Þjóðviljinn - 07.06.1984, Side 6

Þjóðviljinn - 07.06.1984, Side 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. júni 1984 Staða Reagans á kosningaári: Hættulegur nálægt kj arnorkuhnappnum Nýlegar orðsendingar milli Reagans og Tsjernenkos í fréttum í fyrradag var þess get- iö, að Reagan Bandaríkja- forseti segðist reiðubúinn til að semja við Sovétríkin um griða- sáttmála fyrir Evrópu ef þau fyrir sitt leyti væru reiðubúin til að fallast á hugmyndir Natór- íkja um ráðstafanirtil aðdraga úr líkum á því að styrjöld brjótist út. Þvívarviðbætt, aðTsjern- enko forseti Sovétríkjanna og aðalritari Kommúnistaflokksins hefði hafnað þessum hug- myndum og talið þær verða til lítilseins ogástendur. Þessar orðsendingar má skilja á ýmsan veg, en einn partur af þeim skilningi gæti verið sá, að Reagan hafi með ræðu sinni, sem flutt var á írlandi, viljað bæta stöðu sína á kosningaári þar sem hún er veikust - en Sovétmenn vilji að sínu leyti ekkert gera til að hjálpa honum til þess. Svartur blettur í nýlegum leiðara í breska blað- inu Guardian er á það minnt, að Reagan stendur heldur vel að vígi í kosningabaráttunni. Forsetaefni Demókrata, þeir Hart og Mond- ale, hafa þurft að eyða miklu púðri hvor á annan og á meðan baðar Reagan sig í sjónvarpsfréttum frá heimsókn til Kína („sjáið bara, ég get talað við kommana"), og til ír- lands (til að minna á að hann á írskan afa eins og svo margar milj- ónir bandarískra atkvæða). Furðu margir Bandaríkjamenn láta sér líka við efnahagsástandið undir hans stjórn og þeir hrífast af því hvað hann er sviðsvanur, góður leikari semsagt. En það er einn meiriháttar svarturblettur á ímynd Reagans í vitund bandarískra kjós- enda. Þeir telja, að forsetinn sé of herskár, að hann sé hættulegur maður í grennd við hnappinn fræga, sem sendir af stað eldflaug- ar. Og Guardian segir á þá leið, að menn forsetans verði að reyna að breyta þessu með einhverjum ráðum fyrir kosningar. Þess vegna eru samskiptin milli Wasington og Moskvu partur af kosningadæminu hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Og hr. Tsjemenko spil á hvolfi í flóknu pókerspili. Pókerspilið Kremlverjar hafa oftar en ekki gefið það til kynna að undanförnu að þeir telji vonlítið að semja við Reagan hefur verlft duglegur við að koma sér í sjónvarpsfréttum fyrlr við hlið péfans og kín verskra leiðtoga og nú síðast írskra f rænda - en hann þarf líka á því að halda að Kalda stríðið sýnist hlýna. stórn Reagans um eitt eða neitt. En Reagan vill gjarna fá fram einmitt núna einhver merki um það að kalda stríðið væri kannski ögn að hlýna - af fyrrgreindum ástæðum: til síns heimabrúks á kosningaári. Rússar eru hinsvegar ákveðnir í því að láta ekki draga sig inn í neina þá fléttu sem gæti hjálpar Reagan. Kynferðislegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Börn eru í vaxandi háska Einmitt um þessar mundir er mikið skrifað um ofbeldi gegn börnum, sem ráðstefnavar haldin um hér á Gerðubergi um helgina. í Bandaríkjunum hefur athyglin beinst alveg sérstak- lega að kynferðislegu ofbeldi gegn börnum, sem reynist út- breiddara en nokkurn grunaði. Líkur benda til að slík afbrot séu framin á tveggja mínútna fresti þarílandi. Tiltekið glæpamál kom fjölmiðl- um af stað. Virðuleg frú á áttræðis- aldri, hálflömuð í hljólastól, kom fyrir rétt. Hún hafði rekið barna- heimili á Manhattan Beach í Kalif- orníu; nú hafði það komist upp að Virginia þessi McMartin og sálufé- lagar hennar höfðu misþyrmt og nauðgað 125 börnum, tekið af þeim klámmyndir og þar fram eftir götum. Útsmognar og grimmar að- ferðir voru hafðar til að hræða börnin frá því að segja frá. Starfs- menn í leikskóla frúarinnar slátr- uðu dúfum, kanínum og jafnvel hesti og hótuðu að gera slíkt hið sama við börnin ef þau kjöftuðu frá. Mjög algengt Upp úr þessu glæpamáli voru allskonar heimildir dregnar fram í dagsljósið. Mikla athygli vakti skýrsla um 520 fjölskyldur í Bost- on, sem lokið var við í fyrra og þykir segja allmikla sögu um ást- andið. - Níu prósent foreldra sögðust vita af því að a.m.k. eitt barna