Þjóðviljinn - 29.05.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 29.05.1984, Blaðsíða 16
DWDVIUINN Þriðjudagur 29. maí 1984 A&alsíml ÞJóftvilians ar 81333 ld. 9 -20 mánudag til tftstudags. Utan þess tíma er hægt aö ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum stmum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími HelgLaKsúnl 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 -12 er ■Ijasgt að rtá í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 816C3 Styrkir til sjúkraflugs Þingmannavmum úthlutað Stuðlar fjárveitinganefnd að lögbrotum? Við úthlutun Qárveitinganefndar á styrkjum til sjúkraflugs var Vali Andersen i Vestmannaeyjum úthlutað 200 þúsund krónum sem er flmmtungur allrar styrk- upphæðarinnar sem veitt var, en Valur mun ekki hafa annast sjúkraflug áður og ekki einu sinni hafa flugrekstrarleyfl sem lögum samkvæmt er þó skUyrði tU að standa fyrir farþegaflutningum. A móti kemur að Valur er mjög góður vinur Árna Johnsen þingmanns sem sæti á í fjárveitinganefnd. Sömuleiðis var Reyni Ragnarssyni í Vík í Mýrdal úthlutað 40 þúsund krónum, en auk þess að hafa ekki flugrekstrarleyfi hefur Reynir ekki einu sinni atvinnuflug- mannspróf. Á móti kemur að hann er í Framsóknarflokknum syðra og góður kunningi Þórarins Sigurjónssonar þing- manns Sunnlendinga sem sæti á í fjárveit- inganefnd. Alls var úthlutað einni miljón króna, og auk þeirra tveggja þingmannavina sem ofan eru nefndir fékk Flugfélagið Emir á ísafirði 600 þúsund krónur, Bjarni Jónas- son hjá Eyjaflugi 40 þúsund en óráðstafað er 120 þúsund krónum. Með því að veita styrk til ofangreindra gæðinga Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks, verður ekki betur séð en fjárveit- inganefnd hafi stuðlað að lögbroti, þarsem hvorugur þessara aðila hefur flugrekstra- leyfi, sem samkvæmt lögunum þarf til að geta staðið fyrir farþegaflugi, en skipulegt sjúkraflug flokkast undir það. Þess má geta að Eyjaflug á stóra flugvél sem staðsett er á Reykjavíkurflugvelli, þar sem þrír menn eru stöðugt á bakvakt kring- um vélina. Þó hún sé mun betur búin tækj- um en sú vél sem Valur vinur Áma Johnsen hefur til umráða, þá fékk Eyjaflug fimm sinnum lægri upphæð en téður þingmanns- vinur. -ÖS Hreppsnefnd Bessastaðahrepps Hættir við bensínstöð Hreppsnefnd Bessastaðahrepps hefur ákveðið að hætta við áform um að heimila byggingu bensín- stöðvar á Grandastykki, gengt forsetabústaðnum. Segir í frétt frá hreppsnefndinni að ástæðan fyrir ákvörðuninni sé hin mikla and- staða íbúa í hreppnum gegn stað- setningu stöðvarinnar á fyrr- greindum stað. Það var á fundi hreppsnefndar 31. mars sl. sem því var lýst yfir að æskileg staðsetning bensínstöðvar í hreppnum væri á Grandastykki, á samþykktum vegamótum norður- og suðumesvegar á Bessastaða- granda. Var því jafnframt lýst yfir að hreppsnefttdin myndi beita sér fyrir því við gerð deiliskipulags að gert yrði ráð fyrir stöðinni á þeim stað. í kjölfar þessarar ákvörðunar urðu mikil blaðaskrif og söfnun undirskrifta þar sem meirihluti at- kvæðisbærra íbúa í Bessastaða- hrepi vom staðsetningu stöðvar- innar andvígur. _______.____ - v. 4 Andófsaðgerðir sendibflstjóra í gær___________________ Töfðu útkeyrslu á DV Bflstjórar sendibifreiða f Reykja- vík töfðu útkeyrslu á Dagblaðinu Vísi í gærmorgun og vildu með því vekja athygli á því að hluta upplags DV væri ekið út á einkabflum og leigubifreiðum. Kom lögreglan á staðinn og voru teknar skýrslur af andófsmönnum. Einn úr hópi sendibflstjóranna sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að hér væri um hagsmuni aílra þeirra að tefla sem hefðu atvinnu sína af vöruflutningum. „Við borg- um okkar talstöðvargjöld, stöðvar- gjöld o.fl. en samt virðist hópur manna úti í bæ geta tekið frá okkur vinnuna. Slíkt verður ekki þolað. Þessi aðgerð okkar í gær er ekki hugsuð sem nein árás á DV heldur ein margra sem við sjáum okkur knúna til að framkvæma meðan brotinn er á okkur réttur“. Sendibifreiðastjórar telja reglu- gerð ráðuneytisins kveða ótvítætt á um að þeir aðilar sem taka að sér vömflutninga reglulega, verði að hafa til þess tilskilin leyfi. Þeii einkaaðilar sem aki út meginhlut- anum af DV hafi ekki slík leyfi. - v. „Kalla&u mlg bara Slgurft, ég stond ekkl lengur undlr melru“, sag&l hann þar sem ÞJó&vilJamenn hlttu hann vlft uppskipun ( gœr. Slgurður vlnnur hjá Togaraafgrelðslunnl sem er að hætta starfseml slnnl og hefur öllum starfsmönnum verlð sagt upp störfum frá 1. Júlí n.k. Mynd- ATLI. Rekstri Togaraafgreiðslunnar hætt 1. júlí_ Uppskipun hætt 20 manns flestir á aldrinum 50 — 65 ára í atvinnuleit ,4>að er ekki gott að vera sagt upp í vinnu þegar maður er kominn á gamals aldur. Það kom senditík frá íhaldinu, Gvendur Jaki, og til- kynnti okkur að trúlega kæmumst við fyrir f svipaðri vinnu annars staðar. Við erum Dagsbrúnarkall- ar. Ég er orðinn 68 ára gamall og er með eitthvað kransæða vesen svo ég verð trúlega að draga mig f hlé, get ekki unnið lengur ofan í lest. Kall- aðu mig bara Sigurð ég stend ekki lengur undir meiru.