Þjóðviljinn - 18.05.1984, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 18.05.1984, Blaðsíða 13
AUKABLAÐ ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 fann ég upphafin menningarverðmæti sem voru búfræðinni og sláturstand inu æðrl, segir Gunnar Bjarnason. / hestamönnunum fann ég upphafin menningarverðmæti sem voru sláturstand- inu æðri.. um, og þegar menn sáu þann gæð- ingaflota sem þarna var sýndur varð andleg sólaruppkoma hjá þjóðinni í nýrri og vaxandi vitund um þau verðmæti sem hún átti í íslenska hestinum. Þetta voru straumhvörf og nú hófst nýbylgja í hestamennsku og hestarækt með þjóðinni. Þessi bylgja varð svo öfl- ug að hún fleytti mér til útlanda með íslenska hestinn með þeim ár- angri að nú orðið er fjöldi reiðhesta og ræktunarhesta á erlendri grund að verða jafn mikill og hér heima. Hér á íslandi eru nú um 7000 manns félagsbundnir í hesta- mannafélögum, en áhugamannafé- lög sem mynduð hafa verið um ís- lenska hestinn í 11 Evrópulöndum telja nú um 10.000 félagsmenn. Tvisvar synjað umsókn Pú talar um skilningsleysi ís- lenskra menntamanna ú hesta- mennskunni. íhverju lýsir hún sér? Hún lýsir sér í matarást þeirra. Menningarpostularnir meta mest allt það sem til munnsins fer. Ég Góður hestamaður þarf að kunna að eiska og vera listamaður í hjarta sínu... get nefnt þér dæmi. Lúðvík Krist- jánsson, sá ágæti fræðimaður, hef- ur skrifað merk fræðirit um grútar- gerð og beituskurð íslenskra ver- búðarmanna og vakið með því verðskuldaða aðdáun menningar- frömuðanna, sem hafa veitt honum fjölmarga styrki og heiðursdokt- orsnafnbót. Eg hef unnið hliðstætt verk og beitt hliðstæðum aðferðum í bókum mínum um ættir og sögu íslenska hestsins. Hestamennskan gaf hins vegar lítið í aðra hönd ann- að en gleðina sem sönn list veitir og hrossakjötsát hefur sjaldnast verið talið til dyggða. Viðbrögð menn- ingarpostulanna eru í samræmi við það, en þeir hafa tvisvar synjað umsóknum mínum um lægsta styrk úr Rithöfundasjóði íslands, þar sem ritverk mín eru ekki talin höf- undarviðurkenningar virði. Evr- ópumenn hafa hins vegar kunnað að meta þetta starf mitt með ótví- ræðum hætti eins og sjá má til dæm- is á útgáfu Svisslendinga á síðasta bindi af Ættbók og sögu íslenska hestsins, sem bundin er inn í rú- skinni með gyllingu og litprentuð- um myndum. Nei, landeigendur og menning- arpostular hafa aidrei skilið menn- ingarlegt gildi hestamennskunnar og þann listdans sem fólginn er í sannri reiðmennsku. Bústólpar í landbúnaðinum myndu sjálfsagt taka þvf með takmörkuðum skiln- ingi ef dætur þeirra tækju að stunda ballett, og jafnvel Brynleifur sálugi Tóbíasson, sem var ættaður úr sönghéraðinu Skagafirði sagði að það væri dæmi um úrkynjun ætta þegar þær færu að stunda söng. En tónlistin er jafn óaðskiljanleg reiðmennskunni og listdansinum. Þarf að vera listamaður Hvað er það sem einkennir góð- an hestamann og reiðmann? Hann þarf að vera listamaður. Hann þarf að geta elskað. Hann þarf að vera skáld og hljómlistar- maður, því hesturinn glœðir alla þessa eiginleika með manninum. í samskiptum sínum við hestinn, á hestbaki og í hesthúsi lyftist hesta- maðurinn á æðra plan... ólg. Um 15 þúsund manns stunda hestamennsku að staðaldri____________ segir Sigurður Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Landsambands hestamanna. „í Landssambandi hesta- manna eru nú um 7000 manns, en þaö segir ekki alla söguna, því í mörgum tilfellum er aðeins einn úrfjölskyldunni sem skráir sig í sambandið, þótt allir séu í hestamennskunni. Ég tel raun- hæft að áætla að um 15 þúsund manns stundi hestamennsku að einhverju ráði yfir allt landið. Þessu til staðfestingar má benda á könnun sem gerð var í Reykjavík, þarsem fram kom að um fimmti hver unglingur stundaði hestamennsku." Þetta eru orð framkvæmdastjóra Landssambands hestamanna, Sig- urðar Ragnarssonar, þegar við ræddum við hann um hesta- mennsku landsmanna. í Lands- sambandinu eru skráð 45 félög víðs vegar af landinu, en vitað er um tvö ný félög sem enn eru óskráð, auk þess sem fjöldi hestaklúbba eru starfræktir í skólum. Áhugi á hestamennsku hefur aukist mjög á síðustu árum, einkum í þéttbýli, en hestamennska hefur ætíð verið stunduð í dreifbýli í beinum tengsl- um við búskapinn. „Það er erfitt að segja nákvæm- lega hversu margir stundi hesta- mennsku að staðaldri og við töld- um að við hefðum náð hámarki fyrir nokkrum árum og það má vera að svo sé. Því má þó ekki gleyma að margir hafa áhuga á hestamennskunni, þótt þeir séu hvergi skráðir eða hafi ekki að- stöðu til að stunda hana að stað- aldri,“ sagði Sigurður. „Er þetta kannski svo dýrt áhug- amál, að það takmarki þátttök- una?“ „Það held ég varla. Það má segja að stofnkostnaðurinn sé nokkur, en rekstrarkostnaðurinn er hins vegar mun minni en í flestum íþróttum eða áhugagreinum. Það kostar 20-40 þúsund að eignast taminn hest og hnakkurinn kostar frá 7-15 þúsund. Þetta er stærsti kostnaðarliðurinn. En það kostar ekki nema 1500 krónur á mánuði að fóðra hest og hýsa og það getur tæplega talist mikið. Sé fólk með eigið hesthús og fleiri hesta vex kostnaðurinn auðvitað." hestamanna. Ljósm. Þs. „Verður mikið um hestamót í sumar?“ „Á hverju sumri eru haldin nokkur stórmót og ýmis minni. Stærstu mótin eru fjórðungsmót á Austurlandi og Vesturlandi, síðan verður íslandsmót í hestaíþróttum í Skagafirði (Vindheimamelum) 3.-5. ágúst og mót verður á Hellu 11. og 12. ágúst. Nýlga er lokið „Leirugleði" sem er haldin á veg- um hesthúsaeigenda á Varmár- bökkum og tókst hún mjög vel í ár sem endranær. Og nú er að hefjast í Garðabæ fjölbreytt sýning sem nefnist „Hestadagar í Garðabæ". Það má því sannarlega segja að ým- islegt sé á döfinni í sumar,“ sagði Sigurður ennfremur. þs Þegar Blesi fór í myndatöku LJÓSMYNDASTOFA ÞÓRIS RAUÐARÁRSTÍG 20 — SÍMI16610

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.