Þjóðviljinn - 26.06.1984, Side 15

Þjóðviljinn - 26.06.1984, Side 15
LYFJAMALIÐ Um áfellisdóma og lyf jaskort Einar Birnir skrifar í tilefni skrifa Þjóðviljans þriðju- daginn 19. júní sl. og miðvikudaginn 20. júní sl. undir ofanrituðum fyrir- sögnum er nauðsynlegt að eftirfar- andi komi fram. Fyrirtækið G. Ólafsson h.f. sem nú starfar var stofnað árið 1977 og tók þá við rekstri hins fyrra G. Ólafsson h.f. sem stofnað var árið 1958. Bæði hafa fyrirtækin hvort á sinni tíð orðið fyrir æði miklum árásum innan og utan lyfjaverslunarinnar, svo að okkur bregður ekki tiltakan- lega orðið. Enda er á hinn bóginn stöðugur vöxtur og vaxandi gengi fyrirtækisins besti dómurinn um þjónustu við viðskiptavini þess og traust, sem það hefur notið og nýtur, innanlands sem utan, og þá jafnframt vottur um engan grundvöll þeirra á- rása og rógs sem nú enn á ný er uppi hafður. Hvorki verður því nú eða í annan tíma haldið fram, að G. Ólafsson h.f. hafi aldrei átt við neina erfiðleika að stríða, né heldur að engin mistök hafi verið gerð. Hins vegar verður við það staðið að G. Ólafsson h.f. og forráða- menn þess hafa á öllum tímum haft kjark til að horfast í augu við vandann og leysa úr honum, svo sem framast var hægt hverju sinni og hvorki spar- að til þess tíma, erfiði eða fjármuni. Fyrirtækið stendur nú sterkara en nökkru sinni fyrr, albúið að takast á við störf sín og skyldur og enda rógs- menn, ef svo ber við. Kristjáns þáttur Linnet yfirlyfjafrœðings og „dómara“ Ég hef spurt Lyfjaeftirlit Ríkisins hvort þeir hafi talið sér skylt að skýra blaðamanni Þjóðviljans frá kæru Kristjáns Linnet dagsettri 18. maí sl. og fékk það svar, sem ég fyrirfram vissi hvað var, að það hefðu þeir ekki gert. Eftir stendur, Kristján Linnet kær- ir, sem auðvitað er hans mál, og hann er frjáls að, en í venjulegu siðuðu þjóðfélagi bíða menn síðan úrskurðar dómara. Það er hins vegar utan skilningar- sviðs Kristjáns Linnet, svo að hann tekur sér fyrir hendur að dæma sjálfur í málinu og birta „þann dóm“ í að minnsta kosti einu sæmilega viðlesnu blaði. Þetta kallast á venjulegu máli siðleysi í einn stað og rógburður í hinn annan staðinn. Kæra Kristjáns var vegna lyfsins Epanutin frá Parke Davis og er alveg sjálfsagt að gera hér grein fyrir inn- kaupun, sölu og lagerun lyfsins síð- astliðið 1 1/2 ár svo að allir megi sjá hið „skelfilega ráðslag" G. Ólafsson h.f. ar tveggja mánaða meðalbirgðum þ.e.a.s. 50 pökkum, en ó nei ekki aldeilis forsjálni Kristjáns náði ekki hærra en í 36 pakka, - það var nú allt. I gleði sinni yfir að fá að bera „ljóst- ýru“ sína að vitum blaðamanns talar Kristján um mörg lyf og nefnir svo tvö með nafni. Égskal gjarnan taka undir með Kristjáni um gæði Orbenin og Globentyl, og það jafnframt að þau eru bæði langtum betri en innkaupa- venjur Kristjáns gefa til kynna. Orbenin stungulyf Ig. innkaup Borg- arspftala 1983 Janúar til ágúst 0 September 25 Október 20 Nóvember 20 Desember 30 alls 95 Það hafa aldrei nein mannslíf verið í hættu vegna aðgerða G. Ólafsson h.f. og er yfirlýsingum Kristjáns Lin- net þar