Þjóðviljinn - 28.06.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.06.1984, Blaðsíða 10
Papeyjar sokkar eru íslensk framleiðsla Þekkt gæðavara í mörg ár Framleiðum sterka sokka úr ýmsum efnum á alla fjölskylduna íslendingar styðjið íslenskan iðnað og eflið með því eigin hag. Papey h/f JENNY auglýsir: Framleiðum og seljum á mjög hag- stæðu verði fallegan kvenfatnað á alla aldurshópa, svo sem samfestinga, kjóla, buxur, jakka, pils og boli. Af- greiðum einnig pantanir í verslanir. Góð þjónusta. Fatagerðin Jenný, Lindargötu 30, bakhús, s: 22920. Artemis LANDSÞEKKT GÆÐA VARA FRAMLEIÐANDl: LEXA h.f. Fyrirtækið Max h.f. var stofnað árið 1941 og á því langa þjónustu að baki við að útvega íslendingum sjó- klæðnað, regnfatnað, sport- fatnað og vinnufatnað. Sævar Kristinsson er þar fram- kvæmdastjóri og við tókum hann smátali um stöðuna í dag. „Það gengur mjög vel hjá okk- ur núna og við höfum hvergi nærri undan“, sagði Sævar. „Eg þakka það hinu stöðuga gengi, sem verið hefur um alllangt skeið hér á landi, og einnig því, að fyr- irtækið er í miklum uppgangi og við leggjum mikið í að vera með stöðugar nýjungar og staðna aldrei. Vegna samkeppninnar verðum við að fylgjast vel með og sjá um að standa okkur.“ Sem dæmi um velgengnina hjá Max h.f. nefnir Sævar að á þessu ári hefur salan hjá þeim tvöfald- ast alla mánuðina miðað við sömu mánuði í fyrra. Mikil áhersla er lögð á hönnun í fyrir- tækinu og í fyrra kom Max með álfóðraðan kuldafatnað á mark- að, sem nú er farið að framleiða allsstaðar erlendis, en hefur ekki verið hér á landi fram að þessu. Þessi fatnaður seldist upp á tveimur mánuðum. Nú er Max h.f. að koma með 2 nýjar línur á markað, þ.e. „Storm“-sportfatnað og „Pollux“-vinnufatnað. Þetta er sérhannaður fatnaður og í honum „Vlð leggjum mikið í að vera með stöðugar nýjungar". Sævar Kristins- son, framkvæmdastjóri hjá Max hf. eru ný efni, sem enginn annar að- ili notar hér á landi. Fatnaður frá Max er ódýr ef miðað er við erlendan sambæri- legan fatnað. „Storm“-sportfatn- aðurinn kostar á fullorðinn um 1.400 krónur, en sem dæmi má nefna að erlendur sportfatnaður er seldur hér á allt að 4.000 krón- um. Allir foreldrar kannast við pollagallana frá Max, þ.e. regnfatnað á börn, en þeir gallar þykja með hinum sterkustu í landinu og verðið er fyllilega samkeppnisfært við erlenda vöru. |10 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Miðvikudagur 27. júní 19&4 Vilborg Karlsdóttir í Fatagerðinni Jenný á Lindargötunni (t.v.) ásamt einni starfsstúlkunni. Rannvelgu Halldórs- dóttur. (Ljósm. Atii) Fatagerðin Jenný: Ur heimasaum í fyrirtæki Húsiö Lindargata 30 lætur ekki mikiö yfir sér en þar fer fram mikil starfsemi. Þar er Fatagerðin Jenný til húsa og þar vinna 6 manneskjur viö að framleiða kvenfatnaö og selja í verslanir úti á landi. Vilborg Karlsdóttir og Gunnar Karlsson reka fatagerðina. Vil- borg er búin að vinna við sauma- skap árum saman og hafði svo mikið að gera við að sauma á vini og vandamenn, að þau hjón ákváðu s.l. haust að gera úr þessu fyrirtæki. Vilborg segist sníða allt sjálf og hugmyndirnar fæðast í sameiningu hjá henni og sauma- konunum, sem hjá henni vinna. „Þetta eru allt saman fyrsta flokks manneskjur“, segir Vil- borg um starfsliðið. Húsnæðið hafa þau á leigu, en Gunnar var þar áður með bók- haldsþjónustu, sem hann segist hafa dregið mikið úr til að geta einbeitt sér að fyrirtækinu. „Það er miklu skemmtilegra“, segir hann. Vilborg og Gunnar segjast ekki hafa þurft að taka nein lán - og hlýtur það að teljast til tíðinda í íslenskum fataiðnaði. „Við spörum mikið í rekstri og gerum vel við okkar fólk - það skiptir mestu máli“, segir Vilborg. Vilborg segist hafa orðið vör við, að viðtalið við Guðmund Þ. Jónsson, formann Lands- sambands iðnverkafólks, í sjón- varpinu fyrir nokkru hafi vakið mikla athygli meðal fólks. „Hér er fluttur inn hræódýr fatnaður frá Asíu, og fólk er nú farið að spyrja hvers vegna hann sé svona ódýr. Það er vegna þess að fólk- inu er ekki borgað kaup og börn jafnvel látin þræla í verksmiðjun- um“, segir Vilborg. „Auðvitað má fá ódýrari vöru með þræla- haldi, en spurningin er hvort þetta er það, sem við viljum.“ Max h.f. Mikill uppgangur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.