Þjóðviljinn - 17.05.1984, Síða 6

Þjóðviljinn - 17.05.1984, Síða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. maí 1984 Þrátefli um nýju eldflaugarnar: Hollendingar vilja fresta málinu enn Craxi fœr skömm í hattinn frá Reagan Forsætisráðherra Hollands, Rued Lubbers.og Craxi, for- sætisráðherra (talíu, hafa bakað sér reiði Reagans Bandaríkjaforseta. Þeireru báðir að leita að smugu til að fresta eða komast hjá því að setja upp nýjar kjarnorkueld- flaugar í löndum sínum og fá orð í eyra fyrir að bregðast ein- ingu Natóríkja í þessu máli. Þetta gerist um svipað leyti og Sovétmenn segjast ætla að fjölga kjarnorkueldflaugum sín- um í Austur-Þýskalandi og segja það mótvægi við nýjar stýriflaugarog Pershing- flaugar í Vestur-Evrópu. í Hollandi er staðan sérlega snú- in. Flokkur Lubbers forsætisráð- herra, CDA, Kristilegir demókrat- ar, er klofinn í afstöðu sinni til þeirra 48 eldflauga sem á að koma fyrir á hollensku landi. Utanríkis- ráðherra flokksins vil til dæmis eld- flaugamar, en hermálaráðherrann er á móti. Ef Lubbers tekur við eldflaugunum mun flokkur hans að líkindum klofna og efnt verður til nýrra kosninga, sem sósíaldemó- kratar, PVDA, mundu vafalítið sigra - en þeir vilja ekki með neinu móti taka við eldflaugunum. En ef Lubbers hafnar eldflaugunum, þá er eins víst að stjórn hans falli líka - því að samstarfsflokkurinn í stjórn- jnni, WD (Hægrifrjálslyndir), vill taka við eldflaugunum og hótar að fara úr stjórn ef ekki verður staðið við þau áform. Geymum þœr i Belgíu Því hefur forsætisráðherrann reynt að búa til málamiðlun um að taka á móti eldflaugunum en vera samt án þeirra. Formúlan er sú, að geyma atómflugskeytin í Belgíu og hafa allt til reiðu í Hollandi til að taka við þeim. Enda þarf ekki sér- staka skotpalla undir Pershingflug- skeyti, þeim er skotið frá flutninga- bflum. Flugskeytin yrðu svo flutt til Hollands, ef hætta væri talin á ferð- um og ef hollenska stjórnin sam- þykkti. En málamiðlun þessi lak út áður en búið væri að semja og eins víst að hún sé úr sögunni. Natóáform úr skorðum Þegar Nató tók árið 1979 ákvörðun um að koma upp 572 nýj- Lubbers og Reagan: Ef ég tek við eldflaugunum fellur stjórnln, ef ég hafna þelm, fellur hún líka... Craxl forsœtisráðherra ftalíu vill fresta uppsetningu eldflauga f von um samkomulag við Sovétmenn. um atómeldflaugum í Evrópu féll- ust Hollendingar á það að vera með - með fyrirvara. Síðan hafa ríkisstjórnir velt vandanum á undan sér, og stjómin sem nú situr vill gjarna halda því áfram. Her- stjórar Nató og hollenskir föm- nautar þeirra óttast nú mjög, að fyrirvarastefnunni verði haldið áfram - þar með sé tímaáætlunin um uppsetningu eldflauganna öll úr lagi gengin. Ef það gengur eftir, mun friðarhreyfíngin hafa náð markmiði sínu, segir einn af tals- mönnum IKV, Friðarráðs hol- lenskra kirkna í nýlegu viðtali. Hann telur að ef stjómin frestar ákvörðun um eldflaugamar, en þá muni engin stjóm geta tekið málið upp aftur. Craxi vill bíða Hollendingar munu svo á Nató- vettvangi skírskota til þess, að ekki sé fullreynt hvert verði komist í viðræðum við Sovétmenn um að skera niður eldflaugaskóginn í Evr- ópu. Það sama vakti fyrir sósíalist- aforingjanum Craxi í ræðu, sem hann hélt fyrir skömmu í Portúgal. Hann sagði á þá leið, að á leiðtoga- fundi Natóríkja sem haldinn verð- ur í lok mánaðarins, ættu menn að íhuga hvort ekki sé rétt að stöðva uppsetningu meðaldrægra eld- flauga