um hér með vísað til föðu- rhúsanna. Hitt má vera nokkuð fyrir að þakka að enginn þarf að eiga Kristján einan að. Um „hjartalyfið“ sorbangil Ólafur Björn Guðmundsson lyfja- fræðingur sagði það bæði satt og rétt, eins og hans var von og vísa, að lengi hefði staðið á Sorbangyl, en það væri nú aftur komið. Lyfjaeftirliti Ríkisins hefur hins vegar verið á sama hátt og með Epan- utin gerð full grein þess af hverju skorturinn stafaði. Ég tek fram að það hvarflar ekki að okkur að 72% smásöluálagning á lyf sem tískuvörukaupmenn einir geta mælt sig við auk afgreiðslugjaldsins á lyf eigi þarna nokkurn hlut. Þetta er augljóslega einungis áhugi og óeigin- girni Eddu auk forsjálninnar og verð- ur að segja í sama mund, að þetta ætti Ólafur í Keflavíkurapóteki að taka sér til fyrirmyndar. Lyfjaheildsalar hafa allt frá árinu 1974 átt ágætar viðræður og samvinnu við yfirvöld heilbrigðismála um lager- hald á heildsölustigi og enda aldrei vikist undan ábyrgð í þeirri veru. Við hér á bæ höfum oft velt dálítið vöngum yfir hversu háttað muni lag- erun lyfja annars staðar í kerfinu. Við hins vegar hrifumst svo af þessu fram- taki Eddu Thorlacius að við settumst kætöut q Ólafssonur bregst Cnu>' - Pra» sky' onin V'.inar tUþf' birfc* Utki Þurf,'.?Íenil“nirei6a stórfál 'V"* >n" Vjt" (W'á'' o- vV\c"° vð ' 1981 Kjoðviljinn hefur heintildir fy ,■» 'yrir þrcmur £ •>.urft''^heiJdverslunii hf.. sem er , ei B,rn'v. að enri. iekum sem • O É;i-r munu h..» tiuWSL x. x w, - . á ’ "w .«*a »'»'v , n*É* S"""' •Vk' » Sjó bls- tíkv b»n> u»', wi\" <jC' Voéy' vfv ; „ •tf* .<í xV \ .- . A\V — f^v —— 1983 Lager í lok Innkaup í Heildsala þar af mánaðar mánuði Borgarí Janúar 230 0 36 Febrúar 146 0 84 ) 36 Mars 122 0 24 ) Apríl 86 0 36 24 Maí 192 150 44 0 Júní 70 0 122 50 Júlí 190 144 24 24 ^g- 142 0 48 12 Sept. 94 0 48 48 Okt. 71 0 23 0 Nóv. 179 200 92 68 Des. 101 0 77 36 1984 Jan. 137 60 24 0 Feb. 137 0 0 0 Mars 13 0 124 60 Áprfl 3 50 60 36 Maí 0 50 53 20 Meðallager G . Ólafsson h.f. Jan. - Des 1983 Meðallager G . Ólafsson h.f. Jan. ’83-Maí ’84 Meðalsala G. Ólafsson h.f. Jan. ’83-Maí ’84 135 100 54 Það liggur fyrir og það er Kristjáni Linnet fullkunnugt um að lágur lager mars- apríl- og maíloka er vegna þess að framleiðandi gat ekki afgreitt fyrir- liggjandi pantanir eða með öðrum orðum marspöntun kom í apríl og aprílpöntun kom í maí en regluleg maípöntun og aukapöntun í maí kom ekki til landsins (í flugi) fyrr en 18. júní sl. Nú er kannski einhverjum forvitni á að vita hvaða pöntun Kristán Linnet átti inni þegar Epanutin kom þann 18. júní, hvað hann ætlar nú að gæta sjúklinga Borgarspítalans vel, - við skulum vera hógvær og ekki ætla hon- um þó meiri eyðslusemi, en sem svar- 1984 Janúar Febrúar Mars Apríl Maí 55 90 120 50 40 alls 355 Globentyl 100 stk. innkaup Borgar- spítala allt árið 1983 28 stk. Jan-maí 1984 24 stk. „Það eru aldeilis engin smá- innkaup" sem standa á bak við stóru orðin. í sendingu (flugsendingu) frá fram- leiðanda reyndust vera afgreiðslumis- tök þann veg að í stað Sorbangyl 5mg. 100 stk., sem skráð eru