar í samfé-
lagsfræði í grunnskólum og stöðu
2-1984
I máls og menningar
¥
FÆREYJAR
Turld S. Joensen
Rói Patursson
Guðrið Helmsdal Nielsen
Oddvor Johansen
Jóanos Nielson
Sigurður A. Magnússon
Þorgoir Þorgelrsson
Einar Kárason
Kristján Amason
Thor Vilhjálmsson
íslenskar
og
færeyskar
bók-
menntir
Annað hefti Tímarits Máls og
menningar 1984 er komið út. Er
það að hluta helgað færeyskum
bókmenntum - til að minna Islend-
inga á að þar skrifa fleiri bækur en
William Heinesen. Turið S. Joen-
sen sem hefur m.a. stundað nám
við Háskóla íslands skrifar
greinina „í leit að nútíðinni - í
uppgjöri við fortíðina" um nýjar
færeyskar bókmenntir, og birt eru
sýnishorn í bundnu og óbundnu
máli eftir fjögur færeysk skáld.
íslensk skáld eiga einnig efni í
heftinu, þar má finna ljóð eftir Sig-
urð A. Magnússon, Kristján Árna-
son, Einar Ólafsson, Sigfús
Bjartmarsson og Kristján Jóh.
Jónsson og sögu eftir Pétur
Hraunfjörð.
Þorgeir Þorgeirsson hugleiðir
grein Milans Kundera sem birtist í
síðasta hefti í ádrepunni „Viska
sem erfitt reynist að sætta sig við.“
Birt er erindi Einars Kárasonar frá
nýlegum fundi um íslenskar bók-
menntir, og Thor Vilhjálmsson
skrifar um spænska Nóbelsskáldið
Vincente Aleixandre.
Tvær greinar um bókmenntir eru
í heftinu, önnur um nýjar athugan-
ir á íslendingasögum eftir Véstein
Ólason, hin nefnist „Konan,
draumurinn og dátinn", og er eftir
Kristin Kristjánsson.
Ritdómar eru um nýjustu bækur
Ólafs Hauks Símonarsonar og
Andrésar Indriðasonar.
þeirrar námsefnisgerðar í dag.
Loks ræðir dr. Sigfús Jónsson efn-
ið: Námsefni í landafræði á fram-
haldsskólastigi - hugleiðing um
inntak og aðferðir.
Að loknum þessum erindum
verða umræður um stöðu landa-
fræðinnar í íslenska skólakerfinu
og hvert stefna beri í framtíðinni.
Málþing Landfræðifélagsins er
öllum opið og eru kennarar sér-
staklega hvattir til þátttöku.
Selfyssingar:
Útimarkaður
Fjáröflun Leikfélagsins fyrir írlandsferð
Leikfélag Selfoss ætlar að halda
stórkostlegan útimarkað í dag,
föstudaginn 4. maí kl. 14 við
Austurveg 9-11, Selfossi.
Þar verður boðið upp á alls kyns
gersemar, kökur, fatnað, húsgögn
og gjafavörur, spákona verður á
staðnum til að skyggnast inn í fram-
tíð manna, breikdansarar munu
sýna listir sínar, teiknari mun
teikna vegfarendur og allskonar
spil og lotterí verða á staðnum að
ónefndu ókeypis kaffi fyrir alla.
Sem sagt eitthvað fyrir alla á Sel-
fossi í dag. Einnig verða boðin
nokkur sæti sem enn eru laus í ferð
leikfélagsins til írlands en allt er
þetta gert vegna ferðar á leiklistar-
hátíð í Dundalk á írlandi 25.5.-4.6.
með leikrit Jónasar Árnasonar,
„Þið munið hann Jörund".
FIAT verksmiðjurnar ítölsku bjóða nú FIAT Panda með drifi á öllum hjólum.
Meðaleyðsla er aðeins um 5.9 lítrar á 100 km. Úti í Evrópu er Fiat söluhæsti
bíllinn um þessar mundir og hér hefur salan gengið vel.
Ný Fíat-lína
Fíat hefur gert mikla breytingu á
framleiðslu sinni síðustu misserin
og framleiðir nú 6 megintegundir
bifreiða í stað 10-12 að meðaltali á
síðasta áratug.
Sá nýjasti frá Fíat heitir Fiat Reg-
ata. Þetta er meðalstór fjölskyldu-
bfll, framdrifinn og hefur hlotið lof
fyrir góða aksturseiginleika. Reg-
ata eyðir aðeins um 5,4 1 bensíns á
hundraðið ef ekið er á 90 km
hraða. Hann er boðinn með 68, 82
og 100 hestafla vélum.
Fiat Uno var kjörinn bfll ársins í
Evrópu 1984 og það sem helst er
talið honum til tekna er mikið rými
í þetta litlum bfl, ótrúleg spar-
neytni og góðir aksturseiginleikar.
Fiat Uno eyðir um 4,3 lítrum á
hundraðið. Hann býðst með 4 mis-
stórum vélum, 45-70 hestöfl.
