Þjóðviljinn - 17.05.1984, Síða 5

Þjóðviljinn - 17.05.1984, Síða 5
i fv r/VffOl- - A<l»? Fimmtudagur 17. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Þjóðviljinnfjallaðií gærýtarlegaum nauðgunarmálið sem nú er á allra vörum, fyrst og fremst sökum þess að Sakadómur Reykjavíkur synjaði beiðni Rannsóknarlögreglu ríkisins um að setja manninn í gæsluvarð- hald uns dómur fellur í máli hans. í umfjöllun blaðsins kom meðal annars fram staðhæfing um að Rannsóknarlög- reglan hefði haft miili- göngu um að koma á „sáttum“ milli nauðgara og fórnarlambs hans. Rannsóknarlögreglan telur sér greinilega skylt að koma á framfæri til- boðum nauðgarans um skaðabótagreiðslur, en slík tilboð leiða stundum til þess að lögfræðingar aðila semja um tiltekna upphæð gegn því að fórnarlambiðfallifrá ákæru. DJOÐVIUINN ■16 miðvikudagur I 109. tölublad 49. árgangur Rannsóknar- lögreglan annast „samninga66 í nauðgunar- málunum Greiðslan 15.000 kr. - og nauðgarinn sleppur! ltÞess eru dæmi að rannsóknarlögreglan hafi í nauðg- unarmálum milligðngu um „s«ttir“, sem svo eru kallað- ar, þegar hinn ákxrði býður konunni fé fyrír að draga I kæruna til baka. Við vitum um dæmi, þar sem konu voru boðnar 15 þúsund krónur fyrír að draga kæru til baka og í fjölmiðlum lítur málið þá út eins og konan hafí j viðurkennt að mökin hafí verið með hennar vilja. Þess eru líka dæmi að konu hafí verið nauðgað af I fjórum mönnum, henni misþyrmt og hún rænd, en j vegna þess að hún hafði bragðað áfengi var henni visað I frá sjúkrahúsi. Þetta gerðist úti á landi og varð hun að I fara alla leið til Reykjavikur til að leita læknis. Þessa j konu hef ég veríð með I meðferð og hún hefur aldrei náð j sér síðan. Þetta gerðist fyrír réttu ári“, sagði Þuriður j Jónsdóttir deildarfélagsráðgjafí á Landspítalanum i j viðtali við blaðið í gær. Hún sagöi aö nauðgun vzri slikt áíall aö fcngju konur ckki I sluðning frá upphafi væru miklar likur á að þzr gxfusl upp og I drzgju kzruna til baka. „Margar konur guggna eftir, IzknisVkoðunina Lzknir, scm I rannsóknarlógreglan oftasl visar á. hefur spurt þcssar konur spurmnga sem koma málinu ekkcrt við' og gefið siðan fra scr vottorð sem eru svo niðurlzgjandi fyrir konurnar að þzr gcfast upp á að halda málinu til streitu." Þuríður. sem hefur unnið sem félagsráðgjafi i Kanada. sagði að I þar vzru félagsráðgjafar á neyðarvakt i nauðgunartilvikum og síðan viðstaddar yfirheyrslur. Hún sagði að þegar hun hcfði haft afskipti af slíkum málum hér. hafi það oftast komið konum að ' miklu gagni. þvi þzr vissu sjaldnasl um rétt sinn til að neita að svara óvidkomandi, pcrsónulegum spurmngum Izkna cða log- reglumanna. Til dzmis sagðist hún ekki sjá hvers vcgna kven- Izknir spyrði um áfengisneyslu konunnar. þar scm þaö réttlzti á cngan hátt afbrot mannsins, né brcytti eðli brotsins. scm vzri fyrst og síðast ofbeldisbrot. þs Sjá einnig adrarfrétlir og vidtöl ______________________________- bls. 6 og 7 hinn kærða, bæði persónuleika, árásargimi og þess háttar...“ Þetta er allsendis ófullnægj- andi skýring. Ef tvær árásir sama manns á konur nægja ekki til að sannfæra Rannsóknarlögreglu ríkisins um að viðkomandi sé um- hverf! sínu hættulegur, þá er brýn þörf á að embættið skilgreini hversu margar árásir þurfi til þess! „Sœttirnar“ Jafnframt sætir furðu að stofn- un einsog Rannsóknarlögreglan, sem einsog nafnið gefur til kynna á að rannsaka málsþætti, skuli standa í því að bera sáttaboð milli nauðgara og fórnarlambs hans. mönnum og læknum, án þess að þeir fái tækifæri til þess að kanna málið ýtarlega, skoða konuna og spyrja hana útúr. En hvaða kona getur hugsað sér að láta taka ýtar- lega læknisfræðilega skýrslu um kynlíf sitt, og vita að þessi skýrsla lendir síðan fyrir augunum á ýms- um rannsóknar- og meðferðarað- ilum sem meta alvöru málsins ekki meira en svo, að árásarmað- urinn fer frjáls ferða sinna þar til dómur er fallinn. Þegar það bætist svo við að Rannsóknarlögreglan hefur ver- ið staðin að því að koma á fram- færi tilboðum nauðgara um „sættir", má sjá hverjum augum er litið á konur. Slík tilboð eiga Er réttlæti kerfisins ekki réttlæti fyrir konur? Jafnframt