hérlendis komu Sorbangyl 20 mg. 100 stk., sem í einn stað koma ekki í stað hins fyrra og eru heldur ekki skráð hérlendis og því óheimilt að selja, utan sérstakra afmarkaðra leyfa fyrir takmörkuðu magni, enn sem komið er a.m.k. Þegar svo mistökin uppgötvast og kallað er eftir hraðsendingu á hinni réttu vöru, lendir afgreiðslan til og á flugvelli í Svíþjóð í handaskolum og tefur málið um nær 10 daga í viðbót við aðra töf. Hefði hvorugt þessara óhappa komið til hefði aldrei verið um neinn skort á Sorbangyl að ræða. Það vakti að vísu nokkra undrun okkar skrafið um Hermes hf. og þessi „glæsilega" myndbirting af Sorbangyl í glösum og töflum þann 19. júní og enda umhugsun um hvers vegna „þeir refir væru skornir", en meir um það síðar. Við hins vegar þökkum auglýsingu á lyfinu Sorbangyl og erum sammála því, að þýðing þess og gæði réttlæti fyllilega svo áhrifaríka kynningu. AfEddu Thorlacius Það var sannarlega ánægjulegt að lesa að Edda Thorlacius aðstoðar- lyfjafræðingur er tekin við sem tals- maður Vesturbæjarapóteks og ráða- maður þar á bæ. Sérstaklega hljótum við að fagna því hve skörulega hún tekur á lager- haldi og öryggisþáttum. niður og rituðum heilbrigðisyfirvöld- um bréf og hvetjum þau til að taka nú allt lagerunarkerfið til endurskoðun- ar í tilefni gefins fordæmis en þá um leið má meta mismun á lagerun dýrra og ódyrra lyfja, þýðingarmikilla og þýðingarminni, þeirra lyfja sem mikið eru notuð og hinna sem lítið eru notuð o.fl. o.fl. Ég trúi því að þetta verði Eddu í vesturbænum til verðugs hróss og Ólafi á Suðurnesjum lærdómstilefni. Um verðlagningar, lyfjaumboð o.fl. Það hefur aldrei verið neitt leyndarmál að okkur hjá G. Ólafsson h.f. urðu á leið verðskráningarmistök árið 1981, og það sem verra var þegar þau uppgötvuðust og leiðrétting skyldi fara fram, fór í handaskolum svo að seinni aðgerðin jók á vit- leysuna, í stað þess að leiðrétta hana. Allt var þetta þó stöðvað og sam- komulag gert við formann Apótek- arafélag fslands með vitund og sam- þykki hins opinbera eftirlits og leiðréttingar síðan inntar af hendi við alla sem hlut áttu að máli. Að venju var horfst í augu við vandann, úr mál- inu greitt og því til lykta ráðið. Hið sérkennilega er svo að tæpu hálfu ári síðar hinn 12/3 1982 ritar framkvæmdastjóri Apótekarafélags íslands bréf á ensku til eins félaganna í því félagi og í „besta lagi“ ónákvæmt um þessi verðskrármál. Aðspurður 20. júní 1984 neitar Guðmundur Reykjalín því alfarið að hafa lánað sitt afrit af bréfinu til ljós- ritunar, og því er trúað að svo stöddu a.m.k. Eftir stendur að „félaginn", sem um bréfið bað, Kjartan Gunnars- son apótekari í Lyfjabúðinni Iðunn og aðaleigandi að Hermes hf. lánaði sitt afrit, og nú skýrist sitthvað í um- ræðunni þann 19. júní um Hermes og lyfið Sorbangyl. Hermes hf. var umboðsaðili helm- ings þess fyrirtækis sem framleiðir Sorbangyl og sótti mjög eftir að fá allt umboðið. Bréfið frá 12. mars 1982 var einn liður í atrennu Kjartans Gunnarssonar að því marki, en gjarnan uppskera menn svipað og þeir sá til og Hermes hf. er nú