Þjóðviljinn - 04.05.1984, Síða 15
Föstudagur 4. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN' — SÍÐA 23
RUV 1
lesendum
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bœn. Á virkum
degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál.
Endurt. þáttur Sigurðar Jónssonar frá kvöld-
inu áður.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð -
Gyða Jónsdóttir talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Hnífapara-
dansinn" eftir Jón frá Pálmholti Höfundur
les (7).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar.
9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.)
10.45 „Mér eru fornu minnin kær“ Einar Krist-
jánsson frá Hermundarfelli sér um þáttinn
(RÚVAK).
11.15 Tónleikar.
11.35 Heimaslóð. Ábendingar um ferðaleiðir.
Umsjón: Ari Trausti Guðmundsson.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar.
Tónleikar.
14.00 Ferðaminningar Sveinbjarnar Egils-
sonar; seinni hluti Þorsteinn Hannesson
les (17).
14.30 Miðdegistónleikar. Belgiska kammer-
sveitin leikur Divertimento í D-dúr K. 136
eftir Wolfgang Amadeus Mozarl; Georges
Maes stj.
14.45 Nýtt undir nálinni Hildur Eíríksdóttir
kynnir nýútkomnar hljómplötur.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá 16.15 Veðurfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar. Walter Triebskorn
og Sinfóníuhljómsveitin í Beriín leika Kons-
ertínu fyrir klarinettu og hljómsveit eftir Fer-
uccio Busoni; C.A. Búnte stj. / Aaron Ros-
and og Sinfóníuhljómsveit Luxemborgarút-
varpsins leika Fiðlukonserl op. 11 eftir Jos-
eph Joachim; Siegfried Köhler stj.
17.10 Sfðdegisvakan
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Vlð stokkinn Stjómendur: Margrét Ól-
afsdóttir og Jórunn Sigurðardóttir.
20.00 Lög unga fólksins Þóra Björg Thorodd-
sen kynnir.
20.40 Kvöldvaka; a) Vatnajökulsleið og
Árnakvteði;fyrri hluti Sigurður Kristinsson
Ijallar um leið þá er Ámi lögmaður Oddsson
er sagður hafa riðið til Þings. b) Einar Krist-
jánsson syngur Fritz Weisshappe! leikur á
pfanó.
21.10 Frá samsöng Karlakórs Reykjavíkur í
Háskólabíói 5. apríl s.l. Stjórnendur: Páll
P. Pálsson og Guðmundur Gilsson. Ein-
söngvari: Kristinn Sigmundsson. Pianó-
leikari: Anna Guðný Guðmundsdóttir.
21.40 „Helpresturlnn“ smásaga eftir Jörn
Riel Matthías Kristiansen les þýðingu sína
og Hilmars J. Haukssonar.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun-
dagsins Orð kvöldsins.
22.35 Traðlr Umsjón: Gunnlaugur Yngvi Sig-
fússon.
23.15 Kvöldgestir - Þáttur Jónasar Jónas-
sonar.
00.50 Fréttir. Dagskráriok.
24.00 Næturútvarp frá RÁS 2 hefst með veður-
fregnum kl. 01.00 og lýkur kl. 03.00.
10.00-12.00 Morgunþáttur. Stjómendur: Páll
Þorsteinsson, Asgeir Tómasson og Jón Ól-
afsson.
14.00-16.00 Pósthólfið. Stjórnendur: Hróbjart-
ur Jónatansson og Valdís Gunnarsdóttir.
16.00-17.00 Bylgjur. Stjómandi: Ámi Daníel.
17.00-18.00 í föstudagsskapi. S^ómandi:
Helgi Már Barðason.
23.15-03.00 Neeturvakt á Rás 2. Stjómandi:
Ólafur Þórðarson.
Rásir 1 og 2 samtengdar með veðurfréttum kl.
01.00 og heyrist þá f Rás 2 um allt land.
Tilbeiðsla á hégóma er tál
Það er flestum kunnugt í okk-
ar samfélagi hér norður á hjara
veraldar hve mikil og snögg
tæknibylting hefur átt sér stað
síðastliðna fjóra áratugi. Raun-
ar víðast hvar á þessari jarðk-
ringlu. Svo ótrúleg bylting í alis-
konar tækjakosti til lands og
sjávar að engar hliðstæður eru
frá fyrri öldum samanlögðum.
Nú verður að segjast eins og
satt er að margt af þessum tækj-
abúnaði er vitanlega af hinu
góða, svo sem heimilistæki ým-
iss konar, tæknibúnaður til iðn-
aðar, landbúnaðar og sjávarú-
tvegs o.fl. Það er hinsvegar hálf
hlálegt að þurfa að halda því
fram í fullri alvöru að íslensk
þjóð eigi í svipinn of mörg og
stór skip. Og stór og dýr í
rekstri. Hverjum hefði dottið
þvflíkt í hug fyrir hálfri öld? Því
spyrja menn í fullri allvöru:
Getur þetta verið satt? Og
hverju er þá um að kenna?
