Þjóðviljinn - 04.05.1984, Side 8

Þjóðviljinn - 04.05.1984, Side 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN{Föstudagur 4. maí 1984 Fðstudagur 4. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 Dæmi um árangursríkt barmmerki! Boston-búar hófu mikil mótmæli þeg- ar lowa-flotanum var valin heimahöfn í Boston - og komu honum af sér. Dagana 24. til 26. ágúst verður haldin ráðstefna í Reykjavík á vegum friðarhreyf- inga beggja vegna Atlantshafs. Fulltrúar friðarhreyfinga frá eftirtöldum löndum munu sækja okkur heim: Bandaríkj- unum, Kanada, Grænlandi, Færeyjum, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Eng- landi, Skotlandi, Wales, írlandi, Hollandi, Frakklandi og að lík- indum einnig frá Þýskalandi og Belgíu. Tilgangur ráðstefnunn- ar er að byggja upp samband friðarhreyfinga við N-Atlants- haf, en vígbúnaður NATO- ríkjanna miðast nú í miklum mæli við pað að gera N- Atlantshafið að vígvelli næstu stórstyrjaldar. Framtíðarmar- kmið þessa sambands mun verða að vinna að kjarn- orkulausu N-Atlantshafi. Friðarhreyfíngar í Evrópu hafa áður haldið ráðstefnu um kjarn- orkuvopn og vígbúnað í N- Atlantshafi, nánar tiltekið í Glas- gow 1983. Þá ráðstefnu sóttu tveir fulltrúr frá Samtökum herstöðva- andstæðinga, þeir Vigfús Geirdal og Erling Ólafsson. A þeirri ráð- stefnu var ákveðið að halda sam- starfi friðarhreyfinga við N- Atlantshaf áfram og jafnframt að láta það einnig ná til Bandaríkj- anna, Kanada, Grænlands og Fær- eyja. Skipuð var undirbúnings- nefnd til að vinna að næstu ráð- stefnu og á Vigfús Geirdal sæti í þeirri nefnd. Það var ákveðið í nefndinni, að Reykjavík yrði næsti ráðstefnustaður. Jafnframt var ákveðið, að gerð yrði út sérstök sendinefnd til þess að kynna ráð- stefnuna í Bandaríkjunum og Kan- ada. Sendinefndin hélt vestur um haf fyrir nokkru til að bjóða friðar-. hreyfingum í Bandaríkjunum og Kanada aðild að ráðstefnunni. Sendinefndina skipuðu Vigfús Geirdal frá íslandi, Jan Williams frá Wales, en hún á sæti í fram- kvæmdanefnd END-hreyfingar- innar í Bretlandi, og Jon Grepstad, einn upphafsmanna og helstu leið- toga hreyfingarinnar „Nej til atom- vápen“ í Noregi. í Bandaríkjunum slóst með í förina Izzy Guy, tengil- iður CND-hreyfingarinnar bresku í Bandaríkjunum. Við báðum Vigfús Geirdal að segja okkur undan og ofan af þess- ari för og viðtökunum og fer frá- sögn hans hér á eftir. ísland eitt fyrsta skotmarkið „Það er óhætt að segja að sendi- nefndin fékk alls staðar frábærar móttökur“, sagði Vigfús. „Hug- mynd okkar að ráðstefnunni hér á landi um að byggja upp samband friðarhreyfinga við N-Atlantshaf féll í góðan jarðveg. Nú undanfarið hafa risið upp mjög öflugar friðar- hreyfingar beggja megin Atlants- hafs og eru hreyfingarnar í Amer- íku ekki síður öflugar en þær í Evr- ópu. Friðarhreyfingamar í Banda- ríkjunum em áframhald þeirrar andstöðu, er hófst í Víetnam- stríðinu, og byggja mjög á þeirri reynslu. Það vakti athygli mína hversu mjög þær berjast gegn íhlut- un Bandaríkjanna í málefni Mið- og Suður-Ameríku. Mönnum er stöðugt að verða ljósara hversu mikið hættusvæði N- Atlantshafið er og hversu óhugn- anleg