Þjóðviljinn - 29.05.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.05.1984, Blaðsíða 12
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN, ÞHgjudagur 29. mai 1984 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagskonur og aðrar konur Boðaö er til stofnfundar kvennafylkingar (félags, hreyfingar, bandalags), í tengslum við Alþýðubandalagið að Hverfisgötu 105 þriðjudaginn 5. júní. Lögð verða fram drög að lögum og kosið í stjórn. MÆTUM ALLAR! - Undirbúningsnefndin. Alþýðubandalagið í Reykjavík Vorhappdrætti - Drætti frestað Alþýðubandalagið í Reykjavík gengst fyrir glæsilegu vorhappdrætti. Vinningar eru 6 ferðavinningar í leiguflugi með Samvinnuferðum- Landsýn, að heildarverðmæti 105.000 krónur. Drætti frestaö Þar sem enn vantar nokkuð á að skil hafi borist frá öllum, og vegna tilmæla frá félagsmönnum, hefur drætti í happdrættinu verið frestað um óákveðinn tíma. Gerið skil Þess er vænst að félagar og stuðningsmenn Alþýðubandalagsins, sem enn hafa ekki gert skil, bregði skjótt við og greiði heimsenda miða hið fyrsta í næsta banka/pósthúsi, eða á skrifstofu Alþýðubandalags- ins að Hverfisgötu 105. Sláum saman! Stöndum saman í slagnum! Styrkjum baráttu Alþýðubandalagsins! Stjórn ABR AB Selfoss og nágrennis Fundur um stefnuskrá AB verður haldinn aö Kirkjuvegi 7 nk. miðvikudag 30. maí kl. 20.30. Á fundinum verða: Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður sem hef- ur framsögu um stefnuskrárumræðuna og Garðar Sigurðsson sem ræðir stjórnmál líðandi stundar. Félagar fjölmennið á fundinn! - Stjórnin. Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins O, þér unglingafjöld! Nú förum við í Flatey á Breiðafirði um hvítasunnuhelgina! Alger para- dís á jörðu. Eins og Þórbergur Þórðarson sagði: í Flatey var ég fjóra daga, fann þar yndi margt. Eyjan er eins og aldlngarður, aila daga hlýtt og bjart. í Flatey vil ég ævi una, á eintali við náttúruna. Kostnaði verður mjög stillt í hóf en nánari upplýsingar um ferðina verða auglýstar síðar. Hringið eða látið skrá ykkur í síma 17500 fyrir miðvikudaginn 6. júní. Skemmtinefndin. ^SÖLUBOÐ co %,f jarðaber 822 gr [•J ej Tekex 200 gr Holtabót 6tegundirkex EPLI Rauð & RYVITA Hrökkbrauð 200 gr Æ nr L DDS Sykur 2 kg Bonner rúsínur 425 gr ...vöruverö í lágmarkí Stórmótið í London T apskák Karpo vs Eins og sagt var frá í síðasta þætti tapaði Karpov aðeins einni skák á mótinu í London nú á dögunum. Þar eð heimsmeistarinn tekur ekki oft upp á slíku hefur allur almenn- ingur mikinn áhuga á því að berja þessa skák augum. Það má til sanns vegar færa að gæði þessarar skáka eru yfírleitt mjögn mikil, Karopov veitir harða mótspymu og and- stæðingurinn verður að tefla hár- nákvæmt til þess að leggja hann að velli. f London var það enginn annar en neðsti maður mótsins, Torre, sem gerði sér lítið fyrir og pakkaði heimsmeistaranum. Þungu höggin koma oft þaðan sem þeirra er síst vænst. En ef litið er nánar á ýmsa þætti kemur í ljós að hægt er að færa nokkur frambærileg rök fyrir þessum óvænta atburði. í slíku móti sem því í London þar sem ein- ungjs skákmenn á heimsmæli- kvarða eru saman komnir geta allir unnið alla ef svo má að orði kom- ast. Einnig eru menn sem verma botnsætin eins og Torre allaf stór- hættulegir. Þeir gera allt til þess að bæta stöðu sína, - allt að vinna en engu að tapa. Þá skiptir ekki máli hvort andstæðingurinn heitir Karp- ov eða Castro. Það er nú einnig svo til víst að Karpov hefur ekki búist við miklu af Torre og þar með van- metið hann. En sem sagt, hér kemur önnur vinningsskák Torre gegn Karpov (Manilla 1976) og hans eina á öllu mótinu!! Hvítt: Eugenio Torre Svart: Anatoly Karpov Nimzoindverk vörn. Ld4Rf62.c4e63.Rc3Bb44.e3c5 5. Rge2 cxd4 6. exd4 0-0 (Þetta af- brigði er í tísku um þessar mundir, 6. -d5 er einnig ágætutleikur). 