Nú er Fiat Panda boðin í fyrsta
sinn hér á landi með drifi á öllum
hjólum og er sniðinn fyrir hvers
kyns ófærð og slæma vegi. Þá býðst
í fyrsta sinn hinn vinsæli Fiat 127 í
station-útfærslu en sá bfll nefnist
Panoram. Með því að leggja aftur-
sætið niður er bflnum breytt í rúm-
góðan sendiferðabíl.
Flaggskip Fiat verksmiðjanna er
Fiat Argenta sem nú er kynntur í
breyttri og bættri útfærslu, ýmist
með bensín eða dísilvél. Bensínvél-
arnar eru 98 og 122ja hestafla og
dísilvélarnar 72ja og 90 hestafla.
MAI
ÚTBOÐ
RÍKISVÍXLA
1.
2.
3
4.
Ríkissjóður íslands hefur ákveðið að bjóða út
ríkisvíxla, í samræmi við heimildarákvæði fjár-
laga 1984 og með hliðsjón af ákvæðum laga nr.
79/1983. Öllum er heimilt að bjóða í víxlana.
í boði verða víxlar að nafnvirði samtals
30.000.000 kr. með útgáfudegi 11. maí 1984 og
gjalddaga 10. ágúst 1984.
Hver víxill verður 50.000 kr. að nafnvirði og
verður innleystur í Seðlabanka íslands á gjald-
daga.
Gera skal bindandi tilboð í heilt margfeldi af 5
víxlum (þ.e. nafnverð 250.000 kr.). Allir tilboðs-
gjafar skulu láta fylgja hverju tilboði sínu gjald-
keratékka, þ.e. tékki sem gefinn er út af innláns-
stofnun, sem tilboðstryggingu. Tékkinn skal
vera að fjárhæð 10.000 kr. og stílaður á Seðla-
banka íslands v/ríkisvíxlaútboðs. Gangi tilboðs-
gjafi frá tilboði sínu, sbr. þó 7. lið, glatar hann
fjárhæðinni, ella gengur hún upp í ríkisvíxla-
viðskipti viðkomandi aðila eða verður endur-
send sé tilboði hafnað af ríkissjóði. Tilboð, sem
ekki fylgir greind innborgun, skal meta ógilt.
Undanþegnir greindri innborgunarskyldu eru:
Innlánsstofnanir, fjárfestingarlánasjóðir, lífeyris-
sjóðir, sem viðurkenndir eru af fjármálaráðu-
neytinu, og tryggingafélög, sem viðurkennd eru
af Tryggingaeftirliti ríkisins.
Tilboð má senda á sérstökum eyðublöðum sem
p fást í Seðlabanka. Tilboðin ásamt tilboðstrygg-
ingu, ef um hana er að ræða, berist lánadeild
Seðlabankans, Hafnarstræti 10, 101 Reykjavík,
fyrir kl. 14.00 9. maí 1984 og séu í lokuðum
ómerktum umslögum, að öðru leyti en því að þau
séu sérstaklega merkt orðinu „Ríkisvíxlaútboð".
8.
10.
11
Heimilt er að símsenda tilboð í telexi eða stað-
festu símskeyti, og skulu þau berast fyrir sama
tíma og getið er í 5. lið hér að framan. Sömu-
leiðis má símsenda tilboðstryggingu, sbr. 4. lið.
Ríkissjóður áskilur sér rétt til þess að taka eða
hafna tilboðum í heild eða að hluta. Breyting
eða afturköllun tilboðs skal hafa borist lánadeild
Seðlabankans fyrir kl. 14.00 hinn 9. maí 1984.
Tilboðsgjöfum sem eiga tilboð sem tekið er,
verður tilkynnt um það símleiðis fyrir kl. 16.00
hinn 10. maí 1984. Staðfestingarbréf verða auk
þess send til þeirra.
Tilboðsgjöfum, sem eiga tilboð sem hafnað er
eða eru ógild, verður ekki tilkynnt um það sér-
staklega að öðru leyti en með endursendingu
tilboðstryggingar í ábyrgðarpósti.
Niðurstöður útboðsins verða kynntar tölulega
eins fljótt og hægt er, án vísunar til nafna til-
boðsgjafa, með fréttatilkynningu til fjölmiðla.
Greiðsla fyrir víxla, skv. tilboðum sem tekið
verður, þarf að berast Seðlabankanum fyrir kl.
14.00 á útgáfudegi og verða víxlarnir afhentir
eða póstsendir fyrir kl. 17.00 sama dag nema
þess sé óskað sérstaklega að Seðlabankinn
geymi víxlana. Berist greiðsla ekki á réttum tíma
áskilur ríkissjóður sér rétt til að krefjast tilboðs-
gjafa um hæstu lögleyfðu dráttarvexti fyrir þann
tíma sem greiðsla dregst, auk þess sem tilboðs-
gjafi glatartilboðstryggingu sinni.
Ríkisvíxlar þessir eru stimpilfrjálsir og án þókn-
unar. Um skattalega meðferð þeirra gilda sömu
reglur og gilda hverju sinni um innstæður í
bönkum og sparisjóðum.
Utboðsskilmálar og tilboðseyðublöð liggja
lCmm frammi í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnar-
stræti 10, Reykjavík.
Reykjavík, 3. mai 1984
RIKISSJ OÐURISLANDS