án þessa fyrrum umboðs síns. Það var afhcnt G. Ólafsson h.f. 1. janúar 1984. Ég hef reyndar spurnir af enn nýj- um tilraunum Kjartans í átt til þessa umboðs og geri lítið með, og enda þess fullviss af greinaskrif Þjóðviljans munu síst verða honum styrkur. Hins vegar skil ég ekki alveg hvers vegna Kjartan stofnar til þessarar umræðu nú um hina sérkennilegu ásókn hans og einstakra annarra kol- lega hans í umboð fyrir sérlyfjafram- leiðendur. Ætli honum þyki að svo vel fari saman ríkisúthlutað verslun- areinkaleyfi í smásölu lyfja og um- boðsmennska fyrir lyfjaframleiðend- ur. Auðvitað hef ég eða við hjá G. Ól- afsson h.f. enga ástæðu til að harma þessa umræðu, síður en svo, en miklu meiri mannspartar væru í því fyrir Kjartan að koma sjálfur til dyranna, og vera ekki að bera fyrir sig blaða- mann, sem ekkert þekkir til mála a.m.k. enn sem komið er. Til Þjóðviljans og Össurar blaðamanns Það var ánægjulega ferskt að sjá hinn nýja Þjóðvilja unt s.l. helgi, nýja samkeppni í blaðaveröld þessa lands og ekkert nema gott um það að segja, en ég er alls ekki viss um að staður Þjóðviljans sé í umboðadeilu verslun- arfyrirtækja. Ég hefði líka gjarnan getað unnt blaðinu þessa að verða nýtt blað op- innar heiðarlegrar umræðu laust við skítkast ósannra æsifrétta. Það hefur nú orðið sér rækilega til skammar, svo sem sýnt er fram á hér að framan, en vel gæti blaðið bætt um fyrir mál- stað sínum með kurteislegri afsökun. Ég veit ekki hvort Össur blaða- maður er svo ungur að árum eða lítt sjóaður í veraldarvolkinu að hann treysti sér ekki til að ræða málin við okkur hér á bæ, áður en hann hóf greinarskrifin. Né heldur veit ég hvort verið gæti að „pólitísk trú“ hans hafi hrætt hann svo, að hann haldi, að hinir „ægilegu heildsalar" éti unga blaðamenn með húð og hári ef þeir hætta sér inn á heildsölurnar, en sé svo hlýt ég að benda honum á að hann hefði alls ekki þurft „að fara yfir lækinn eftir vatninu". Á ritstjórn Þjóðviljans situr maður (fréttastjóri) sem heitir Óskar Guð- mundsson, hann var fyrir tiltölulega fáum árum starfsmaður hjá G. Ólafs- son h.f. (duglegur sölumaður) og þekkir okkur eldri starfsmenn fyrir- tækisins út og inn og hann hefði getað sagt Össuri að við erum bráðmeinlaus og leysunt greiðlega úr spurningum blaðamanna, sem annara, í þeim mál- um, sem við þekkjum og förum með. Lokaorð Við höfum hér að framan sýnt fram á staðleysi þeirra fullyrðinga um van- rækslu og lagabrot sem bornar voru á borð fyrir lesendur dagblaðsins Þjóð- viljans 19. og 20. júlí s.l. og ítrekum að við vísum þeim hér með til föður- húsanna. Við munum hér eftir sem hingað til svara þeim spurningum sem til okkar er beint um starfsemi okkar og rétt- mætt er að okkar mati að ræða á opin berum vettvangi. Á sama hátt áskiljum við okkur all- an rétt gegn rógsmönnum hvort sem rógurinn beinist gegn einstökum starfsmönnum G. Ölafsson h.f. og/ eða eigendum þess fyrirtækis eða fyrirtækinu sjálfu. Reykjavík 21. júní 1984 pr. G.Ölafsson h.f. Einar Birnir. Þriðjudagur 26. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.