Þjóðviljinn - 28.06.1984, Blaðsíða 19
LESENDUR
Þjóðviljinn
er besta
blað
Kæri Þjóðvilji.
Ég er hér ein sem hef alltaf ver-
ið óánægð með Þjóðviljann
þunna, en núna frá breytingunni
er þetta besta blað og sérstaklega
U-síðan, krossgátan og ekki síst
íþróttirnar á þriðjudögum. Einn-
ig mætti koma fólk í fréttum og
viðtöl við íþróttamenn eins og
Kristján Arason, Pál Ólafsson og
marga fleiri, annars er blaðið frá-
bært.
Kær kveðja,
Halla Auðunardóttir.
Aðal-
dals-
flug-
völlur
og
hégóma-
höllin
Glúmur Hólmgeirsson skrifar:
Það stóð æpandi fyrir augum
mér þegar ég fylgdi kærum gesti á
flugvöllinn í Aðaldal og sá þar
standa hálfgerða og yfirgefna
flugstöðvarbyggingu og flugvöll
vangerðan, sem hefur þó allar að-
stæður til þess að verða mikils-
verður í flugsamgöngum - hversu
ómælda bölvun þjóðin getur
hlotið af því, þegar barnalegir
stórmennskubrjálaðir menn
komast í áhrifastöður og ná þann-
ig að koma fram sjúku mikillæti
sínu, eins og nú hefur orðið við
smíði flughallarinnar í Keflavík.
Eftir því sem nú er ætlað að
moka af fé í þá byggingu virðist
þar ausið þeim óhemju fjármun-
um í hreint óhóf og glys, að að-
eins lítill hluti þess fjár nægði til
að byggja allt upp á Aðaldalsflug-
velli svo að gott yrði, og líklega
fleiri velli. Nei, hégómahöll skal
það vera, en ekki skynsamleg
heildar-samvinna um öll flugmál-
in.
Já, það er lokkandi að hugsa til
þess, að geta trónað þar á hæsta
stól í glæsihöllinni þegar hún er
risin. Hvort hún þjónareinhverju
skynsamlegu hlutverki skiptir
ekki máli og að brotaminna og
ódýrara hús hefði nægt prýðilega.
Hégómi skal það vera og skulda-
bagginn hengdur um háls eftir-
komendanna.
Um daginn fór ég með slátt-
uvélina mína í viðgerð hjá sláttur-
vélaþjónustunni Seyði, Smiðju-
vegi 28, Kópavogi. Það var
eitthvað slakur gangur í henni og
þurfti að skipta um kerti og plat-
ínur. Þegar svo viðgerð var lokið
sendi ég dóttur mína til að sækja
hana. Henni þótti reikningurinn,
3.355 kr. ótrúlega hár. Henni var
sagt að ef hún borgaði ekki, fengi
hún ekki sláttuvélina.
Reikningurinn var sundurlið-
aður þannig að sex klst. fóru í
vinnu. Kerti kostuðu 150 kr.
stykkið, en til viðmiðunar má
geta þess að á bensínstöðinni
hérna kosta dýrustu kerti 60 kr.
en hægt er að fá þau á allt niður í
15 krónur. Hver platína hjá Seyði
kostar síðan 550 kr.
Þegar ég hafði samband við
verðlagsstjóra út af þessum
reikningi viðurkenndi hann að
réikningurinn væri að vísu of hár,
en ekkert væri hægt við þessu að
gera þar sem frjáls álagning væri
á þessari tegund þjónustu.
Ég vil vek j a athy gli á þessu, því
þetta eru okrarar og fólk er varn-
arlaust gagnvart þeim. Ég vil
benda fólki á að spyrja fyrirfram
um verð á varahlutum og þjón-
ustu, svo það viti á hverju það á
von, eða til þess að það geti leitað
sér að öðru fyrirtæki sem hefur
sanngjarnara verðlag. Síðast en
ekki síst vil ég vekja athygli fólks
á því að þetta er hin frjálsa álagn-
ing í reynd.
Hilmar Ingólfsson, Garðabæ
MINNING
Arni Jóhannsson
vélstjóri — Fæddur: 21. febrúar 1926 — Dáinn: 21. júní 1984
Árni Jóhannsson fæddist í
Sölkutóft á Eyrarbakka, sonur
hjónanna Jóhanns B. Loftssonar
og Jónínu Hannesdóttur. Árni
ólst upp í föðurhúsum fram yfir
fermingaraldur í stórum systkina-
hópi.
Hann starfaði bæði til sjós og
lands, en fór svo í nám í vél-
virkjun í Vélsmiðjunni Héðni í
Reykjavík og strax á eftir fór
hann í Vélskóla íslands, og lauk
þaðan prófi árið 1951. Á námsár-
um sínum dvaldi hann hjá föður-
bróður sínum Markúsi Loftssyni
og konu hans Maríu Guðmunds-
dóttur sem nú eru bæði látin, og
naut þar ávallt góðrar umhyggju
þeirra hjóna.
Að námi loknu liggur leiðin til
sjós sem hann stundar næstu átta
árin, en byrjar þá kennslustörf
hjá Fiskifélagi íslands yfir vetrar-
tímann, en á sumrin var hann oft-
ast á sjó.
Árið 1965 ræðst hann svo til
kennslustarfa við Vélskóla ís-
lands og er þar fram á mitt ár
1975. Sama ár ræður hann sig til
vélstjórastarfa til sjós hjá dönsku
útgerðarfélagi Niels Jensen og
Co., og starfaði þar fram yfir
haust 1983 en þá var sjúkdómur
sá er nú að síðustu lagði hann að
velli orðinn svo þungbær að hann
komst ekki til starfa á ný.
Árni kvæntist elskulegri eigin-
konu sinni Björgu Helgadóttur
29. desember 1956, og eignuðust
þau fjögur börn. Þau eru Margrét
Björg, f. 1956, Markús Már, f.
1957, Hafsteinn Viðar, f. 1959,
Auður, f. 1961. Stjúpbörn voru
tvö, Helgi Sigurgeirsson f. 1951
og Kristín Sigurgeirsdóttir f. 4.
okt. 1947, d. 7. okt. 1969, og lét
hún eftir sig eitt barn, Oddnýju
Ágústsdóttur f. 1965, sem Árni
og Björg gengu í foreldrastað.
Árni var mjög dagfarsprúður
maður og vann hug og hjörtu
allra þeirra er störfuðu með hon-
um. Alls staðar vann hann störf
sín af trúmennsku og dugnaði og
naut hylli húsbænda sinna og
nema. Hann var mjög góður
maður og hjartahlýr, það fundum
við börn og tengdabörn svo vel og
barnabörnin, sem voru honum
svo kær.
Hann var ávallt tilbúinn að
rétta okkur hjálparhönd hvenær
sem var og sjáum við mörg
handbrögð hans á heimilum okk-
ar.
Eiskulegri móður okkar sem
pabba þótti svo vænt um biðjum
við Guð að styrkja í hennar djúpu
sorg.
Að leiðarlokum viljum við
þakka elskulegum föður okkar
hans tryggu samfylgd og allt það
góða sem hann gaf okkur, og
biðjum honum Guðs blessunar.
Börn og tengdabörn.
Fimmtudagur 28. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19