Þjóðviljinn - 28.06.1984, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 28.06.1984, Blaðsíða 18
FLOAMARKABURINN ALÞYÐUBANDALAGIB Alþýðubandalagiö, Vestfjörðum Sumarferð Sumarferðin verður 30. júní og 1. júlí. Farið verður í Inn-Djúpið og gist við Dalbæ á Snæfjallaströnd. Kvöldvökustjóri verður Finnbogi Hermannsson. Verð kr. 900 fyrir fullorðna, hálft gjald fyrir yngri en 12 ára og frítt fyrir yngri en 5 ára. Gist verður í tjöldum. Nauðsynlegt eraðallirhafi með sérnesti. Fararstjórar eru Kjartan Olafsson og Ástþór Ágústsson. Þátttaka tilkynnist til umboðsmanna sem veita nánari upplýsingar: Hólmavik: Rut Bjarnadóttir sími 3123, Bæjarhreppur: Björgvin Skúlason '.jótunnarstöðum, A-Barð: Gísella Halldórsdóttir, Hr.^nóli, sími 4745, Barðaströnd: Einar Pálsson, Laugarholti, sími 2027, Patreksfjörður: Gróa Bjarnadóttir, sími 1484, Tálknafjörður: Steindór Halldórsson, sími 2586, Bíldudalur: Halldór Jónsson, sími 2212, Þingeyri: Davíð Kristjánsson, sími 8117, Flateyri: Jón Guðjónsson, sími 7764, Súgandafjörður: Þóra Þórðardóttir, sími 6167, ísafjörður: Elín Magnfreðsdóttir sími 3938, Hallgrímur Axelsson, sími 3816 og Þuríður Pétursdóttir sími 4082, Bolungarvík: Gunnar Sigurðsson, sími 7389, Súðavík: Ingibjörg Björnsdóttir, sími 6957, Djúp: Ástþór Ágústsson, Múla, Reykjavík: Guðrún Guðvarðardóttir, sími 81333. Kjördæmisráð. í DAG Margrét Sigurbjörg Þórunn Kvennafylkingin Fundur að Hverfisgötu 105 fimmtudaginn 28. júní kl. 20.00: Launamál kvenna. Margrét Óskarsdóttir Samtökum kvenna á vinnumarkaðn um, Sigurbjörg Sveinsdóttir Landssambandi iðnverkafólks og Þórunn Theódórsdóttir BSRB opna umræðuna. M 1 Jk t 1 , 1 Almennir fundir WbÁxSM \~æL Helgl. Hjörleifur. Alþingismennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson verða á al- mennum fundum: Á Vopnaflrði fimmtudaginn 28. júní kl. 20.30. Fundirnir eru öllum opnir. Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra Sumarhátíð Sumarhátíð verður haldin 6. - 8. júlí á bökkum Smjörhólsár í Öxarfirði, N-Þingeyjarsýslu. Þeir sem hyggja á þátttöku, láti skrá sig sem fyrst hjá: Guðbjörgu Vignisdóttur, Kópaskeri s. 52128, Örlygi H. Jónssyni, Húsavík s. 41305 og 41803 eða Heimi Ingimarssyni, Akureyri s. 24886 eða 26621. Nánari upplýsingar um mótsstað og tilhögunar hátíðarinnar verða birtar síðar. - Stjórn Kjördæmisráðs. Konur á Akureyri og nágrenni Rabbfundur verður haldinn með Vilborgu Harðardóttur og Margréti Frí- mannsdóttur kl. 10.00 laugardagsmorguninn 30. júní í Lárusarhúsi. Allar áhugasamar konur velkomnar. - Stelpurnar. Vinningsnúmer í Vorhappdrætti ABR Vinningar nr. 1-3 sem voru ferðavinningar í leiguflugi með Samvinnuferð- um/Landsýn að verðmæti kr. 20 þús. hver, komu á miða nr. 64, 2610 og 5090. Vinningar nr. 4-6 sem eru ferðavinningar í leiguflugi með Samvinnuferðum/Landsýn að verðmæti kr. 15 þús. hver, komu á miða nr. 33, 163 og 3436. Vinninga skal vitja á skrifstofu Alþýðubandalagsins að Hverfisgötu 105. Athugið vel! Listframleiðslufyrirtækið OXMÁ vant- ar 30-50 m2 húsnæði undir