vígvæðing á sér þar stað. Ég Ráðstefna*friðarhreyfinga við N-Atlantshaf í Reykjavík:_ „Vinnum að kjarnorku- lausu N-Atlantshafí4< New York-búar hafa nú hafið mikla baráttu gegn lowa-flotanum, en hon- um var næst valinn staður í New York. segir Vigfús Geirdal er sœti á í undirbúningsnefnd vil benda á, að forsetaframbjóð- andinn Gary Hart lét svo um mælt á einum framboðsfunda sinna, að hann teldi að ef til takmarkaðra kjarnorkuátaka kæmi milli risa- veldanna yrðu þau átök á milli flota þeirra. Einn líídegasti vettvangur- inn fyrir þau átök er á hafsvæðinu fyrir norðan ísland - og þá yrði ísland eitt af fyrstu skotmörku- num.“ Gífurleg hervæðingaráform við N-Atlantshaf „Nú á sér stað á vegum NATÓ gífurleg hernaðaruppbygging í N- Atlantshafi. Fyrir utan stýri- flaugarnar, sem verið er að koma upp í Evrópu, á að koma fyrir þús- undum stýriflauga á svæðum í kringum ísland, sem skjóta má úr hafi, og öðrum þúsundum úr lofti. Það er álit hernaðarsérfræðinga, að gangi þessar áætlanir eftir muni grundvellinum verða kippt undan Freeze-tillögum og jafnvel öllum möguleikum á viðræðum stórveld- anna um takmörkun og eftirlit með kjarnorkuvopnum, því eftirlitið verður nánast óframícvæmanlegt. Öll hernaðarstefna Bandaríkj- anna og NATÓ miðast nú að því að koma á því sem kallað er „first strike capability“, þ.e.a.s. að búa svo um hnútana að Sovétmenn verði ófærir um að svara fyrir sig eftir fyrstu átök. Liður í þessum áætlunum er að færa hugsanlega víglínu norður að Kolaskaga, í og með vegna þess að Rússar hafa nú kafbáta, sem geta skotið flaugum undan íshellum til Bandaríkjanna. Markmiðið hjá NATÓ er að granda þessum bátum í upphafi átaka. Annar liður í þessum áætlunum er að efla svokallaðar framvarðar- stöðvar NATÓ, þar á meðal stöð- ina á íslandi. Uppbyggingin hér á landi - nýjar orrustuþotur, olíu- stöðin í Helguvík, stjórnstöð og radsjárstöðvar - allt er þetta liður í áætlun NATÓ að gera Sovétríkin ófær um að svara fyrir sig. Radsjár- stöðvarnar, sem eiga að koma hér, „sjá“ yfir sjóndeildarhringinn og eru nauðsynlegur hjálparbúnaður þegar stýriflaugunum er miðað. Auðvitað munu Rússar svara fyrir sig með aukinni vígvæðingu og þeir hafa þegar hafið tilraunir með svipaðar stýriflaugar og Bandaríkjamenn eru að koma upp. Þannig heldur vitfirringin áfram.“ lowa herskipið og 3. heimurinn Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að taka á ný í notkun 4 afdönkuð orrustuskip úr síðari heimsstyrjöldinni og er hvert þeirra tæplega 60.000 lestir. Þess- um skipum er ætlað að verða móðurskip í herskipaflotum, sem eiga að bera stýriflaugar á Kyrra- hafi og á Atlantshafi. „Eitt dæmið um fáránleikann er að einu þessara skipa, Iowa, hefur verið valin heimahöfn í New York“, sagði Vigfús. „Auk Iowa verða í höfn- inni 6 minni bryndrekar - og flotinn í New York mun í heild geta borið allt að 500 stýriflaugar. Því hefur verið lýst yfir opinber- lega, að þessi floti eigi að „hreinsa upp“ eftir kjarnorkustyrjöld, vera einhvers konar varaforði og tryggja Bandaríkjamönnum betri samningsstöðu að aflokinni styrj- öld, svo fáránlega sem það hljóm- ar. En það er vitað, að