Þjóðviljinn - 10.08.1984, Side 8

Þjóðviljinn - 10.08.1984, Side 8
FRETTIR Hopp 780 kr. flug til Akureyrar Farþegum á mílli Reykjavíkur og Akureyrar er gert kleift að fá afsláttarfargjald, 780 krónur fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir börn frá og með 9. ágúst. Þessir miðar eru aðeins seldir aðra leiðina farþegum sem eru óbðkaðir og tilkynna sig 60 mín- útum fyrir brottför. í fréttatilkynningu frá Flug- leiðum segir að þetta fargjald sé til reynslu - og það sé kallað „ Hopp“. „Hopp“-farþegar til Ak- ureyrar geta flogið með síðustu vél að kvöldi á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Til Reykjavíkur er hægt að fljúga með fyrstu vél að morgni á mánu- dögum, miðvikudögum og föstu- dögum. í frétt Flugleiða segir, að ekki megi selja farþegum sem hafa verið bókaðir á viðkomandi flug eða eru á biðlista slíka af- sláttarmiða. - óg Útivistarsvœði Hugmynda- samkeppni Ferðamálaráð hefur ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni um búnað á tjaldstæðum í sam- vinnu við Arkitektafélag íslands og samkvæmt keppnisreglum þess. Tilgangur með keppninni er að fá tillögur að ýmiss konar út- búnaði sem nota má á tjaldsvæð- um og útivistarsvæðum um allt land. Heildarverðlaunafé er 205 þúsund krónur. Frestur til að skila tillögu rennur út í lok októ- ber. Trúnaðarmaður dómnefnd- ar er Þórhallur Þórhallsson starfsmaður Arkitektafélagsins. -óg „Það er fínt að vinna hérna í veðurblíðunni", sögðu stúlkumar í bæjar- vegköntum öskjuhlíðar. I júlí voru þær að gróðursetja tró í Grafarholti vinnunni sem Þjóðviljinn hitti í öskjuhlíð. Þær eru nú að hreinsa njóla í og fyrst í vor hreinsuðu þær eftir grisjun trjáa í öskjuhlíð. - Mynd - eik. Mótmæli Tilhæfulausar árásir menntamálaráðherra Brunabótafélagið Ný umboðs- skrifstofa Er í Búnaðar- bankahúsinu í Mosfellssveit Hinn 18. maí sl. opnaði Bruna- bótafélag Islands nýja umboðs- skrifstofu í Búnaðarbankahúsinu að Þverholti 1 í Mosfellssveit. Var boði þangað forystumönnum sveitarfélagsins og fleiri gestum. Ingi R. Helgason, forstjóri B.Í., ávarpaði gesti. Ræddi hann stuttlega hlutverk Brunabótafé- lagsins að fornu og nýju. Gat hann þess sérstaklega, að hin síðari ár hefði umboði félagsins verið sinnt í sjálfri hreppssk- rifstofunni en nú hefðu allir aðil- ar orðið sáttir um að koma aftur á persónulegri umboðsmennsku. Ingi þakkaði fyrri umboðs- mönnum, sem viðstaddir voru, Sigsteini Magnússyni á Blika- stöðum og Jóni M. Guðmunds- syni á Reykjum, farsæl störf í þágu félagsins. Jafnframt bauð hann velkominn til starfa hinn nýja umboðsmann, Þórdísi Sig- urðardóttur. Til máls tóku sveitarstjóri, Páll Guðjónsson, oddviti, Magnús Sigsteinsson, Jón M. Guðmundsson og fleiri. Umboðsskrifstofan er opin frá kl. 12.00 til 16.00 hvern virkan dag og síminn er 91-66-67-45. - mhg Stjórn Bandalags íslenskra sér- skólanema, BISN, lýsir yfir eindregnum mótmælum gegn til- hæfulausum árásum mennta- málaráðherra íslands á hags- munasamtök íslenskra náms- manna, - nú síðast með reglug- erðarbreytingu þ. 21. júní þar- sem bann er lagt við skylduaðild að Sambandi ísl. námsmanna, segir í ályktun um samskipti menntamálaráðherra við ís- lenska námsmenn, sem Þjóðvilj- anum hefur borist. Síðan segir: „Stjórn BÍSN vill vekja athygli á að með reglugerðarbreytingu þessari hefur ráðherrann stigið stórt skref í átt til banns við skyld- uaðild að hverjum þeim hagsmunasamtökum sem heyra undir hans embætti, enda beinast yfirlýsingar ráðherra í þá átt. Við svo búið er ljóst að t.d. hagsmunasamtök kennara mega vænta sams konar aðgerða frá hendi menntamálaráðherra. Stjórn