Þjóðviljinn - 29.05.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.05.1984, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 29. mal 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Minning Ólafur Jóhannesson Á kveðjustund verða aðrir til þess að rekja æviatriði Ólafs Jó- hannessonar, langan lærdómsferil og afskipti hans af stjórnmálum í heild. Þess vegna verður hér aðeins staðnæmst við fáein atriði. íslenskir sósíalistar hafa átt full- trúa í fimm ríkisstjórnum frá stofn- un lýðveldis og frá stofnun Sósía- listaflokksins og Alþýðubanda- lagsins: Fyrst í nýsköpunarstjóm- inni undir forystu Ólafs Thors, þá í vinstristjóminni 1956-1958 undir forystu Hermanns Jónassonar; í 'vinstristjórninni 1971-1974 undir forystu Ólafs Jóhannessonar, þá í ríkisstjóminni 1978-1979, aftur undir forystu Ólafs og loks í ríkis- stjórn Gunnars Thoroddsen 1980- 1983. Það væri fróðlegt að taka saman ritgerð um það sem var þessum stjórnum sameiginlegt og hvað það var sem skildi þær að. Sameigin- legu þættimir em þó fróðlegastir, ekki síst vegna þess að stamstarfs- aðilarnir voru mismunandi skoð- unar um gmndvallaratriði þjóð- mála og kannski liggur fátt í augum uppi sem sameinar þessar stjómir. Með því að rekja þessa sameigin- legu þætti má hins vegar glöggt sjá hvernig sósíalistar beittu áhrifum sínum í þessum fjómm ríkisstjórn- um þó þær væm hver með sínum hætti og þó að verkefnin væru æði ólík og vinnuaðstaða mjög mis- munandi. Ríkisstjómin 1971 fylgdi þeirri grundvailarstefnu að auka verð- mætasköpun þjóðarbúsins með út- færslu landhelginnar og átaki alls staðar í atvinnumálum. Jafnframt var það stefna stjómarinnar að tryggja launafólki fullan hlut þeirrar verðmætaaukningar sem þá varð til. Þá batnaði kaupmáttur launa um 20% og margvíslegar fé- lagslegar ráðstafanir vörðuðu leiðina í átt til aukins jafnréttis í samfélaginu. Ríkisstjórninni 1974-1978 tókst ekki að eyðileggja þessar niður- stöður vegna þess að verkalýðs- hreyfingin veitti henni öflugt að- hald. Þegar kosningarnar 1978 vom um garð gengnar hlaut það að koma í hlut Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins að skipa full- trúa í ríkisstjórn. Ólafur Jóhannes- son nefndi þá þann möguleika op- inberlega að þessir tveir flokkar mynduðu minnihlutastjóm. Það leist okkur flestum illa á, en ég hygg að sú niðurstaða hafi verið mistök. Þá átti að láta reyna á myndun slíkrar samstjórnar og taka boði Ólafs Jóhannessonar. Það var ekki gert, en í staðinn mynduð ríkisstjórn þessara tveggja flokka undir forystu Ólafs. Sú stjórn stóð aðeins skamma stund og um hana léku sviptivindar. Hún hafði það meginverkefni að vernda kjörin eins og um þau hafði verið samið 1977 og 1978. Það gerði hún að öðm leyti en því að sett vom lög í mars 1979 sem skertu verðbætur á laun á þriggja mánaða fresti, Ólafs- lög vom þau og eru nefnd. Ríkisstjómin 1980-1983 hafði einnig það verkefni að halda utan um kjörin og það tókst í megin- atriðum þrátt fyrir vemlegt fall þjóðartekna, minnkandi þjóðar- framleiðslu og mikla verðbólgu. Það má því segja að á fyrri hluta þessa tímabils - eftir 1970 - hafi verið lagður gmndvöllur að vel- ferðarþjóðfélagi betri lífskjara með aukinni framleiðslu og bætt- um hlut launamanna í þjóðarfram- leiðslunni. Á síðari hluta þessa tímabils beitti Alþýðubandalagið sér fyrir því að verja þennan hlut. Það tókst þar til ríkisstjóm Stein- gríms Hermannssonar var mynd- uð. Þær tvær stjórnir sem vom undir forystu Ólafs Jóhannessonar vom umdeildar og afturhaldið gerði út allan áróðursflota sinn til þess að Fœddurl. mars 1913 — Dáinn 20. maíl984 