flota Banda- ríkjamanna er ekki síst stefnt gegn þriðja heiminum, og hann gegnir miklu hlutverki í íhlutunarstefnu Bandaríkjanna. Því hafa grun- semdir vaknað um það, að þessi skip eigi að nota til að skjóta flaugum til t.d. Mið- og Suður- Ameríku, en þau geta skotið úr mikilli fjarlægð, jafnvel úr Miðj- arðarhafi yfir í Persaflóa. Það hef- ur verið tekið fram, að þessum skipum sé ætlaður vettvangur fyrir norðan GIUK-hliðið, þ.e. á svæð- inu milli íslands og Noregs.“ Eins og að upplifa aftur 1951 á Islandi Sendinefnd friðarhreyfinga frá Evrópu kom m.a. við í New York til þess að kynna ráðstefnuna. Átti hún þar fundi með fulltrúum friðarhreyfinga í borginni og tók þátt í ráðstefnu um herskipið Iowa og hættuna, sem New-York-búum stafar af því að fá slíkar vígvélar inn á gafl til sín. „Mér fannst ég heyra í máli fólks á þessari ráðstefnu enduróminn af því, sem gerðist hér á landi 1951, þegar Bandaríkjaher sté á land“, sagði Vigfús. „Ein ræðukvenna, sem er borgarstjómarfulltrúinn í New York, rakti hvemig ákvörð- uninni um að gera New York að heimahöfn þessara skipa var lætt í gegnum borgarkerfið meðan flestir borgarfulltrúar vom í sumarleyfi. Ræðumenn töluðu beinlínis um hemám New York-borgar. Ráðamenn flíka því mjög, að með þessu verði sköpuð 9.000 ný störf í borginni við að byggja upp höfnina og þjónusta skipin, en í New York er mikið atvinnuleysi. Þá muni borgin sömuleiðis hafa af þessu miklar tekjur. Ekkert af þessu stenst reyndar, en þannig á að fá almenning til þess að sætta sig við ákvörðunina. Allt hljómaði þetta kunnuglega í mínum eyrum.“ Bannað að segja frá kjarnorkuvopnum „Almenningi er neitað um réttar upplýsingar í sambandi við komu þessara skipa til New York. Það er jafnvel neitað að segja, hvort þau verði búin kjarnorkuvopnum. Það er bæði fróðlegt og gagnlegt fyrir okkur íslendinga að vita, að skv. stefnu Bandaríkjaflota er bannað að segja frá því hvort kjarnorku- vopn em um borð í skipum flotans. Einn ræðumanna á ráðstefnunni í New York var James Bush, sem var kafbátaforingi á Polariskafbát í 15 ár, en hefur nú látið af störfum. í máli hans kom fram, að þegar ráðamenn flotans segja að skip sé óvopnað þýðir það einfaldlega að allir öryggisrofar séu á. Vitað er að yfir 80 prósent af flota NATÓ og Bandaríkjanna em búin kjarnorkuvopnum. Þetta mættum við hafa í huga, íslendingar, þegar við erum að taka á móti flotaheim- sóknum. Einnig skulum við gera okkur fulla grein fyrir því, að við munum aldrei fá skýr svör um það hvort hér á landi séu kjarnorkuvopn eða hvort slík vopn séu um borð í skipum eða flugvélum, sem hér hafa viðdvöl á vegum Bandaríkj- anna eða NATÓ. Því það er stefn- an að segja aldrei af eða á um slíkt.“ Gífurleg slysa- og mengunarhætta „Ef slys verður í New York-höfn í sambandi við þessi skip, þ.e. ef plútóníum lekur, myndast feiki- stórt eiturský, sem gæti þýtt það að 50-100 þúsund New York-búar lát- ist úr krabbameini. Helmingunar- tími geislavirkni plútóníums er hvorki meira né minna en ríflega 24 þúsund ár, en það er sá tími sem tekur geislavirknina að minnka um helming. Þannig að New York- búum stafar þama mikil hætta af, fyrir utan aðrar hættur, sem em þær að gera borgina þannig úr garði, að hún verði „nauðsynlegt skotmark" frá hernaðarlegu sjón- It is the firm policy of the U.S. Government to neither confirm nor deny the presence of nuclear weapons or components on board any ship, station or aircraft. The only exception is when such a confirmation oi denial may be essential to public safety as to allay public alarm.