Þjóðviljinn - 29.05.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 29.05.1984, Blaðsíða 10
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. maí 1984 _________búsýsl Minna kaup= meiri skuldir Lánskjaravísitalan heldur áfram göngu sinni upp á viö, sem eöliiegt er, og verður kom- in í 885 stig í júní. Lánskjaravísi- talan samanstendur aö einum þriðja af vísitölu framfærslu- kostnaðar og tveimur þriðju af vísitölu byggingarkostnaðrog er reiknuð út mánaðarlega. Báðar vísitölurnar hækka jafnt og þétt og þar af leiðandi láns- kjaravísitalan einnig. Það er nokkuð algengur mis- skilningur hjá fólki að lánskjaravís- italan komi kaupinu eitthvað við. Það virðist halda, að ef kaup hækk- ar lítið, þá hljóti lánskjaravísitalan einnig að hækka lítið. Þetta er rangt. Lánskjaravísitalan er ekki miðuð við kaup heldur verðbólg- ustig í landinu og verðbólga er allnokkur í landinu. Kaup hefur hins vegar lítið lækkað. Því hijóta þeir sem skulda að lenda í erfið- leikum með greiðslur - þangað til kaup hækkar svo að það nái risi lánskjaravísitölunnar. Á meðfylgjandi línuriti má sjá hlutfallið á milli tekjutryggingar og lánskjaravísitölu frá því í mars á fyrra ári til júnímánaðar á þessu ári. Ef línan á þessu línuriti lægi alveg niðri við töluna 100 væri fullt samræmi á milli kaups og lánskjar- avísitölu, sem þýddi, að kaup fylgdi lánskjaravísitölunni. Ef lín- an fer yfir töluna 100 þýðir það, að kaup hefur dregist aftur úr láns- kjaravísitölunni - og það er einmitt það sem hefur gerst í tíð núverandi ríkisstjórnar og það í miklum mæli. Til að þeir sem skulda geti ráðið við sínar skuldbindingar (án þess að leggja á sig enn meiri aukavinnu) þarf kaupið að hækka verulega, eins og glöggt kemur fram á línurit- inu. Hlutfall lánskjaravísitölu og tekju- trygglngar frá mars 1983 tll júní 1984. Launafólk hefur orftlð aft taka á sig mlkla hækkun á skuldum mlft- aft við kaup ofan i stórfellt kjararán. n Tlllll ISLENSKA OPERAN ---1 1111 GAMLA BiÓ INGÓLFSSTRÆTI SÖNGPRÓFUN Árleg söngprófun íslensku óperunnar fer fram í Gamla bíói fimmtudaginn 31. maí, kl. 19.30. Vinsamlegast hafiö samband í síma 27033 (Kristín). íslenska óperan Frá Héraðsskólan- um á Laugarvatni Umsóknarfrestur um skólavist er til 30. júní. í skólanum eru 8. og 9. bekkur grunnskóla, fornám íþróttabraut og uppeldisbraut. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 99-6112 Geymsluhúsnæði óskast t.d. bílskúr. Upplýsingar gefur Jóhannes Harðarson, vinnusími 81333 og heimasími 73687. Skrifstofa Iðju Skrifstofa Iðju verður opin alla virka daga frá kl. 9-16 á tímabilinu frá 1. júní - 30. ágúst. Stjórn Iðju BÆKUR BLÖÐ þjóolög Laugavegi 17 S: 12040 Heimatilbúinn ís ísþykirallsstaðar fullboðlegureftirréttur, hvort sem er í heimahúsum eða á fínum veitingastöðum. Búsýslan kennir ykkur í dag að búa til góða rjómaísa, sem frysta má í hvaðafrystihólfi sem er, jafnt í ísskápshólfi semfrystikristu. Þettaeru mjög auðveldaruppskriftir sem allar eldabuskur eiga aðráðavið. Fjárhagslega borgar sig tæpast að búa til ís heima, en Búsýslan fullyrðir hins vegar að betri ís er varla til. Fyrsta uppskriftin hér á eftir er grunnuppskrift, sem þið getið síðan ieikið ykkur með eftir eigin hugmyndaflugi og löngunum. Hún ætti að duga handa 8 manns, þ.e.a.s. ef átvögl mikil eru ekki á staðnum. Vanilluís 3 stór egg 76 g flórsykur 2 tsk vanilludropar 2 dl rjómi Skiljið eggin í sundur og látið hvítumar saman í skál og rauðumar í aðra. Stííþeytið eggja- hvíturaar (þó ekkisvo lengi að þær þorni) og þeytið síðan 2 tsk af flórsykri í einu saman við hvít- umar. Bætið vanilludropunum í rauðumar og hrærið þeim síðan saman við eggjahvfturnar. Þeytið rjómann og hrærið honum saman við. Látið blönduna í gmnna skál, setjið álpappír yfir og fryst- ið. ísinn er bestur þegar hann er ekki alveg harðfrostinn. Þið skuluð því taka hann út úr frystin- um og setja í ísskáp hálftíma fyrir notkun. Þá mýkist hann og verð- ur betri. Kaffiís Gerið alveg eins og að ofan segir, en í stað vanilludropanna notið þið 1 msk af sterku kaffi- dufti og 2 msk af kaffilíkjör í rauðurnar. Romm og rúsínuís Látið 2 msk af rúsínum Iiggja í 2 til 3 klst. í rommi. Bætið þeim við eggjarauðumar og hrærið síð- an saman við hvíturnar eins og í grunnuppskriftinni. Súkkulaðiís Bræðið 100 g af góðu suðu- súkkulaði og hrærið því saman við rauðumar ásamt 1 tsk af vanillu- dropum. Gerið annars eins og í grunnuppskriftinni. I Súkkulaðirandaís Búið til vanilluísinn, eins og að ofan segir. Þegar hann er orðinn hálffrosinn, takið þið hann út og gerið djúpar raufar í hann lang- sum með skeið. Ofan í rauðurnar hellið þið súkkulaðibráð, sem búin er til svona: Bræðið 80 g af suðusúkkulaði og hrærið 2 msk af rjóma eða sýrðum rjóma saman við. Kælið blönduna og hellið henni síðan í raufarnar á ísnum. Síðan setjið þið ísinn aftur í frysti. íssósa Enginn ís er fullkominn án góðrar sósu, eða það er a.m.k. álit margra. Hér kemur ein góð uppskrift, 200 g suðusúkkulaði Heitt kaffi búið til úr 1,5 dl af vatni og 2 sléttfullum tsk. af kaffi- dufti 25 g strásykur smjörklípa 2 tsk romm eða koníak Hellið heitu kaffinu í pott með þykkum botni. Brjótið súkkulað- ið í litla bita og látið í pottinn ásamt sykrinum. Stillið plötuna á lægsta hita og bræðið súkkulaðið og hrærið í. Þegar allt er bráðnað takið þið pottinn af plötunni og bætið smjörinu og romminu (koníakinu) saman'við og hrærið vel. Þið getið hitað þetta aftur ef þið viljið, en munið að ekki er gott að þetta sjóði. Þessa sósu getið þið geymt vik- um sáman f ísskáp í loftþéttu íláti. Ef þið ætlið að hita hana skuluð þið gera það í íláti, sem sett er í pott með heitu viatni. Sósa þessi ætti að duga 6-8 manns. Stafa- þraut Hér kemur þraut, sem allir geta spreytt sig á ungir sem ald- nir. Klippið alla reitina út og raðið þeim síðan saman þannig að þeir myndi bókstafinn H (stór stafur). Lausnin birtist næsta þriðju- dag í Búsýslunni. Góða skemmtun þangað til!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.