Þjóðviljinn - 29.05.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.05.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. maí 1984 Gar&ar Cortes tekur laglð fyrir þá Sigmar B. Hauksson formann stjórnar Llstahátíðar og Krlstinn Ragnarsson arkitekt sem sér um skreytingar á Laugardalshöllinnl. Garðar verður seremóníumeistari og ætlar m.a. að láta þann gamla draum slnn rætast að syngja nokkur dægurlög. ( baksýn er barinn í smíðum. Ljósm.: Loftur. Stórdansleikur við opnun Listahátíðar: Sinfónían leikur dægurlög Listahátíð verður opnuð með pomp og pragt á föstudagskvöld með stórfenglegum dansleik í Laugardalshöll. Sermónfumeistari verður Garðar Cortes óperusöngv- ari og sagði hann á blaðamanna- fundi I gær að hann ætlaði að láta „Við undirritaðir fslenskir rfkis- borgarar skorum á sovésk stjórnvöld að leysa nóbelsverð- launahafann Andrei Sakharov og eiginkonu hans, Yelenu Bonner, úr einangrun f borginni Gorkhy og veita þeim frelsi án tafar tU að leita sér Iffs og lækninga á Vestur- iöndum.“ Þannig hljóðar texti undirskrift- askjals sem nú er hafin dreifing á í Reykjavík og nágrenni. Að henni stendur fimm manna undirbún- ingsnefnd og sögðu tveir þeirra, Ámi Sigfússon, framkvæmdastjóri og Ólafur ísleifsson, hagfræðingur í samtali við Þjóðviljann að þeir hefðu hvarvetna hlotið góðar við- tökur. Listamir em nú á leið út í gamla ósk rætast og syngja dægur- lög á dansleiknum við undirleik trí- ós Magnúsar Ingimarssonar. Með- al annarra skemmtiatriða verða tvær svítur af vinsælum dægur- lögum frá árunum 1964-1984 sem Sinfóníuhljómsveit íslands Ieikur ýmis fyrirtæki og stofnanir en einn- ig gefst fólki kostur á að skrifa undir við stórmarkaði í borginni þegar nær dregur helgi. I fréttatilkynningu sem nefndin hefur sent frá sér em síðustu fregn- ir af Sakharov-hjónunum raktar, en 7. maí s.l. var Andrei Sakharov fluttur af heimili sínu eftir að hafa verið í 5 daga hungurverkfalli. Vildi hann þannig undirstrika ósk þeirra hjóna um brottfararleyfi fyrir Yelenu frá Sovétríkjunum, en hún þjáist af hjartasjúkdómi. Heilsu þeirra hjóna hefur hrakað mjög að undanfömu og er nú svo komið að margir óttast um líf þeirra. en nemendur Tónlistarskólans hafa j útsett. Verður þar allt frá Gvendi á Eyrinni til Stórra stráka Bubba Morthens. Samkoman hefst með veitingum klukkan 20 en kl. 21 verður gert hlé á þeim og hefst þá samfelld dag- skrá. Sinfóníuhljómsveitin leikur þá hátíðarmars eftir Pál ísólfsson en Ragnhildur Helgadóttir setur Listahátíð. Auk þess sem fyrr er nefnt koma fram tveir útlendir hópar. Það em annars vegar Morse Mime Theatre, látbragðslistamenn sem hafa orðið geysivinsælir víða um lönd fyrir kúnstir sínar og Bobs Keer’s Whoopee Band sem segjast vera þriðju skemmtilegustu menn- irnir á Bretlandi og eru svolítið í stfl við Spike Jones. Þá leikur Big Band FÍH dixielandtónlist og ís- lenski dansflokkurinn kemur fram. Hann mun m.a. bjóða ýmsum ráðamönnum þjóðarinar upp í dans. Á miðnætti hefst svo almennur danleikur og mun danshljómsveit Gunnars Þórðarsonar leika fyrir dansi. Mikill viðbúnaður er í Höll- inni og hefur Kristinn Ragnarsson arkitekt umsjón með skreytingum. Boðið verður upp á japanska rétt- inn Sashimi og svo vínveitingar sem verða við 40 metra langt borð. Miðar á þessa miklu hátíð kosta 400 krónur og fást í Gimli, Vöru- markaðnum á Seltjarnarnesi og Miklagarði. -GFr Undirskriftasöfnun