eigin iðn- að. Uþþ. í síma 10825. Vantar ódýrt lítið tvíhjól fyrir 5 ára. Má þarfnast við- gerðar. Upp. í síma 44709. Listframleiðslu- fyrirtækið OXMÁ óskar eftir fjármunum, erum reiðubú- in til að vinna fyrir þeim, Höfum reynslu í: Málningarvinnu, skilta- gerð, veggskreytingum, skrúð- garðyrkju, tónlistargerð, skúlptúr- gerð og ýmiss konar félagsþjón- ustu - látið okkur sjá um listrænu hliðina. Námsmaður óskar eftir örlítilli íbúð á leigu, helst sem næst háskólanum. Upplýsingar á kvöldin í s: 99-6636. Til sölu Volvo 142, árgerð 72. Fasteign á nýj- um hjólum. Uppl. í síma39136 fyrir kl. 20, og 35299 e. kl. 20. Vinnuskúr óskast Vantar 10-15 m2 vinnsukúr til leigu í 11/2 mánuð í sumar. Uppl. í síma 46541. Þurfum á stærra húsnæði að halda, 4-5 herbergja íbúð vegna fjölgunar á heimilinu. Miðbær, Þing- holt og vesturbær efst á óskalista. Nánari upplýsingar í síma 29396. Rithöfundur óskar eftir herbergi til leigu. Helst með sér inngangi og aðgangi að J snyrtingu. Uppl. í síma 21847. Vel útlítandi baðkar, Ijósblátt að lit, til sölu. Á sama stað vantar W.C. Uppl. í síma 20523. Óska eftir notuðu baðkari má vera á fótum; á sama stað er til sölu svefnsófi. Uppl. í síma 21791. Vegna flutnings af landi brott er til sölu Gram frystikista (1/2 árs) og 1 árs lítið notuö ALDA þvottavél. Á sama stað er til sölu ’81 árgerð af Skoda. Upþl. í síma 79108 á kvöldin og um helgina. Til sölu 1. Bambusrúllugardínur 1 stk. ca 60 cm á breidd, (brenndur bambus) 250 kr. 2. 2 heimasmíðuð barnaskrifborð með hillum í, fyrir 4-8 ára, 150 kr. stk. 3. Ónotaðir takkaskór fyrir 7 ára, kr. 300,- 4. Grár kvenjakki úr riffluðu flaueli, svo til ónotaður nr. 36-38, kr. 250. Svo vantar mig Ijósar sumar- gardínur eða efni í þær. Uppl. í síma 39442 í kvöld. Gott Winther reiðhjól fyrir 7-10 ára til sölu á kr. 2000. Á sama stað vantar ökufæra regnhlífa- kerru. S: 29647. Óska eftir rúmgóðum barnavagni. Uppl. í síma 21503 e. kl. 19. Til sölu hjónarúm með svampdýnum og náttborðum. Einnig til sölu gamall ódýr ísskápur og hestakerruhjól. Uppl. í síma 40173. Til sölu svefnsófi með tveimur rúmgóðum skúffum, 5 lausum púðum og dýnu. Einnig barnafataskápur. Á sama stað fæst gefins AEG þvottavél 14 ára. Þarnast viðgerðar uppá kr. 2000 að mati innflytjenda. Uppl. í síma 38137. SCRPA-gönguskór nr. 36 eru til sölu fyrir hálfvirði. Eru mjög lítið notaðir. Uppl. í síma 22297. Melkorka og Kormákur 2ja ára og 6 mánaða þurfa góða barnapíu (15-16 ára) 2 kvöld í viku. Uppl. í síma 81333 á daginn. Svava. Vill einhver selja mér ódýra saumavél? Ég get einnig útvegað börnum dvöl í sveit. Sími: 30589 e. kl. 18. 