Minnkandi afla um sinn? Nei,
ekki er það fullnægjandi
skýring, vegna þess að þau voru
einnig talin of mörg á þeim
árum þegar aflaðist hvað mest.
Og hverju er þá hægt að halda
fram, sem fólk almennt tekur
mark á? Því er sjálfsagt erfitt að
svara. Röngfjárfestinger kann-
ski eina svarið sem reynist hald-
bært að nokkru.
En eru það þá ekki ráðamenn
þjóðarinnar á hverri tíð, sem
hafa gert þessi axarsköft? Eða
er það hinn óbreytti launamað-
ur? Svari hver eftir sinni getu og
sannfæringu. Reynist tækja-
búnaður þjóðarinnar meira og
minna út í hött verða ráðandi
öfl að bera ábyrgð í raun en
ekki aðeins í orðagjálfri á stór-
um stundum. Þá ber að saka en
ekki óbreytta þegna í okkar
sambýli. Nú má með sanni
segja að fjárfesting okkar sé
röng á mörgum sviðum og ekki
bætir það málstað ráðamanna
íslensku þjóðarinnar.
En svo er það hégóminn, sem
ríður röftum í okkar samtíð sem
aldrei fyrr. Og það gengur svo
langt að varla er framleiddur
svo ómerkilegur hlutur að hann
þyki ekki beinlínis lífsnauðsyn-
legur, meira að segja í sveltandi
veröld. Hvað veldur öllum
þessum ósköpum? Það er sjálf-
sagt margslungið og ekki
slungið, - einfalt en þó marg-
þætt.
Og þá kemur lokaspurning-
in: Er mannfólkið á síðustu ára-
tugum ánægðara með tilveruna
en áður fyrr? Ég held varla.
Þrátt fyrir allan hégómann er
raunin sú, að fólk var almennt
ánægðara fyrir hálfri öld eða
svo. Hégóminn skapar ekki þá
lífshamingju sem fólk leitast við
að finna, hversu magnaður og
margslunginn sem hann er, ein-
faldlega vegna þess að hann er
hégómi. Raunveruleg lífsham-
ingja er fólgin í sambýlishæfni
fólks fyrst og síðast. Svo einfalt
er svarið, þó að alltof mörgum
finnist það flókið. - Verið þið
sæl að sinni.
Gísli Guðmundsson
frá Steinholti, (Óðinsgötu 17).
Myndln fær góða dóma í kvikmyndahandbókum, en þar leika Henry Fonda og Cliff Robertson stór hlutverk.
Bestí
Tveir stjórnmálamenn keppa
um útnefningu til framboðs í for-
seta kosningum í Bandaríkjun-
um. Stuðningur ríkjandi forseta
er þeim mikið keppikefli og gríp-
ur annar frambjóðandinn til ör-
þrifaráða til að öðlast hann.
Þetta er í stuttu máli söguþráð-
Sjónvarp kl. 22.00:
maðurinn
ur kvikmyndarinnar Besti mað-
urinn sem sjónvarpið sýnir í
kvöld kl. 22.00. Myndin er
bandarísk, gerð árið 1964, og
leikstjóri er Franklin Schaffner. I
aðalhlutverkum eru Henry
Fonda, Cliff Robertson, Lee
Tracy, Shelley Berman og Ma-
halia Jackson. Mynd þessi fær
góða dóma í kvikmyndahand-
bókum okkar eða þrjár stjörnur í
báðum bókunum, sem telst full-
boðlegt hverri mynd. Hún er
sögð óvenjuvel unnin og fyndin í
þokkabót.
___________Sjónvarp kl. 21.15:______
Paradís samkvæmt tilskipun
19.35 Tónlistarskólinn. Bresk teiknimynd.
19.45 Fráttaágrip á táknmáli.
20.00 Fráttir og veéur.
20.35 Auglýsingar og dagskrá.
20.45 Á döfinni. Umsjónarmaður Kari Sig-
tryggsson. Kynnir Bima Hrólfsdóttir.
20.55 Dire Straits. Stuttur dæguriagaþáttur
með hljómsveitinni Dire Straits sem leikur
tvölög.
21.15 Paradís samkvæmt tilskipun. Þýsk
heimildamynd frá Norður-Kóreu sem lýsir
landi og þjóð og þá ekki sist þjóðskipulaginu
en það er reist á kennisetningum kommún-
ismans. Þýöandi Veturfiði Guðnason. Þulur
Bogi Amar Finnbogason.
