Þjóðviljinn - 28.06.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.06.1984, Blaðsíða 12
ATVINNULIF Ceres hf.: Margar hendur vinna vel Flestir íslendingar kannast viö náttfata- og nærfatagerö- ina Ceres, en hún er búin að starfa frá árinu 1942. Núver- andi eigandi, Ásta Kristjáns- dóttir, keypti fyrirtækiö áriö 1973 ásamt öðrum og hefur rekið það í 6 ár í Kópavogi. „Ég hanna þetta allt saman sjálf og reyni að hafa fatnaðinn dálítið ólíkan því, sem kaupa má alls staðar í búðum“, segir Ásta. „Hjá mér vinna líka mjög góðar konur og hafa verið flestar þeirra hérna allt frá byrjun. Þaö eru margar hendur hér sem vinna vel og ég þakka velgengnina því.“ Ásta segir okkur að fyrirtækið gangi mjög vel og að þær hafi vart undan pöntunum. Þarna vinna allt upp undir 14 konur við að sníða og sauma. „Það komast ekki fyrir fleiri en 14 hjá mér“, segir Asta. Þarna er saumaður náttfatnað- ur á karla og konur og börn og sömuleiðis alls kyns léttur fatnað- ur, sem kalla má sportfatnað. Sloppar, náttkjólar, léttir bolir, náttserkir, léttir sumarkjólar fyrir baðstrendur er meðal þess sem framleitt er hjá Ceres. Arnarflug Dóra Diego, verslunarstjóri hjá Álafossbúðinni, heldur hér á angórakanínu-uilarpeysu (t.v.) og peysu frá Júgóslavíu úr íslenskri ull. (Ljósm. -eik-) Álafoss h.f: Þægindi, gæði, glæsileiki Ný þjónusta Arnarflug hefur bryddað upp á þeirri nýbreytni í samstarfl við Bjarna Pálmarsson bifreiðastjóra að skipuleggja flug- og ökuferðir um ísiand fyrir erlenda ferða- menn. í nýjum kynningarbæklingi um þessa þjónustu er lýst fimm ferð- um þar sem flogið er aðra leiðina með Arnarflugi en ekið hina með bifreiðum Bjarna. Ferðirnar eru mislangar eða frá einum upp í fimm daga og meðal kunnra ferð- amannastaða sem heimsóttir eru má nefna Þingvelli, Gullfoss, Geysi, Vestmannaeyjar, Kirkju- bæjarklaustur, Mývatn, Gríms- ey, Stykkishólmur, Bifröst, Gjögur, Húsafell o.fl. Arnarflug hefur um árabil stundað útsýnisflug með erlenda ferðamenn og er öllum hnútum kunnugt í þeim efnum. Bjarni Pálmarsson hefur á að skipa þægilegum leigubifreiðum með bflstjóra til afnota fyrir þá sem kjósa að ferðast á þægilegan hátt. Helsta aðalsmerki ullariön- aðar á íslandi hin síðari ár hef- urveriögeysiörvöruþróun, en upphaf hennar má rekja til harðnandi samkeppni á er- lendri grund. í fjöldamörg ár buðu íslenskir útflytjendur svotil eingöngu upp á hiö hefðbundna „lcelandic Look“, sem á sínum tíma gerði garðinn frægan og dró fram sérstöðu og fegurð ís- lensku ullarinnar á áberandi hátt. Árið 1982 reið Álafoss á vaðið með nýja stefnu í fata- línunni og var þessi hátísku- lína í rauninni bylting, sem gerbreytti ásjónu íslenskrar ullarvöru. Dóra Diego er verslunarstjóri Álafossbúðarinnar og sagði hún okkur, að íslensk ullarfram- leiðsla taki nú mið af straumum og stefnum í tískuheiminum, bæði hvað varði snið og liti. „Sauðalitirnir standa þó ávallt fyrir sínu og skipa einskonar heiðurssess innan um hina breyti- legu litadýrð tískunnar“, sagði Dóra. Annar stórmerkur þáttur í þessari vöruþróun er prjóna- bandið, en nú eru á boðstólum hjá Álafossi einar 6 tegundir eða afbrigði af ullarbandi. Mikill fjöldi uppskrifta er einnig til fyrir hverja