Þjóðviljinn - 29.05.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.05.1984, Blaðsíða 9
Þrigjudagur 29. mai 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Flskvlnnsluskóllnn starfar I lelguhúsnœ&l á 3 stöðum í Hafnarflr&i og elnnlg er kennt I Reykjavfk. Húsnæðisleysi að verða stórt vandamál Fiskvinnsluskólinn býr við óviðunandi aðstæður Undanfarin 10 ár hefur Fisk- vinnsluskólinn í Hafnarfirði út- skrifað nemendur sem í aukn- um mæli hafa tekið að sér stjórnunar- og eftirlitsstörf í fiskiðnaðinum. Auk þess hafa hundruð manna sótt ýmis nám- skeið skólans í fiskmati og öðr- um fiskvinnslugreinum og nú hefur hann einnig tekið að sér fræðslu fyrir nemendur Stýri- mannaskólans í Reykjavík um meðferð sjávarafla. Fyrstu nemendumir frá skólan- um sem fóru til starfa við fiskiðnað- inn fengu sumir nokkuð misjafnar móttökur. Fólk hélt að nú væm komnir einhverjir menntaðir spek- ingar sem ætluðu að ryðja til hliðar þeim reyndu og duglegu verk- stjóram sem fyrir voru við fiski- ðnaðinn. Þessi tortryggni hvarf þó fljótlega þegar í ljós kom að þetta unga fólk var fúst til að starfa við minna? Það getur verið vandasamt að taka ákvörðun ef engar frekari skýringar liggja fyrir, sérstaklega þar sem matsmaðurinn verður að huga að mörgum atriðum í einu hjá sama fiskinum. Matsmaðurinn get- ur því oft verið óákveðinn og niðurstöðurnar tilvilj unarkenndar. Það er því ljóst að ferskfiskmat eins og það hefur verið hér framkvæmt í aldarfjórðung er langt í frá að vera einfalt í framkvæmd. Ef vel á að takast þarf matsmaðurinn að vera í stöðugri þjálfun og hann þarf að geta samræmt sín vinnubrögð við aðra matsmenn. Annars er hætta á að niðurstöður hans breytist smátt og smátt í aðra hvora áttina, án þess að hann geri sér það ljóst. Óhjákvæmilegt að breyta um vinnubrögð Byrjað var á að safna nauðsyn- legum upplýsingum. Síðan var unnið ítarlega úr þeim og mótuðust þá hugmyndir um breyttar aðferðir við ferskfiskmat, sem ættu að gefa nákvæmari niðurstöður. í ljós kom að það vora aðallega fjögur atriði sem skiptu meginmáli, lykt af fisk- vöðvunum, los, blóð í þunnildum og litur vöðvans. Þessi fjögur atriði eru nánast óháð hverju öðra og þarf að athuga þau öll, sér í lagi, til að fá sem gleggsta mynd af heildargæðunum. Gerð var einföld lýsing fyrir hvert atriði, þannig að unnt var að gefa einkunn eða punkta eftir skemmdareinkenni. Ljóst var að ekki væri hægt að hlið hinna eldri og læra meira af þeirra reynslu, jafnframt því sem þeir miðluðu til þeirra sitthverju af sínum fræðum úr skólanum. Brátt myndaðist því gagnkvæmt traust og ágætis samvinna. Nú munu vera starfandi í fiskiðn- aðinum eða í tengslum við hann um 160 útskrifaðir fiskiðnaðarmenn, eða um 90% af því fólki sem skólinn hefur útskrifað og má það teljast með eindæmum hátt hlut- fall. Flest þeirra starfa sem verk- stjórar, en nokkur starfa við ýmis stjórnunar- og rannsóknarstörf og einnig við eftirlits- og matstörf. Á síðasta áratug hafa miklar breytingar orðið á vinnuháttum við fískiðnaðinn, sérstaklega þó í fryst- ihúsunum. Aukin áhersla hefur verið lögð á hagræðingu og nýtingu aflans og nú er mun betur fylgst með öllum þáttum vinnslunnar en áður fyrr. Auknar kröfur era nú gerðar um gæði íslenskra sjávaraf- urða. Þessum kröfum verður að taka upp þetta punktakerfi nema því aðeins að allir starfandi fersk- fiskmatsmenn sæktu námskeið, þar sem aðferðir þar að lútandi væru kenndar. Fiskvinnsluskólinn í Hafnarfirði stóð því fyrir slíkum námskeiðum í vetur í samráði við Framleiðslueftirlitið. Góður ár- angur náðist og þátttakendur tóku þessari nýju aðferð mjög vel. Til- raunamat hefur síðan stöðugt farið fram og mun verða haldið áfram. Reynslan af tilraununum lofar góður Reynslan af tilraunum frystihúss KEA á Dalvík og hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur er enn ekki fullkom- lega ljós, en það sem komið er lofar góðu. Starfsfólk virðist mjög ánægt og hefur sýnt málinu mikinn áhuga. Einnig hefur verið allgóð samvinna milli þessarra tveggja að- ila sem að tilraununum standa og hafa verkalýðsfélög og samtök vinnuveitenda lagt þessu máli lið. Þess má að lokum geta að nú í maí hefur staðið yfir endur- menntunarnámskeið fyrir fiskiðn- aðarmenn og verkstjóra í frystihús- um. Fjallaði fyrri helmingur nám- skeiðsins um rafeindabúnað og tölvuvinnslu fyrir frystihús og síðari helmingur m.a. um gæða- bónus og fiskmat eftir hinu nýja punktakerfi, einnig era þar kynntar nýjustu fiskvinnsluvélarn- ar og hefur þáttaka á námskeiðinu verið