Þjóðviljinn - 10.08.1984, Síða 4
LEIÐARI
Albert bara situr - aðgerðalaus
Albert Guðmundsson var í upphafi valda-
tíma ríkisstjórnarinnar fremstur í gorti og stór-
karlalegum yfirlýsingum um að nú yrðu hendur
látnar standa fram úr ermum. Allt átti að
standa - klárt og kvitt - í fyrirheitum hins nýja
ráðherra. Hann tilkynnti um prósenturamma
fjárlaga, prósenturammaerlendraskulda, pró-
senturamma kauphækkana, sölulista yfir ríkis-
fyrirtæki og margt annað sem nú átti að marka
tímamót í stjórn ríkisfjármálanna.
Þegar liðið er eitt ár blasir við sérkennileg
niðurstaða. Ráðherrann sem ætlaði að vera
sterki maðurinn í ríkisstjórninni situr nú bara
aðgerðalaus í fjármálaráðuneytinu og hefur
misst öll tök á atburðarás og stefnumótun. í
stað þess að horfast í augu við sannleikann og
sýna samkvæmni í orðum og athöfnum með
því að taka slag við samráðherra sína eða
segja af sér ella hefur Albert Guðmundsson
greinilega kosið að sitja bara áfram í ráðherra-
hægindinu. Stóllinn er honum kærari en stefn-
an og verkin. Það er honum nóg að heita ráð-
herra þótt atburðirnir sýni að hann sé orðinn
áhrifalaus.
Fyrsti þátturinn í þessari þróun hófst upp úr
áramótum þegar hinir margfrægu prósentu-
rammar Alberts á sviðum ríkisfjárlaga og
launamála fuku út í veður og vind. Þau voru
ófá stóryrtu viðtölin við blöð, útvarp og sjón-
varp þar sem ráðherrann sór þess dýra eiða
að þessir rammar væru traustirog myndu ekki
haggast. Þeir reyndust svo bara vera úr
ómerkilegri gúmmíteyju. Þegar búið var að
toga þá út og suður og fyrri orð voru ómerk,
greip Albert til léttvægra útúrsnúninga og
sagði að í næstu lotu yrði sko staðið fast á
prinsípunum.
Sú lota hófst nánast um leið og hinni fyrstu
lauk og þá komst hið fræga Albertsgat í brenni-
depil. Þá átti að taka málin föstum tökum fyrir
opnum tjöldum. Þjóðinni var lofað að hún fengi
að fylgjast náið með sigurglímu ráðherrans við
vandann. Það voru ekki liðnar nema fáeinar
vikur þegar Albert fór að loka á allar upplýsing-
ar. Á endanum sló hann öllu á frest, tók meiri
erlend lán og fyllti gatið með bráðabirgða-
bómull.
Við þinglok var einnig Ijóst að frumvarpa-
hrúgan sem lofað var í fyrrahaust um sölu á
fjölda ríkisfyrirtækja var bara til í kollinum á
ráðherranum. Ríkisforstjórarnir sátu áfram í
sætum sínum útum allan bæ og virtist ríkis-
báknið frekar vaxa en hitt þegar litið var á
opinberar tölur.
í sumar hafa Seðlabankinn og Þjóðhags-
stofnun komist að þeirri niðurstöðu að er-
lendar skuldir séu þegar komnar yfir 60%
markið og stefni enn hærra. Albert hafði lýst
því yfir í ársbyrjun að ef slíkt gerðist ætti ríkis-
stjórnin að fara frá því að tilverugrundvöllur
hennar væri þá brostinn. í stað þess að horfast
karlmannlega í augu við þessar staðreyndir og
breyta samkvæmt fyrri yfirlýsingum tók
ráðherrann bara eins og krakki fyrir augun og
lét eins og veruleikinn væri ekki til. Seðlabank-
inn og Þjóðhagsstofnun væru bara að bulla.
Hann ætlaði að sitja áfram enda vissi hann um
forsendur sem Seðlabankinn hafði ekki upp-
götvað.
Þegar hinar svokölluðu aðgerðir ríkisstjórn-
arinnar í vanda sjávarútvegsins voru ákveðnar
komu Þorsteinn Pálsson og Halldór Ásgríms-
son sér saman um að gefa út ávísanir á ríkis-
sjóð og lofa ýmsum aðgerðum í fjármálaráðu-
neytinu án þess að ganga frá slíkum ákvörð-
unum við ráðherrann. Merkilega var að Albert
lét sér það vel líka að valdið væri frá honum
tekið fyrst hann fékk að halda tigninni. Einu
útbrotin voru smánöldur í fjölmiðlum.
Það er athyglisvert hvernig eitt ár hefur dug-
að til að afhjúpa Albert.
KLIPPT 0G SKORIÐ
Mjúkir stólar
Pað eru engin ný sannindi á ís-
landi að þeir séu mjúkir, ráð-
herrastólarnir, og erfitt að hífa
sig upp úr þeim, hvað sem al-
menningsálitinu líður og þrátt
fyrir stórkarlalegar yfirlýsingar
um annað. Klippari man ekki
dæmi þess úr stjórnmálasögu
síðari ára að menn hafi látið af
slíkum stól, jafnvel þótt þeir væru
með allt nið’rum sig eins og sagt
er. Með siðaðri þjóðum er það þó
fremur regla en undantekning að
menn víki ef siðgætisvitund al-
mennings er ofboðið með fram-
ferði þeirra og þar er líka sú krafa
gerð að menn standi við orð sín í
þessum efnum sem öðrum.
