Þjóðviljinn - 07.06.1984, Síða 12

Þjóðviljinn - 07.06.1984, Síða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. júnl 1984 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Aðalfundi frestað Aðalfundur Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldinn fimmtudaginn 14. júní (ekki 7. júní) kl. 20.30 í Lárusarhúsi, Eiðsvalla- götu 18. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar: Páll Hlöðversson. 2. Reikningar félagsins: Aðalheiður Steingrímsdóttir. 3. Lagabreytingar. 4. Kosningar. 5. Ákvörðun árgjalds. 6. Útgáfumál: Erlingur Sigurðarson. 7. Önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið á Vestfjörðum: Sumarferð Sumarferðin verður helgina 30. júní og 1. júlí. Farið verður í Inndjúp- ið. Nánar auglýst síðar. - Kjördæmisráð Stefnuumræðan Til allra Alþýðubandalagsfélaga: Munið spurningalistann. Svarið og sendið til flokksmiðstöðvarinnar Hverfisgötu 105 sem fyrst. - í síðasta lagi 15. júní. - Nefndin Alþýðubandalagið í Reykjavík: Munið vorhappdrættið Dregið 10. júní Síðustu forvöð að gera skil! Alþýðubandalagið í Kópavogi: Jónsmessuhátíð Sumarferð ABK í Veiðivötn verður farin 23.-24. júní. Gist verður í skála Ferðafélags íslands og í tjöldum. Gjald 500-800 krónur. Upplýsingar gefa Friðgeir sími 45306, Sigurður Hjartar sími 43294 og Sigurður Flosa sími 40163. Nánar auglýst síðar. - Stjórn ABK. Alþýðubandalagið Akureyri: Alþýðubandalagið á Austurlandi: Ráðstefna á Hallormsstað 23.-24.júni Efni: Alþýðubandalagið og verka- lýðshreyfingin (Þröstur Ólafs- son) Stefnuskrá í endurskoð- un(Steingrímur J. Sigfússon) Atvinnu- og byggðamál (Helgi Seljan og Hjörleifur Guttorms- son) Dagskrá (drög): 23. júní (laugardagur): kl. 09-12: Skógarganga kl. 13.30-16: Framsöguerindi kl. 16.30-18: Umræður kl. 21-24: Jónsmessuvaka 24. júní (sunnudagur): kl. 09-12: Starfshópar kl. 13.30-16: Álit starfshópa, um- ræður. Ráðstefnuslit kl. 16. Alþýðubandalagsfélagar og stuðn- ingsfólk velkomið. Takið fjölskylduna með í fagurt um- hverfi. Pantið gistingu tímanlega á Edduhótelinu, sími 97-1705. Hittumst á Hallormsstað - Stjórn kjördæmaráðs. Alþýðubandalag Héraðsmanna Félagsfundur verður hald- inn 9. júní n.k. í Valaskjálf kl. 16. Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson mæta og ræða stjórnmálaviðhorfin. Æsku lýðsfy Iking Alþýðubandalagsins Ó, þér unglingafjöld! Nú förum við í Flatey á Breiðafirði um hvítasunnuhelgina! Alger para- dís ájörðu. Eins og Þórbergur Þórðarson sagði: í Flatey var ég fjóra daga, fann þar yndi margt. Eyjan er eins og aldingarður, alla daga hlýtt og bjart. í Flatey vil ég ævi una, á eintali við náttúruna. Við leggjum af stað kl. 9 á laugardagsmorgninum 9. júní frá flokks- miðstöð AB, Hverfisgötu 105. Látið skrá ykkur strax í dag. Ferðin kostar aðeins 1000 krónur (kostaboðl). Sjáumst. Skemmtinefndin. íslenskt mannlíf Jóns Helgasonar endurútgefið hjá Iðunni Bókaútgáfan IÐUNN hefur sent frá sér nýja útgáfu verksins íslenskt mannlíf, en það eru heimildaþættir eftir Jón Helgason ritstjóra. Verk þetta er í fjórum bindum, kom fyrst út á árunum 1958-1962 og hefur að geyma alls 45 frásögu- þætti. Nú eru öll bindin gefin út í einu lagi, í samstæðu bandi í öskju, til að minnast þess að Jón Helgason hefði orðið sjötugur að aldri 27. maí 1984, en hann andaðist sumar- ið 1981. Andrés Björnsson útvarpsstjóri ritar inngang að hinni nýju útgáfu íslensks mannlífs, „Jón Helgason og verk hans“. Þar kemst hann svo að orði m.a.: „Jóni var sérlega lagið að grafa upp efni sem unnt var að vinna úr áhrifaríkar sögur, er þegar í stað tóku huga lesandans fanginn. í úrvinnslu hafði hann mikinn styrk af nálega óbilandi staðþekkingu sinni og næmri til- finningu fyrir aðstæðum öllum. Þannig skipaði hann sögum sínum á svið og kunni með afbrigðum að marka þeim upphaf og endi. Auðvitað gefa söguefnin misjafnt svigrúm og eru misstór f sniðum, en mörg þeirra eru völundarsmíð. Hér við bætist ögun í máli og stíl sem Jón hafði tamið sér og féll sér- lega vel að því efni sem hann fjall- aði um.“ ísienskt mannlif hlaut á sínum tíma ágætar viðtökur og hefur ver- ið ófáanlegt um langt skeið. Vin- sældir sínar á verkið vafalaust eink- um að þakka því hversu vel mönnum þótti höfundur sameina vandaða og trausta notkun heim- ilda og listræna efnismeðferð. Má því til staðfestingar vitna til orða dr. Kristjáns Eldjárns í ritdómi um verkið: „Þessi höfundur fer lista- mannshöndum um efni sitt, byggir eins og listamaður af þeim efnivið sem hann dregur saman sem vís- indamaður.