Þjóðviljinn - 29.05.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.05.1984, Blaðsíða 1
PiooviuiNN Nýstofnuð deild í Alþýðu- bandalaginu — Alþýðubanda- lagið í Lundi í Svíþjóð! ™9l islensha lelö 1 mai f 1 B 1 þriðjudagur B ^ J 120. tölublað Æ 49. árgangur Sjá 3 Frjálshyggjublær á tillögum um Námsgagnastofnun: Stjórnstöð (Almanna- varna) Kartöflu- geymsla á friðartímum? ,JVleð tilliti til þeirrar gagnrýni sem Grænmetisverslun landbúnað- arins hefur sætt að undanförnu varðandi aðstöðu til geymslu á kartöflum vill Kvenféiagið Vorhvöt koma þeirri hugmynd á framfæri að nýta megi hina nýju stjórnstöð Almannavarna við Hverfisgötu sem kartöflugeymslu á friðartím- um“. Þannig segir í upphafi ályktunar sem samþykkt var einróma á stjórnarfundi í kvenfélaginu Vor- hvöt þann 25. maí sl. Síðan segir: „Þar sem áætlað er að stjóm- stöðin geti veitt vöm í 14 daga við styrjaldarástand og veiti 2000-falda skýlingu gegn geislun og annarri mengun, er ljóst að þar eru hin. hagstæðustu geymsluskilyrði fyrir frjálsar kartöflur. Ennfremur vilj- um við benda á, að þessi lausn hef- ur í för með sér að þegar til ófriðar kæmi, væri matarforði til staðar handa þeim sem í skýlinu vistast og því óþarft að leggja í kostnað við að koma þar fyrir sérstökum matar- birgðum, sem skv. upplýsingum í fjölmiðlum mun vera á döfinni". -v. Heitir straumar ur pipulögn. Ljósm. Atli. Gerð námsefnis boðin út! Mikill urgur er í kennurum útaf skýrslu um Námsgagnastofnun sem nefnd á vegum menntamálaráðuney tisins hefur nýlega sent frá sér en þar er meðal annars lagt til að hin góðkunna Skólavörubúð verði lögð niður, þó af henni hafi verið bókfærður hagnaður uppá þrjár mifjónir á síðasta ári! Sami frjálshyggjublær er á öðrum til- lögum, sem gera til dæmis ráð fyrir að samning námsefnis skuli ekki lengur fara fram innan Námsgagnstofnunar, heldur vera boðin út á frjálsum markaði! Jafnframt er lagt til að útgáfa námsbóka verði ekki lengur fjármögnuð af ríkinu heldur annaðhvort af sveitarfélögum eða foreldrum. „Það eru makalaus vinnubrögð að ekkert samráð skuli haft við kennarasamtökin í landinu við gerð svona plaggs“, sagði Val- geir Gestsson formaður Kennarasambands Islands, en álits þeirra var aldrei leitað. í viðtölum við kennara kom fram sú skoðun að það væri afar varhugavert að ætla að bjóða út samningu námsefnis á frjálsum markaði. Innan skólakerfisins væri nýtt námsefni alla jafna reynt í þaula áður en það væri gefið út en almennar bóka- útgáfur hefðu að sjálfsögðu ekki aðstöðu til þess. „Hver á að borga brúsann ef slík út- boð leiða til útgáfu á ónothæfu námsefni?“ spurðu kennarar. Námsgagnastofnun hefur jafnframt tek- ist að halda námsbókakostnaði afar lágum, ekki nema 1200-1500 krónum á nemanda, og kennarar létu í ljós efa um að útgáfufyr- irtæki sem fyrst og fremst væru á höttunum eftir gróða, myndu halda verðinu niðri að sama skapi. Valgeir Gestsson var ennfremur þung- orður í garð tillagna um að færa kostnaðinn af námsgögnum frá ríkinu yfir á sveitarfé- lög, mörg þeirra væru hreinlega of fámenn og félítil til að standa straum af nægilega góðum námsgögnum og þar með ykist enn frekar munurinn milli nemenda í dreifbýli og þéttbýli. -ÖS Verðlagsráð sjávarútvegsins: Hafnar punktakerfinu „Ekki viss um að þeir skilji