Hús og bíll
En það er langt í frá að slíkt eigi
við hér á landi. Eða hver man
ekki húsið hans Halldórs E. Sig-
urðssonar, þáverandi fjármála-
ráðherra, og Bleiserinn hans
Steingríms, svo tveir góðir
frammarar séu nefndir? í þessum
dæmum og mýmörgum öðrum
hafa ráðherrar gengið svo fram af
fólki að flestir hafa talið sjálfsagt
að þeir segðu af sér eða bæðust
afsökunar á mistökum sínum að
minnsta kosti. En því er ekki að
heilsa. Halldór lýsti því einfald-
lega yfir með þjósti að allir vissu
að skuldabréf þyrfti að greiða og
húsið væri því alls ekki gjöf frá
álfélaginu! Steingrímur setti upp
sakleysissvip og sagði að hann
sparaði ríkinu heilan helling með
því að láta það gefa sér nýjan bíl!
Svo ekki sé nú minnst á Tómas
Árnason, sem sagði einfaldlega
að bíla-„kaup“ sín kæmu engum
við!
Æ,já. Sem betur fer hafa ráð-
herrar af þessu tagi samt látið sér
nægja að gera sjálfum sér og sín-
um flokki skömm til en nú er
öldin önnur. Á undanförnum
dögum hefur forsætisráðherrann
gengið feti framar og að flestra
mati gert ísland og íslendinga
alla að athlægi vestur í Los Ange-
les, þar sem hann spókar sig á
kábojdressi og svindlar sér inn á
Ólympíuleikana með nafnspjöld-
um frá forsætisráðherraembætt-
inu. Menn beinlínis skammast sín
fyrir þennan fulltrúa þjóðarinnar
á erlendri grund og er ekki nema
von: alræmdustu forkólfar
Banana-Iýðveldanna svokölluðu
og heimsfrægir aftaníossar
Bandaríkjanna létu aldrei taka
sig svona í bólinu. Eða hefur ein-
hver séð mynd af Marcosi íklædd-
um öðru en útsaumaðri þjóðbún-
ingsskyrtu þegar hann er á ferða-
lögum erlendis?
Efnahags-
aðgerðir
- Ekkert blaður
Sem fyrr segir þarf enginn að
hafa áhyggjur af því að
Steingrímur fari að segja af sér af
þessu tilefni, fremur en öðrum.
Jafnvel þótt á bætist sú vanvirða
sem forsætisráðherra sýndi með
því að vera ekki viðstaddur emb-
ættistöku forseta íslands, hvað þá
sú staðreynd að á meðan á ólym-
píuleikum hans stóð voru teknar
afdrifaríkar ákvarðanir í efna-
hagsmálum þjóðarinnar, sem
enginn forsætisráðherra annars
lands hefði látið fram hjá sér fara.
Staðreyndin er sú-^ð menn eru
löngu hættir að gera nokkrar sið-
gæðiskröfur til þessara karla og
upp er komin sá kvittur að
Steingrímur hafi ekki bara tekið
sér frí, - hann hafi verið sendur í
burt svo hann færi ekki að blaðra
rétt einn ganginn á viðkvæmum
augnablikum í lífi ríkisstjórnar-
innar. Það hlýtur þó að vera hægt
að gera þá kröfu að maðurinn
verði kyrrsettur og skandaliseri
bara hér heima. Það er lágmark!
0g svo er það
Albert
En hvað sem sómatilfinningu
ráðherra Iíður, þá er það sjald-
gæft að stjórnmálamenn hér á
landi setji sér ákveðið mark að
keppa að og segi um leið að náist
það ekki muni þeir víkja fyrir
öðrum. Það var því eftir því tekið
sl. vetur, þegar Albert Guð-
mundsson fjármálaráðherra lýsti
því yfir í Þjóðviljanum að hann
myndi segja af sér ráðherradómi
ef erlenda skuldahlutfallið færi
upp fyrir 60% af þjóðarfram-
leiðslu. Þetta þótti tíðindum
sæta, eða hver man ekki eftir
sjónvarpsviðtalinu fræga, þegar
kappinn lítur fránum augum yfir
landslýð og segir með hroka:
Hefurðu nokkurn tímann staðið
mig að því að standa ekki við orð
mín?!
Hætt er nú við að svarið sé orð-
ið að einum kröftugum já-kór,
því nú er komið á daginn að þess-
ar yfirlýsingar voru orðin tóm.
„Ég sit áfram sem fjármálaráð-
herra“, segir Albert og tekur
ekkert mark á opinberum tölum
sem sýna að skuldahlutfallið er
komið upp fyrir hið setta mark.
Hann ætlar ekki einu sinni að líta
á þessar tölur fyrr en um áramót.
Og hver segir svo að stólarnir séu
ekki mjúkir? _ÁI
DJÚÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans.
Rltatjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Fróttastjórar: Óskar Guðmundsson, Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðrikssson Halldóra Sigur-
dórsdóttir Jóna Pálsdóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður
Árnason, Súsanna Svavarsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), össur Skarp-
héðinsson.
Ljóamyndir: Atli Arason, Einar Karlsson.
Lttllt og hönnun: Bjöm Brynjúlfur Björnsson Svava Sveinsdóttir, Þröstur
Haraldsson.
Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir.
Auglýsingastjóri: ólafur Þ. Jónsson.
Auglýsingar: Margrét Guðmundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir,
Anna Guðjónsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Símavarsla: Ásdís Kristinsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Innheimtumaður: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasöiu: 22 kr.
Sunnudagsverð: 25 kr.
Á8kriftarverð á mánuði: 275 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. ágúst 1984