hafin: Frelsið Sak- harov-hjónin Leikfélag Selfyssinga á alþjóðlegri leiklistarhátíð á írlandi: Selfyssingar slá í gegn með Jörund „Það er sannarlega hægt að segja að Selfyssingar og Jörundur hafi slegið í gegn hér á írlandi. Þakið ætlaði bókstaflega að rifna af hús- inu í gærkvöldi í fagnaðarlátunum, þegar sýningunni lauk“, sagði Rún- ar Ármann Arthúrsson, fréttaritari Þjóðviljans þegar við náðum sam- bandi við hann í gær í Dundalk á írlandi, en þar tekur leikfélag Sel- foss þátt í alþjóðlegri leiklistarhátíð áhugaleikara. Eins og fram hefur komið í fréttum leika Selfyssingar verk Jónasar Árnasonar „Þið mun- ið hann Jörund“ á ensku og nefnist verið í þýðingu , Jokers and Kings“. Verkið var leikið á Selfossi í vetur en nú hafa allir Ieikendur lagt það á sig að læra rullurnar sínar á ensku, - einnig þeir sem aldrei hafa lært ensku. „Þau stóöu sig frábærlega vel og nú er búið að panta þau til að troða upp á laugardagskvöldið með söngva úr verkinu. Það er óhætt að segja að þetta sé glæsilegur loka- þáttur á margvíslegum skemmtunum í tilefni af sextugsaf- mæli Jónasar og af því að í dag (28. maí) lýkur 60. aldursári hans send- um við öll hér á írlandi honum bestu kveðjur og hamingjuóskir,“ sagði Rúnar ennfremur. Níu leikrit verða sýnd á leiklist- arhátíðinni frá ýmsum löndum, en Fyrirlestur í Norræna: Sigurgelr Hllmar í hlutverki Jörund- ar hundadagakonungs ó æflngu skömmu áður en lagt var af stað til Dundalk ó (rlandi, sem heltlr reyndar Dhun Dealgan ó gelisku. þess má geta að Skjaldhamrar Jón- asar voru sýndir þarna fyrir 6 árum og tóku nokkrir íslenskir leikarar þátt í þeirri sýningu. Einar Bene- diktsson sendiherra íslendinga á írlandi kom til Dundalk í tilefini af frumsýningunni og var hann boð- inn sérstaklega velkominn í upp- hafi sýningarinnar. í lok hátíðar- innar verður tilnefnd besta sýning hátíðarinnar, en íslendingamir koma svo heim 4. júní. Leikstjóri sýningarinnar er Viðar Eggerts- son. þs Pétur M. Jónasson um Þingvallavatn í kvöld, þriðjudagínn 29. maí heldur Pétur M. Jónasson, prófess- or við V atnalíffræðideild Kaupmannahafnarháskóla fyrir- lestur í Norræna húsinu um hið sér- stæða lífríki Þingvallavatns og um- hvcrfi þess. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30 og mun Pétur sýna litskyggn- ur máli sínu til skýringar. Þjóðarhátíðarárið 1974 hóf Al- þingi og Vatnalíffræðideild Hafn- arháskóla með aðstoð HI rannsókn á Þingvaliavatni og stendur hún enn yfir. Pétur mun gera grein fyrir því hvflfk gersemi vatnið og um- hverfi þess er á alþjóðlegan mæli- kvarða, en hann setti m.a. fram í haust ákveðnar skoðanir á byggð umhverfls vatnið, sumarbústöðum og mengun frá þeim. Fyrirlesturinn er opinn öllum meðan húsrúm leyflr. Þjóðviljinn ræðir við Hjörleif Guttormsson um álmálið Alusuisse herðir að snörunni Báðir aðilar eru fallnir á tíma en hvorum skyldi það vera í hag? Rfldsstjórnin er ársgömul og jafniengi hafa staðið yfir samn- ingaviðræður á vegum nýrra valdhafa við Alusuisse. Þann 25. maí sl. lauk enn einum viðræðufundi samninganefndar rflds- stjórnarinnar og Alusuisse í Zurich án niðurstöðu. Af þessu tilefni sneri Þjóðviljinn sér til Hjörleifs Guttorms- sonar og spurði hann álits á stöðunni í þessum samningavið- ræðum. „Ótrúlega afrekið“ Stöðunni verður kannski best lýst með því að minna á, að í sept- ember 1983 gerði ríkisstjómin svokallað bráðabirgðasamkomu- lag