Þjóðviljinn - 15.07.1984, Side 11

Þjóðviljinn - 15.07.1984, Side 11
„Margir halda að við séum hér til að „passa“ útlendingana" segir Tryggvi Jakobsson, landvörður. Fyrir aftan hann má sjá yfir tjaldsvæðið. að skoða útsýnið. Á niðureftir- leiðinni skoðum við Skaftafells- bæina og þá einkum eyðibýlið Sel, sem nú hefur verið byggt upp. Er bærinn góður fulltrúi bæja í öræfasveit um 1920. Þarna er Iíka gömul hlaða og eldhús, sem ekki tekst að draga nútíma- böm inn í með nokkru móti. Eitt bamanna lætur sig þó hafa það að klifra upp á húsið og gægjast nið- ur um strompinn til að sjá þó eitthvað af dýrðinni. Hitt tínir blóm á bæjarhlaðinu og hnýtir krans handa leiðsögumanni. Við skoðum Lambhagann, þar sem stærsta reynitré á landinu stóð til skamms tíma, en það brotnaði í ofviðri. Þama eru grenitré sem plantað var um 1950 og hafa náð ótrúlegum vexti. Lækurinn renn- ur lygn og hljóður í gilbotninum og fegurðin í trjálundinum er engu lík. Héðan er svo vaðið yfir ána og heim á tjaldstæðið. Sólin er heit þótt farið sé að líða á daginn og Svanhildi er þökkuð leiðsögnin áður en lagst er í sólbað. LFm kvöldið em grill- aðar pylsur í matinn og setið úti undir rauðgullnum himni, sem vonandi boðar meiri sól. Svo fór þó ekki, því um miðja nótt vakn- aði ég við grenjandi rigningu á tjaldhimninum. Ég minntist hvít- asunnunnar ’62 og beið eftir því að regnið næði inn í tjaldið eða það fyki. Hvomgt gerðist þó og sofnaði ég vært aftur við ljúfan niðinn í regninu. Það var hins vegar nokkuð tafsamt að taka niður tjaldið rennandi blautt næsta morgun. Innan skamms er þó allt komið á sinn stað, mamma farin að lesa upp úr Árbókinni, dóttir mín komin með heymar- tólin á eyrun og farin að hlusta á breakdansana sína og ég undir stýrið á leið suður á mölina. Tryggvi og hans fólk hefur verið kvatt eftir velþeginn kaffisopa og þeim þakkaðar góðar móttökur. Nú er aðeins eftir að óska þess að landsmenn drífi sig í lík- amsræktina í Skaftafelli þar sem hægt er að fá allt í senn, kraft í köggla og brúnan lit á kroppinn og vinna um leið starf í þjóðgarð- inum sem komandi kynslóðir munu njóta góðs af, ekki síður en þeir sem gista Skaftafeli nú í sum- ar. þs í' því bitana ku eiga að tolla eftir þyngd sem er 3 tonn. Við erum alveg orðlaus yfir þessu og Bret- arnir sömuleiðis, ekki síst þar sem engin fordæmi em um slíka flutninga og ekki hægt að vitna í „hefð“ í þeim efnum. Við treystum bara að þetta mál fái farsælan endi og bitamir komist hingað í stígana sem allra fyrst,“ sagði Tryggvi. Söguferð ö Sjónarsker Næst liggur fyrir að fara í sögu- ferð með Svanhiidi Jóhannes- dóttur landverði upp að Svarta- fossi og upp á Sjónarsjcer. Gönguferðin er auglýst, ásamt veðurútliti og öðmm dagskipun- um á töflu fyrir utan þjónustum- iðstöðina. Klukkan eitt er lítili en vaskur hópur samankominn til að ganga á Sjónarsker. Þegar gengið er í sólskini upp frá tjaldsvæðinu segir Svanhildur okkur frá upphafi byggðar í Ör- æfasveit, sem áður var kallað Litla-Hérað. Samfelld saga ís- lensku þjóðarinnar hefst jú með landtöku Ingólfs Arnarsonar við Ingólfshöfða, en það var ekki fyrr en seint á landnámsöld að menn tóku sér fasta búsetu í sveitinni. Tveir landnámsmenn settust að á þessu svæði. Var annar þeirra Þorgerður, fyrsta konan og eina sem nam land með þeim hætti sem konur skyldu viðhafa, þ.e. að teyma kvígu frá sólsetri til sólseturs og eiga landið þar á milli. Árið 1362 gaus Öræfajökull langmesta vikurgosi sem orðið hefur á íslandi síðan sögur hófust og lagði í auðn alla byggð í sveitinni um nokkurtskeið. Með- an Svanhildur segir okkur frá staðnum þokumst við upp brekk- umar, skoðum gilin og fossana, sem eru margir og fagrir uns komið er alla leið að Svartafossi sem er hár og mikilúðlegur, þeg- ar hann er jafn vatnsmikill og nú. Upp á Sjónarsker kemst svo allur hópurinn hægt og sígandi og er þá farinnað fækkaklæðum.Minnstu ferðagarparnir hafa týnt af sér skónum og tefja ferðina með blómaskoðun og útfararat- höfnum, því ekki er hægt að ganga fram hjá dauðum fugli án þess að jarða hann með til- heyrandi viðhöfn og yfirsöng. Á sjónskífunni má lesa hvað blasir við augum í allar áttir og göngu- garpamir raða sér að skífunni til Ingvi, Sotfía og Simon moka stærsta grjótinu upp úr göngustígnum. Það er aldrei of snemmt að taka til hendinni. Sunnudagur 15. júli 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.