“ Nafnið hans stóð reyndar á hjálminum sem hann var með þeg- ar Þjóðviljinn hitti hann í gær. Sig- urður Gunnarsson heitir hann og vinnur hjá Togaraafgreiðslunni sem verður lögð niður á næstunni. Öllum starfsmönnum, 20 að tölu, hefur verið sagt upp störfum. „Það er búið að segja öllum upp og mér líka“, sagði Sigurjón Stef- ánsson framkvæmdastjóri Togara- afgreiðslunnar. Hann sagðist ekk- ert vita um hvers vegna ætti að leggja fyrirtækið niður. Hann sagði að þeir 20 menn sem starfa hjá af- greiðslunni hafi sumir hverjir unn- ið í 37 ár hjá þeim, og flestir væru á aldrinum 50-65 ára. Brynjólfur Bjamason forstjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur og stjómarmaður Togaraaf- greiðslunnar sem er einkafyrirtæki sagði Þjóðviljanum í gær að Togar- aafgreiðslan yrði lögð niður 1. júlí. „Reksturinn hefur gengið illa og undanfarið hefur verið tap á fyrir- tækinu. Skuldir hafa orðið meiri en eignir.“ Sagði Brynjólfur að upp- skipun yrði framvegis í höndum út- gerðarfyrirtækjanna sjálfra. -jp Tveir leikarar féllu af vinnupöllum á Óðinsgötu Brotinn á báðum Annar fótbrotinn á báðum, hinn ökklabrotinn Arnar Jónsson leikari fótbrotn- aði á báðum fótum og Kjartan Bjargmundsson leikari og smiður ökklabrotnaði þegar vinnupallur sem þeir voru á féll til jarðar. At- burðurinn átti sér stað upp úr há- degi f gær við Óðinsgötu en þeir voru að vinna utan á húsi Arnars. Vinnupallur sem þeir voru á brotnaði niður og féllu báðir menn- irnir á gangstéttina. Læknir á Slys- avarðstofunni sagði um 6 leytið í gær að líðan þeirra væri „eftir atvikum". Amar lauk um síðustu helgi stóm hlutverki í sjónvarpsleikriti. Hann leikur Kölska í Gullna hlið- inu. Hann er sá leikari sem stokkið hefur mesta stökk í íslenskri kvik- mynd. Stökk hann fram af kletta- brún í Útlaganum þannig að mörg- um þótti nóg um, kom hann þar heill niður. Kjartan hefur undanfarið verið á stööugum æfingum hjá Stúdenta- leikhúsinu þar sem hann fer með aðalhlutverk í leikritinu „Láttu ekki deigan síga Guðmundur“ sem fyrirhugað er að sýna á Listahátíð. Einnig er hann að æfa hlutverk hjá L.R. í Dario Fo sem sýnt verður á miðnætursýningum í Austurbæjar- bíói næsta vetur. -jP Lyf og læknisþjónusta hækkar 1. júní Allt að 200% hækkun Tillegg hinna sjúku upp í fjárlagagatið Nú er röðin komin að hinum sjúku og öldruðu I þjóðfélaginu að fylla upp í Qárlagagat rfldsstjórnarinnar. Á föstudaginn kemur hækkar lyf og læknisþjónusta um allt að 200% og er víst að margan munar um minna. Það var heilbrigðis- og tryggingaráðherra sem í gær lét gefa út reglugerð sem byggð er á lögum um ráðstafanir í ríkisfjármálum frá því fyrr í mánuðinum. Fyrir hvert viðtal á Iækninga- stofu skal nú greiða 75 krónur en er í dag 25 krónur. Að fá lækni í heimsókn kostar í dag 50 krónur en á föstudag hækkar það upp í 110 krónur. Ef sjúklingur í sjúkrasamlagi þarf á sérfræðingsaðstoð að halda þarf hann í dag að greiða 100 krónur fyrir hverja komu til sér- fræðings. Það gjaldhækkar í 270 krónur. Sömu upphæð greiðir hann fyrir hverja rannsókn á rannsóknarstofu og fyrir hverja röntgengreiningu. Stjórnvöld sýna elli- og örorkulífeyrisþegum þá miskunn að greiða aðeins hálft gjald, kr. 135 frá næsta föstudegi, en þó því aðeins að þeir þurfi ekki á þjónustunni að halda nema 12 sinnum á ári! í dag greiðir sjúklingur í sjúkrasamlagi fyrstu 50 krónum- ar af gjaldi vegna lyfja í lyfjaverð- skrá I en borgar á föstudaginn 120 krónur. Ef hann þarfnast lyfja úr lyfjaverðskrá II hækkar kostnaður hans úr 100 krónum í 240 krónur. Elli- og örorkulíf- eyrisþegar sleppa enn með hálft fejald. I fjórða lagi er sú breyting gerð á reglugerð um ferðakostnað sjúklinga innan lands að sjúkra- samlagið endurgreiðir fargjaldið að frádregnum 800 krónum fyrir fyrstu ferð en aðeins 400 krónum ef sjúklingur þarf að ferðast oftar en einu sinni á ári. - v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.