“ Jón Helgason var starfandi blaða- maður frá ungum aldri til dauða- dags, en í hjáverkum varð hann mikilvirkur rithöfundur og liggja eftir hann 22 prentuð frumsamin rit. í ráði er að IÐUNN gefi út á næstunni fleiri ritverk Jóns í sama búningi og þau sem út eru komin. íslenskt mannlíf er prýtt teikning- um eftir Halldór Pétursson listmálara. Alþýðubankinn með nýjungar í sparireikningum 5% raun- vaxtatrygging Stelngrímur Sigurðsson í Eden. Steingrímur í Eden: j Breiðholtið er fegursta hverfið í bænum! „Myndefnið er sótt á nokkuð önnur mið en áður, t.d. hef ég með myndinni reynt að sanna það, sem er staðreynd, að Breiðholtið þar sem ég bý ásamt Jóni Múla í Stíflu- seli 1 er finasta hverfið í bænum!“ segir Steingrímur Sigurðsson, listmálari, en hann heldur nú sína 53. einkasýningu í Eden í Hvera- i gerði. Þetta er 8. sýning Steingríms í Eden og er hún tileinkuð 18 ára afmæli einkadóttur hans sem var á opnunardaginn 30. maí. Á sýning- unni eru 62 titlar, vatnslitamyndir og olíumálverk. „Myndirnar eru nær allar nýjar og yrkisefnið er að mestu sótt á Suðurnesin, t.a.m. í Hafnirnar og Grindavík. Það er mikil orka á þeim slóðum og það finnur listamaðurinn sterklega. Svo hef ég sótt mikið út á Granda, þama eru líka myndir af Vestfjörð- um og eins nokkrar myndir sem ég gerði á Fríslandi,“ sagði Steingrím- ur. „Þessar myndir eru unnar með öðru hugarfari, þegar maður breytir um viðhorf í lífinu, hlýtur það að koma fram í listinni," sagði hann ennfremur. „Ég hef ekki not- að brennivín sem vímugjafa í 4 ár, það var harður prósess og nú sýni ég hverri mynd meiri alúð“. Á sýningu Steingríms nú um helgina verða nokkrar uppákom- ur. Á morgun, föstudag kl. 21 munu hjónin Gunnar Björnsson, Fríkirkjuprestur og Ágústa Ágústsdóttir skemmta gestum með tónlist og um helgina á Steingrímur von á stríðsfélaga sínum, manni sem hér áður fyrr var þekktur í skemmtanabransanum og ætlar að heiðra hann með e.k. „come back“! Sýningu Steingríms lýkur á annan í hvítasunnu, 11. júní. Alþýðubankinn býður nú við- skiptavinum sínum uppá nýjar leiðir í sparireikningum, þar sem eru svokallaðir stjörnureikningar er tryggja reikningseiganda 5% raunvaxtatryggingu sem bætist við verðtrygginguna. Boðið er uppá tvo lánaflokka, annars vegar fyrir æskuna og hins vegar fyrir lífeyrisþega eða þá sem vilja undirbúa sig fyrir að fara á eftirlaun. Æskusparnaður er ætlaður for- eldrum, öfum og ömmum eða hverjum sem er, sem vill spara handa ákveðnu barni sem er yngra en 16 ára. Þegar þeim aldri er náð er spamaðurinn laus til útborgunar. Lífeyrissparnaður er fyrir þá sem orðnireru 65 ára eða eldri. Þessum sparnaði verður að segja upp með ákveðnum fyrirvara sem styttist eftir því sem eigand- inn eldist. í frétt frá Alþýðubankanum segir að hér séu stigin fyrstu skrefin í raunhæfum soamaðar- leiðum þar sem boðiðer upp á raunvexti. Næstu skref sem stigin verða séu í undirbúningi og þar sé m.a. stefnt að sparnaðarformum með lántökurétti, en slík réttindi eðá loforð verða að byggjast á því að lausafjárstaða bankans sé í viðunandi formi og sparnaður sé undirstaða þess að svo geti orðið. Frekari upplýsingar um hina nýju sparnaðarreikninga er að fá í sparisjóðsdeildum Alþýðu- bankans og í útibúum. ÚTB0Ð Tilboð óskast í lagningu holræsis við Elliðavog í Reykjavík 6. áfanga fyrir gatamálastjórann í Reykjavík. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn 1500 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 19. júní nk. kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBOFjlGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 KENNARA VANTAR að Hafnar- og Heppuskóla Höfn. 1. Tvo sérkennara, kennsla í 1. til 9. bekk. 2. Smíðakennara, kennsla í 1. til 8. bekk. Einn kennara í ensku og íslensku í 7. til 9. bekk. Húsnæði til staðar. Upplýsingar veitir skólastjóri Heppuskóla í síma 97-8321. Konan mín og systir okkar Ólafía Sigríður Jónsdóttir Skólagerði 3 Kópavogi verður jarðsett föstudaginn 8. júní kl. 13.30 frá Kópavog- skirkju. Daníel Joensen og systkini hinnar látnu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.