Þjóðviljinn - 29.05.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 29.05.1984, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 29. maf 1984 'þJÓÐVILJINN - SÍÐA19" RUV 1 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á viritum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Marðar Ámasonar frá kvöld- inu áður. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Bjarnfriður Leósdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Afastrákur" eftir Ármann Kr. Einarsson Höfundur les (7). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.) 10.45 „Ljáðu mér eyra“ Málmfriður Sigurðar- dóttir á Jaðri sér um þáttinn (RÚVAK). 11.15 Við Pollinn. Gestur E. Jónasson velur og kynnir létta tónlist (RÚVAK). 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Frá útför Jóhannesar Ólafssonar fyrr- verandi forsætisráðherra í Dómkirkj- unni. Prestur: Séra Þórir Steþhensen. Org- anleikari: Marteinn H. Friðriksson. Dómkór- inn syngur. 14.30 Upptaktur - Guðmundur Benediktsson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 íslensk tónlist. Sigurður E. Garðarsson leikur á píanó eigið tónverk „Næturþey" / Manuela Wiesler leikur á flautu „( svart- hvrtu", tvær etýður eftir Hjálmar H. Ragnars- son / Rut L. Magnússon syngur fjögur söng- lög eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Jósef Magnússon, Pétur Þorvaldsson og Jónas Ingimundarson leika með á flautu, selló og píanó / Kammerkvintettinn í Malmö leikur „Næturljóö nr. 2“ eftir JónasTómasson yng- ri. 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Síðdegisvakan. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöfdfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn Stjómendur: Margrét Ól- afsdóttir og Jórunrt Sigurðardóttir. 20.00 Sagan: Flambardssetrið II. hluti, „Fiugið heillar" eftir K.M. Peyton. Silja Aðalsteinsdóttir les (6). 20.30 Ensk þjóðlög. 20.40 Kvöldvaka: a) Hugað í Hlín Jórunn Ól- afsdóttir frá Sörlastöðum les úr ársriti ís- lenskra kvenna. b) Framliðnir menn sækja skemmtanir. Úlfar K. Þorsteinsson les frá- sögn úr „Grimu hinni nýju". 21.10 Vomóttin Umsjón: Ágústa Bjömsdóttir. 21.45 Útvarpssagan: „Þúsund og ein nótt“ Steinunn Jóhannesdóttir les valdar sögur úr safninu i þýðingu Steingrims Thorsteins- sonar (19). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Thlbaud, Neveu og Granados - Þrir horfnlr snillingar. Kynnir: Knútur R. Magnússon. 23.45 Fréttir. Dagskráriok. RUV 2 10.00-12.00 Morgunbáttur. Stjórnendur: PáH Þorsteinsson, Asgeir Tómasson og Jón Ólafsson. 14.00-16.00 Vagg og velta. Stjómandi: Gísli Sveinn Loftsson. 16.00-17.00 Þjóðiagaþáttur. Stjómandi: Kristján Sigurjónsson. 17.00-18.00 Frístund. Stjómandi: Eðvarð Ingólfsson. RUV 19.35 Hnátumar 12. Litla hnátan hún Ótæti Breskur teiknimyndaflokkur. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. Sögumaður Edda Björgvinsdóttir. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýslngar og veður 20.35 Vlnir dýranna Kanadísk heimildamynd um trúflokk hindúa ( Norðvestur-lndlandi, sem öldum saman hefur lifað eftir boðorðum um vemdun náttúrunnar og alls sem lifs- anda dregur. Þýðandi og þulur Óskar Ingi- marsson. 21.15 Verðlr laganna Annar þáttur. Banda- riskur framhaldsmyndaflokkur um lögregl- ustörf í stórborg. Furillo lögreglufulttníi tekur upp vopnahléssamninga við bófaforingja í hverfinu vegna væntanlegrar forsetaheim- sóknar. Þýðandi Bogi Amar Finnbogason. 22.05 Ofbeldi gegn konum Umræðuþáttur um nauðgunarafbrot og meðferð nauðgun- armála. Einnig verður fjallað um ofbeldi gegn konum á heimilum en mál þessi hafa verið mjög á döfinni að undanfömu. Um- ræðum stýrir Ásdís J. Rafnar lögfræðingur. 22.55 Fréttir f dagskráríok fr Til barnavina á sjónvarpinu: Verið þrjósk eins og Bjarni Felixson Þórunn skrifar: Ég las það í Þjóðviljanum á fimmtudaginn (24. maí) að Bjami Felixson hafi haft það í gegn með þrjóskunni að íþrótta- fríkar landsins fá að sjá beina út- sendingu á laugardag með ein- hverjum fótboltaliðum. Nú vil ég ekki lasta íþróttir sér- staklega, því þær eru góðar og gildar til síns brúks. Það sem ég vil hins vegar mótmæla er það, að fámennum og býsna harðsnúnum hópi fólks hér á landi (sbr. Bjama Felixson) skuli haldast það uppi að fá næstum hvað sem beðið er um í sjónvarpið á meðan öðmm hópum er lítið sinnt. Þar hef ég sérstaklega í huga böm landsins, en þau eru æði mörg og er kom- inn tími til að sjónvarpsmenn átti sig á því. Ég tók mig til eftir þennan lest- ur með Bjama og taldi