Þjóðviljinn - 28.06.1984, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 28.06.1984, Blaðsíða 13
ATVINNULIF Vandað blað frá íslensku ullinni Þekkt og auð- seljanleg vara Vörumerkið Artemis er búið að vera á markaðnum á ís- landi allt frá árinu 1938, en undir því merki erframleiddur undirfatnaðurog náttkjólará kvenfólk. Fyrirtækið Lexa hf. tók við vörumerkinu fyrir þremurárum. Lexa hf. var stofnað árið 1970 og fram- leiddi þá eingöngu hálsbindi og slaufur. Björn Bjarnason heitir fram- kvæmdastjóri Lexu hf. og segir hann 14 saumakonur vinna hjá fyrirtækinu. „Við höfum mjög gott starfsfólk sem hefur unnið hér í fjöldamörg ár“, segir Björn. Hönnun á flíkum fer fram í fyrir- tækinu og segir Björn hugmyndir fæðast hjá öllu starfsfólkinu. „Fyrirtækið gengur mjög vel“, segir Bjöm, „og því höfum við ekki yfir neinu að kvarta. Staðan hefur lagast mikið við það að genginu hefur verið haldið stöð- ugu og það rétt skráð. Við höfum þaft næg verkefni þetta árið.“ Björn segist ekki kannast við að íslendingar vilji ekki kaupa ís-. lenska vöru, a.m.k. eigi það ekki við um þá vöru, sem framleidd er í Lexu hf. „Samkeppnin er að vísu mikil, en þetta er þekkt vara og mjög seljanleg. Verðið er einnig áþekkt því sem gerist með fatnað erlendis frá og í sumum tilfellum er það lægra hjá okkur.“ Acr A U&lANUH Flmmtudagur 28. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Lopi og band: Jóhanna Hjaltadóttir á heiðurinn af þessum uppskriftum, sem prýða blaðið Lopa og band, 2. tbl. ársins 1984. Uppskriftir úr erlendu garni njóta einnig mikilla vinsælda á síðum blaðsins. Utan prjón- auppskrifta hefur blaðið kynnt tauþrykk, leðurvinnu, fatasaum, o.fl. og í bígerð er að auka þessa þætti blaðsins nokkuð og brydda upp á nýjungum. Efni blaðsins er mjög vandmeðfarið, enda fer það um margar hendur. Uppskrifta- gerð er vandasamt nákvæmnis- verk, en blaðið hefur einmitt hlotið hrós fyrir vandvirkni og skýran texta í uppskriftum. Haustblað Lopa og bands kemur út um mánaðamótin ágúst/september. Blaðið kostar 180 krónur í lausasölu en 140 krónur til áskrifenda. Björn Bjarnason, framkvæmdastjóri Lexu hf. en þar er framleltt undir hinu gamla og þekkta vöruheiti Artemis. Lexa hf.: Erla sagði okkur að í fyrstu hafi ekki verið ljóst hver væri grund- völlur fyrir útgáfu blaðsins, því þetta var fyrsta íslenska tísku- prjónablaðið með aðkeyptri fata- hönnun. Fljótlega kom þó í ljós, að móttökumar voru jákvæðar. Lesendum hefur fjölgað jafnt og þétt og útkomu blaðsins er nú jafnan beðið með nokkurri eftir- væntingu. Flestir hönnuðir blaðsins hafa menntun í meðferð ýmiskonar efnis. Margir þeirra eru útskrif- aðir úr handavinnudeild Kennar- aháskólans eða hafa verið í textíl- námi í Myndlista- og handíða- skólanum, en hönnuðir af guðs náð eiga einnig efni á síðum blaðsins. Auk Erlu Eggertsdóttur vinna við blaðið Björg Gunnsteinsdótt- ir, aðstoðarritstjóri, sem hefur verið með frá upphafi, Kristín Jónsdóttir Schmidhauser, sem er ráðgefandi um efnisval og upp- skriftagerð, og Guðmunda Hall- geirsdóttir, sem sér um daglegan rekstur skrifstofunnar. Þær síðar- nefndu komu nýlega til starfa við blaðið. Efni blaðsins er ekki ein- skorðað við innlenda ull, þótt hún skipi þar sinn fasta sess. Prjónablaðið Lopi og band kom fyrst út árið 1981. Útgef- andi blaðsins er íslenska ullin, en að baki því er Erla Eggerts- dóttir, ritstjóri blaðsins. Blaðið kom fyrst út tvisvar á ári, en nú hafa umsvifin aukist og kemur blaðið nú út þrisvar á ári. Ný- verið opnaði blaðið skrifstofu og þar vinna þrír í fullu starfi. SIÐAN 32 QGENN AFULLU I/INNUFÖT VINNUFATAGERÐ ÍSLANDS. REYKJAVÍK. SÍMI:16666

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.