Þjóðviljinn - 29.05.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.05.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐyiLJINN ÞriSjudagur 29. maí 1984 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvœmdastjóri: Guörún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir.Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, ólafur Gíslason, Oskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utltt og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Sfmavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir og Aöalbjörg Óskarsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bflstjóri: ólöf Sigurðardóttir. Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Ólafur Jóhannesson Síðan ísland varð lýðveldi hafa setið hér á landi þrjár ríkisstjórnir sem báru heitið vinstristjórnir. Alþýðu- bandalagið hefur átt aðild að þeim öllum. Ólafur Jó- hannesson veitti tveimur forystu. Þessar staðreyndir sýna að ferill Ólafs Jóhannessonar er á margvíslegan hátt tengdur sögu íslenskrar vinstri hreyfingar og mati á stefnu og störfum Alþýðubandalagsins. Enginn annar maður úr öðrum stjórnmálaflokki hefur jafnlengi á síðari áratugum haft svo fjölþætt áhrif á viðfangsefni og valdaferil Alþýðubandalagsins. Ólafur Jóhannesson var í senri áhrifamikill sam- starfsmaður og þróttmikill andstæðingur. Orð hans og gerðir munu um langan aldur verða viðfangsefni þeirra sem áhuga hafa á að skilja sögu okkar tíma. Þar er mikill efniviður í flóknar umræður og dómar manna munu efalaust verða misjafnir. Þó er ljóst að fjórir máiaflokkar eru umfangsmestir þegar samskipti Olafs Jóhannessonar og Alþýðubandalagsins og Þjóðviljans koma til skoðunar. í tveimur þeirra markaði árangur- inn þáttaskil í sögu íslendinga. í hinum setti ágreining- ur afdrifarík svipmót á samskiptin. Útfærsla landhelginnar í 50 mílur og glíman við að svipta burtu þeim samningsbundnu fjötrum sem Við- reisnarstjórnin hafði bundið þessa sjálfstæðisbaráttu íslendinga bar glæsilegan árangur vegna þess samstarfs sem efnt var til í fyrstu ríkisstjórninni sem Ólafur Jó- hannesson myndaði. Sú barátta verður ætíð meðal glæsilegustu kaflanna í sögunni um efnahagslega lífs- glímu þjóðarinnar á þeim tíma sem liðinn er síðan Islendingar fengu stjórnarfarslegan rétt til sjálfstæðis. Á sömu árum var hafin myndarleg uppbygging at- vinnulífs um allt land, en áður hafði fólksflóttinn frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins verið höfuð- einkenni þjóðfélagsþróunarinnar. Með djörfum til- lögum og samhentum pólitískum vilja hófst endurreisn og ný sókn í öllum landshlutum. Fólkið fékk trú á framtíðina og flóttinn úr heimabyggðum var stöðvaður. Landhelgismálið og atvinnuuppbygging landsbyggð- arinnar voru tvímælalaust mikilvægustu sporin sem skópu heillavænlegan árangur af samstarfi Ólafs Jó- hannessonar og Alþýðubandalagsins. Á tveimur öðr- um sviðum báru örlögin í sér andstæður: í kjaramálum launafólks og í utanríkismálum. Sá ágreiningur kom auðvitað ekki á óvart, en hann varð á köflum ærið fyrirferðarmikill. Slíkur var styrkur Ólafs Jóhannes- sonar að þegar hann skipaði sér undir merki annarrar skoðunar en forystumenn Alþýðubandalagsins fylgdu fram, þá hurfu aðrir forystumenn Framsóknarflokksins og leiðtogar annarra flokka í skuggann. Þá tókust Al- þýðubandalagið og Ólafur Jóhannesson á um úrslit mála. Aðrir voru áhorfendur. Ágreiningurinn um kjaramálin og stefnuna í sam- skiptum íslendinga við bandaríska herinn