Þjóðviljinn - 28.06.1984, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 28.06.1984, Blaðsíða 17
FRÉTT ASKÝRING Lyfjaskortur G. Ólafsson hfhefur brugðist lagalegum skuldbindingum um að eiga nægar birgðir sérlyfja í landinu. Tvívegis hefur heilbrigðisráðuneytinu borist kœrur á fyrirtœkið. Vald ráðuneytisins til aðgerða er hins vegar takmarkað. Óþœgindi fyrir sjúklinga. Lyf sem skorti í samtölum við lyfjafræðinga kom fram að fjölmargar tegundir lyfja skorti hjá G. Ólafsson h.f. Þannig sagði Óli Sverrir Sigurjónsson í Keflavíkurapóteki að lyf „úr öllum flokkum lyfja" hefði skort. En þau lyf sem sérstaklega voru nefnd af lyfjafræð- ingunum voru: Fenýtóín: krampastillandi lyf sem gefið er í stungulyfinu epínútíni. Orbenín: fúkkalyf, sem notað er gegn sérstökum bakteríusýkingum. Glóbendíl: kvalastillandi lyf, sem hefur það fram yfir önnur svipuð lyf, að hafa mun minni blæðingarhættu í för með sér og er því afar þarft fyrir sjúkrahús þar sem þarf oftlega að gefa stóra skammta af slíkum lyfjum. Ventólín: astmalyf. Sorbangíl: hjartalyf. Jafnframt má geta þess, að sum sjaldnotuð lyf sem G. Ólafsson h.f. hefur umboð fyrir, eru flutt inn af apótekum spítalanna sjálfra á undanþágum, þar eð þau telja erfitt að reiða sig á þjónustu fyrirtækisins. Yfirlyfjafræðingur Borgarspít- alans kærði fyrir skömmu lyfja- heildsöluna G. Ólafsson hf. fyrir að hafa vanrækt að sjá um að nægilegar birgðir af krampastill- andi lyfi, Fenýtóíni, væru til reiðu, en illa haldinn sjúkling á Borgarspítalanum skorti lyfið. Þjóðviljinn komst á snoðir um kæruna og sjálfstæð rannsókn blaðsins leiddi í ljós að G. Ólafs- son hf. hefur staðið sig mjög illa í öflun sérlyfja sem fyrirtækið hef- ur umboð fyrir. Skortur á þýðingarmiklum sérlyfjum getur að sjálfsögðu haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjúkl- inga. Til marks um það má taka ummæli Kristjáns Linnet yfirlyfj- afræðings Borgarspítalans, en þegar hann var spurður hvort skortur á innfluttum sérlyfjum G. Ólafssonar hf. gæti stefnt lífi sjúklinga í voða, var svar hans: „Sú staða gæti komið upp“. Keyrt um þverbak Erlend lyf sem skráð eru sem sérlyf eru ófáanleg hér á landi nema hjá því fyrirtæki sem hefur umboð fyrir hinn erlenda fram- leiðanda. Af þeim sökum hefur hið opinbera sett lagalega skyldu á innflytjendur lyfja um að hafa ævinlega til reiðu nægar birgðir sérlyfja. Þetta kemur fram í grein 27, í reglugerð 289 frá 1970, þar sem þess er ennfremur getið, að þrjóti tiltekið sérlyf skuli innflytj- andi tafarlaust útvega það, flug- leiðis ef þurfa þykir. Þjóðviljinn ræddi af handahófi við þrjá lyfjafræðinga í al- mennum apótekum í Reykjavík og einn utan Reykjavíkur, auk tveggja lyfjafræðinga í sjúkra- húsapótekum. Allir höfðu sömu sögu að segja: G. Ólafsson hf. hafði ekki staðið við hinar laga- legu skuldbindingar og staðið sig ver en önnur fyrirtæki uppá síð- kastið. Skylt er að geta þess, að margir lyfjafræðinganna gátu þess, að af og til kæmu upp „göt“ hjá vel- flestum innflytjendum, þe. til- tekið lyf skorti einhverra hluta vegna um skamma hríð. Hjá G. Ólafssyni hf. hefði hins vegar keyrt um þverbak, mörg lyf hefði skort og sum lengi, og hjartalyfið Sorbangíl var tekið sem dæmi af nokkrum lyfjafræðingum. Apótekarafélagið kœrir Aðalfundur Apótekarafélags íslands samþykkti á sínum tíma að kæra G. Ólafsson hf. til heilbrigðisráðuneytisins fyrir að standa ekki við lagalegar skuld- bindingar sínar. Engin mótat- kvæði voru greidd gegn tillög- unni, sem sýnir ef til vill betur en annað hvers álits G. Ólafsson hf. naut meðal apótekara. Apótekarafélagið lét ekki þar við sitja, heldur sendi líka bréf til hinna erlendu umbjóðenda G. Ólafsson hf., þar sem greint var frá kærunni. í fljótu bragði virðist sem heil stétt manna