við Alusuisse, sem gerði ráð fyrir að „samningviðræður yrðu leiddar til lykta fyrir 1. aprfl 1984“. Nú er komið tvo mánuði fram yfir umsaminn lokadag og ekkert bólar á samningum við auðhringinn. Formaður íslensku viðræðunefndarinnar, dr. Jó- hannes Nordal, er hættur að nefiia dagsetningar, þótt hinir ís- lensku samninganefndarmenn- imir Gunnar G. Schram og Guð- mundur G. Þórarinsson lýstu mikilli bjartsýni fyrir fundinn í Zurich á dögunum. Þann 23. júní n.k., 9 mánuðum eftir undirskrift bráðabirgða- samningsins sl. haust, getur Alus- uisse samkvæmt ákvæðum hans byrjað að hóta uppsögn á 3 mill „viðbótinni“ á raforkuverðið, sem þá var samið um og iðnaðar- ráðherra kallaði ótrúlegt afrek. Alusuisse getur sagt þessu „tíma- bundna viðbótarálagi” upp með þriggja mánaða fydrvara úr þessu og gildir þá gamla verðið 6.5 mill óbreytt samkvæmt aðal- samningum frá 1966 og 1975. Það er þessi staða sem ég líkti - við snöru um háls íslensku samn- inganefndarinnar við gerð bráða- birgðasamkomulagsins í sept- ember, og vegna þess hve Alusu- isse hefur tekist að draga þessar viðræður á langinn getur auðhringurinn nú farið að herða á snörunni. Hvar standa þeir menn sem eiga slíkt yfir höfði sér og telja sig hafa unnið afrek sem gagnaðilinn getur notað gegn þeim hvenær sem hann teiur sér það henta í stöðunni? Ég býst við að Alusu- isse beiti þessu vopni fyrst og fremst að tjaldabaki í bráð á með- an þeir leika sér að „vinum“ sín- um í íslensku samninganefndinni eins og köttur að mús. Alusuísse hefur því miður margt fleira uppi í erminni og sumt af því var skjalfest og undirritað 23. sept- ember sl. Alusuisse með umboð Ég nefni sem dæmi, að varð- andi raforkuverð til ísal er hvergi í bráðabirgðasamningum minnst á framleiflslukostnað raforku á íslandi sem viðmiðun. Þar er lýst gagnkvæmum áhuga á því að stækka álverið í Straumsvík „svo fljótt sem við verður komið“ og iðnaðarráð- heiTa þreytist ekki á því að ár- setja þá stækkun 1987-88 (fyrri hlutann sem kafiar á 600 gíga- vattstunda orku eða mestalla Blönduvirkjun) og nýlega bætti hann svo við síðari hlutanum fast og ákveðið 1990-91! Ríkisstjómin hefur þegar sam- þykkt fyrir sitt leyti að heimila Alusuisse að framselja allt að 50% af hlutafj áreign sinni í ísal til þriðja aðila, eins eða fleiri, og þannig er auðhrihgurinn orðinn umboflsaðili úti um heim fyrir ís- lenskar orkulindir og aðstöðu hérlendis. Það segir sína sögu um þetta atriði, þar sem áskilið er samþykkti Alþingis, að Sverrir Hermannsson áræddi ekki að sýna frumvarp þar að lútandi á Alþingi sl. vetur, þótt að hann hafi skuidbundið sig til þess gagnvart Alusuisse að leggja það fram strax í októbermánuði 1983. Blekið var ekki þomað á undir- skriftinni frá 23. september þegar Alusuisse tók að safna hönk upp í bakið á íslenskum ráðamönnum fyrir að standa ekki við samkomulagið! „Aðilarnir munu leitast við að ná endanlegu samkomulagi ekki síðar en hinn 1. aprfl 1984“, HJðrleifur Guttormsson: Hvar standa þeir menn sem elga slikt yfir höfðl sér og telja sig hafa unn- Ið afrek sem gagnaðllinn getur notað gegn þeim hvenær sem henn telur sór henta í stöðunnl? stendur þar, þannig að báðir eru fallnir á tíma. En hvorum skyldi sá dráttur vera í hag? Varla þarf Alusuisse að kvarta sem hefur hér samning um lægsta verð til álifln- aðar sem um getur í Vestur- Evrópu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.