Þjóðviljinn - 18.05.1984, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 18.05.1984, Blaðsíða 19
Föstudagur 18. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 íþróttir Víðir Sigurðsson Er Jósteinn Einarsson KR-ingur með knattspyrnu á heilanum? A.m.k. virðist boltinn tolla vel við toppstykkið! Agúst Már Jónsson aðstoðar hann í að bægja knettinum frá tveimur Víkingum í leik liðanna í gærkvöldl. Mynd: -eik Jafntefli í fyrsta leik íslandsmótsins: Víkingarnir frískir Súsanna efnileg Súsanna Heigadóttir, 15 ára gömul stúika úr FH, vakti talsverða athvgli á Vormóti ÍR í frjálsum íþróttum sem haldið var á Laugardaisvellinum í fyrr- akvöld. Hún sigraði í 100 m hlaupi meyja á 12,7 sek. og sýndi síðan fjöl- hæfni sína með því að sigra í 1500 m hlaupi kvenna á 5:11,6 mín. Unnar Garðarsson, HSK, vann ágætt afrek í spjótkasti, kastaði 65,44 m. Stef- án Þ. Stefánsson, ÍR, sigraði í hástökki með 1,95 m og í 110 m grindahlaupi á 14,9 sek. Jóhann Jóhannsson, ÍR, sigr- aði í 100 m hlaupi karla á 11 sek, Steinn Jóhannsson, ÍR, í 800 m hlaupi drengja á 2:13,6 mín, Svanhildur Kristjónsdótt- ir, UBK, í 200 m hlaupi kvenna á 25,5 sek, Bryndís Hólm, IR, í iangstökki með 6,06 metra og Margrét D. Oskars- dóttir, ÍR, í kringlukasti, kastaði 42,56 metra. Þá fór fram Kaldaishlaupið, 3000 m hlaup karla. Hafsteinn Óskars- son, ÍR, sigraði á 8:52,4 mín. en alls tóku 15 hlauparar þátt. Kína vann Kínversku stúlkurnar tryggðu sér sigur á Úber Cup, landsliðakeppni kvenna í badminton sem lauk í Kuala Lumpur í Malasíu í gær. Þær unnu auðveldan sigur, 5:0, á ensku stúlkun- um x úrslitaleik. f dag leika Kína og Indónesía til úrslita í Thomas Cup, landsliðakeppni karla. Danir tapa Tékkar unnu Dani 1:0 í vináttulands- leik í knattspyrnu sem háður var í Prag í fyrrakvöld. Þriðja tap Dana í röð, þeir hafa nýverið legið 6:0 gegn Hollandi og 2:1 gegn Spáni. Helgar- sportið Knattspyrna Um leik 1. deildar karla er fjajlaö annars staðar á síðunni. í 2. deild verður heil umferð á sunnudag, fimm leikir sem allir hefjastkl. 14. Skallagrímur-(B( í Borgarnesi, FH-Tindastóll í Hafnarfirði, Njarðvík-Völsungur í Njarðvík, KS-Einherji á Vopnafirði og ÍBV-Víðir í Eyjum. Ferðalögin eru gífurleg í 2. deildinni í sumar eins og sjá má og höfðu menn á orði í vetur að hagkvæmast yrði fyrir félögin að leigja strandferðaskip og spila alla útileikna í einni hring- ferð! Keppni f 3. deild hefst í kvöld með leik Fylkis og ÍK í SV-riðli á Árbæjarvellinum kl. 20. Ásunn- udag kl. 14 eru svo 6 leikir, Grindavík-Snæfell, Víkingur Ó.-Reynir S. og Stjarnan-HV í SV-riðli og Valur-Magni, HSÞ.b-Leifur og Huginn-Austri í NA-riðli. Þá verða leiknir 13 leikir í 4 deild í kvöld og á sunnu- dag, þeirra athyglisverðasturer Haukar-Ármann á Hvaleyrar- holtsvelli í Hafnarfirðí kl. 20 í kvöld. Golf Hjóna- og parakeppni verður haldin á Hólmsvelli (Leiru í dag, föstudag, á vegum Golfklúbbs Suðurnesja. Byrjað verður ki. 16. Frjálsar íþróttir Vormót Kópavogs verður haldið á Kópavogsvelli á morg- un, laugardag. Nánari tíma- setning hefur ekki borist. Ársþing KKÍ Ársþing Körfuknatt- leikssambands (slands hefst í Fólagsstofnun Stúdenta v/ Hringbraut í Reykjavík ki. 19.30 f kvöld. Þinghaldi verður síðan fram haldið kl. 13 á morgun, laugardag, og lýkur síðdegis. Ef marka má fyrri hálfleikinn á opnunarleik íslandsmótsins í knatt- spyrnu, milli Víkings og KR á Val- bjarnarvelli í Laugardal í gær- kvöldi, má búast við miklu fjöri í 