Þjóðviljinn - 28.06.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.06.1984, Blaðsíða 8
LANDIÐ Fiskirœkt Gamlar og nýjar ábendingar Halldór Pjetursson leggur til að hafið verði þorskeldi í stórum stíl og að ýmsar fiskitegundir verði betur nýttar en nú er gert. Viö íslendingar stöndum nú á því stigi sem í veður- málvísindum er kallað lægð og höfum allt frá land- námi lifað í lægðum og hæðum. Kannski höfum við verið of gáfaðir til þess að gera okkur grein fyrir þessu. En af þeirri hjá- rænu, sem kölluð er vana- vit áttaði alþýðan sig oft á þessu og bjó sig undir að setja undir lekann. Alþýðan vissi alltaf hvar höggið átti að lenda því hinir ríku höfðu mörg ráð til að afla sér fanga og síðan exi og gálga til að fækka þeim allslausu, sem stundum tóku það ráð, að reyna að ná sér munn- fylli úr búi hinna ríku. Nú er komin önnur öld, þar sem hin svonefnda menning er ekki afnumin en elduð súpa til hjálpar hinum snauðu. Þetta er auðvitað þakkavert en vart undirstaða þess að lifa því, sem kallað er mannlíf. Að elta skuggann sinn íslendingar hafa aldrei skilið hugtakið bjargálna maður. Þeir hjuggu skógana þar til orðið var eldiviðarlaust. Þá var gengið á húsdýraáburðinn, sem þurfti að nota til ræktunar og rekaviðinn, sem þurfti til húsagerðar. Þar kom að allt þurfti að sækja til annarra landa og það varð okkur í raun að fjörtjóni. Til hvers er að minna á þetta allt? Gjört er gjört. Þetta er ekki rétt, alltaf verður að klóra í bakk- ann meðan nokkur fingur er heill. Við höfum orðið fyrir áföll- um en alltaf lagst eitthvað til. Það er mikið rétt um nálægð dauðans og kannski ekki að ástæðulausu en sú nálægð hefur alltaf verið til, þó kannski í mismunandi stfl. Það er líka talað um að búa sig undir dauðann en það eigum við að sameina því, að búa okkur undir lífið meðan þar er einhver von. Lífið er það, sem alls krefst af okkur. Dauðinn er bara skyndi- skuggi, sem ekki ber að elta. Enginn verður maður af því að elta skuggann sinn. Grátþulur eða lifandi starf Nei, hér þarf framkvæmdir og þær þurfa að hefjast nú þegar. Grátþulur um gamlan þorsk þurfa í bili að víkja fyrir lifandi starfi. Væri ekki viturlegast að byrja á fiskeldi og þá ekki síst okkar blessaða þorski? Slíkt mun nú byrjað utan okkar landamæra. Við stöndum hér vel að vígi. Eigum ótal firði með víkum og vogum, sem hægt er að girða af. Á vísindalegan hátt mætti ala þar upp þorsk og fleiri fiskitegundir á margfalt skemmri tíma en slíkt tekur í sjó. Við eigum nóg raf- magn, sem væri betur varið inn- anlands en selja útlendingum það undir kostnaðarverði. Viss er ég um að úr rætist með fæði þótt ég geti ekki bent á slíkt. Loðnu mætti sjálfsagt nota á margan hátt. Það segir sig sjálft, að slík framleiðsla mundi vera hag- kvæmari en að bæta við skipum eða senda þau til veiða út um ver- öldina. Það má líka benda á, að við eigum, að sögn, ennþá marg- ar fisktegundir djúpt og grunnt, óveiddar. Pá var hlegið Ég hef bragðað fiska, sem rannsóknarskip okkar koma með „Við eigum ótal firði með víkum og vogum, sem hægt er að girða af" Suðurnes Nýbygging við heilsugæslustöð Tekin hefur verið í notkun nýbygging við Heilsugæslustöð Suðurnesja, 730 ferm. að grunn- fleti. í henni er aðstaða fyrir lækna, hjúkrunarforstjóra, hjúkrunarfræðinga, ljósmæður, ungbarna- og mæðraeftirlit, augnlækni, geymsla fyrir lyf og sjúkragögn og búningsklefar starfsfólks. Fyrir þessa starfsemi eru ætlaðir 530 ferm. Afgangur- inn, um 200 ferm., nýtast sam- eiginlega af sjúkrahúsi og heilsu- gæslustöð. Þar verða móttöku- herbergi, aðstaða fyrir ritara, símavörslu og anddyri. Smíði hússins hefur staðið yfir síðan í júlí 1982. Verktaki fyrri áfanga byggingarinnar var Húsa- gerðin hf. í Keflavík og skilaði hún húsinu fokheldu í byrjun árs 1983. Þá tók Húsanes hf. í Kefla- vík við, lauk byggingunni og frá- gangi lóðar. Arkitektastofan sf. sá um hönnun hússins og verkfræði- þjónustu og voru artkitektar Örnólfur Hall og Ómar Þór Guð- mundsson er innanhússarkitekt Gunnar Einarsson. Við sögu komu og Fjarhitun hf., Raf- teikning hf. og Hönnun hf. Fram- kvæmdadeild Innkaupastofn- Suðurnes Garðvangur stækkar Byggt hefur verið við Garðvang, dvalarheimili aldraðra á Suðurnesjum, og rúmar hann nú 43 vistmenn unar ríkisins hafði umsjón með verkinu en umsjónar- og eftirlits- maður var Björn Sigurðsson. Bygginganefnd