Þjóðviljinn - 10.08.1984, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 10.08.1984, Qupperneq 6
HEIMURINN Bókari Meðalstórt fyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða bókara til starfa sem fyrst. Starfið felst í að sjá um bókhald fyrirtækisins þ.e. merkingar, afstemmingar og launaút- reikninga. Leitað er að reglusömum og ábyggilegum starfskrafti sem getur unnið sjálfstætt. Æskileg menntun: verslunarskólapróf, svo og reynsla í bókhaldi. Með umsóknir verður farið sem trúnaðarmál. Þeim sé skilað á afgreiðslu Þjóðviljans fyrir 13. þessa mánaðar merkt: bókhald 1215. HUGMYNDASAMKEPPNI um búnað á tjaldsvæði Ferðamálaráð íslands auglýsir hér með hug- myndasamkeppni um búnað á tjaldsvæði. Keppnin fer fram eftir samkeppnisreglum Arkitektafélags íslands. Þátttökurétt hafa allir íslenskir ríkisborgarar og erlendir ríkisborg- arar búsettir hér á landi. Tilgangur með sam- keppninni er að fá fram hugmyndir að ýmis konar búnaði sem nota má á tjaldsvæði og hvetja þannig til uppbyggingar á tjald- og útivistarsvæðum á landinu. Skilafrestur er til 25. október 1984. Heildar- verðlaun verða kr. 205.000.-. Trúnaðarmað- ur dómnefndar er Þórhallur Þórhallsson, starfsmaður Arkitektafélags íslands, Freyjugötu 41, 101 Reykjavík (sími 11465) og afhendir hann keppnisgögn. Feróamálaráölslands ^0 AnHR PÚWVR ÞARF ■ g^r® Blaðburðarfólk I Ef bú ert morgunhress Hafðu þá samband við afgreiðslu Þjoðviljaiis, sími 81333 Laus hverfi; Okkur vantar blaðbera til afleysinga víðs vegar um borgina og í Kópavogi strax Það bætir heilsu og hag að bera út ÞjóðvHjann wðvhhnn Betra bíað verið fólgin í því, að taka upp herskyldu og auka varðgæslu sem víðast. Þeir hafa líka tekið upp einskonar stríðsefnahagskerfi, ef svo mætti segja. Seigio Ramirez, sem sæti á í stjórn Sandinista lýsir þessu með svofelldum hætti: Fórnir Við höfum tekið upp skömmt- un á nauðsynjum, sem á að tryggja hverjum og einum brýn- ustu nauðsynjar á hóflegu verði. En þær borgir og þau héruð sem ekki verða fyrir herhlaupum og skemmdarverkum verða að fórna einhverju fyrir þá sem eru bein- línis í háska. Stjórnin reynir að sjá til þess, að svæði sem er herj- að á - og þetta á einkum við um svæðin í námunda við landamæri Honduras - fái tiltölulega meiri birgðir af matvælum, fatnaði og öðrum nauðsynjum en þeir sem síður eru í hættu og síður verða fyrir beinu tjóni. Og það er haft eftir húsmóður í Ocotal, að fólkið sé þakklátt fyrir þetta. Það hafi verið mikið áfall að gagnbyltingarmenn komust til bæjarins og eyðilögðu bæði korn- skemmur og útvarpsstöðina í hér- aðinu en „nú vitum við að minnsta kosti að stjórnin í Man- agua hefur ekki gleymt okkur". Styrkur andstœðinga Herinn og Sandinistahreyfing- in segjast vera viss um stuðning almennings - um leið er það ját- að, sem fyrr var um getið, að í vissum hlutum landsins hafi menn af frjálsum vilja gengið í lið með gagnbyltingarsveitunum - eða Contras eins og þær heita í skemmstu máli. Þetta gerist, segja menn, í þeim héruðum þar sem þjóðvarðlið Somoza átti sér vissar vinsældir vegna sérstakra framkvæmda, sem þar voru í gangi fyrir aðstandendur þjóð- varðliðanna. Manuel Salvatierra, yfirmaður hersins í norðurhéruð- unum, ræðir þessi mál æsinga- Iaust við gesti og bætir svo við: „En yfirleitt nota þeir (gagn- byltingarmenn) sömu aðferðir til að safna liði og þjóðvarðliðar Somoza áður notuðu- þeir segja: annaðhvort kemur þú með okkur ellegar þú ert með Sandinistum og þá drepum við þig. „Það er því ljóst að bændur og leiguliðar í af- skekktum plássum þar sem við erum ekki með lið, þeir eiga engra kosta völ“. Salvatierra skýrir einnig frá því, að á síðustu mánuðum hafi gagnbyltingarsveitirnar lagt á það áherslu að láta til sín taka sem allra lengst inni í landi - eins þótt þeir finni þar ekki uppi skot- mörk sem hafi verulega efna- hagslega þýðingu. Þeir séu að sækjast eftir pólitískum áhrifum sem það gæti haft, ef þeir sýnast hafa „náð tökum á“ nýjum svæð- um. Áhlaupasveitirnar velja þá gjarna þann kost að fara sem mest um strjálbýl svæði þar sem erfiðara er að svæla þá út. 156 bardagar Salvatierra upplýsir að her hans hafi 156 sinnum lent í bar- dögum við skæruliða hægri- manná á undanförnum þrem mánuðum og eftir þá hafi fundist alls um 900 lík andstæðinga. Hann