Þjóðviljinn - 29.05.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.05.1984, Blaðsíða 3
_________Þriðjudagur 29. maí 1984 ÍMÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Ármannsfell hf fœr góða lóð: Páll Gíslason lœknir tók fyrstu skóflustunguna að þjónusturýml og tvelmur blokkum ofan á sem Ármannsfell bygglr og selur öldruðum. Mynd -Loftur. Söluíbúðir fyrir aldna Framkvœmdir við byggingu tveggja blokka með sameiginlegu þjónusturými fyrir aldraða á fyrstu hæð eru hafnar við Bólstaðarhlíð í Reykjavfk. Fyrsta skóflustungan var tekin á föstudaginn. Ármanns- fell hf byggir þarna 66 íbúðir og selur þær en Samtök aldraðra munu sjá um sölu og endursölu íbúðanna. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar sér um rekstur þj ónustukjarnans. Ármannsfell hf fékk þessa lóð úthlutaða til að byggja íbúðimar á. Stefán Hermannsson aðstoðar- borgarverkfræðingur sagði Þjóð- viljanum í gær að ekki hefði verið auglýst formlega að lóðirnar væru lausar til byggingaframkvæmda og verktakar gætu fengið þarna verk- efni. „í sjálfu sér gátu aðrir sótt um þótt ekki hafi verið auglýst opin- berlega. En það verður auglýstur fundur þar sem þetta var kynnt og Vorþing Kvennalistans um helgina Hafnar aukinni stóriðiu xr__■!„<!__L!_„laa _í __'£_£1_ K_/ n'l . ' /I 1 . Tr Kvennalistinn hélt vorþing sitt um helgina. Segir m.a. í ályktun þingsins að réttarstaða heimavinn- andi kvenna sé óviðunandi t.d. hvað varði lífey risréttindi og trygg- ingabætur. Framkvæmd þeirra mála sýni I raun að húsmæður séu lægra metnar en aðrir þegnar landsins og sé það i hrópandi ósam- ræmi við allan fagurgala um að heimilið sé hornsteinn þjóðfélags- ins. í ályktuninni er ennfremur minnt á að yfir 80% kvenna séu nú starfandi utan heimilis. Því verði að tryggja konum lengra fæðin- garorlof og börnum nægilegt dag- vistarrými og samfelldan skóladag. Félagsleg vandamál spretti m.a. af slæmum aðbúnaði fyrir fjölskyld- una og fyrir utan mannlegar þján- ingar þá kosti margfalt meira í krónum talið að leyfa félagsleg vandamál en að fyrirbyggja þau. Síðan segir: „í framhaldi af þessu mótmælir Kvennalistinn harðlega því verð- mætamati og þeirri skammsýni sem endurspeglast í ákvörðunum ráða- manna um skiptingu sameiginlegra fjármuna. Má þar t.d. minna á ný- legan niðurskurð á þjónustu fyrir aldraða, þátttöku ríkisins í tannlæknakostnaði, framlagi til skólamála og heilbrigðisþjónustu og ónóg framlög til fyrirbyggjandi aðgerða í fíkniefnamálum. Þess í stað er fjármunum ausið í óarðbær- ar fjárfestingar, eins og flugstöð og bankahallir og tekjustofnar ríkisins skertir t.d. með því að lækka gjöld á bönkum og öðrum viðskiptast- ofnunum. Á þetta hefur Kvenna- listinn margoft bent“. Vorþing Kvennalistans 25.-28. maí fagnar friðarfrumkvæði í fjórum heimsálfum sem nú hefur komið fram og sex þjóðarleiðtogar eru talsmenn fyrir. Kvennalistinn lýsir stuðningi við þau atriði sem þeir leggja til grundvallar í tillögum sínum til stórveldanna til að stöðva vígbúnað og hefja afvopnun. Við hvetjum friðarhópa til að styðja þessar tillögur og skorum á íslensk stjórnvöld að taka eindregna afstöðu með afvopnun og gegn hernaðarumsvifum bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi. Síðar í ályktun vorþings Kvenna- listans segir m.a. að Kvennaiistinn leggi áherslu á stóraukna uppbygg- ingu íslensks atvinnulífs og aukna fjölbreytni í íslensku efnahagslífi. Kvennalistinn, einn íslenskra stjórnmálaafla hafni aukinni stór- iðjuuppbyggingu því stóriðja sé gamaldags og úreltur atvinnu- og framleiðslukostur. Hún sé einnig fjárhagslega óarðbær og kalli á aukin ítök erlendra aðila í íslensku efnahagslífi. Hún sé mengandi og hafi hlutfailslega upp á ákaflega fá og dýr störf að bjóða. Á undan- förnum árum hafi verið farið of hratt í virkjanaframkvæmdir vegna stóriðju og sé þar að finna eina meginorsök erlendrar skuldas- öfnunar. í stað stóriðjufram- kvæmda vilji Kvennalistinn að ís- lensk atvinnuuppbygging nýti okk- ar eigin hugvit og þekkingu og helst okkar eigið hráefni líka. Á þann hátt telji Kvennalistinn atvinnulífi landsmanna