1. deildinni í sumar. Hann var geysi- fjörugur og opinn og synd að síðari hálfleikurinn skyldi standa honum talsvert að baki. Úrslitin urðu 1-1 og geta bæði lið verið tiltölulegá sátt við þau, en sigurinn gat lent hvoru megin sem var. KR-sóknin var þung í byrjun og þá mæddi mikið á meiddum mark- verði Víkinga, Ögmundi Krist- inssyni. Hann stóðst þá raun með prýði. Víkingar unnu sig vel inn í leikinn og fengu góð færi. Kristinn Guðmundsson skaut framhjá af markteíg á 18. mín. og rétt á eftir slapp KR vel. Ómar Torfason skaut, Stefán KR-markvörður Jó- hannsson varði en hélt ekki boltan- um, hverjum Heimir Karlsson þrumaði yfir opið markið. Á 30. mínútu opnaðist sein Víkingsvörn- in illa, Sverrir Herbertsson náði í kvöld og á sunnudag verða leiknir þeir fjórir leikir sem ásamt viðureign Víkings og KR í gær- kvöldi tilheyra 1. umferð 1. deildarkeppninnar í knattspyrnu 1984. ÍA og Fram leika á Akranesi í kvöld og Valur-ÍBK á Laugardals- velli. A sunnudag eigast Akur- eyrarfélögin KA og Þór við og Þróttur mætir Breiðabliki þá um kvöldið. Leikur ÍA og Fram hefst kl. 19 í dag á malarvellinum á Akranesi. Grasið er ekki tilbúið og því verða íslandsmeistararnir að hefja titil- vörn sína á hinni óæðri gerð knatt- _spyrnuvalla. Þeir eru sigurstrang- legri í þessum fyrsta leik sínum en Framarar, sem unnu 2. deildina í fyrra, hafa staðið sig vel í vor; urðu í öðru sæti á Reykjavíkurmótinu og unnu m.a. sigur í æfingaleik á Akranesi. Skagamenn án Sigurðar Jónssonar serri er meiddur mega því búast við harðvítugri mót- spyrnu. góðu skoti en knötturinn fór í þver- slá og yfir. Ómar Ingvarsson gerði fyrsta mark íslandsmótsins 1984 tveimur mínútum síðar. Hann skaust fram- úr Magnúsi Jónssyni áður KR-ingi og nú miðverði Víkings og sendi boltann frá vítateigslínu af öryggi í hornið fjær. 1-0 fyrir KR og góð byrjun hjá Keflvíkingnum nýja. Sigurður Aðalsteinsson jafnaði á lokamínútu fyrri hálfleiks. Á- mundi Sigmundsson skaut eftir þunga Víkingssókn, Stefán varði en hélt ekki og Sigurður var á rétt- um stað og skoraði af stuttu færi, 1-1. Strax á 3. mínútu seinni hálfleiks komst Ámundi í dauðafæri en skaut á óskiljanlegan hátt framhjá galopnu KR-markinu af markteig. Það sem eftir var leiks var mest um miðjuþóf, Víkingar þó frískari og líklegri til sigurs ef eitthvað var. Sæbjörn Guðmundsson var þó rétt búinn að tryggja KR sigur á loka- mínútunum, skaut í stöngina og Valur og Keflavík leika á Val- bjarnarvelli í Laugardal kl. 20 í kvöld. Valsmenn komu mörgum á óvart með því að verða Reykjavík- urmeistarar og gætu orðið framar- lega í sumar þrátt fyrir hrakspár. Lið þeirra er á uppleið en ómögu- legt er að spá um gengi þess í sumar. Keflvíkingar tefla fram nokkuð breyttu Iiði frá því í fyrra og eru gersamlega óútreiknanlegir. Vörnin ætti að hafa styrkst með til- komu Valþórs Sigþórssonar og framh'nan öðlast nýja vídd með hraða Helga Bentssonar. Þá byrjar Ragnar Margeirsson nú leiktíma- bilið með IBK en undanfarin sumur hefur hann komið inní liðið á miðju sumri. KA og Þór leika á sunnudag kl. 14, að öllum líkindum á grasvelli Þórs. Þór kom mjög á óvart í fyrra með því að vera í efri hluta 1. deildarinnar og KA vann sér 1. deildarsæti á ný. Bæði lið hafa Ögmund sem nánast runnu saman í eitt! Víkingarnir komu nokkuð á óvart. Þeim hefur verið spáð öllu illu en ef þeir fylgja eftir þessari all frísklegu byrjun gætu þeir hrundið öllum hrakspám. Vörnin var frem- ur sein eins og