granda þessum stjórnum. Enda fór svo undir lokin að þær liðuðust í sundur vegna átaka innan þeirra. Fyrst, vorið 1974, vom það Samtök frjálslyndra og vinstri manna sem bmgðust stjóminni - nema Magn- ús Torfi - og þar með hafði stjórnin misst meirihluta sinn. Aiþýðu- bandalagið stóð að ákvörðun um þingrof í framhaldi af því. Síðan var það Alþýðuflokkurinn sem rauf stjórnina 1979. Enn hélt Alþýðubandalagið þátttöku sinni í stjórninni til síðustu stundar. Þannig urðum við samferða við stjórnarslitin Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkurinn þó mikið beri nú á milli þessara flokka. Mætti mörgum verða það nokkurt umhugsunarefni hvað hafi breyst síðan sem skilur þessa flokka að með afgerandi hætti. Ég ætla að minnast hér á fáein atvik úr samskiptum okkar Ólafs sem ég tel vert að halda til haga nú á kveðjustund. Fyrst deiluna um Ólafslög. Ekki dettur mér í hug að draga fjöður yfir það að þá var ég mjög ósáttur við vinnubrögð Ólafs Jóhannes- sonar. Þrátt fyrir harðar deilur op- inberlega tókst að ná saman um þessi lög að síðustu. Við Hjörleifur lögðum þá fyrir forsætisráðherrann tillögur um breytingar á frumvarp- inu í einstökum atriðum. Þeim til- lögum tók Ólafur mjög vel og þær urðu síðan sá samkomulagsgrund- völlur sem bjargaði stjórninni í bili. Hins vegar verður að segja hverja sögu eins og hún gekk: Eftir lotuna um lögin var stjómin lítt starfhæf og henni tókst ekki að ná tökum á verkefnum sínum þegar olíukreppan mikla skall yfir sem tvöfaldaði innflutningsverð á olíu. I síðustu ríkisstjórn deildum við Ólafur oft hart um utanríkismál. Hann virti hins vegar það sam- komulag sem gert var milli stjórn- arflokkanna að því er varðaði meiriháttar framkvæmdir í her- stöðinni. Þess vegna var ekki byrj- að á flugstöðvarbyggingunni í tíð þeirrar ríkisstjórnar. Þá leyfði Ólafur ekki undirbúning fram- kvæmda í Helguvík fyrr en eftir að stjórnin hafði sagt af sér. Vegna mótmæla okkar við byggingu nýrra flugskýla voru þær framkvæmdir ekki settar af stað eins og áformað hafði verið. Ég þekkti Ólaf ekkert áður en við lentum í sömu ríkisstjórninni haustið 1978. Þess vegna lagði ég mig fram um að samningar okkar í milli væru skýrir og ótvíræðir þann- ig að ekkert færi á milli mála. Þeir samningar héldu. Við fráfall stjórnmálamanns hygg ég að slíkt séu kannski betri eftirmæli en flest annað. Ólafur Jóhannesson var svo virkur þátttakandi í íslenskum stjórnmálum ailt til dauðadags að daginn áður en hann dó voru orð hans og gjörðir til umræðu á Al- þingi Islendinga vegna umræðna um skýrslu utanríkisráðherra. Þess vegna brá okkur svo í brún þegar tilkynnt var á sunnudagsmorgni að hann væri fallinn. Við hjónin kynntumst Dóru Guðbjartsdóttur konu Ólafs á þessum árum sem við Ólafur áttum saman súrt og sætt. Það var gott að kynnast Dóru. Hún var og er traust, heilsteypt. Hún hefur sínar skoðanir á mönnum og málefnum og lætur fátt hagga sér. Dóra er stjórnmálamaður sem hefur vafa- laust haft mikil áhrif á liðnum árum, meiri en flestir geta gert sér í hugarlund. Ég votta Dóru og dætrum þeirra, tengdasyni og barnabörnum, okk- ar samúð nú þegar Ólafur Jóhann- esson er borinn til grafar. Svavar Gestsson Ólafur Jóhannesson alþingis- maður og fyrrverandi forsætisráð- herra andaðist aðfaranótt sunnu- dagsins 20. maí sl.. Útför hans er gerð í dag. Með Ólafi Jóhannessyni er fallinn frá einn aðsópsmesti og litríkasti stjómmálaforingi síðari áratuga. Ólafur Jóhannesson var Fljóta- maður, fæddur 1. mars 1913 að Stóra Holti í Fljótum. Foreldrar hans vora Jóhannes Friðbjarnar- son bóndi þar og kennari og Krist- rún