2 stúlkur, sem ætla í háskólann næsta vetur vantar 2ja til 3ja herbergja íbúð með haustinu. Góð fyrirframgreiðsla. Símar 96- 62343 og 96-21786 e. kl. 19. Til sölu Skodi 110LS árgerð '77, nýskoðaður og í góðu standi. Ágætur „byggingar“-bíll. Uppl. í síma 44465. Til sölu Honda ÖB750K, árgerð 1980. Skipti á ódýrari bíl koma til greina. Uppl. í síma 17017 seinni partinn (Valdi). París - júlí-ágúst Falleg og þægileg tveggja herbergja íbúð til leigu í júlí og ágúst eða hluta þess tíma; mjög vel staðsett. Reglu- semi áskilin. Nafn og símanúmer sendist blaðinu sem fyrst, merkt „París - júlí-ágúst“. Viljum selja ísskáp, 1.24 cm á hæð og 55 cm á breidd. Verð kr. 1000. Uppl. í s: 71399. Viljum gefa gamlan svefnbekk. Uppl. í síma 24739. Hluti af búslóð til sölu, selst ódýrt. S: 22681. Dagmamma óskast til að gæta 6 mánaða stráks. Helst í gamla bænum. Uppl. í síma 81333. Svava. Tvær bráðefnilegar skólastúlkur óska eftir íbúð, erum á götunni. Uppl. í síma 44868. Hjónarúm til sölu Hvítlakkað hjónarúm með dýnum og áföstum náttborðum til sölu. Hillur sem festast á rúmið geta fylgt. Uppl. í s: 14667 á kvöldin. Dúlla Heimasaumaðir trúðar. Skór frá kr. 40. Ungbarnagallar frá kr. 40. 20 kr. fatakarfan. Þunnir sumarjakkar frá kr. 80. Buxur frá ca kr. 60. Margt, margt fleira. Mikið úrval af ódýrum sumar- fötum á 0-10 ára. Opið virka daga frá kl. 1-6 og á laugardögum frá 10.30- 12.30. Sími 21784. Tek einnig vel með farin föt í umboðssölu. Dúllan, Snorrabraut 22. Hoppróla óskast Uppl. í síma 30386. Til sölu Toyota Mark II árgerð 74 í góðu ásig- komulagi. Upplýsingar í síma 78236. Mjög fallegt sem nýtt furuhjónarúm til sölu á hálf- virði. Stærð 1.80x2 m. 2 náttborð fylgja með. Góðar dýnur. Sími 23096. Ég er 5 ára strákur og mig vantar góða stelpu til að passa mig. Ég á heima í vesturbæn- um. Upplýsingargefurmammaísíma 23096. N0NNI KJÓSANDI sama bílastæðið!" „Hin vann!“ „Birtu þau lesendabréfið þitt?" Stelngrímur. Svanfríður. Margrét. Vllborg. Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra Heimsóknir í flokksfélög Margrét Frímannsdóttir, Svanfríður Jónasdóttir, Vil- borg Harðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon verða á ferðinni og halda fundi með flokksfélögum Alþýðu- bandalagsins á eftirtöldum stöðum: Ólafsfirði miðvikudaginn 27. júní kl. 20.30. Dalvík fimmtudaginn 28. júní kl. 20.30. Húsavík föstudaginn 29. júní kl. 20.30. Akureyri laugardaginn 30. júní kl. 13.00. Suður-Þing. laugardaginn 30. júní kl. 18.00. Ab við Öxarfjörð sunnudaginn 1. júlí kl. 20.30. Raufarhöfn mánudaginn 2. júlí kl. 20.30. Þórshöfn þriðjudaginn 3. júlí kl. 20.30. Rætt verður um hið nýja fjármálakerfi flokksins, verkalýðsmál, stefnuumræðuna, flokksstarfið fram- undan o.fl. Allt stuðningsfólk Alþýðubandalagsins er velkomið á fundina. Nánar auglýst á hverjum stað. - Alþýðubandalagið. KR0SSGÁTAN Lárétt: 1 kyndill 4 æviskeið 6 tíðum 7 lán 9 gæfu 12 hlífir 14 ferskur 15 tunga 16 skemma 19 innyfli 20 stirðlynd 21 örlæti. Lóðrétt: 2 þreytu 3 teygur 4 hyggi 5 ætt 7 gerist 8 kúlur 10 karlmannsnafn 11 látna 13 hlaup 17 fugl 18 hrúga. Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 ósár 4 gust 6 óar 7 voga 9 óhæf 12 aðrar 14 lím 15 æða 16 asnar 19 jálk 20 kind 21 lómar. Lóðrétt: 2 sko 3 róaði 4 gróa 5 slæ 7 velgja 8 gamall 10 hrærir 11 fjandi 13 rín 17 skó 18 aka. 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. júní 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.