þeirra hefði verið misnotað kyn- ferðislega, eða sloppið naumlega undan þeim háska. - Allt að því helmingur þeirra, sem spurðir voru, þekkti úr næsta umhverfí (vina, ættingja, nág- ranna) dæmi um að börn hefðu ver- ið misnotuð og í meira en þriðja hvert skipti var um böm að ræða sem em sex ára eða yngri. - Að því er varðar foreldra sjálfra höfðu 15% kvennanna og sex% karlanna sjálf verið fornar- lömb kynferðislegs ofbeldis í bernsku. Fer nú fram mikil umræða í landinu hvað gera skuli og í fyrsta áfanga eru samin lög sem auðvelda að koma refsingu yfir þá sem búa til klámkvikmyndir með börnum og annað skylt efni. í umræðunni er allmikið deilt um það, hvort afbrot gegn börnum séu útbreiddari nú en áður, eða hvort það sé meira um þau talað og skrif- að nú þegar fjölmiðaveldið hefur fækkað bannhelgum málum. Menn vita að sönnu, að í þrengslum og eymd iðnbyltingarinnar voru t.d. blóðskammarsambönd milli feðra og dætra furðu algeng. En svo er að sjá, sem menn telja að nú liggi margar ástæður til þess að ástandið hríðversni frá því sem var. Ein ástæðan er sú, að afstaða fólks til „afbrigðislegs kynlífs“ er önnur en áður. Þetta aukna um- burðarlyndi hefur létt af talsverðu af því fargi sem hvfldi á minnihluta- hópum eins og hommum og lesbí- um. En þessum breyttu aðstæðum fylgir það líka, að áliti ýmissa manna sérfróðra, að barnan- auðgarar telja sér fremur óhætt en áður. Þeir hafa jafnvel skipulagt sig í ýmsum hagsmunasamtökum sem berjast gegn þeim aldursmörkum sem lög yfirleitt setja á kynmök þeirra „sem komnir eru til vits og ára“. Ein slík samtök, sem hafa bækistöðvar í Los Angeles heita „Sex by eight or else it’s too late“ - „kynlíf með átta ára gömlu, annars er það of seint“. Victor Fontana, sem er talsmað- ur „Sérsveitar um misnotkun á börnurn" í New York útskýrir vax- andi ofbeldi gegn börnum með „erfiðum efnahagsástæðum, alkó- hólisma, misnotkun eiturlyfja og skilnaðarfaraldri“. Það síð- astnefnda hefur það í för með sér, að mjög fjölgar einstæðum mæðr- um, sem hafa takmarkaða mögu- leika á að vernda börn sín fyrir háska. Skilnaðarfaraldurinn hefur einnig það í för með sér að stjúp- feðrum fjölgar - en þeir eru reyndar einna algengastir afbrota- menn gegn börnum, og þá börnum kvenna sinna. Reyndar er það svo, að í fjórum tilvikum af hverjum fimm er sá sem afbrotið fremur tengdur eða kunnugur fjölskyldu barnsins og einmitt þess vegna reynist svo oft erfitt að fá mál upp- lýst. Þá deila menn um enn eitt: hlut- verk fjölmiðla. Sumir telja það gott og nauðsynlegt að blöð skrifi mikið um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Aðrir benda á það, að einatt virðist sem mikil skrif um slíka glæpi, ýtarlegar lýsingar á þeim, eins og kveiki í þeim sem hafa tilhneigingar í þessa átt: á eftir blaðaskrifum um sum hin verstu mál hafa einatt komið bylgjur hins versta ofbeldis. AB tók saman Samskiptin eru djúpfryst, skeytin sem á milli höfuðborga risaveld- anna fara eru full með gamla beiskju. „Rússland hefur dregið upp vindubrúna og bíður átekta“, segir Guardian. Blaðið bendir ennfremur á það, að Sovétmenn séu í þeirri undar- legu stöðu, að hvað sem þeir gera má snúa Reagan í hag með lagni. Til dæmis munu Sovétmenn hafa viljað minna á háskann af harðlín- ustefnu Reagans með því að neita að mæta á Ólympíuleikana en fyrr- greint breskt blað telur að Reagan hafi síður en svo tapað á því máli, hvemig sem á þvf stendur. Og kannski má taka þá frétt sem fyrr var nefnd sem dæmi: ef Tsjernenko hefði tekið undir við blíðmælgi Re- agans í Dublin, þá hefði Reagan unnið áróðurssigur heima fyrir: ég er ekki eins varasamur fyrir friðinn einsog þið haldið! Nú hefur Tsjern- enko hinsvegar vísað Reagan frá í bili: það geta menn Reagans svo túlkað á þá leið, að það er Reagan sem er friðflytjandi en Rússar vilja ekki semja um eitt eða neitt. Það er einmitt þetta sem Morgunblaðið gerir á þriðjudag í fyrirsögninni sem það setur á fréttina: „Reagan býður grið en Rússar eru andsnún- ir“. Höfðingjarnir eru í miklu póker- spili og á meðan hrannast upp margvíslegur