til bráðabirgða ef að Sovét- menn lýsi sig reiðubúna til að taka aftur upp viðræður um eldflauga- kerfin. Fyrir þetta hefur Craxi fengið ávítur frá Washington, frá hægri- stjórninni í Vestur-Þýskalandi, frá samstarfsflokki sínum á Ítalíu, Kristilegum demókrötum, og frá Natóstjómm, sem ávíta allir Craxi fyrir einleik og lausmælgi. Aftur á móti hafa ummæli Craxi vakið já- kvæðan áhuga í Hollandi, Soares forsætisráðherra Portúgals hefur tekið undir þessa hugmynd sem og vesturþýskir sósíaldemókratar. A Ítalíu sjálfri þykir Craxi með um- mælum sínum hafa bætt fyrir sér á vinstrivængnum og þá hjá Komm- únistum og verklýðshreyfingunni. „Hollenska veikin“ hefur breiðst út. En svo kalla embættismenn Nató tilhneigingar til að víkja frá því eldflaugakapphlaupi sem Re- agan nú stjómar með harðri hendi, svo harðri að það hriktir í öllum innviðum Nató. ÁB. Svíþjóð: Nála- stungu- aðferðin komin í sjúkrasamlagið Sænskt sjúkrahús hefur nýlega tekið nálastungur í þjón'ustu sína og sjúk- lingar sem meðferðarinnar njóta þurfa ekki að greiða meira fyrir hana en aðra læknisþjónustu. Þetta mun vera eins- dæmi á Vesturlöndum þar sem nála- stungur eru víðast litnar hálfgerðu homauga, og ekki hefur tekist að fá þær teknar inn í heilsugæslukerfið til jafns við aðrar aðferðir. í Svíþjóð er það spítalinn í Sandvík sem hefur haft forgöngu í málinu, fyrst og fremst fyrir tilstilli læknisins Gunillu Brattberg sem byrjaði 1979 að nota nálastunguaðferðina á sjúklinga sem þjáðust af sífelldum kvölum, án þess að hægt væri að komast fyrir orsakir þeirra. Gunilla hafði kynnt sér með- ferðina í Kína og líka í Bretlandi þar- sem aðferðin er víða við lýði á einka- sjúkrahúsum. f Sandvík hafa nú um 600 sjúklingar notið aðferðarinnar, og af þeim munu um 40 prósent fá bata. Gerð hefur verið könnun á kostnaði við nálastunguþjónustuna og í ljós kom að hún er afar hagstæð, því af hennar völdum hljóta margir bata sem önnur ráð hafa ekki hjálpað, og talsvert fé sparast í færri sjúkradögum og minni lyfjameðferð. -ÖS Ingrid Nanfeldt hefur haft óþolandi höfuðkvalir sökum míg- renis annað veifið í fjörutíu ár. Nú kemur hún af og til í nokkurra vikna meðferð á spítalanum í Sandvík, þarsem hún situr í 20 mínútur vikulega með nálar hér og hvar I höfðinu, og að því loknu er hún laus við mígrenið næstu átta mánuðina! Snlff er undarlegur faraldur sem kemur og fer. Snlffið drap tvo drengi Nýlega biðu tveir danskir drengir bana af því að sniffa límefni. Það gerðist með þeim hætti að þeir fengu krarnpa, hendur og fætur lömuðust við sniffíð og þeir gátu ekki hent frá sér brúsunum. Þeir héldu því áfram að anda að sér ólyfjan þar til þeir dóu. Sniff er undarlegt tískufyrirbæri meðal unglinga sem érfitt er að henda reiður á. Snifffaraldur grípur um sig og breiðíst mjög skyndilega út - en hverfur svo aftur og menn halda að fyrirbærið sé alveg úr sögunni. Eins var það í Danmörku: sniffið var mikið vandamál þar í landi fyrir nokkrum árum, en sýndist að mestu horfið. Nú er faraldur aftur að hefjast og hefur þegar kostað tvö mannslíf fyrir utan annan alvarlegan skaða á heilsu. í Englandi er snifffaraldur og þar er talið að fimmtíu börn og unglingar hafi látið lífið af völdum límefna ýmiskonar á síðastliðnu ári. í Englandi er gért ráð fyrir að sett verði lög sem banna að selja efni þau sem höfð eru til að sniffa unglingum yngri en sextán ára.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.