BÍSN harmar þá stefnu núverandi menntamálaráðherra að í stað samvinnu skuli hann leggja sig fram um að vinna gegn námsmönnum, samtökum þeirra, hugmyndum og kjörum. Um afskipti menntamálaráð- herra af Lánasjóði ísl. náms- manna, LÍN, hefur stjórn BÍSN ýmislegt að segja. Það er stjórn BÍSN áhyggju- efni að menntamálaráðherra ís- lands, £ bræði sinni yfir því að stjórn LÍN hafi starfað eins og lög og reglugerð um LÍN skipa fyrir, skuli leggja sig niður við að væna stjómina opinberlega - þar með talinn fulltrúa BISN - um óheiðarleika og ábyrgðarleysi sökum flokkspólitískra skoðana. Ásakanir ráðherra á hendur stjórn LÍN eru ósæmandi og sett- ar fram, að þvf er virðist, í þeim eina tilgangi að koma sökum yfir á saklausa. Á hinn bóginn svipta þær dulunni af ráð- og dáðleysi ráðherrans og Alþingis í málefn- um framhaldsmenntunar íslend- inga. Þess skal getið að BÍSN er bandalag nemendafélaga 15 að- skildra sérskóla á íslandi og hefur hvert félag 1 fulltrúa í miðstjórn bandalagsins. Hverjum fulltrúa er tekið opnum örmum án nokk- urra hugleiðinga um flokkspólit- ískar hugrenningar viðkomandi. Þau fyrirmæli sem fulltrúi BÍSN í stjórn LÍN fær frá banda- laginu og störf hans verða að ein- kennast af eru einföld. 1. Hann á að vinna að framgangi menntamála þjóðarinnar. 2. Hann á að gæta hagsmuna námsmanna. í þriðja lagi, og það er mikil- vægast. 3. Hann á að fara að stjórnarskrá íslands og lögum, - jafnvel þótt hæstaréttarlögmaðurinn Ragnhildur Helgadóttir kunni ekki slíkt að meta. Órökstuddar fullyrðingar menntamálaráðherra og málg- agns flokks hans (Morgunbl). um efni sem mjög greiðlegt er að fá sannar og réttar upplýsingar um eru menntamálum landsmanna, embætti ráðherra og samskiptum hans við námsmenn síst af öllu til framdráttar. Það verður að segj- ast eins og er að eftirspurn ráð- herrans og málgagnsins eftir góð- um upplýsingum um LÍN og námsmenn hefur verið í öfugu hlutfalli við framboðið.“ Til lausnar á fjárhagsvanda LÍN hefur menntamálaráðherra lýst því yfir að han vilji ekki að 1. árs nemar fái námslán á 1. misseri hjá LÍN heldur ætli hann sjálfur að búa svo um hnútana að í stað- inn geti þeir fengið jafn góða fyr- Það skal tekið fram að samtök irgreiðslu hjá bönkunum. námsmanna hafa ekki verið innt Með þessari yfirlýsingu hefur neins álits á þessari aðgerð enda ráðherrann tekið á sig mikla eiga þau eftir að sjá yfirlýsingu ábyrgð gagnvart námsmönnum. ráðherrans verða að veruleika. Iðnrekendur Vaxtahækkun íþyngir fyrirtækjum Félag íslenskra iðnrekenda segir að gera megi ráð fyrir hækkun á vöxtum eftir að ríkis- stjórnin hefur ákveðið að gefa vexti frjálsa. „Slík vaxtahækkun íþyngir fyrirtækjum og því er afar brýnt að ríkisstjórnin vinni skipulega að því að ná jafnvægi í þjóðarbúskapnum þannig að vextir geti lækkað á ný“, segir í frétt frá iðnrekendum. Þá hafa iðnrekendur áhyggjur af verð- bólgunni og gengisþróuninni. ,JSauðsynlegt er því að endur- skoða gengisvogina í ljósi gengis- þróunar í heiminum að undan- förnu“. Að öðru leyti lýsa iðnrekendur ánægju sinni með ráðstafanir rikisstjórnarinnar í þessari frétt. Um sjávarútvegsvandann segir Fíi: „Vegna umræðu um málefni sjávarútvegsins leggur Félag ís- aiiai aiyiKJd Ug llllllllcci MUdU- gerðir til lausnar vanda sjávarút- vegsins ganga algjörlega í ber- högg við þær efnahagslegu for- sendur sem þátttaka Islendinga í friverslun innan EFTA og með samningum við Efnahagsbanda- lagið byggir á“. -óg /uósaskoðun\ LÝKUR 31. OKTÓBER ||$T**" 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. ógúst 1984

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.