áður var vikið að en miðjutríóið, Ómar, Kristinn og Andri, var sterkasti hluti liðsins í gærkvöldi. Góð barátta og ágætt spil oft á tíðum. Heimir var hreyfanlegur og ógnandi frammi og Ámundi leikinn og hættulegur. KR-liðið hefur lítið breyst frá í fyrra og undirritaður átti von á því sterkara en raunin var í gærkvöldi. Margt góðra leikmanna í sókn og á miðju en þeir voru flestir í meðal- mennskunni. Miðverðirnir Ottó Guðmundsson og Jósteinn Einars- son voru bestu menn liðsins, klett- arívörninni, sérílagi Ottó. Gunnar Gíslason var sterkur á miðjunni, varnarlega séð, og á örugglega eftir að styrkja liðið mikið í sumar. Eysteinn Guðmundsson dæmdi leikinn ágætlega. -VS tekið nokkrum breytingum, eink- um KA sem hefur fengið fjölmarga nýja leikmenn en jafnframt misst nokkra. Akureyrarfélögin eru til alls vís en Þórsarar eru líklegri til að ná umtalsverðum árangri. Loks leika Þróttur og Breiðablik á Valbjarnarvelli í Laugardal kl. 20 á sunnudagskvöldið. Þróttur stóð sig vel í fyrra, lék oft á tíðum skemmtilega knattspyrnu og hefur á að skipa sama liði og þá að við- bættum fjórum sem koma frá öðr- um félögum. Einkum verður fróð- legt að sjá hvernig hinum leikna Akureyringi, Jóhanni „Donna“ Jakobssyni, vegnar á miðjunni hjá þeim. Blikarnir hljóta að vera orðnir leiðir á að vera sífellt taldir efnilegir, nú er aukin pressa á þeim að standa við fögur fyrirheit og taka virkan þátt í baráttunni um efstu sætin í sumar. í því efni getur brugðist til beggja vona. -VS Walsh til Liverpool Liverpool, ensku meistararnir í knattspyrnu, gengu í gær frá kaupunum á Paul Walsh, landsliðs- miðherjanum unga frá Luton. Kaupverðið er um 700 þúsund pund og hann skrifaði undir fjög- urra ára samning við félagið. Pólverjar tíundu Pólverjar tilkynntu í gær að þeir tækju ekki þátt í Ólympíuleikunum í Los Angeles í sumar; tíunda þjóð- in sem það gerir. Ástæðurnar eru þær sömu og hjá Sovétmönnum og Pólverjar b^ttu því við að þeir væru hræddir um að íþróttamenn þeirra myndu reyna að gerast pólit- ískir flóttamenn í Bandaríkjunum. Sigurður missir af hálfu mótinu! Sigurður Jónsson, hinn 17 ára gamli landsliðsmaður og leikmaður með ísiands- og bikarmeisturum Akurnesinga í knattspyrnu, missir að öllum líkindum af allri fy rri umferð 1. dcilarkeppninnar. Hann meiddist á æfingu, liðbönd slitnuðu í hné, og hann vtxr skorinn upp í gærmorgun Það líða sennilega 6-7 vikur þar til Sigurður getur farið að æfa á ný og að þeim tíma liðn- um, í júlíbyrjun, verður búið að leika 9 af 18 umferðum 1. deildar. Þar með er cinnig Ijóst að Sigurður leikur ekki með is- lcnska landsliðinu gegn Norð- mönnum á Laugardalsvellinum þann 20. júní en liðið verður þá væntanlega eingöngu skipað leikmönnum sem spila með is- lcnskum liðum. Þetta cru slæm tíðindi fyrir Akurnesinga og þau draga vissulega úr mögu- leikum þeirra á að verja meistaratitil sinn í sumar, þótt maður komi i manns stað. Verðlaun á Akranesi Einhver af hinum fjölmörgu knatt- spyrnuáhugamönnum á Akranesi dett- ur í lukkupottinn í sumar. Arnarflug hefur ákveðið að verðlauna þá sem koma á heimaleik í A í sumar. Sérstakt spjaltf verður gefið út sem dreift verður í byrjun íslandsmóts, í kvöld, og verður dregið úr þeim spjöldum hjá þeim sem mætt hafa á alla heimaleiki liðsins í sumar. Fyrstu verðlaun eru ferð með Akranesliðinu í Evrópukeppnina í haust. 1. deildin í knattspyrnu: Fjórir um helgina

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.