benti Þjóðviljinn á þá staðreynd að Rannsóknarlög- reglan beitti í rökstuðningi sínum fyrir gæsluvarðhaldsbeiðninni ekki lagaákvæði um öryggissjón- armið, sem kveður á um að varð- hald skuli heimilað ef hætta er talin á að hinn kærði kunni að ráðast á aðra meðan hann gengur laus. Ríkissaksóknari áfrýjaði hins vegar úrskurði Sakadóms til Hæstaréttar, meðal annars á grundvelli þess að öryggissjónar- miða væri ekki gætt nægilega, og var því ekki sammála Rannsókn- arlögreglunni. Þáttur Rannsóknarlögreglunnar Þó sjálfsagt sé að vara við refsi- gleði og ennfremur því að maður sem enn hefur ekki hlotið dóm fyrir tiltekinn glæp sé í fjölmiðl- um eða af almannarómi brenni- merktur, þá er á hinn bóginn eðli- legt að benda á að konur eru ekki óhultar meðan meintur nauðgari gengur laus. Hvað mælir gegn því að slíkur maður láti aftur til skarar skríða? Getur til dæmis ekki komið til mála að slíkur maður eigi við geðræna kvilla að stríða og sé af þeim sökum hættu- legur öðrum og jafnvel sjálfum sér? Ekki skal síður bent á þá stað- reynd, að það er mjög algengt að nauðgarar hóti fómarlömbun sínum líkamsmeiðingum ef þær kæri atburðinn, og vitneskjan um að eiga slíkar heimsóknir yfir höfði sér áður en dómur er fallinn er ekki beinlínis til þess fallin að hvetja könur til að kæra nauðganir. Af þessum sökum finnst mörg- um undarlegt að Rannsóknarlö- greglan skuli ekki hafa beitt ör- yggisákvæðinu í rökstuðningi sín- um við beiðninni um gæsluvarð- hald, og þess má raunar geta að Ágúst Jónsson hjá Sakadómi Reykjavíkur útilokaði ekki að úr- skurður dómsins um gæsluvarð- haldið hefði fallið á annan veg hefði öryggisákvæðinu verið beitt. Þegar Þórir Oddsson hjá Rannsóknarlögreglunni, var spurður um þetta í gær sagði hann, að sér sýndist af úrslitum svipaðra mála í Hæstarétti að til að hægt sé að álykta að maður kunni að reynast umhverfi sínu hættulegur, þá „þurfi að liggja Er það hlutverk hennar að segja fórnarlambinu að henni standi til boða 15 þúsund krónur, einsog skýrt var frá á forsíðu Þjóðviljans í gær, láti hún málið niður falla? Þess má geta að við höfum dæmi, þarsem þess var getið meðfram boði um skaðabætur, að hinn seki í málinu væri ungur maður með háskólapróf sem hefði nýlega fengið góða stöðu og ferill hans kynni að skaðast þyrfti hann að standa í nauðgunarmáli fyrir rétti! Öll þessi málsmeðferð sýnir glögglega hverjum augum dóms- kerfið lítur mál af þessu tagi. Þær konur sem kært hafa nauðgun hafa margar tjáð sig opinberlega um þá meðferð sem við hefur tekið, þegar árásarmaðurinn var á braut, og hafa jafnvel ekki beð- ið minna tjón af henni. Það er vissulega erfitt að rannsaka mál af þessu tagi, bæði af lögreglu- fyrir miklu meiri upplýsingar um fréttaskýring ekki að koma í veg fyrir að sjálf nauðgunarákæran gangi áfram til Ríkissaksóknara til ákvörðunar um frekari meðferð. En þó hægt sé að greina milli skaðabótaþátt- ar og fangelsis í nauðgunarmál- um, þá virðist slíkur greinarmun- ur aðeins hártogun. 1 skaðabóta- tilboðunum, sem lögfræðingar aðila ganga oft á tíðum frá endan- lega, felst auðvitað líka að verið er að fara fram á að konan falli frá ákæru í málinu. Aki maður á bíl, getur hann boðið sættir þar sem einungis er um að ræða eignatjón sem verður fyrir mistök. Brjóti maður hinsvegar af sér gagnvart annarri manneskju á þann hátt sem á sér stað í nauðgun, getur á engan hátt talist réttlætanlegt að málinu ljúki með slíkum „sátt- um“. Og í fjölmiðlum heitir það svo að konan hafi dregið kæruna til baka, og þarmeð lítur málið út í augum almennings að hún hafi farið með rangt mál og síðan gugnað á lyginni, ellegar hún hafi undir yfirheyrsium fallist á að at- burðurinn hafi farið fram gegn vilja hennar. f báðum tilvikum lítur hún út sem ómerkingur orða sinna. Þessar orsakir meðal annars kunna að leiða til þess að við les- um stundum um að nauðgunar- mál hafi verið látin niður falla. En þá eru ótalin þau mál þar sem fómarlömbin hreinlega leggja ekki útí þá píslargöngu um óvinveitt réttarkerfi sem nauðgunarkæra hefur í för með sér. Össur Skarphéðinsson skrifar

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.