Þjóðviljinn - 28.06.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.06.1984, Blaðsíða 4
LEIÐARI ^ Er gróðalind framtíðarinnar í hinum nýja blaðhluta Þjóðviljans, Furðum, var í gær greint ýtarlega frá tækninýjungum sem gera fiskeldi að enn arðvænlegri atvinnu- grein en áður var talið. Vissulega hafa íslend- ingar lengi vitað um kosti fiskeldis en mjög hefur skort á að tekið væri á þróun greinarinn- ar eins og um fullgildan atvinnuveg væri að ræða. Frásagnirnar í blaðhluta Þjóðviljans og fréttir sem blaðið hefur flutt um gríðarlegar tekjur af fiskeldi í öðrum löndum sýna að nú verður að taka til hendinni í stuðningi við upp- byggingu fiskeldis á íslandi. Þjóðviljinn greindi frá því í forsíðufrétt í síð- ustu viku að eldisbúin í Noregi skiluðu á síð- asta ári verðmæti sem nam 80% af aflaverð- mæti alls norska þorskveiðiflotans. í Noregi er nú raett um fiskeldi sem gullkálf sjávarútvegs- ins. Á undanförnum fjórum árum hefur sala eldisbúa á laxi og urriða aukist um 340% og nam söluverðmætið á liðnu ári nærri þremur miljörðum íslenskra króna. Forsvarsmenn fiskeldis í Noregi fullyrða að á þessu ári muni söluandvirði eldisafurða verða meira en afla- verðmæti alls þorskveiðiflotans. Eldisbúin skila auk þess tvisvar til fjórum sinnum meiri verðmætum á hvert ársverk starfsmanna en fæst á vettvangi bátaflotans. í blaðhlutanum Furðum, sem Þjóðviljinn birtir til að skýra frá ýmsum nýjungum á sviði vísinda og tækni, var í gær sagt frá því að í .tilraunastöðvum breska fiskimálaráðuneytis- ins hefðu verið þróaðar aðferðir sem gerðu kleift að framleiða hreina hrygnustofna. Með þeim er hægt að sneiða hjá þeim vanda sem ótímabær kynþroski fullorðinna hænga hefur í för með sér, auk þess sem kynþroski hæng- seiða minnkar vaxtarhraðann, leiðir til aukinn- ar dánartíðni og þau öðlast síðar göngubún- ing. Framleiðsla á einkynja stofnum skapar möguleika á að reyna sleppingu á nýjum teg- undum í ám og vötnum án þeirra hættu að stofninn festist í sessi ef hann reyndist illa. íslendingar geta því með því að beita þessum nýju aðferðum kannað hvaða tegundir henta best íslensku vistkerfi. Margar aðrar nýjungar hafa komið fram í tilraunastöðvum. Með einföldu hitalosti skömmu eftir frjóvgun er hægt að gelda af- kvæmin og útrýma á þann hátt kynþroska í sláturfiski. Fiskurinn eyðir þá engri orku í bygg- ingu kynkirtla og vex án afláts. Fiskeldisbú sem rækta regnbogasilung í Englandi hafa beitt þessari aðferð og hefur hún skilað stór- auknum hagnaði í rekstri búanna. í mörgum löndum hefur dreifirækt verið beitt með góðum árangri. Þá er ungfiski sleppt í smátjarnir og síki og hann látinn ganga sjálfala í sláturstærð. Árið 1982 voru framleidd meir en miljón tonn af fiski með dreifirækt í Kína, og í einu fylki í því landi hafa nær 500 þúsund manns atvinnu af fiskeldi. Þessar fréttir frá öðrum löndum og sú reynsla sem íslendingar hafa aflað sér á und- anförnum árum sýna að fiskeldi er einhver mikilvægasta gróðalindin sem völ er á í fram- tíðaruppbyggingu íslenskra atvinnuvega. Mikilvægtbrautryðjendastarf hefurverið unnið á þessu sviði. Það er hins vegar þörf á þátta- skilum í áherslu stjórnkerfis og fjármagns- stjórnenda á þessu sviði. Það er hæpið að fiskeldi eigi að heyra undir landbúnaðarráðuneytið í kerfisflokkum Stjórn- arráðsins og villandi er að nefna þessa at- vinnustarfsemi sem aukabúgrein. íslendingar eiga að gera fiskeldi að kjarnanum í nýrri sókn á sviði sjávarútvegs og veita því þann sess innan stjórnkerfisins sem er í samræmi við slíkt mikilvægi. Stjórnvöld, lánasjóðir og bank- ar verða svo að móta skýra þróunarstefnu sem gerir fiskeldisstöðvum kleift að verða burðarás í íslensku atvinnulífi. KUPPT 0G SKORIÐ reiðakostnað og annað sem til fellur eða yfir 20% af heildartekj- um sínum. Er það nokkur furða þó að sumir segi að það geti verið erfitt að vera aldraður á okkar dögum - í velferðarríkinu íslandi? Margir þurfa að ganga þung spor til félagsmálastofnanna sveitarfélaganna til þess að sækja um húsaleigustyrk jafnvel þó að þeir eigi rétt á því. 10% á biðlista Það er alvarlegt ástand í mál- efnum aldraðra þegar svo er komið að fjöldi manns á bókstaf- lega erfitt með að hafa til hnífs og skeiðar og yfir 10% af öldruðum í höfuðborginni eru á biðlista borgarinnar eftir leigu- eða vist- rými. Er ekki þörf á því að stokka spilin upp, horfa aðeins um öxl meta reynslu liðinna ára og gera svo nýjar áætlanir miðað við þörfina eins og við metum. Langt undir lœgstu launum Lægstu laun í landinu eiga að verakr. 