snúist tæp- lega á þann hátt gegn einu fyrir- tæki nema þung rök liggi að baki. Þjóðviljinn hefur undir höndum afrit af þessu bréfi. Þrátt fyrir kæru Apótekarafé- lagsins virðist ástandið þó lítið hafa batnað. Um það vitna um- mæli lyfjafræðinga hér í Þjóðvilj- anum. Annan vitnisburð má einnig leiða fram: Vitað er að sum sjúkrahús hafa flutt sjálf inn ýmis sjaldnotuð, þýðingarmikil lyf sem G. Ólafsson hf. hefur um- boð fyrir. Tæpast myndu þau standa í slíku vafstri ef hægt væri að reiða sig á umboðið sjálft til þeirra hluta. Einsog fyrr er sagt kærði svo yfirlyfjafræðingur Borgarsþítal- ans fyrirtækið fyrir skömmu til heilbrigðisráðuneytisins. Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri hefur einnig staðfest í viðtali við Þjóð- viljann að engin önnur lyfjafyrir- tæki hefðu verið kærð formlega til ráðuneytisins, nema G. Ólafs- son hf. Valdlítið ráðuneyti Könnun Þjóðviljans á málinu leiddi jafnframt í ljós að jafnvel þó heilbrigðisráðuneytið telji eitthvert lyfjafyrirtækjanna sýna vanrækslu eru hendur þess bundnar. Páll Sigurðsson ráðu- neytisstjóri sagði að þeir fælu Lyfjaeftirlitinu að kanna birgð- astöðu fyrirtækisins sem kvartað væri yfir, einkum með tilliti til þýðingarmikilla lyfja. Ef úrslit þeirrar könnunar gæfu ástæðu til, myndi ráðuneytið kvarta skri- flega við fyrirtækið. Léti það sér hins vegar ekki segjast gæti ráðu- neytið lítið annað gert en skrifa bréf til umbjóðenda fyrirtækisins erlendis og skýra frá vanrækslu þess. Það væri hins vegar fráleitt í valdi ráðuneytisins að svipta fyr- irtækið umboðum sínum. Lífsháski Einar Birgir eigandi lyfja- heildarverslunarinnar G. Ólafs- son hf. hefur sagt í Þjóðviljanum að „það hafa aldrei verið nein mannslíf í hættu vegna aðgerða G. Ólafsson hf“. Það breytir því hins vegar ekki, sú staða kynni að koma upp að skortur á sérlyfi frá G. Ólafssyni hf. eða öðrum leiddi líf í háska. í fyrsta lagi er mögulegt að skortur á tilteknu sérlyfi gæti beinlínis dregið til dauða. í öðru lagi þá er vitað að þurfi sjúklingur, sem er í fastri lyfja- meðferð, að skipta um lyf sökum utanaðkomandi þátta einsog lyfjaskorts, þá getur það valdið ýmsum óþægindum og vand- kvæðum fyrir sjúklinginn. Tveir lyfjafræðingar, annar úr almennu apóteki og hinn úr sjúkrahúsapó- teki tóku þetta einmitt sem dæmi um þann baga sem sjúklingum stafar af vanrækslu G. Ólafsson hf. En þetta dæmi er hins vegar sjálfsagt að rekja lengra: Segjum sem svo að sjúklingur í fastri lyfj- ameðferð sé illa haldinn og tví- sýnt um líf hans. Ef ofaná vand- ræði hans bætast líkamleg óþæg- indi sökum breyttrar lyfjameð- ferðar af því G. Ólafsson hf. eða annað fyrirtæki hefur ekki haft rænu á að útvega nægar birgðir lyfja, kynni það ekki að ríða baggamuninn - og lífi hans að fullu? Að sjálfsögðu. Einmitt þess- vegna lætur ríkisvaldið lyfjafyrir- tæki sæta 'agalegum skuldbind- ingum um að hafa ævinlega næg- ar birgðir sérlyfja í landinu. Þetta dæmi er hér rakið, vegna þess að illa haldinn sjúklingur hefur þurft að breyta um lyfja- meðferð einmitt af því að lyf frá G. Ólafssyni skorti. Áhrifaleysi Það aðhald sem felst í opin- berri gagnrýni einsog G. Ólafs- son hf. hefur sætt hér í Þjóðvilj- anum mun væntanlega leiða til þess að það og önnur fyrirtæki kappkosti betur en áður að gegna skyldum sínum um tímanlega öflun lyfja. Eftir stendur samt sem áður að bæti lyfjafyrirtæki ekki ráð sitt þegar undan er kvartað, þá hafa opinberir aðilar í rauninni engin tök á að grípa til aðgerða. Hið eina sem heilbrigðisráðuneytið getur gert, ef lyfjaheildverslanir láta sér ekki segjast við umkvart- anir heilbrigðisráðuneytisins, er að skrifa umbjóðendum þess er- lendis bréf! Og það er umhugsunarvert. -ÖS Fimmtudagur 28. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.