kveðst eiga erfitt með að giska á herstyrk þeirra, en telur hann vera vaxandi vegna þess að bandaríska leyniþjónustan CIA hefur aukið aðstoð sína við FDN - bæði með því að þjálfa liðið og ausa í það vopnum og peningum. Hann segir að um 15% æðstu manna í gagnbyltingarsveitunum séu úr Þjóðvarðliði Somoza, en 800-900 þjóðvarðliðar séu lið- sforingjar í þessu málaliði. Arfur Somoza Sem fyrr segir hafa menn í Nic- aragua ekki síst áhyggjur af efna- hagsástandinu í landinu og er rétt að útskýra í stuttu máli hvernig á því stendur að það er svo bágbor- ið. Þegar Somoza var steypt af stóli skildi hann eftir sig tóman ríkiskassa og um 1,5 miljarð doll- ara í erlendum skuldum. Sandin- istar ákváðu að taka þessar skuldir eins og hverju öðru hundsbiti - enda þótt mikið af þeim væri til orðið í vopna- kaupum Somoza sem hann reyndi að nota til að bæla niður vaxandi mótspyrnu gegn einræð- isstjórn hans. Sandinistar sömdu um þessar skuldir á árunum 1979 og 1980 og reyndu í leiðinni að fá ný lán til endurreisnar í landinu, en borgarastyrjöldin gegn Somoza skildi eftir sig brenndar verksmiðjur og margháttaða eyðileggingu aðra. Þetta hefur allt verið erfitt. Bandaríkin hafa ekki viljað veita efnahagsaðstoð nema með sínum pólitísku skilmálum. Nicaragua hefur ekki aðeins orðið fyrir barðinu á iækkandi heimsmark- aðsverði á afurðum sínum eins og svo mörg önnur þróunarríki - Bandaríkin hafa sett landið í við- skiptabann og ýmis vestræn ríki önnur hafa brugðið fæti fyrir utanríkisviðskipti landsins. Bandaríkjamenn hafa til dæmis skorið niður mestallan sykur- kvóta Nicaragua á sínum mark- aði. Hér við bætist svo hernaður skæruliðanna, sem Bandaríkja- menn styðja með vopnum og fé, sem dregur úr framleiðslu og eykur viðskiptahallann enn. I fyrra var svo komið að flutt var út fýrir 440 miljónir dollara en inn fyrir 710 miljónir, og væri greiðsluhallinn þó sýnu meiri ef ekki hefði verið gripið til strangra takmarkana á innflutningi neysluvarnings, og ef að Mexíkó hefði ekki samið um að selja Nic- aragua olíu með allgóðum greiðslufresti. Brýn þörf fyrir aðstoð Nicaragua hefur mjög brýna þörf fyrir aukna aðstoð: nú er svo komið að áfallnir vextir og af- borganir af erlendum skuldum nema um helmingi útflutnings- teknanna. Erlendur sérfræðingur sem starfar við þróunaraðstoð, hafði það á orði við Information, að það væri í raun og veru krafta- verk að efnahagur landsins hefði ekki hrunið með öllu. Eina skýr- ingin væri sú að landsmenn hefðu sýnt fórnarlund og væru ákveðnir í að bjarga sér úr klípunni. En - bætti hann við, einnig þeir sem mesta seiglu sýna geta þreyst. Yfirleitt bera erlendir þróunar- aðstoðarmenn Nicaragua vel sög- una. Það er ekki margt að því að veita þessu fólki efnahagsaðstoð, segir sænskur starfsmaður - „að- stoðin ber ávöxt, hér fer ekkert sem heitið getur til spillis". Og ef að létt væri á efnahagslegum þrýstingi Stóra Bróður í norðri, ef friður verður á landamærunum - og ef meiri aðstoð berst, þá ætti að vera fullkomlega mögulegt að rétta efnahag landsins við - þótt ástandið sé ekki efnilegt eins og nú stendur á. ÁB byggði á Information Gairyaftur til valda á Grenada? Kosningar eiga að fara fram í október á eynni Grenada, sem bandarískar landgönguliðasveitir hertóku í fyrra, eftir að ráðherrar úr þeirri vinstrihreyfingu sem stjórnaði landinu stóðu að morði á Maurice Bishop forsætisráð- herra. Eric Gairey, sem illræmd- ur var fyrir valdníðslustjórn sína á árunum 1971-1979, er líklegurtil að vinna þessar kosningar. Flokkur hans heitir Sameinaði verkamannaflokkurinn. Endurkoma Gairys til valda yrði mjög þægileg fyrir Banda- ríkjamenn, sem kváðust hafa komið á vettvang til að bjarga lýðræðinu á ringulreiðartímum. Þeir hafa reynt að gera sig vinsæla í landinu með 57 miljón dollara aðstoð og hóta því að skrúfa fyrir aðstoðina ef Gairy kemst til valda. En andstæðingar hans munu vera of sundraðir til að geta sigrað Gairy. Þess má geta, að á valdadögum Bishops voru Kúbumenn að byggja stóran flugvöll á eynni, sem Reagan forseti kvað vera dulbúna herstöð fyrir Rússa. Bandaríkjamenn eru nú sjálfir að ljúka við gerð þessa flugvallar. 6 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN Föstudagur 10. ágúst 1984

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.