var afdrifarík orsök að uppflosnun allra þeirra ríkisstjórna sem Al- þýðubandalagið átti aðild að og Ólafur Jóhannesson sat í einnig. Sagnfræðingar munu svo lengi sem áhugi verð- ur á ríkisstjórnum Olafs Jóhannessonar og ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen rannsaka gaumgæfilega öll sam- skipti Alþýðubandalagsins og Ólafs á þessum ág- reiningssviðum. Þar var oft mikið í húfi og niðurstöður urðu forsendur vatnaskila. Ólafur Jóhannesson var ásamt Hermanni Jónassyni og Eysteini Jónssyni áhrifaríkur leiðtogi Framsóknar- flokksins. Hann var ásamt Bjarna Benediktssyni og Gunnari Thoroddsen virtastur fræðimanna í íslenskum stjórnlagarétti. Hann var í fremstu röð forystumanna þjóðarinnar. Ólafur Jóhannesson markaði djúp spor í sögu íslend- inga. klippt ViÖ vondan draum Höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins hefur vaknað upp við vondan draum. Hann fór á dögunum á fimm ára afmælis- hátíð Félags frjálshyggjumanna og hlustaði þar m.a.' á Indriða G. Þorsteinsson halda erindi. í því erindi verður bréfritari fyrir svo- felldri reynslu: „í erindi Indriða G. Þorsteins- sonar rithöfundar var m.a. bent á, hvemig kommúnistar hafa reynt að breyta grundvallarboð- skap í skáldsögu Georges Orw- ells, 1984, á þann hátt, að skáld- sagan fjalli ekki um alræði kommúnismans heldur tölvusk- ermabyltingu í vestrænum lýðr- æðisrikjum. Á þessu hefur mjög borið upp á síðkastið eins og þeir vita sem best hafa fylgst með fjöl- miðlum“. Og fylgja svo varnarorð nokk- ur um að menn eigi að vera vel á verði fyrir þessum fölsunartil- hneigingum kommanna sem ekk- ert geti séð í friði, ekki einu sinni blessaðar bókmenntimar. Þetta er reyndar dálftið spaugi- legt. Ekkert að óttast Þetta er reyndar dálítið spaugi- legt. Nú mætti reyndar byrja á því að hugga Reykjavíkurbréfritara í hans öngum. Ekki er vitað til þess, að nokkur hafi í alvöru reynt að slíta í sundur skáldsögu Orwells 1984 og alræði Stalíns karlsins. Fyrirmyndin er augljós, og Trotskí er mættur til leiks og hreinsanimar og sögufalsanirnar sem fylgja því, að skipt er um bandamenn í stríðinu eilífa og þar fram eftir götum-. En þar með er ekki öll sagan sögð. Bandarískur maður, sem vann í sendiráði lands síns í Moskvu árið 1949 og las þá 1984 nýút- komna segir í fróðlegri grein í bókinni,, 1984 revisited", að Moskva á þeim tíma hafi svo sannarlega líkst andrúmslofti skáldsögunnar - aftur á móti sé Moskva á því herrans ári 1984 fjær skáldsögunni en sama borg var fyrir 35 ámm eða svo. Sem betur fer reyndist saga Orwells ekki framtíðarsýn í bókstaflegum skilningi, heldur merkileg við- vömn. Stóri Bróðir er dýrateg- und sem er heldur á faralds fæti og á kannski einna helst heima í Norður Kóreu nú um stundir. Margir þrœðir Skáldsagan 1984 heldur áhuga manna áfram, ekki vegna þess að þjóðfélagið, sem þar er lýst, verði nokkm sinni til. Heldur vegna þess að þar er fjallað um svo marga strauma í samfélagsþróun okkar aldar sem ískyggilegir em: bæði þá sem eiga sér farveg í lög- regluríki, ritskoðun og ótta við strangar refsingar, og svo þeim sem lúta að miklu innrætingar- valdi sem á sína möguleika m.a. í þróun fjölmiðla og upplýsingak- erfa margskonar. Allt þetta hafði Orwell í huga ásamt með þeim einræðishermm sem settu svip á hans tíma. Ef menn blaða í grein- um, sem George Orwell skrifar allt frá því Hitler kemst til valda og til dauðadags, þá má sjá það greinilega úr hve mörgum þáttum hin neikvæða framtíðarsýn hans er