12.600-enelli-ogörork- ulífeyrisþegar eiga að lifa af 10.300 krónum á mánuði". Misjöfn kjör Þessi stutti og mærðarlausi text- i Þóris ( með fyrirsögnum klipp- ara) hefur í sér fólginn kaldan veruleika sem er þjóðfélaginu öllu og stjórnvöldum til lítils sóma. Að baki hans býr saga fjölda einstaklinga sem búa við ömurleg kjör meðan þeir sem stjórna þjóðfélaginu hafa hugann við að bæta kjör þeirra sem hafa þau best fyrir og velta sér upp úr peningum eins og þeir væru skit- ur. -ekh Versnandi kjör annarra Eitt helsta einkenni íhalds- stjórna eru versnandi kjör aldr- aðra og öryrkja. Þessir þjóðfél- agshópar eiga öðrum erfiðara að bera hönd fyrir höfuð sér þegar verið er að smáreyta af þeim au- rana og draga saman þjónustuna. Þórir S. Guðbergsson ellimál- afullrúi Reykjavíkurborgar ritar grein í Morgunblaðið, sem birt er á næst öftustu síðu í 2. blaði í gær. Skyldi maður þó ætia að því blaði sem hafði verulegan áhuga á kjörum aldraðra meðan Sjálf- stæðisflokkurinn var í stjórnar- andstöðu og í minnihluta í borg- arstjórn Reykjavíkur, væri áfram um að slá því upp hvernig högum aldraðra væri háttað undir íhalds- stjórn hjá borg og ríki. Engu má muna í grein Þóris eru margar fróð- legar upplýsingar um þann rétt sem menn eiga á tekjum frá al- mannatryggingum, og má ráða af þeim að enn sé fjöldi fólks ekki upplýstur um hver réttur þess sé. Síðan kemur lýsingin á þeim veruleika sem við blasir hjá þeim sem nota allan sinn rétt. „Það er kunnara en frá þurfi að segja, að fjöldi aldraðra hefur engar aðrar tekjur en frá Trygg- ingastofnun ríkisins. Fáir af elstu kynslóðinni hafa greitt í lífeyris- sjóði og hafa því engin eftirlaun. Hreinasta undur er að sjá hver margir af þessari kynslóð spjara sig þrátt fyrir allt. Meðan heilsan er í iagi tekst mörgum með af- burða nýtni og sparsemi að kom- ast af. En það má engu muna. Ekkert má bregða út af“. Margir hafa peninga eins og skít í þessu þjóðfélagi og fyrir þá er nú stjórnað meðan kjör aldraðra fara versnandi og ekkert virðist vera aflögu fyrir þá. 60-80% fara í húsaleigu „Sá einstaklingur sem hefur allar bætur frá almannatryggingum getur því haft kr. 10.373 ámánuði og hjón kr. 15.764. Af þessum tekjum þarf síðan að greiða húsaleigu eða fast- eignagjöld og viðhald. Húsaleiga fyrir 2ja herb. íbúð er algeng um kr. 6-8.000ámán. Efviðreiknum með kr. 7000 á mánuði þá á ein- staklingurinn eftir um kr. 3.300 til þess að Iifa af! Fjöldi lífeyris- þega verða að greiða 60-80% af tekjum sínum einungis í húsa- leigu eða kostnað við eigið hús- næði þegar gera þarf sérstakt átak til þess að endurnýja þök, glugga o.s. frv. 20% í sérfrœðinga Þurfi viðkomandi síðan að leita sérfræðings sem ekki tilheyrir sjúkrasamlagi, 4 sinnum á mán- uði þarf hann að greiða um kr. 2.000 í viðbót fyrir utan bif- DJ0ÐVUJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjórar: Óskar Guðmundsson Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriks- son, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Súsanna Svavarsdóttir, össur Skarphóðinsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Útlit og hönnun: Svava Sigursveinsdóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Auglýsingar: Margrót Guðmundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir, Anna Guðjónsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Símavarsla: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumaður: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Hanna B. Þrastardóttir, Jóhanna Pótursdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaöaprent hf. Verð í lausasölu: 22 kr. Sunnudagsverð: 25 kr. Áskriftarverð á mánuði: 275 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. júní 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.