háski í eldfimum hornum heims. AB tók saman. Athugasemd vegna fréttar um misþyrmingar á börnum Vegna fréttar sem birtist í Þjóðviljanum þriðjudaginn 5. júní þessa mánaðar varðandi mis- þyrmingar á bömum, vil ég taka eftirfarandi fram. Mánudaginn 4. júní gekkst fræðslunefnd fjöl- skyldudeildar Félagsmálastofn- unar Reykjavíkur fyrir fræðsluf- undi um barnamisþyrmingar. Meginmarkmið fræðslunefndar var að skapa umræðu innan stofnana varðandi þetta efni og umræðu varðandi samhæfingu starfsliðs þessara stofnana, börn- um og foreldmm til hjálpar, þar sem það ætti við. Fundinn sóttu starfsmenn ým- issa stofnana í Reykjavík, sem ætla má að verði varir við ofan- greint í einni eða annarri mynd. Á fundinum fluttu tveir aðilar er- indi um ofbeldi gagnvart börn- um; Hulda Guðmundsdóttir yfir- félagsráðgjafi og Pétur Lúðvíks- son, læknir. Ég tel að markmiði þessu hafi að nokkm leyti verið náð. Blaðamaður Þjóðviljans hafði samband við mig varðandi um- ræddan fræðslufund. Tók ég skýrt fram, að hér væri um mál- efni að ræða sem hefði lítið verið rætt og mjög viðkvæmt. Kom mér því mjög á óvart yfirskrift á forsíðu Þjóðviljans, þar sem við- talið var gert að æsifrétt, tölur slitnar úr samhengi og vinnu- brögð blaðamanns honum til lítils sóma. í fyrirsögn segir: „Börnum misþyrmt á íslandi. 500-4000 til- felli árlega segja sérfróðir menn um þetta dulda ofbeldi“. Kannski eru tilfellin svona mörg, það er ekki vitað, en fer einnig mjög eftir skilgreiningu. Hverjir eru sérfróðir um þessi til- felli? Eru það ekki gerendurnir? Það sem við þurfum eru upplýs- ingar og síðan þekking og að- stöðu til að gera eitthvað raun- hæft við þær. Skráð tilfelli hér á landi? Ekki veit ég hversu mörg þau eru í heildina, en þau eru sorglega fá sem komast á blað, því veit ég að þau gefa enga raun- verulega mynd af ástandinu. En hvað er barnaofbeldi, eða öllu heldur, hvernig á að skil- greina hugtökin barnaofbeldi/ barnamisþyrming? Hvorugt þessara hugtaka tel ég fullnægj- andi þegar talað er um þetta efni í v(ðum skilningi. Flokkast t.d. vanræksla undir ofbeldi eða and- legt ofbeldi undir misþyrmingu? Hér verður að fara að öllu með gát. Með þessum fyrirvara nota ég orðið barnaofbeldi hér á eftir. Vissulega er ekki talað mikið um barnaofbeldi hér á landi, en dæmin eru því miður mörg, bæði hvað varðar líkamlegt- og andlegt- og kynferðislegt ofbeldi. Þá eru mörg dæmi um vanrækslu, en er það ofbeldi, er þar eðlilegra að tala um sinnuleysi, þekkingar- skort, tímaleysi foreldra eða á slíkt að vera dæmi um að foreldr- ar sinni ekki skyldum sínum gagnvart börnum sínum? Skv. al- gengustu skilgr. manna flokkast alvarleg vanræksla undir barna- ofbeldi. Hér er um viðkvæm og erfið atriði að ræða, sem krefjast verður að vandað sé til umfjöll- unar og meðhöndlunar á, jafnt í dagblöðum sem annars staðar. Auðvelt er að ýta þessu vanda- máli frá sér og þeirri aðferð er aðallega beitt hér á landi, þannig er vanræksla og „minniháttar" ofbeldi oftlátið afskiptalaust. En á kostnað hvers er það gert? Við getum verið viss um að það er á kostnað barnanna og, sem betur fer, oft á kostnað samvisku þeirra sem til þekkja. Hins vegar er oft brugðist við mjög grófu ofbeldi þar sem oftlega er um að ræða hreinalíkamsmisþyrmingu. And- legt ofbeldi er ávallt fylgifiskur alls annars ofbeldis gegn börn- um. Sjálfur hef ég haft töluverð af- skipti af barnaofbeldi í öllum sín- um myndum í mínu starfi og það, sem er mest áberandi, er hversu seint þessi mál berast inn á með- ferðarstofnun. Börnin bera sterk einkenni þeirrar hegðunar sem þau hafa mátt þola af hendi full- orðinna, bæði sálrænt og félags- lega og oftast til frambúðar. Hér er um falið vandamál að ræða, einfaldlega vegna þess að þolandinn er barn og gerandinn er fullorðinn. Og að lokum: Um- hugsun, umhyggja og samábyrgð gagnvart börnum ættu að vera einkunnarorð okkar allra, sem eigum að hafa vit fyrir þessum litlu mikilvægu einstaklingum. Aðalsteinn Sigfússon, deildarsálfræðingur Félagsmálastofnunar Reykjavíkur.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.