bandtegund fyrir sig og notfæra hinar hagsýnu húsmæður sér óspart þá búbót, sem bandið veitir, svo ekki sé minnst á sköp- unargleðina. Þessi sköpunargleði nær langt út fyrir landsteinana og í Álafoss- búðinni eru til stórskemmtilegar handprjónapeysur, sem júgó- slavneskar sveitakonur hafa unn- ið úr íslenskum lopa. Eina slíka má sjá á myndinni, sem fylgir þessari grein. Margar af þessum flíkum eru ævintýri líkastar. Þær koma íslendingum oft nokkuð spánskt fyrir sjónir, segir Dóra, en eru þó lifandi dæmi um það hvað hægt er að gera úr þessu frábæra hráefni okkar. Enn eitt dæmið um vöruþróun- ina eru peysur í Álafossbúðinni, sem eru gerðar úr blöndu af ang- Saumum íslenskan ullarfatnað Saumastofan Salína Suðurgötu 4 Siglufirði sími: (96) 71206 órakanínuhári og íslenskri ull. Þessar flíkur eru ákaflega þægi- legar og mjúkar viðkomu. Að vissu leyti má líta á þær sem arf- taka Breeze-línunnar, sem nú er svotil eingöngu til í gardínuefn- um, þar sem hún nýtur sín jafnvel enn betur en í fataefnum. „Það er í rauninni sama hvar drepið er niður fæti í ullarfram- leiðslunni - alls staðar er mikill uppgangur og hugur í mönnum“, segir Dóra Diego. „Það er í senn erfitt og spennandi að vinna með þetta náttúruefni. En þessi at- vinnuvegur nýtur vaxandi virð- ingar, jafnt innanlands sem utan, og til þess eru erfiðleikarnir að sigrast á þeim. Það er líka óvið- jafnanleg tilfinning að sjá af- raksturinn af erfiðinu, hvort heldur það er fullunnin fatalína að hausti, gardínur, gólfteppi, á- klæði eða værðarvoðir. Hér hjá Álafossi eru gæðin látin sitja í fyrirrúmi og þá þarf ekki að spyrja að árangrinum“. Prjónastofan Iðunn Dönsk hönnun, ítalskt garn = íslensk gæðavara „Það varð mikill samdráttur fyrir tveimur árum í íslenskum fataiðnaði, en við björguðum okkur með því að komast á markað erlendis. Um helmin- gurinn af okkar framleiðslu fer til Danmerkur, Svíþjóðar og nú einnig til Englands, en þar í landi hafa peysurnar okkar líkað mjög vel.“ Njáll Þorsteinsson er eigandi Prjónastofunnar Iðunn á Sel- tjarnarnesi, en sú stofa átti 50 ára afmæli á þessu ári. Viktoría Bjarnadóttir stofnaði prjónastof- una, en eftir stríðið keypti Þor- steinn heitinn Njálsson, faðir Njáls, stofuna og raka hana þar til fyrir nokkrum árum að Njáll tók við rekstrinum. „Það sem hefur haldið uppi ís- lenskri fataframleiðslu er lands- byggðin", segir Njáll. „Kaupfé- lögin eru okkar stærstu kaupend- ur. Síðan Sambandið fór út í inn- flutning á erlendum fatnaði hefur dregið mjög úr sölu okkar hér innanlands og erlendi markaður- inn bjargar okkur.“ Dönsk stúlka kemur til íslands tvisvar á ári og hannar peysur fyrir Prjóna- stofuna. Nú er verið að framleiða í Prjónastofunni peysur fyrir árið 1985. Garnið er keypt á Ítalíu. Njáll kveður fjárhagsstöðuna mjög erfiða um þessar mundir. Það gangi ekki að koma verð- bólgunni niður á svo stuttum tíma eins og nú hefur verið gert. Einn- ig vanti tilfinnanlega lausafé og mjög erfitt sé að standa skil á lán- um. „Rekstrarfé er ekki til í raun heldur er alltaf verið að bjarga málum frá degi til dags.“ 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 28. júní 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.