skipuðu: Albert K. Sanders bæjarstjóri, formað- ur, Steinþór Júlíusson bæjar- stjóri, yfirlæknarnir Arnbjörn Ólafsson og Óttar Guðmundsson og Jóhanna Brynjólfsdótir hjúkr- unarstjóri. Með nefndinni starf- aði Eyjólfur Eysteinsson, for- stöðumaður sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar. Lækn- ar stöðvarinnar eru 4: Arnbjörn Ólafsson, Hreggviður Her- mannsson, Jón A. Jóhannsson og Óttar Guðmundsson, yfirlæknir, en hjúkrunarstjóri er Jóhanna Brynjólfsdóttir. Heilsugæslustöðin þjónar Suðurnesjum öllum en lækna- móttökur eru í Grindavík, Garði, Sandgerði og Vogum. mhg og virðast vel ætir. Menn hafa lært að borða ótal fiskitegundir, sem hent var þegar ég man fyrst eftir. Það má benda á að ekki eru nema 100 ár síðan menn dóu heldur úr hungri en að borða hrossaket. Þegar ég var um og upp úr 1930, að sniglast á Siglufirði til að leita að handtaki, varð ég margs vís um fiskitegundir, sem þar var hent og ekki taldar ætar. Má þar til nefna karfa, grálúðu, grá- sleppu og hlýra, sem var talinn hræfiskur. Ég snapaði mé gamlar sfldartunnur og saltaði þessar fiskategundir í nokkrar þeirra, undir dynjandi hlátri áhorfenda. Spurt var hvað ég ætlaði að gera við þetta. Til miðdags, sagði ég, og þá kom ný hláturgusa. Þetta borðuðum við og kenndum einskis meins af. Nú held ég að flestar þessar tegundir séu út- flutningsvara. Þetta mundi spara ótal liði í fiskveiði okkar og mannskap og koma til með að gera landið íbúðarhæft á annan hátt en þann, að rækta það í rúst eða drekkja því í þágu erlendrar stóriðju. Halldór Pjetursson Suðurnes Stuðlað að friðlýsingu Náttúrurverndarnefnd Njarðvíkur mælir með friðlýsingu nokkurra svœða Náttúruverndarmenn á Suður- nesjum hyggja nú á friðlýsingu nokkurra svæða þar um slóðir. Á fundi Náttúruverndarnefndar Njarðvíkur var rætt um friðlýs- ingu Stekkjarhamars, Klettaráss- ins í Y-hverfi, Tjarnarsvæðið og fjöruna í Innra-hverfi. Leggur nefndin til að bæjarstjórnin reyni að ná eignarhaldi á þessum svæð- um að því leyti, sem á það skortir, til frekara öryggis fyrir því, að þeim verði ekki spillt. Bent var og á önnur svæði, sem þyrfti að varðveita, svo sem Arn- arkletti, sem er landamerkja- klettur Voga, Njarðvíkur og Grindavíkur. Þá hafa komið fram hugmyndir um að gera Voga- stapa og hluta af Háabjalla að fólkvangi fyrir Suðurnesjabúa. Enn má nefna að til tals hefur komið að varðveita Seltjörn og umhverfi hennar og fjárborg, sem er hægra megin við þjóðveg- inn upp af Innri-Njarðvík. -mhg Dvalarheimili aldraðra á Suðurnesjum er sameignarstofn- un sex sveitarfélaga: Garðs, Hafna, Keflavíkur, Njarðvíkur, Sandgerðis og Voga. Reka þau dvalarheimilið Hlévang í Kefla- vík og Garðvang í Garði. Tekin hefur nú verið í notkun ný við- bygging við Garðvang, 520 ferm. að flatarmáli. Byrjað var á byggingunni síðari hluta árs 1981. Arkitekt var Rögnvaldur Johnsen. Húsabygg- ing hf. kom húsinu undir þak og sá um timburvinnu. Múrverk önnuðust Halldór og Olíver Bárðarsynir og Hafsteinn Sigur- vinsson. Raflögn: Raflagna- vinnustofa Sigurðar Ingvars- sonar. Málning: Ólafur og Þór hf. Teppalögn: Dropinn. Glugga- tiöld: Femina. Pípulagnir: Jón Asmundsson. Jarðvinnu og lóða- frágangur: Tryggvi Einarsson. Fulltrúi stjórnarinnar við bygg- ingaframkvæmdir var Finnbogi Björnsson. Áætlað er að í hinni nýju bygg- ingu verði rúm fyrir 20 vistmenn og verða þá á Garðvangi 43 vist- menn. Forstöðukona þar er Sól- veig Óskarsdóttir. í Hlévangi eru 16 vistmenn. Þar er Jóna Hjálmtýsdóttir forstöðukona. Stjórn Dvalarheimilis Suður- nesja skipa eftirtaldir menn: Páll Axelsson formaður, Jón Ólafs- son, Sigurður Bjarnason Ingólf- urBárðarson, Leifur A. ísaksson og Unnur Magnúsdóttir. - mhg Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum Útskrifar stúdenta Stúdentar útskrifuðust nú í fyrsta sinn frá Framhaldsskólan- um í Vestmannaeyjum, 12 að tölu. Sjö af þeim voru af viðskipta- braut og fimm af uppeldisbraut. Þá útskrifuðust og 4 með verslun- arpróf, fjórir úr grunnskóladeild málmiðna, tveir húsasmiðir, einn pípulagningamaður og einn raf- virki. Alls voru 160 nemendur í skólanum á síðustu önn. Fastir kennarar voru 10 auk skóla- meistara, Gísla Friðgeirssonar og 5 stundakennarar. -mhg 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. júní 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.