saman hvað sjónvarpið ver annars vegar til íþrótta og hins vegar til barna- efnis. Vikuna 21. maí til og með 27. maí sendi sjónvarpið út bamaefni í samtals 135 mínútur og er þá Húsið á sléttunni talið með, sem ætla má að yngstu bömin a.m.k. horfi lítið á. Iþrótt- ir taka 180 mínútur af dagskránni áður en þrjóskan í Bjarna kom til sögunnar, en með þrjóskunni gera þetta ekki undir 350 mínút- um. Ég held að flestir geti vel við unað. Nú vil ég beina orðum mínum BJaml Fetlxson haföl þaö maö þrjósk- unnl. Bein útsending á laugardag: Bjarni hafði þaðá þrjóskunni til bamavina á sjónvarpinu. Látið eins og þið hafið aldrei lært orðið „nein“ á þýsku og hafið ykkar í gegn. Mig misminnir áreiðanlega ekki þegar ég segi, að í skoðana- könnun meðal útvarps- og sjón- varpsáhorfenda og -hlustenda hafi komið fram, að innan við 10 prósent landsmanna fylgjast með íþróttaþáttum í þessum fjölmiðl- um. Bömin em langt ofan við 10 prósent þessa hóps og við skulum einnig minnast þess, að þau em jafnframt þakklátustu notendur fjölmiðla. Þórunn hvetur barnavlni á sjón- varplnu aö belta a&ferðum Bjarna Felixsonar tll a& fá melra barnaefni á skjáinn. Hvenær verður lokið við Hvalfjarðar- veginn? Lesandi hringdi og kvaðst vilja koma á framfæri þeirri fyrirspum til yfirvalda í vegamálum hvenær áætlað væri að ljúka við veginn fyrir Hval- fjörð. Lesandi sagðist aka mikið upp í Skorradal á sumrin, eins og fleiri, og mikilla úrbóta væri þörf á Hvalfjarðarveginum. Sjónvarp kl. 22.05: Ofbeldi gegn konum Ásdís J. Rafnar, lögfræðingur, stýrir umræðuþætti í sjónvarpinu í kvöld, er ber heitið Ofbeldi gegn konum. Þar mæta til leiks sérfróðir að- ilar um málið og ræða um nauðgunarafbrot og meðferð nauðgunarmála. Einnig verður þama fjallað um ofbeldi gegn konum á heimilum, en eins og kunnugt er hafa þessi mál verið mjög á döfinni að undanförnu. Ásdís J. Rafnar. Rás 2 kl. 14.00: Vaggað og velt Gísli Sveinn Loftsson heitir ungur maður, sem stjórnar þætti á Rás 2 á þriðjudögum. Þátturinn heitir Vagg og velta, eða á alheimsmálinu Rock ’n Roll. Þátturinn hefst kl. 14.00 og er tveggja klukku- stunda langur. bridge Alvarlegur galli við nýafstað- ið íslandsmót í tvímenning var, að engin útskrift af tölvugjöf fylgdi til spilara að hverri umferð lokinni, þannig að ansi verður nú erfitt að fjalla á nákvæman hátt um þetta landsmót. Guð- mundur Hermannsson var svo klókur að „næla“ sér í einu tölv- ugjöfina sem fyrir hendi er, þannig að umsjónarmenn þessa þáttar verða því að treysta á minnið. En skelfing verður það einhæft til lengdar. Bridgesambandið verður að sjá um að í framtíðinni sé hægt að fjalla um einstök landsmót í tvímenning á sem bestan máta, þannig að umsjónarmenn spil- adálka í blöðunum geti sinnt vinnu sinni á sem nákvæmast- an hátt (Best að rölta til Guð- mundar og fá Ijósrit.) Mörg ansi skemmtileg spil komu fyrir í þessu móti, svona í hæfilegum skömmtum einsog vera ber. Til dæmis þetta spil í 20. umferð: XXX Gxx ÁGxx Á10x Gxxx Áx XX xxx D9x G7xx KD109X Áxxx KDxxx KDxxx K8x N/S á hættu (áttum breytt). Við eitt borðið gengu sagnir þannig: Suður Vestur Noröur Austur 1 spaði 2 Iauf2 spaðar 3 lauf 3 hjörtu Pass3spaðar Pass 4spaðar Pass Pass 5 lauf Dobl Pass Pass Pass í A/V sátu Amar Geir Hinriks- son og Einar Valur Kristjánsson frá (safirði, hvergi hrasddir hjörs í þrá. Nú, félagi spilaði út spað- agosa, drepið á ás og litlu laufi spilað á kóng. Nú kom spaði frá sagnhafa, Suður drap á drottn- ingu og skipti yfir í hjarta. Norður tók á gosa og ás og spil- aði þriðja hjartanu sem sagn- hafi trompaði heima. Spaði trompaður í blindum og smár tígull að drottningu. Norður drap á ás og vömin hafði nú fengið fjóra slagi og tígulkóngur nokkuð sannaður sem fimmti slagur vamarinnar (Það gerir 500, sem erekki nóg, miðað við að 4 spaðar standa, sem gefur 620 á hættunni). Norður á nú um að velja ýms ar leiðir til að ná þessum auka- slag, spila laufi eða lágum tígli og neyða makker til að stinga upp kóng og láta hann spila í þrefalda eyðu, sem skapar trompslag hjá Norðri á gosann fjórða í laufi. f reynd spilaði Norður tígultíu, sem Vestur lét gosann á, Suður drap á kóng og spilaði meiri tígli. Þarmeð var sú saga öll. 500 til N/S gaf 1 stig (semi- botn) í stað þess að 700 hefðu gefið 22 stig af 22 mögulegum. Jamm, þetta eru daglegir við- burðir í tvímenning. Tikkanen Stríð væru með öllu óþörf ef þjóðfélagskerfi andstæðing- anna væru eins léleg og þau eru sögð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.