Þjóðviljinn - 28.06.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 28.06.1984, Blaðsíða 15
LESENDUR Ingi Hans Jónsson Spurning um aðferðir umgengni og framkomu Byggingarnefnd Grundarfjarðar: Það hlýtur að vera mönnum til umhugsunar hvort umgengni sem þessi og mannvirkjagerð eigi ekki erindi inní þá umrœðu um fiskirœkt sem fram fer á Islandi um þessar mundir. Mikil umræða hefur skapast í kjölfar fréttar í Þjóðviljanum þann 21. júní um hneykslan Grundfirð- inga á Fálkaorðuveitingu til Jóns Sveinssonar í Látravík. Þar sem heldur hefur hitnað í kolunum í þessari umræðu er rétt að skýra hér nokkur atriði. Samþykktir bygginganefndar Síðastliðið sumar gerði bygging- arnefnd mikla rassíu í því að láta fjarlægja skúrarusl og ýmislegt fleira sem til óþrifa varð að teljast í okkar fögru sveit. Margir fengu sendibréf þar sem óskað var eftir lagfæringum. Nokkur fyrirtæki voru í þeim hópi. Sem sýnishorn af bréfunum birti ég hér texta þess bréfs sem Jóni Sveinssyni var sent: Látravík h.f. do Jón Sveinsson Grundarlandi 12. Rvík. Áfundi byggingarnefndar2H8 sl. var samþykkt að senda yður svohljóðandi bréf: Byggingarnefnd vill benda eigendum Látravíkur h.f. á, að húsakynni fyrirtœkisins við Lár- ós eru sveitarfélaginu til mikillar vansœmdar svo og rústir þœr sem á jörðum fyrirtœkisins standa. Einnig er umgengni um athafna- svœði fyrirtœkisins ábótavant. Viðförum þess á leit við forsvars- menn fyrirtœkisins að þeir komi þessum hlutum í lag hið fyrsta. Svo mörg voru þau orð. For- ráðamenn fyrirtækja á staðnum svo og einstaklingar sem fengu bréf áþekk þessu höfðu svo samband við byggingarfulltrúa og lagfæring- ar voru framkvæmdar að verulegu leyti í samráði við hann og aðra starfsmenn sveitarfélagsins, sem veitti fólki aðstoð, tilsögn og jafnvel aðstoð við lagfæringar. En frá forráðamönnum Látravíkur h.f. heyrðist hvorki hósti né stuna. Þannig líður haustið og síðan vet- urinn. í vor er svo bréfið ítrekað og segir þar m.a.: „Þar sem forráða- menn fyrirtækisins hafa í engu sinnt ábendingum byggingarnefnd- ar, samþykkti nefndin að gefa frest til 15. júní til að framkvæma þær lagfæringar sem nauðsynlegar verða að teljast, til þess að fyrir- tækið sé ekki sveitarfélaginu til skammar". Miklar umræður urðu t byggingarnefndinni um hvaða við- urlögum skyldi beita ef ekkert yrði aðhafst. Menn komu sér saman um að hóta ekki neinum viðurlögum að sinni og reyna að sleppa við slík- ar aðgerðir. Þess í stað var svo- felldri bókun bætt við í bréfið: „Það hlýtur að vera mönnum til umhugsunar hvort umgengni sem þessi og mannvirkjagerð eigi ekki fullt erindi inn í þá umræðu um fiskirækt sem fram fer á íslandi um þessar mundir“. Þar hafið þið það. Þetta hefði komið í fjölmiðlum hvort sem Jón hefði fengið pjátrið eður ei. Rétt er að benda á að enginn ágreiningur hefur verið í umfjöllun um þetta mál hvorki í byggingarnefnd né hreppsnefnd. Viðbrögð Jóns hafa hins vegar helst verið þau að óska fólki þessu beint til helvítis. Varla getur það verið honum til virðing- arauka í þessari sveit, hvað svo sem hreppasiðum annarsstaðar líður. ástand mannvirkja við Lárós. Því til svars og málflutningi bygging- arnefndar til stuðnings óska ég eftir að birtar séu hjálagðar myndir. Um ásakanir um lögbrot kannast ég ekki við, en eitthvað hefur Sig- urjón séð á milli línanna, sem ég kannast ekki við að hafa látið þar. Nú, fleiri urðu til þess að fetta fingur út í umfjöllun blaðsins. Ein- hver Kristján Gíslason segir í Les- endagrein að „Yfirleitt hafa menn látið sér nægja að hrista kollinn góðlátlega við hverja orðlotu og beðið síðan rólegir eftir þeirri næstu". Ég tek alveg innilega undir þessi orð því ekki er svo sem mikill virðingarauki af þessum orðu- veitingum en eitt er þó sem ég verð að benda Kristjáni á og aftur vitna ég í greinina hans og taki menn nú eftir: „Oft er rætt um fiskeldi sem „aukabúgrein". Nú bendir sitthvað til þess að erlendum auðfélögum eigi að hlotnast drjúgur hluti af arðsemi slíkrar starfsemi. Það nýj- asta er frétt um að SÍS ætli að hefja fiskeldi í stórum stíl í samvinnu við bændur. Nei, afsakið, Norð- menn“. Þarna kemur Kristján ein- mitt að merg málsins. Auðvitað á að koma í veg fyrir aðild útlendinga í uppbyggingu íslenskra atvinnu- vega. Nauðsynlegt er að unnið sé að þessari uppbyggingu í samvinnu við bændur sem eiga þau lönd sem skapa möguleikana. En hefur það verið gert í Lárós? Hefur það verið gert í veiðilöndum Thorsaranna á Snæfellsnesi? Nei, því miður. Við Snæfellingar getum í þessu sam- hengi sett jafnaðarmerki á milli er- lendra auðhringa og reykvískra auðmanna. Réttur maður í grein Sigurjóns Davíðssonar í Þjóðviljanum er helst nauðsynlegt af minni hálfu að svara því er hann ber upp á mig grófar missagnir um Heiðursmenn og orðuhafar Þeir menn sem vaða inn á skítug- um skónum verða sjaldnast vinsæl- ir. Þó má þar úr bæta, en það er einungis í valdi þes sem óð inn á skítugum skóm. Aðrir geta í mesta lagi hjálpað til að hreinsa upp spor- in, og því get ég lofað Jóni Sveinssyni og félögum því, að ef þeir hafa hug á því að bæta sam- band sitt við Grundfirðinga verður ekki slegið á framréttar hendur. Allt verður virt sem til betri vegar verður fært. Hinn 72 ára gamli Jón Sveinsson hefur vissulega unnið merkilegt starf í laxeldistilraunum sínum og verður það alls ekki van- metið af Grundfirðingum. Hins vegar hefur sú umræða sem farið hefur fram einkennst af spurning- unni um aðferðir, umgengni og framkomu, ja eða bara mannasiði. Grundfirðingar þurfa engar orð- ur. Það er engin öfund í þeim út af orðuveitingum. Hins vegar eru ör- lítil sárindi í mönnum að sjá fjár- magn flutt út úr sveitinni í stórum stíl og ekkert skilið eftir nema rusl og drasl og það skal vera upphaf og endir míns máls. Hins vegar, ef fálkaorður verða til þess að menn bæti umgengni sína, þá eru þær til góðs. Grundarfirði 24.06 1984 Ingi Hans Jónsson. Fimmtudagur 28. júní 1984 ' ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.