7. a3 Be7 8. d5 exd5 9. cxd5 Bc5!? Fram- að þessum leik ættu lesendur að vera öllu kunnugir. Munið eftir skák Kortsnojs og Miles þar sem sá síðarnefndi lék 9. -He8 en eftir 10. d6!? lenti hann í erfiðleikum. Textaleikur Karpovs bendir til þess að hann hafi ekki fundið fullnægjandi framhald fyrir svartan í þessu afbrigði. Kannski er hann bara að þræða minna þekktar leiðir í þeirri von að í hugskotum Torre sé holrúm. Svona hlutlaust séð er níundi leikur svarts eilítið ein- kennilegur því nú fer biskupinn á flakk í þriðja sinn..) 10. b4 Bb6 11. Ra4 d612. Rxb6 axb6 (...til þess að vera hrakinn burt og drepinn svo peðaveila myndast. Jahéma). 13. Rg3 (Með þessum leik er Torre að endurbæta taflmennsku Adorjans í skák gegn Miles frá upphafí þessa árs, þar tefldist 13. g3 He8 14. Bg2 Bg4 15. Be3 Rbd7 16. h3 Bf5 17. 0-0 Hc8 18. Ha2 h6 19. Bd4 og hvítur stendur örlítið betur). 13.- He8+14. Be2 He5 (Það kemur í ljós hér að Karpov ber ekki of mikla virðingu fyrir andstæðingi sínum. Þessi áætlun, að sækja veika peðið á d5 strax, er mjög tvíeggjuð og varla í anda heimsmeistarans. Hrókurinn á d5 stendur afkáralega á d5 svo ekki sé meira sagt. Það má ekki gleymast að hvítur hefur bisk- upsparið sem er þarfaþing í stöðu sem þessari). 15. Bb2 Hxd5 16. Dcl Rc6 17. 0-0 Re5 18. De3 Be6 19. h3 b5? (Hreinn afleikur, fyrst 19.- Hc8!) 20. Hacl Bd7 21. Hfel (Hvít- ur kemur liði sínu fyrir á skynsam- legan hátt en það var einnig hægt að láta til skarar skríða með 21. f4) 21.-Hc8? (Þetta er sennilega loka- afleikurinn,eftirþetta verður skák- inni ekki bjargað. Rétt var að halda í horfinu með 21.-h6) 22. Lárus Jóhannesson skrifar um Hxc8 Dxc8 23. f4 Rg6 (23.-Rc4 gengur ekki td. 24. Bxc4 Dxc4 25. De7! eða 24,- bxc4 25. Bxf6 gxf6 26. Re4 og Dc3). 24. Bxf6 gxf6 (Ég hef aldrei séð aðra eins peðastöðu hjá félaga Karpov). 25. Bf3 (Hvað er nú þetta? Skiptamunur af, renn- ir stoðum undir þá fullyrðingu að hróksflanið hafi verið full glæfra- íegt og ekki fyííilega í anda stöð- unnar. Annars er það ekki skipta- munurinn sem er alvarlegasti hlut- urinn heldur svarta kóngstaðan.). 25.-Dc4 26. Bxd5 Dxd5 27. Re4 Kg7. 28. Rxf6! (Samt sem áður, það er ekki á hverjum degi sem menn fá að brillera gegn Karpov). 28. Kxf6 29. Dc3+ Re5 (Þvingað. Ef 29. - Kf5 30. g4+ Kxf4 31. Dc3 mát!) 30. fxe5+ dxe5 31. Hfl+ Ke6 32. Dc2 e4.33. Dc3 f5 34. Dg7 Dd2 35. Dxh7 De3+ 36. Kh2 Dg5 37. h4- Dg4 38. Dh6+ Ke5 39. Dg5 (Endataflið sem nú kemur upp er auðvitað gjörunn- ið á Torré, en Karpov teflir áfram. Fyrir áhorfendur ??) 39. -Dxg5 40. hxg5 e3 41. g6 Kf6 (41. - f4 42. Kgl!) 42. Kg3 Be6 43. Kf4 e2 55. Hel Bc4 45. g7 og hér fór skákin í bið en Karpov kaus að gefast upp án frekari taflmennsku. Framhald- ið gæti orðið 45. - Kxg7 46. Kxf5 Kf7 47. Ke4 Kf6 48. Ke3 Ke5 49. Hxe2 Bxe2 50. Kxe2 og g-peðið gerir út um leikinn. Egilsstaðaskóli auglýsir lausar kennarastöður Eftirtaldar stöður við Egilsstaðaskóla eru lausar til umsóknar nú þegar: 1. Staða sérkennara við sérdeild fjölfatlaðra barna. 2. Staða smíðakennara. 3. Stöður almennra bekkjarkennara (til greina kemur að hluta íþróttakennsla, tónmenntakennsla og enskukennsla). Húsnæði í boði. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-1146 eða 1217. Skólanefnd Egilsstaðaskólahverfis Dagheimilið Solvellir Neskaupstað Fóstru vantar nú þegar. Aðstoð við útvegun húsnæðis. Nánari upplýsingar í símum 97-7485 og 97- 7127. Félagsmálaráð Alþýðubandalagið: Almennir fundir á Vestur- landi fimmtudaginn 31. maí Alþýðubandalagið boðar til almennra stjórnmálafunda í Ólaf- svík og íStykkishólmi á uppstigningardag, 31. maí n.k. Fundirn- ir verða haldnir sem hér segir: í Óiafsvík kl. 14 í Mettubúð í Stykkishólmi kl. 20.30 í Lionshúsinu Á fundina mæta alþingismennirnir Svavar Gestsson og Skúli Alexandersson og varaþingmennirnir Svanfri'ður Jónasdóttir og Jóhann Ársælsson. Frjálsar umræður og fyrirspunir. Allir velkomnir! Jóhann Skúli Svanfríður Svavar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.