| „Það er skýr stefna ríkisstjórnar Bandaríkjanna að staðfesta hvorki né neita tilvist kjarnorkuvopna eða tækja þeim tengdum um borð í skipum, flugvélum eða á herstöðvum. Eina undantekningin, sem gerð er frá þessu, er ef staðfesting eða neitun er nauðsynleg almannaheill til að koma í veg fyrir almenna hræðslu". f flugvélum af'gerðinnl B-52 hér á landi á að koma fyrir búnaði til þess að þær geti átt við skotmörk á sjó. B-52 vélamar geta hver um sig borið spreng jumagn upp á 27.215 kíló. Flugþolið er 16.000 kílómetrar og hámarkshraðinn er 1.014 km/klst. armiði. Þá má einnig benda á, að tíðni glæpa og hryðjuverka er óvíða hærri en í New York. Sú hætta er fyrir hendi, að einhverjir slíkir finni hjá sér hvöt til þess að eiga við skipin. Áður stóð til, að flota þessum yrði komið fyrir í borginni Boston. Boston-búar komu flotanum af sér með mikilli mótmælaöldu. New York-búar eru að hefja sína bar- áttu gegn skipunum og ég heyrði þær raddir, að nær væri að koma honum fyrir á dreifbýlli stað en New York er. Sá ótti læddist að mér, að tilraun verði gerð til þess að læða þessum flota að íslending- um. Við gætum kannski vaknað upp við það, að þessum skipaflota hafi verið komið fyrir í Hvalfirði, eða jafnvel að Geir dytti „sjálfum" í hug að gott væri að efla „varnir“ landsins með því að fá þennan flota hingað." Mengunarhættan í hafinu „Það er rétt að minna á, að mannkyninu stafar ekki síður hætta af kjamorkuslysum en kjarn- orkusprengingum. Kjarnorkuslys eru síður en svo fátíð. Staðfest hafa verið 372 slys í sámbandi við kjarn- orkuknúin skip og kafbáta eða bú- in kjarnorkuvopnum. Kanadískir vísindamenn hafa nú fundið geislavirkan úrgang frá kjarnorkuverum í Bretlandi, sem borist hefur upp á milli íslands og Noregs og rekur á fjörur í Græn- landi og heimsskautssvæði Kan- ada. Lífsafkoma okkar íslendinga er undir hafinu komin. Það skiptir okkur því öllu að fylgjast vel með málum og taka höndum saman við aðra um að bægja þessum vágesti frá.“ Stefnt að kjarnorku- lausu N-Atlantshafi Ráðstefnan í Reykjavík mun bera heitið „North Atlantic Netw- ork: An Álternative Alliance" (eða Norður-Atlantshafssamband- ið: Annar valkostur). „Þarna verður fjallað um víg- búnaðarstefnu kjamorkuveldanna og hvað megi gera á pólitískum vettvangi til þess að kjarnorkulaust N-Atlantshaf verði að veruleika", sagði Vigfús Geirdal. „Einnig verður fjallað um áframhaldandi samstarf friðarhreyfinga við N- Atlantshaf. Fyrsta daginn verða flutt erindi en síðan starfað í hópum, sem greina ástandið eins og það er, leita leiða í baráttunni og leiða í sam- starfinu. Við höfum ekki áætlanir um að byggja upp miðstýringarkerfi, þar sem ein hreyfing stjórnar öðram fremur. Þetta verður