unnin. Hann hefur hreinsanir í Moskvu og fréttafalsanir frá Spáni, í huga, hann hefur griða- sáttmála Hitlers og Stalíns og tískusveiflur í valddýrkun enskra menntamanna undir, hann hefur áhyggjur af lágkúm og hávaða út- varpsins og spillingu enskrar tungu. Og þegar hann er að lýsa öreigunum í framtíðarrikinu horfir hann í kringum sig: Sjálfur tók hann upp á því á kreppuámn- um að leggjast út meðal útigangs- fólks í eigin landi, upplifa stétt- askiptingu þá sem honum var alla tíð þyrnir í augum. Skúldfœr áminningu Orwell sagði einu sinni um Dickens: Það er reynandi að stela honum. Og það sama sýnist mörgum um Orwell sjálfan. Óneitanlega er það dálítið skrýt- ið að Félag frjálshyggjumanna reynir að skipa honum á bekk með Hayek, Friedman og því fólki. Því George Orwell var sós- íalisti, sósíalisti af því tagi að hann treysti sterku miðstjómar- valdi ekki til neinna góðra hluta, sósíalisti með stjórnleysishneigð- um, sem óttaðist að heimurinn allur væri á leið inn í fámenni- svald, sem yrði hvorki sósíalískt né kapítalískt. En Reykjavíkurbréfið er líka spaugilegt vegna þess, að Matthí- as Johannessen orti um daginn Afríkuljóð í Lesbók sína: þar tvinnar hann einmitt saman ívitn- un í Orwell um útþurrkun fortíð- arinnar og áhyggjur af tækni- legum fjölmiðlayfirgangi sem þurrkar út þjóðaeinkenni Fijibúa og Eþíopa. Höfundur Reykjavík- urbréfsins hefur nú heyrt frá Ind- riða G. að þessi tengsli séu vinstrivilla og hefur ákveðið að gefa skáldinu nokkra ráðningu. -ób og skorið Einkunnagjöf DV Fyrir norðan er komin sól og blíða og þó sumar þykist líka hafa - numið land syðra, þá þráast samt vætan við að hverra en hangir í gervi skýja milli okkar og sólu. Samt er að koma sumar, og próf- avertíðin, sem nú er að ljúka, er dæmi um það. Kannski það hafi verið þessvegna sem Dagfari í D V steypti yfir sig kufli prófdóm- ara í gær og gaf ráðherrunum í þessari guðsvoluðu rikisstjóm okkar einkunnir harðar. Þar sagði meðal annars: Albert Guðmundsson hefur hótað að fara úr landi af hollustu við tík sína Lucy af því að hann er á móti lögum um hundabann en heimtar söluskatt og vörugjald á afurðir Mjólkursamsölunnar af því aðhann vill fara að lögum. Sami Albert er á móti auknum erlendum lántökum og er líka á móti götum á fjárlögum sem hann ber ábyrgð á. Og af því að hann er meir á móti götunum en lántökunum samþykkir hann að sjálfsögðu lántökumar, sam- kvæmt yfirlýsingum sínum um „að hann sé ekki þekktur fyrir að standa ekki við orð sín“. Og asnaeyrun Ekki fengu aðrir ráðherrar gæfulegri meðferð en Albert hundamálaráðherra: Ragnhildur menntamálaráð- herra hefur stokkað upp ráðu- neyti sitt með því að skipa að- stoðarráðherra sinn sem skrif- stofustjóra og hún hefur hrist upp í háskólanum með því að skipa svila sinn sem dósent í fagi sem hann er ekki fær um að gegna. Jón landbúnaðarráðherrra Helgason hefur staðið vörð um landbúnaðareinokunina og hefur ákveðið að beita sér fyrir að flytja inn óætar kartöflur frekar en ætar. Alexander félagsmálaráðherra hefur dregið ungt og húsnæðis- laust fólk á asnaeymnum, sam- kvæmt þeirri reglu að óvinsældir af sviknum Ioforðum séu aðals- merki góðra stjómmálamanna. Að öðmm ráðherrum segir lítið, nema hvað Geir er í Banda- ríkjunum á vegum Hafskips og Eimskips. Manni dettur nú helst í hug að Alþýðublaðið sé búið að setja á stofn vísi að fimmtu herdeild á DV þegar maður les þetta skemmtilega dagfaraguðspjall.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.