best borgið. Fyrsta Alþýðubandalagsfélagið á erlendri grund: Alþýðubandalagið í Lundi Viljum leggja stefnuskrárumrœðunni lið, segir Ingi Rúnar Eðvarðsson. „Sósíalistar hafa veríð dreifðir og ekki getað nýtt krafta sína þarna og með breytingunum á flokkslög- unum í haust sáum við vettvang til þess. Það var hvatinn að þessu fé- lagi, segir Ingi Rúnar Eðvarðsson, félagsfræðinemi í Lundi í Svíþjóð. í byrjun maí var stofnað þar Al- þýðubandalag og eru félagar nú 10 að sögn Inga Rúnars, en fleiri á leiðinni. Þetta er fyrsta AB-félagið á erlendri grund, svo vitað sé. „Þetta eru að megninu til náms- menn og við munum hefja félags- starf af alvöru í haust“, sagði Ingi Rúnar. „Tilgangurinn með fé- laginu er að endurskoða markmið og leiðir við að koma á sósíalísku þjóðskipulagi á íslandi. Ætlunin er að tengja þau fræði sem menn eru Starf fyrir aldraða í Hallgrímssókn: Dagsferð í Bláa lónið Á fimmtudaginn kemur, upp- stigningardag, sem er dagur aldr- aðra, gengst Hallgrímssókn fyrir heimsókn í Bláa lónið og eru allir eillilffeyrisþegar f sókninni vel- komnir. Farið verður kl. 14 frá Hall- grímskirkju og drukkið kaffi í Bláa lóninu. Safnaðarsystir tekur við pöntunum í síma 10745 í dag, þriðjudag. að læra inn í umræðuna og einnig hefur verið talað um að fjalla um menntamálin í víðara samhengi“. - Hvað með tengslin við Stóra- Flokksa, eins og AB er oft kallað? „Við höfum sótt um aðild að Al- þýðubandalaginu og ég veit ekki betur en við fáum viðurkenningu þar sem sérstök flokksdeild. Það þýðir að við fáum aðstöðu til að fylgjast betur með í íslenskri pólitík og sáum okkur leik á borði að leggja stefnuskrárumræðunni lið. Við erum ekki í stakk búin til að fjalla um dægurmálin hér heima, en ætlum að taka fullan þátt í stefn- uskrárumræðunni og vonandi hafa ,þar nokkur áhrif“. - Hvernig hefur þetta mælst fyrir meðal íslendinga í Lundi? „Mönnum finnst hugmyndin góð, en ýmsir eru hræddir um að þama sé verið að stofna nýja kosn- ingamaskínu fyrir Alþýðubanda- lagið, en það er langt í frá. Fæstir félagsmanna hafa verið í Alþýðu- Ingl Rúnar Eðvarðsson. bandalaginu, heldur talist vinstra megin við það. Menn þurfa ekki að ganga í AB til þess að vera með í hópnum og taka þátt í umræðunni. Hún er öllum opin“. -ÁI Verktakasambandið var látið vita af honum“. Framkvæmdanefnd stofnana í þágu aldraða hefur séð um undir- búninginn. Stefán Hermannsson sagði þennan samning þríhliða: „Samtök aldraðra sér um sölu og endursölu, Ármannsfell byggir og Reykjavíkurborg sér um þjónust- ukjamann“. Áætlað er að lokið verði við bygginguna í árslok 1985. -jP Þorsteinn Þorstelnsson. Ótelj- andi verkefni segir Þorsteinn Þorsteinsson nýkjörinn forseti Skáksambandsins „Það eru ótefjandi verkefni sem við okkur blasa en alveg númer eitt er að koma skikk á fjármálin“, sagði Þorsteinn Þorsteinsson, sem um helgina var kjörinn forseti Skáksambands íslands, þegar Þjóðviljinn ræddi við hann f gær. Þorsteinn sagði að Skáksam- bandið ætlaði að halda útiskákmót á Lækjartorgi í næsta mánuði og ef það gengi vel væri fyrirhugað að halda fleiri slík mót og afla þannig fjár fyrir sambandi. Varðandi skákina sjálfa sagði Þorsteinn að við blasti landskeppni við Bandaríkin í bama- og ung- lingaflokkum 14 til 22. júlí nk. sem fram fer í New York. Þar er um að ræða böm og unglinga á aldrinum 8 til 16 ára. Um þetta munu Skák- sambandið og TR sjá í sameiningu. Þá kemur Heimsmeistarakeppni unglinga sem fram fer í Finnlandi í sumar og þangað er ákveðið að senda einn keppenda, sennilega Karl Þorsteins. Þann 1. sept. nk. hefst svo ís- landsmótið í landsliðsflokki, en það var fært fram á haustið, sem upphitunarmót fyrir íslenska landsliðið, sem mun keppa á Ól- ympíumótinu í Grikklandi dagana 18. nóv. til 5. des. nk. Þetta em stærstu verkefni þessa árs og eins og á þessari upptalningu sést verður nóg að gera fyrir stjóm SÍ en auk Þorsteins em í stjóminni Þórarinn Guðmundsson, Ámi Björn Jónasson, Jón Rögnvalds- son, Ólafur Ásgeirsson, Guðbjart- ur Guðmundsson og Leifur Jó- steinsson. -S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.