Þjóðviljinn - 17.08.1984, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 17.08.1984, Qupperneq 2
ITORGIB! FRETTIR Hvað segir ekki hið forn- kveðna: Betri er finnsk kart- afla frönsk, en fúl í búð. Hvalvertíðin Hótel Loftleiðir David Hume Þessa dagana stendur yfir á Hótel Loftleiðum málþing um 18. aldar heimspekinginn David Hume og er þingið á vegum Hume-félagsins sem er aiþjóð- legur félagskapur áhugamanna um kenningar hans. Hume er einn áhrifamesti heimspekingur sögunnar og einn þeirra sem hafa lagt grunninn að raunhyggju nútímans. Á íslensku er til eftir hann bókin Samræður um Trúarbrögðin sem kom út í Lærdómsritum Bókmenntafé- lagsins, en þar færir Hume rök fyrir guðleysi. Sá Islendingur sem mest hefur rannsakað Hume er Páll S. Árdal prófessor í Kanada sem hefur einkum Skýrt siðfræði Humes. Þingið mun haldið honum til heiðurs og hann hélt þar opnun- arfyrirlestur. Þingið sækja rúmlega hundrað manns og er þetta stærsta heimspekiþing sem hér hefur ver- ið haldið. Því lýkur á mánudag. -gat Kartöflur: Finnskar urðu ,franskar‘ - Framleiðslan tvöfölduð meðan kartöflustríðið stóð ísumar. -Ný kartöflutegund sem þroskast 3 vikumfyrr en þekktar tegundir. - Uppskeran sjö sinnum meiri en ífyrra. Pessar kartöflur ná fullum þroska um þremur vikum fyrr en gömlu tegundirnar, sagði Hreinn Gunnlaugsson hjá Kaupfélagi Svalbarðseyrar um svokallaðar „Premiér“- kartöflur. Þetta er hollenskt af- brigði að uppruna og virðist geta valdið þáttaskilum í ræktun þessa ómissandi garðávaxtar, sem þjóðin hefur daglega milli tann- anna. Að sögn Hreins henta þess- ar kartöflur einkar vel til fram- leiðslu á svokölluðum frönskum kartöflum, þar eð þær eru stórar og sléttari áferðar en þær gömlu, eins og til dæmis Gullauga og Ólafs-rauður. Verksmiðjurnar tvær, á Sval- barðseyri og í Þykkvabæ, sem framleiða „franskar" hafa allt síðastliðið ár notað innfluttar kartöflur til framleiðslunnar, vegna uppskerubrests í fyrra. Framleiðsla þeirra er aðjafnaði samanlagt 5-6 tonn á dag. Fyrr í sumar þegar finnsku kartöflurnar voru að bögglast fýrir brjósti manna urðu báðar verksmiðjurn- ar hins vegar að tvöfalda fram- leiðsluna til þess að anna eftir- spum. Það er svo dulítil kald- hæðni, í það minnsta fyrir þá, sem létu kartöflurnar ganga of nærri sálarlífinu, að þær finnsku gengu aldrei greiðar ofaní fólk, en meðan allt fjaðrafokið varð út af þeim. Þær voru nefnilega seld- ar sem „franskar“. Að sögn Sig- urbjartar Guðjónssonar, oddvita í Þykkvabæ reyndust finnsku kartöflumar vel til framleiðslu á „frönskum". En nú þurfa kartöflubændur engu að kvíða. Uppskeran verð- ur líklega sjö sinnum meiri en í fyrra, en þá var hún innan við 4 þúsund tonn og hefur sjaldan ver- ið lélegri. Uppskeran verður mun meiri í ár en landinn torgar. Verðið er hins vegar mjög hátt. Bændur fá 25 kr fyrir kílóið. Það er raunar sumarverð og lækkar trúlega um mánaðamótin. Menn velta því nú fyrir sér, svosem vonlegt er, hvernig losna megi við allar þessar kartöflur á skikkanlegu verði. Þeirri ábend- ingu er hérmeð komið á fram- færi, að útflutningur á þeim verði gefinn frjáls og spekúlantarnir, sem vom svo duglegir að flytja inn í sumar, leiti markaða er- lendis, til dæmis í Finnlandi. JH. Ógæftir Einungis ein langreyður hefur veiðst síðustu átta daga og sam- tals hafa því veiðst 161 dýr. Nú vantar því aðeins 6 langreyðar upp á að kvóta íslendinga sé náð fyrir yfirstandandi ár. Rafn Magnússon hjá Hval hf sagði að sökum brælu hefðu bát- arnir þurft að liggja á Reykjavík- urhöfn í tvo daga í byrjun vikunn- ar, og þar að auki hefði léiegt skyggni valdið því að lítið hefði verið aðhafst á miðunum. Einungis átta sandreyðar hafa