22.00 Besti maðurinn (The Best Man). Banda-
risk þiómynd frá 1964. Leikstjóri Franklin
Schaffner. Aðalhlutverk: Henry Fonda, Cliff
Robertson, Lee Tracy, Shelley Berman og
Mahalia Jackson. Tveir stjórnmálamenn
keppa um útnefningu til framboðs i forseta-
kosningum í Bandarikjunum. Stuðningur
rikjandi forseta er jreim mikið keppikefli og
grípur annar frambjóðandinn til örþrifaráða
til að öðlast hann. Þýðandi Guðbrandur
Gíslason.
23.40 Fráttir i dagskrárlok.
Sjónvarpið sýnir í kvöld þýska
heimildamynd frá Norður Kór-
eu, sem lýsir landi og þjóð og þá
ekki síst þjóðskipulaginu. Mynd-
in hefst kl. 21.15 og heitir á ís-
lensku: Paradís samkvæmt til-
skipun.
í kynningu með myndinni, sem
þýska sjónvarpið sendi frá sér,
segir m.a. að miðaldir hafi ríkt á
Kóreuskaga allt fram undir síð-
ustu aldamót. Þá tóku Japanir
völdin og þeir arðrændu land og
þjóð í 35 ár. Ósigur Japana í
síðari heimstyrjöldinni losaði
Kóreubúa undan áþján nýlend-
uskipulagsins, en jafnframt skipt-
ist þjóðin í tvo helminga í afstöðu
sinni til austurs og vesturs.
Stjórnin í norðri aðhylltist kom-
múnisma, en stjórnin í suðri vest-
ræna háttu. Þessi skipting leiddi
síðan til blóðugrar styrjaldar á ár-
unum 1950-53, þar sem Banda-
ríkjamenn komu mjög við sögu,
eins og kunnugt er. Eftir styrjöld-
ina var Kórea í sárum og jafn
sárfátæk og í upphafi aldarinnar.
Norðrið gat ekki lifað án
stuðnings hinna voldugu ná-
grannaríkja sinna, Kína og
Sovétríkjanna, hvorki pólitískt
né efnahagslega. En stjórnin hef-
ur haft undravert lag á því að
spila þessum tveimur grönnum
saman og njóta góðs frá báðum,-
án þess að láta af sjálfstæði sínu.
Nú er hægt að skipa Norður Kór-
eu á bekk með „hlutlausum"
þjóðum heimsins, þ.e. þjóðum
sem hvorki „tilheyra“ vestri né
austri. Handritshöfundur mynd-
arinnar, Peter Krebbs, segir:
„Við getum ekki skipað Norður
Kóreu á bekk með austurblokk-
inni. Þvert á móti verðum við að
sýna skilning og velvilja þegar N-
Kóreubúar æskja samskipta við
okkur.“
Skrifið
eða
hringið
Lesendaþjónusta Þjóðvilj-
ans stendur öllum Iandsins
konum og mönnum til boða,
er vilja tjá sig í stuttu máli um
hvaðeina sem liggur á hjarta.
Nöfn þurfa að fylgja bréfi, en
nafnleyndar er gætt sé þess
óskað. Utanáskriftin er: Les-
endaþjónusta Þjóðviljans,
Síðumúla 6, 105 Reykjavík.
Þá geta lesendur einnig
hringt í síma 81333 alla virka
daga milli klukkan 10 og 6.
bridge
Flensan hjó skarö í spilagetu
sumra spilara á þessu íslandsmóti.
Guðmundur Páll í sveit Þórarins var
illa fjarri góðu gamni og munar um
minna. Jón Hjaltason, stórfyrirliði
íslandsmeistaranna, var einnig hálf
slappur (vegna flensu, það er að
segja...). Hér er dæmigert „flensu-
spil“. Höfundur er Jón Hjaltason:
ÁG109
D84
ÁKD3
Á8
D8754
G52
6
K1073
632
K76
G1054
D52
K
Á1093
9872
G964
Jón sat í Norður (N/S á hættu) og
vakti á 1 laufi (sterkt). Hörður Árn-
þórsson í Suður sagði 1 spaða (3
kontról), Jón 1 grand og Hörður
sagði 2 grönd. Hval viltu segja á spil
Norðurs?
Nú, Jón sagði pass og flensan
hafði þar með fengið prik.
Á hinu borðinu renndu Vilhjálmur
Þ. Pálsson og Þórður Sigurðsson
sér að sjálfsögðu í 3 grönd og unnu
þau með yfirslag. 10 stig til Selfoss,
en það dugði þó skammt, því sveit
Jóns vann leikinn 17-3.
Tikkanen
Með því að gefa þeirn meiri inn-
sýn skilja þeir ennþá minna.