Þjóðviljinn - 28.06.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.06.1984, Blaðsíða 11
________________________ATVINNULÍF__________ Iðnaðardeild SÍS Fataiðnaðurinn hefur geysilega möguleika Nú erfarið að birta til hjá íslenskumfataframleiðendum eftir nokkur mögur ár, segir Kristján Jóhannesson framkvœmdastjóri S9ÐAN 32 QGENN AFULLU ÝINNUFÖT VINNUFATAGERÐ ÍSLANDS, REYKJAVÍK,SÍMI:16666 i versluninni Garn og Gaman að Hverfisgötu má m.a. kaupa garn með fjöðrum, Lamagarn og sérkennilega fallegt silkigarn frá Frakklandi. (Ljósm.-eik-) Garn og Gaman Pels úr oturgarni! Verslunin Garn og gaman var stofnuð árið 1983 í nóv- ember og á því ekki ýkja marga daga að baki. Rut Bergsteinsdóttir er eigandi og hún er með ýmsar sérkenni- legar vörur til að prjóna úr. Eða hvernig litist ykkur á að prjóna úr fjöðrum? Fjaðrirnar fást þó í Garni og gamni og hægt að gera margt skemmtilegt úr þeim. Annað, sem ekki fæst í hverri búð, er ot- urgarnið sem Garn og gaman býður uppá og Lamagarn. Úr ot- urgarninu mætti vel prjóna sér hlýjan vetrarpels ef áhugi og þol- inmæði eru fyrir hendi. - Áslaug Ragnars hefur hannað kjól úr garni, sem Garn og gaman flytur inn frá Frakklandi. Pað garn kallast silkigarn og hefur einstæða áferð. Myndir af kjóln- um og uppskrift munu birtast í næsta hefti af tímaritinu Lopi og band, sem á skömmum tíma hef- ur náð mikilli útbreiðslu hér á landi, því prjónakonum fjölgar sífellt. Kristján Jóhannesson er framkvæmdastjóri fataiðnað- ar hjá Iðnaðardeild Sam- bandsins á Akureyri. Starfs- fólk í fataiðnaði hjá Samband- inu er rúmlega hundrað, bæði á Akureyri og Sauðárkróki. Kristján var spurður um stöðu fataiðnaðarins um þessar mundir. - Rekstrarskilyrði iðnaðarins almennt hafa batnað verulega eftir að verðbólgan fór að hægja á sér og það gildir líka um fataiðn- aðinn. Afkoman í fataiðnaði hef- ur verið mjög slæm síðustu 2-3 árin enda hafa mörg fyrirtæki í greininni farið á hausinn á þess- um tíma. En nú er farið að birta til. Kristján hóf störf hjá Sam- bandinu fyrir 3 árum og þá í skó- deildinni. - Skóiðnaðurinn átti í miklum erfiðleikum, sagði Kristján, og átti jafnvel að hætta starfseminni á tímabili. En nú er þar allt á uppleið. Það tókst með endur- skipulagningu framleiðslunnar, vöruþróun og nýrri tækni. Slíkt gerist ekki með neinni stökk- breytingu heldur með markvissu starfi. Nú er svo komið að við teljum skóiðnaðinn eiga góða möguleika á erlendum mörkuð- um. - Það sem við gerðum í skóiðn- aðinum er nú okkar verkefni í fat- aiðnaðinum og þar er vöruþróun og markaðsöflun lykillinn að velgengninni. Fataiðnaðurinn hefur geysilega möguleika og markaðshlutdeild . okkar getur orðið miklu meiri. Við erum í harðri samkeppni við erlenda framleiðendur, sérstaklega Dani. Við viljum engar sérstakar verndaraðgerðir heldur bara fá að búa við svipuð skilyrði og sam- keppnisaðilarnir. Hafa viðhorf landsmanna til ís- lenskrar framleiðslu breyst? - Viðhorfin hafa kannski ekki breyst. Viðskiptavinurinn veit líklega ekkert hvort varan sem hann kaupir er íslensk eða er- lend, þótt hann geti í sjálfu sér auðveldlega komist að því. Hann kaupir bara það sem hann vill. Mikið af tískufatnaði í verslunun- um er íslensk vara þótt margir viti það sjálfsagt ekki. Hvað með laun fólksins sem hérna vinnur? - Kaupið þyrfti að batna mikið. Það er ailt of lágt. Ég held ekki að það myndi hrinda af stað nýrri verðbólguskriðu þótt launin yrðu hækkuð. Reynslan sýnir að það er hagkvæmast að hafa gott fólk og borga því vel. - Það sem okkur þarf að takast eru þessi þrjú R: Það er rétt vara á réttu verði og á réttum tíma. Ef þetta tekst er þessi vinna mjög skemmtileg, sagði Kristján Jó- hannesson að lokum. þá Fimmtudagur 28. júni 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.