Þjóðviljinn - 29.05.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.05.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. maí 1984 Minning Ólafur Framhald af bls. 5 Ólafur gerði í landhelgisdeilunni 1973. Vissulega urðum við Alþýðu- bandalagsmenn fyrir vonbrigðum með afstöðu Ólafs á síðari árum. Sjáifsagt voru það gagnkvæm von- brigði. En okkur sem hugleiðum stjórnmál er mikil nauðsyn að meta litbrigði lífsins í réttu ljósi og forð- ast ofnotkun á svörtu og hvítu. Utanríkisráðherrar íslands á NATÓ-tímum hafa verið okkur vinstri mönnum lítt að skapi, en þrátt fyrir allt voru Einar Ágústs- son og Ólafur Jóhannesson betri samnefnarar þjóðarinnar en aðrir sem þeirri stöðu hafa gegnt. Þegar stjórnarmyndunartil- raunir strönduðu sumarið 1974, fyrst og fremst á ágreiningi fram- sóknarmanna og Alþýðuflokks, venti Ólafur kvæði sínu í kross og myndaði stjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, en afhenti Geir Fiallgrímssyni stjórnartauma á lokastigi stjórnarmyndurnar. Sennilega voru þetta mestu mistök Ólafs sem stjórnmálamanns, enda fékk hann sannarlega að kenna á því í kosningunum 1978. Að þeim loknum héldu margir, að nú væri stjórnmálaferli hans lokið, en það var nú eitthvað ann- að. Að vísu var það ekki fyrst og fremst hans verk, að ný vinstri- stjórn var mynduð 1. september 1978 undir forystu hans. Svo að öllu sé réttilega til skila haldið, var það Benedikt Gröndal sem ruddi brautina en síðan tók Lúðvík Jós- epsson við. Flokkarnir þrír voru búnir að gefa sér sex vikur í þref sín í milli og þá ekki síður innanflokks, þegar fyrir lá að Lúðvík Jósepsson gat myndað meiri hluta stjórn þriggja flokka. En hann fékk það ekki vegna þess, hver hann var og úr hvaða flokki hann kom. Þetta er eitt af stjórnmálahneykslum síðari tíma og varpar skugga á íslenska þingræðishefð. Kristján Eldjárn, þriðji forseti lýðveldisins, tók upþ þá sjálfsögðu reglu að gefa öllum formönnum flokka kost á að reyna stjórnar- myndun, enda höfðu allir flokk- arnir fjórir meira en fimmtug at- kvæðamagns 1978. Þar af var Al- þýðubandalagið næststærst og Al- þýðuflokkurinn þriðji stærstur en Framsóknarflokkurinn minnstur. Þegar rætt var um Lúðvík Jós- epsson sem forsætisráðherra fékk margur NATÓ-maðurinn verk fyrir brjóstið. Ólafur Jóhannesson mat hins vegar málið á annan veg út frá sjórnarmiðum lýðræðis og drengskapar og mælti með því, að Alþýðubandalagsmaður gegndi stjórnarforystu, þrátt fyrir mikla taugaveiklun í höfuðstöðvum NATÓ og útibúum þess hér á landi. Þegar aðrir höfðu sett fótinn fyrir Lúðvík Jósepsson sem forsæt- isráðherra féll það í hlut Ólafs að mynda stjómina og gekk það upp á fáum dögum. í þessari stjóm urðu býsna harð- ar sviptingar milli allra stjórnar- aðila, og rangt væri frá sagt, ef því væri haldið fram, að ekki hefðu fallið ýmis skot, ekki síst milli okk- ar Ólafs. Þegar á reyndi varð þessi stjórn skammlíf. En staðreyndin var þó sú, að for- ysta Ólafs í þessari stjórn lyfti hon- um hærra á vinsældahimininn með- al almennings en nokkm sinni fyrr, vegna þess að hann var álitinn sátt- asemjarinn mikli í íslenskum stjórnmálum. Að mínu áliti var það á nokkmm misskilningi byggt, en hitt var óumdeilt, að hann var eins og enskurinn segir „the grand old man“. Fara verður aftur til seinustu æviára Ólafs Thors til að finna mann sem öðlaðist svo almenna og gífurlega tiltrú og Ólafur Jóhann- esson náði á ámnum upp úr 1979. Maður hins mesta ósigurs 1978 stóð allt í einu sem sigurvegarinn mikli 1979, ekki síst í krafti hins sterka persónuleika síns. í kosningunum 1978 hafði Ólafur ákveðið að fara ekki aftur í framboð til þings, enda þá orðinn 65 ára. En fyrir kosningamar 1979 gerðist það sem ekki á sér fordæmi í íslenskum stjórnmálum, að hann var beðinn af flokksforystunni í Reykjavík að vera þar í farar- broddi í kosningunum 1979. Ólafur lét til leiðast. Far með varð það hlutskipti hans að berjast af fullum krafti fyrir flokk sinn fram til seinustu stundar á því landssvæði, þar sem flokkurinn hefur mest átt undir högg að sækja. Ólafur var djarfur baráttumað- ur. Það var einmitt einkenni hans að taka óvæntar ákvarðanir, þegar honum fannst þörf á. Hann var þéttur á velli og þéttur í lund. Að leiðarlokum votta ég konu hans Dóru Guðbjartsdóttur og dætmm hans djúpa samúð okkar hjóna. Ragnar Arnalds Svipmyndir úr lífi Ólafs Jóhannessonar Fyrrl ríklsstjórn undlr forsœtl Ólafs Jóhannessonar, vinstrl stjórnln 1971-1974 tekur vió. í ræ&ustól á alþingl. Sí&ari rlklsstjórn Ólafs Jóhannessonar, vlnstrl stjórnln 1978-1979. Ólafur Jóhannesson kemur tll fundar a& Bessastö&um.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.