laustengt samband þar sem allir hafa orðið og hver hreyfing hefur frjálsar hendur um aðgerðir í sinni heima- byggð, ef svo mætti segja. Það er margra ára verkefni að vinna að kjarnorkulausu N-Atlantshafi og því ríður á, að sem sterkast og best samband takist milli friðarsinna á þessu svæði. Þá verður haldinn fjöldafundur í tengslum við ráðstefnuna í Reykja- vík. Það er góð von til þess, að á þann fund komi ýmsir af þekktustu leiðtogum friðarhreyfinganna í löndunum við N-Atlantshaf. Samband friðarhreyfinganna mun væntanlega miðla upplýsing- um um vígbúnaðinn í N- Atlantshafi og hættuna, sem okkur stafar af honum. Þá mun jafnvel koma til greina að skipuleggja sam- eiginlegar aðgerðir. Friðarhreyf- ingarnar munu þarna fá ákjósan- legan vettvang til þess að miðla af þekkingu, reynslu og starfi sín í millum, en á því er mikil þörf. Það er að renna upp fyrir fólki, að það sem gerist á einum stað tengist því sem gerist á öðram stöðum og því er mikilvægt að geta tengt saman þær upplýsingar sem berast frá hverjum stað um sig. Yfirvöld þegja nefnilega alls staðar sem fast- ast, og því verða friðarsinnar um allan heim að vera ólatir að afla upplýsinga.“ Ötult starf SHA lífsnauðsynlegt „Samtök herstöðvaandstæðinga hafa oft verið sökuð um að einblína á bandaríska herinn hér á landi og NATÓ og sjá ekki heiminn í kring. Þetta er óréttmæt gagnrýni. Raun- in er sú, að Samtök herstöðvaand- stæðinga hafa haft meiri alþjóðleg tengsl við friðarhreyfingar en nokkur önnur samtök hér á landi. Þar má minna á tengsl SHA við Intemational Peace Co-ordinat- ions Center gegnum árin, en það er vettvangur óháðra friðarhreyfinga í Evrópu. Það hefur alla tíð verið stefna samtakanna að starfa með alþjóð- lega yfirsý. Bretar og Bandaríkja- menn segja gjaman um friðarmál- in: „Think globally - act locally“ (hugsaðu alþjóðlega - starfaðu á eigin vettvangi) og þetta segja firiðarsinnar um allan heim. Þetta er og hefur verið stefna Samtaka herstöðvaandstæðinga. Mér hefur stundum fundist á fólki að það væri í lagi að velta fyrir sér vígbúnaði og friðarhugtakinu, ef það tengdist einhverju, sem er í hæfilegri fjarlægð. Umræður um bjálkann í augum okkar hefur nán- ast verið bönnuð. En friðarsinnar hér á landi verða að fara að fhuga í alvöra á hversu miklu hættusvæði við erum og haga aðgerðum sínum í samræmi við það.“ ast. KAUPÞING HF Gróðrarstöð til sölu Er í fullum rekstri á Stór-Reykjavíkursvæðinu. KAUPÞING HH Husi Verzlunarmnar. 3. hæd simi 86988 s.86988 Styttan, sem Rússar gáfu Sameinuðu þjóðunum, og valinn var staður framan við aðalbyggingu S.Þ. í New York. Hún á að minna á þessi orð Jesaja: „Og þær (þ.e. þjóðirnar) munu smíða plógjám úr sverðum sínum og sniðla úr spjótum sínum. Engin þjóð skal sverð reiða að annarri þjóð og ekki skulu þær temja sér hemað framar". (Jesaja, 2,4). Undir styttunni standa Jan Williams, Jon Grepstad og Vigfús Geirdal. L/ýrasta og metnaðarfyllsta kvikmynd sem íslendingar hafa gert til þessa. Mynd sem markar tímamót í íslenskri kvikmyndagerð. Mynd sem allir verða að sjá. Sýnd i Austurbœjarbíói m

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.