Jónsdóttir kona hans. Ólafur gekk menntaveginn, lauk stúdents- prófi frá MA og lögfræðiprófi frá Háskóla íslands 1939. Eftir að hafa stundað málflutning og framhalds- nám um skeið í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn var hann skipað- ur prófessor í lögum við Háskóla íslands 1947 og gegndi því embætti í 24 ár eða þar til hann varð forsæt- isráðherra 1971. Ólafur Jóhannesson var virtur og vel metinn sem háskólakennari, jafnt af nemendum sem samstarfs- mönnum. Sérgrein hans var stjórnarfars- og stjórnskipunar- réttur og um þau efni skrifaði hann vönduð fræðirit, sem út komu 1955 og 1960. Ólafur gekk undur til liðs yið Framsóknarflokkinn og var snemma valinn til margháttaðra trúnaðarstarfa. í kosningunum 1956 var hann valinn í annað sæti á lista framsóknarmanna í Skaga- firði, næstur á eftir Steingrími Steinþórssyni, fyrrv. forsætisráð- herra og varð þá varamaður hans á þingi. I kosningunum 1959 tók hann sæti Steingríms, sem þá lét af þingmennsku, og var síðan þing- maður Skagfirðinga og Norður- lands vestra í tvo áratugi. Ég kynntist Ólafi Jóhannessyni fyrst í kosningunum 1963 og áttum við síðan mikil samskipti sem mót- frambjóðendur og þingmennn úr sama kjördæmi og lengi sem for- menn flokka okkar og samráðherr- ar. En hann var líka kennari minn í háskóla fyrstu fjögur árin, sem ég sat á þingi. Ólafur var fremur dulur maður. Hann var sóknharður andstæðing- ur, þegar hann vildi það við hafa, sem ekki var oft. Hann var ávallt rökfastur í málflutningi. Persónu- leg áreitni var honum víðs fjarri. En þegar á reyndi duldist engum, að hann var skapmaður mikill. Glettni var honum eðlislæg og vafalaust er það einmitt hinn hýri svipur, þetta óræða bros sem þjóð- in þekkti svo vel og festist betur en flest annað í minni manna um þennan trausta og sterka stjórnmálamann. Á sjötta áratugnum stóð afar tví- sýn barátta milli Framsóknar- flokksins og okkar alþýðubanda- lagsmanna um fimmta þingsætið á Norðurlandi vestra. Framan af höfðu framsóknarmenn sigur með fárra atkvæða mun en 1971 létu þeir undan síga og hafa síðan feng- ið tvo þingmenn í stað þriggja áður. Þetta er rifjað upp til vitnis um, að marga hildi háðum við, en þó minnist ég þess ekki, að per- sónulegt styggðaryrði félli okkar í milli á þessum ótalmörgu fram- boðsfundum í tuttugu ár. Þegar meiri hluti Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks féll í kosningunum 1971 var Ólafi Jóhannessyni falin stjómarmyndun, Enginn skyldi ætla, að myndun þessarar stjómar, sem markaði mikil tímamót, hafi komið eins og af sjálfu sér. Við vorum heldur svartsýnir fyrstu vik- umar, enda vom Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna tvístígandi lengi vel. Þarna reyndi í fyrsta sinn á Olaf sem stjórnmálaleiðtoga, en honum tókst með þrautseigju og nokkram klókindum að sameina sundurleit öfl - með góðra manna hjálp. Það er söguleg staðreynd, að Ólafur átti mikinn þátt í því, að ákveðið var í stjórnarsáttmála að vísa bandaríska hemum af landi brott í áföngum. Hins vegar var flokkur hans þverklofinn í þessu máli og stjórnarandstaðan mjög grimm á móti. Sömu dagana og undirskriftasöfnun Varins lands lauk, tókst samkomulag í ríkis- stjórninni um framkvæmd þessa stefnumiðs. En deilur um efna- hagsmál sprengdu stjórnina fáum vikum síðar. Ég met það mjög við Ólaf, að hann átti mikla samleið með okkur vinstrimönnum og átti það oft til að taka róttæka afstöðu til mála. Eng- inn íslenskur forsætisráðherra hef- ur messað af slíkum krafti yfir sendinefnd frá NATÓ eins og Framhald á bls. 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.