mjög góð. ss sinna með öllum tiltækum ráðum. Fræðsla og þjálfun vega þar mikið. Skólinn hefur ávallt lagt mikla áherslu á gæðaþáttinn. í því sam- bandi starfrækir hann margs konar námskeið t.d. í fiskmati og eftirliti fyrir ýmsa starfshópa í fiskiðnaðin- um. Á síðasta skólaári sóttu um 300 manns námskeið skólans, en sum þeirra vora haldin úti á lands- byggðinni. Fer því varla á milli mála að þýðing skólans er mikil fyrir fiskiðnaðinn. Erfitt er þó orðið að sinna þess- um fræðslustörfum svo vel sé, vegna ónógrar aðstöðu og þrengsla, og ekki komast allir í skólann sem sækja um, því aðeins er hægt að taka á móti um 20 ne- mendum svo vel sé, en þeir þyrftu að vera tvöfalt fleiri, ef fullnægja ætti eftirspurn. Skólinn starfar nú í leiguhúsnæði á þrem stöðum í Hafnarfirði og einnig fer kennsla fram í Reykjavík. Þrengsli eru mjög mikil og kennsluaðstaða óhentug. Um aukningu og meiri fjölbreytni í skólastarfinu er ekki um að ræða fyrr en húsakostur fyrir verklega kennslu hefur verið bætt- ur. í tvö ár í röð hafði Alþingi veitt fé til byggingaframkvæmda á nýju kennsluhúsnæði fyrir skólann. Teikningar af verknámshúsi í Hafnarfirði lágu fyrir síðast Iiðið vor og enn fremur útboðsgögn. Aðeins átti eftir að auglýsa eftir tilboðum í verkið en grænt ljós hef- ur ekki verið gefið í þeim efnum. í fjárlagaframvarpinu s.l. haust var ekki að finna staf um stofnkostnað handa Fiskvinnsluskólanum. Helstu samtök og stofnanir fiski- ðnaðarins hvöttu þá fjárveitingar- nefnd Alþingis til að leggja nægj- anlegt fé til byggingar verknáms- hússins, svo hægt yrði að gera það fokhelt. Voru þá samþykktar 10 milljónir króna til þessara fram- kvæmda í fjárlögum. Var þá óskað eftir að fram- kvæmdir gætu hafist, en ennþá hef- ur ekkert formlegt svar borist og má gera ráð fyrir að ráðamenn ætli ekki að heimila byggingu Fisk- vinnsluskólans á þessu ári. í vetur hefur komið í ljós að þörfin fyrir bætt húsnæði er mikil. Unnið hefur verið að því að bæta aðferðir við ferskfiskmat og í því sambandi hafa verið haldin nám- skeið. Ekki var hægt að halda þessi námskéið í húsakynnum skólans nema að raska mjög svo kennslu fyrir reglulega nemendur hans. Sem dæmi má nefna að síðan 1973 hefur skólinn kennt saltfiskverkun og mat á 13 mismun- andi stöðum og skreiðarmat á níu mismunandi stöðum. Oftast hefur þetta húsnæði verið afar lélet og ekki alltaf fullnægt lágmarkskröf- um um hreinlætisaðstöðu og búnað sem gera á um slíkt húsnæði. Þar sem nokkuð ljóst er að engar bætur verða á húsnæðismálum skólans á næstunni er líklegt að draga verði veralega úr fyrirhuguðu nám- skeiðahaldi og svo getur verið að takmarka verði eitthvað þann fjölda reglulegra nemenda sem hefja ætla nám næsta haust. Óhætt er að segja að þetta sé undarleg þróun þegar litið er á mikilvægi fiskvinnslunnar fyrir þjóðarbúið og hvað Fiskvinnsluskólinn gæti lagt þar af mörkum, væri vel að honum búið. 85 Bæjarritari Siglufjarðarkaupstaður vill ráða bæjarritara og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar veitir undirritaður ásamt fráfar- andi bæjarritara. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf þarf að senda undirrituðum fyrir 15. júní n.k. Bæjarstjórinn Siglufirði. STRÆTISVAGNAR m REYKJAVÍKUR Óska eftir að ráða 2 sumarafleysingamenn til starfa hjá þvottastöð S.V.R. við kvöld- og næturþjónustu. Meirapróf áskilið. Upplýsingar veitir yfirverkstjóri í síma 82533. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9,6. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16 mánudaginn 4. júní 1984. Félag járniðnaðarmanna Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 30. maí 1984, kl. 20 að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Frá 11. þingi M.S.Í. 3. Kjaramál. 4. önnur mál. Mætið vel og stundvísiega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna. Kennari í bútækni við búvísindadeild á Hvanneyri Ráða þarf tímabundið í starf kennara í bú- tækni við búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri. Umsóknir sendist skólastjóra Bændaskólans á Hvanneyri fyrir 20. júní n.k.. Landbúnaðarráðuneytið, 25. maí 1984. LAUSAR STÖÐUR Lausar eru til umsóknar kennarastöður við bændadeild Bændaskólans á Hvanneyri. Meðal kennslugreina eru jarðrækt, búfjár- rækt og raungreinar. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist ráðuneytinu fyrir 20. júní n.k. Landbúnaðarráðuneytið, 25. maí 1984. Notum ljós í auknum mæli Ji — í ryki, regni,þoku og sól. UMFHROAR RÁÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.