þetta“, segir Jónas Bjarnason. „Ég er yflr mlg ánaegður því hér í landi eru menn ekkl vanlrað velja útlendinga“, sagði Ásgeir Sigurvinsson í samtali við Þjóðvlljann ( gær en á sunnudaginn hlotnaðist honum sú sæmd að vera valinn Knattspyrnu- maðurárslns í Vestur- Þýskalandi, fyrstur útlend- Inga. Sjábls.9 Hinu mjög svo umdeílda punkta- kerfi við ferskfiskmat, sem Jónas Bjarnason, settur forstöðumaður Framleiðslueftirlits sjávarafurða kom á í vetur, hefur verið hafnað af Verðlagsrájði sjávarútvegsins. Bæði kaupendur og seljendur í Verðlagsráði voru sammála um að hafna punktakerfinu og var sjávar- útvegsráðherra tjáð þetta í bréfi, eftir fund ráðsins sl. föstudag. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að tveir menn hefðu verið gerðir út í vetur til að kynna sér þetta mál. Þetta voru þeir Helgi Þórðarson, sem var fulltrúi útgerð- armanna, sjómanna og fiskvinnsl- unnar, og Sigurður Haraldsson frá sjávarútvegsráðuneytinu. Þeir ferðuðust um landið, gerðu athug- anir og skiluðu svo bráðabirgða- skýrslu um málið. Eftir að hafa skoðað öll gögn í málinu væri það samdóma álit allra aðila í verðlagsráði að ótækt væri að taka þetta kerfi upp, eins og málin standa. En eins og menn ef- laust muna verður að breyta þeim grundvelli sem fiskverð er ákvarð- að eftir með tillit til þessa punkta- kerfis. Jónas Bjamason, settur for- stöðumaður Framleiðslueftirlits sjávarafurða, og höfundur punkta- Olíufélögin í landinu hafa sótt um verðhækkun á olíu til verð- lagsráðs og ríkisstjórnarinnar. Ástæður þessarar hækkunarbeiðni eru tvær, annars vegar hækkun á gegni dollarans og hinsvegar verð- hækkun á Rotterdammarkaði. Einnig kemur til að verðjöfnunar- sjóður varðandi gasolíu er kominn í mínus. Þessi hækkunarbciðni setur ríkisstjórnina í mikinn vanda. Hækkun á olíu, ef hún verður leyfð, mun hafa í för með sér verð- kerfisins, sagði í gær að sér kæmu þessi viðbrögð Verðlagsráðs ekki á óvart. Hann sagði að Framleiðs- lueftirlitið reyndi hverju sinni að gera eins vel og frekast er unnt. Hann sagðist aftur á móti ekki vera jafnviss um að menn í Verðlagsráði bólguskriðu. Eins og staða útgerð- arinnar f landinu á þann veg nú, að hún getur alls ekki tekið á sig olíu- verðhækkun. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, sagði í gær að ákvörðun nýs fiskverðs, sem taka á gildi 1. júm' nk. væri strand, þar til ákvörðun hefur verið tekin um hvort verð- hækkun á olíu verður leyfð eða ekki. Hann sagði stöðu útgerðar- innar nú þannig að fjarri öllu lagi væri að hún gæti tekið á sig olíu- skyldu málið fullkomlega. Allir sem komið hafa nálægt matinu eru sammála um ágæti þessa kerfis og að annað hvort sé að gera þetta svona, eða leggja niður núverandi fyrirkomulag á ferskfiskmati, sagði Jónas Bjamason. -S.dór. á olíu verðshækkun. Matthías Á. Matthíesen við- skiptaráðherra sagði að vissulega væri hér um mjög erfitt mál að ræða, sem ríkisstjómin yrði með einhverjum hætti að ræða. Staðr- eynd væri að gengi dollarans hefði hækkað og olíuverð færi hækkandi á Rotterdam-markaði. Ekki vildi hann neinu spá um framhald þessa máls en sagði að beiðni olíufélag- anna yrði tekin fyrir á fundi verð- lagsráðs nk. miðvikudag. -S.dór. Olíufélögin sækja um: Verðhækkun

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.