veiðst það sem af er vertíðar en sandreyðin byrjar yfirleitt ekki að ganga upp að landinu fyrr en upp úr miðjum ágúst. „Ætli hún fari ekki að láta sjá sig, skepnan“ sagði Rafn að lok- um. í ár megum við veiða 100 sandreyðar. -ÖS Flugleiðir Kaupa og selja þotur Blaðafulltrúi Flugleiða: Flugleiðir hagnast á kaupunum Flugleiðir hafa ákveðið að kaupa tvær DC-8-63 flugvélar af hollenska félaginu KLM, en þessar vélar hafa verið í leigu Flugleiða. Ennfremur hefur stjórn Flugleiða ákveðið að sclja tvær DC-þotur til bandarísks flugfélags. Að sögn Sæmundar Guðvinssonar blaðafulltrúa Flugleiða mun félagið hagnast á þessum kaupum en kaupverð hol- lensku vélanna er enn ekki ljóst. Hinar nýju vélar taka hvor um sig 249 farþega í sæti og frá því þær komu til landsins í mars og apríl s.l. hefur verið mjög góð nýting á þeim. Síðar á árinu 1985 er áætlað að búa þessar vélar höggdeyfum sem uppfylla hávaðareglur í Bandaríkjunum en Flugleiðir hafa sótt um undanþágu þangað til og er þar í hópi 82 flugfélaga. Þessir höggdeyfar eru enn ekki fáanlegir. -gat Félagsstofnun stúdenta Þurrkuðum gróðri úr fjöru og vegaköntum ásamt skeljum og kuðungum komið fyrir á spýtu sem einnig fannst í fjöru. Snáðanum á myndinni er fyrirskipað að gæta þess að kötturinn komist ekki í listaverkið. Mynd-eik. Jurtir valdar af handahofi Starfsmönnum sagt upp Afkastahvetjandi launakerfi tekin upp „Þú getur farið hvert sem er og tínt jurtir. Um að gera að prófa sig áfram. Ég tíni hvað sem er, þekki ekki nema örfáar tegundir. Til dæmis hef ég tínt mikið í Foss- vogsdalnum og meðfram Nýbýla- veginum sem er nálægt heimili mínu“ sagði kona sem Þjóðvilj- inn hitti í gær safnandi að sér blómum. Við fengum þó að sjá skreytingar sem hún hefur gert ásamt vinkonu sinni og þótti okk- ur listaverk. Öll strá er gott að nota í skreytingar og þau þarf lítið sem ekkert að þurrka. Þjóðviljanum er sagt að njóli komi mjög vel út í skreytingum, ekki hvað síst ef hann er þurrkaður þegar blóm eru fallin af honum. Njóla þarf að þurrka í mjög stuttan tíma. Svo er að vera nógu hug- myndaríkur og prófa sig áfram! -jP Þetta kom auðvitað ansi flatt uppá mig því ég var nýfarinn í sumarfrí þegar mér barst upp- sögnin og hafði ekki einu sinni heyrt á skotspónum áður en ég fór' í fríið að uppsagnirnar stæðu til. Þetta sagði einn af starfsmönn- um Félagsstofnunar stúdenta en þar var nýlega sjö föstum starfs- mönnum sagt upp vegna rekstr- arbreytinga sem standa fyrir dyr- um. Viðkomandi hefur unnið í meir en fjögur ár hjá stofnuninni. Uppsagnirnar eru sökum þess að sérstakt fólk hefur verið ráðið til að reka Matstofu stúdenta, kaffibarinn í Skálkaskjóli 2 og Hótel Garð með nýju sniði, og samkvæmt Ársæli Harðarsyni framkvæmdastjóra Félagsstofn- unar er það hluti af samkomu- laginu að þetta nýja fólk ráði al- gerlega hvaða fólk það ræður með sér. Þess vegna hafi gamla starfsfólkinu verið sagt upp. „Þetta er afkastahvetjandi kerfi sem hefur verið reynt með góð- um árangri hjá Edduhótelunum sem Ferðaskrifstofa Ríkisins rek- ur. Starfsfólkið fær ákveðna prósentu af veltu fyrirtækjanna í laun og ræður síðan algerlega hvernig því er skipt, og líka hverj- ir og hversu margir sjá um vinn- una“. Hann staðfesti að sjö föstum starfsmönnum hefði verið sagt upp en kvað myndu verða reynt að útvega þeim öllum aðra vinnu. „Ætli það séu nema einn eða tveir sem á eftir að finna annan starfa“ sagði Ársæll og sagðist vera fullviss um að þetta nýja kerfi myndi auka tekjur Félags- stofnunar stúdenta af þessum fyrirtækjum sínum. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Föstudagur 17. ágúst 1984

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.