Þjóðviljinn - 29.08.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.08.1984, Blaðsíða 3
FRETTIR Kennarar Undirbúa fjöldauppsagnir Kennarar búa sig undir hið versta. Við samþykktum að safna vilja- yfirlýsingum frá kennurum þar sem þeir skuldbinda sig til að segja upp störfum, telji fulltrúa- ráð kennara það vænlegast fyrir baráttu okkar. Petta sagði Valgerður Eiríks- dóttir kennari við Fellaskóla þeg- ar Þjóðviljinn innti hana eftir niðurstöðu fundar fulltrúaráðs Kennarasambands íslands, sem var haldinn í fyrradag. „Við erum í ráuninni að búa rauninni að búa okkur undir hið okkur undir það, að komi til þess versta. að BSRB samþykki samninga Á fundinum voru mætt stjórn sem við getum ekki sætt okkur KÍ, formenn félaganna útá landi við, þá munum við svara því með auk kjörinna fulltrúa, alls 30 til 40 fjöldauppsögnum. Við erum í manns. Það var mikill hugur í fólki, ekki síður útá landi en á Reykjavíkursvæðinu, og ljóst að kennarar eru nú mjög harðir á því að fá leiðréttingu“, sagði Val- gerður að lokum. -ÖS Starfsmenn Olíulyktin góö! Við erum ekkert óhressir með olíulyktina því hún er góð, sögðu starfsmenn malbikunar- stöðvarinnar við Garðabæ sem er í eigu Miðfells hf. „Það komu hingað heilbrigðisfulltrúar í sum- ar og okkur skilst að engin eitur- efni séu i reyknum. Aftur á móti er víst tjörumengun af færibönd- unum og það ætti engan að angra nema starfsfólkið. Samt finnum við ekkert fyrir því“, sögðu starfsmennirnir sem Þjóðviljinn hitti á kaffistofunni þar í gær. Þeir sögðu reykinn vandamál vegna þess að stöðin er í lægð og byggðin umhverfis lægi í stefnu reyksins þegar vindur blæs þann- ig. „íbúarnir eru líka fljótir að hringja og kvárta" sögðu starfs- mennirnir „það er bara ekkert við þessu að gera“. -jp íbúar Starfsmenn malbikunarstöðvarinnar sem Þjóðviljinn hitti í gær. Frá vinstri: Guðmundur Sigfússon, Sigurður Benedikt Bjarnason sem hefur unnið við stöðina annað slagið í 9 ár, Skúli Skúlason, Stefán Karlsson hefur unnið þarna í 5 sumur, Alfreð Alfreðsson, Gunnlaugur Árnason sem segir lyktina af olíunni mun betri en síldarbræðslulyktina og Hörður Karlsson. Mynd -eik. Malbikunarstöðin Starfar án leyf is Rekstrinum haldið áfram án leyfis meðan yfirvöld bíða eftir greinargerð frá eigendum. Voga ekki að setja börnin út íbúar hafa safnað undirskriftum og krafist lokunar malbikunarstöðvar- innar Heilbrigðisfulltrúinn í Kópa- vogi hefur mál malbikunar- stöðvarinnar við Garðabæ undir höndum vegna þess að stöðin er í lögsögu Kópavogs. Þess má geta að verið er að undirbúa lög um makaskipti á þessu Iandi við Garðabæ og fer það mál fyrir AI- þingi i haust. Þá verður það í höndum heilbrigðisnefndar Garðabæjar hvort áframhald- andi rekstur stöðvarinnar verður leyfður. Þjóðviljinn hafði samband við —T0RGIÐ!=-~ Óiíkt hafast þeir að vinirnir; meðan Guðmundur leikur aukahlutverk í hryllingsmynd, leikur Albert aðal- rulluna í sápuóperu. Einar Inga Sigurðsson heilbrigð- isfulltrúa í Kópavogi í gær og spurði um hvað gerst hefði í máli malbikunarstöðvarinnar sem Miðfell hf. hefur rekið í sumar. „Núverandi eigendur hófu starfsemina án starfsleyfis í júní síðastliðnum. Greinargerð frá þeim er ókomin. Óskað var eftir henni þegar umsókn frá þeim um starfsleyfið barst þann 22. ágúst“, sagði heilbrigðisfulltrúinn. „Við fórum á staðinn í júlímán- uði, tókum starfsemina út og Oánægja hefur oft verið með kartöflur og svo held ég að verði áfram því um viðkvæma vöru er að ræða, sagði Ingi Tryggvason stjórnarformaðúr Grænmetisverslunar landbúnað- arins við Þjóðviljann » gær. „Við munum starfa áfram með svipuð- um hætti og hingað til enda erum við öruggur dreifingaraðili á kartöflum frá bændum til versl- ana. Ingi Tryggvason sagði að vandamálið við minni pakkning- ar væri að verðið hlypi fljótt upp því bréfpokarnir sem Grænmetis- verslunin notar eru mjög dýrir. „Grisjur má ekki nota og plast- umbúðir þykja ekki góðar þó svo að innfluttum kartöflum sé pakk- að í plast“. kröfðumst umsóknar ásamt greinargerð. Nú er starfsvinnslu- leyfið til umfjöllunar; undir hvaða skilyrðum fyrirtækið fái að starfa áfram, mengunarvarnir og fleira. Ef fyrirtækið hefur áhuga á starfsemi þarna næsta vor verður það ekki leyft nema að mjög vel athuguðu máli“, sagði Einar Ingi. Malbik og olíumöl verður ekki framleidd lengur en fram í sept- ember. Framleiðsla hefst síðan aftur næsta vor samkvæmt venju. -jP „Óánægja bænda í garð Græn- metisverslunarinnar hefur oft tengst mati kartaflnanna. Það er fráleitt að beina þeirri óánægju til okkar því það er ekki á okkar vegum heldur ríkisins. Óánægja neytenda finnst mér algjörlega beinast í öfugar áttir því þeirra hagur hlýtur að vera jöfn og örugg dreifing gæðamet- innar vöru á lágmarkskostnaði. Flóknari dreifing hlýtur að hækka vöruverð". Ingi Tryggvason sagði að inn- flutningur kartaflna í sumar hefði algjörlega verið frá sömu löndum og Grænmetisverslunin hefði ávallt verslað við svo í raun hafi engar nýjungar verið á ferðinni. -ÍP Eg voga mér ekki að setja börn- in út þegar reykurinn stendur hingað, sagði Anna Guðmunds- dóttir við Þjóðviljann í gær. Hún býr í Holtahverfi sem er í næsta nágrenni við malbikunarstöðina. Anna á 3 börn, 10 ára, 6 ára og eins árs. Sagðist hún ekki geta látið yngsta barnið sofa úti í vagn- inum sínum nema örsjaldan vegna mengunarinnar. „Hér er stybba þrátt fyrir lok- aða glugga, ásamt hávaða og titr- ingi þegar verið er að mylja grjót í stöðinni. í mengunarvarnareglu- gerð eru skýr ákvæði um að slíkur rekstur sé ekki leyfilegur í íbúa- hverfi“, sagði Anna. Anna Guðmundsdóttir sagði íbúa hverfisins einhuga hafa safn- að undirskriftum og skorað á bæjaryfirvöld að loka stöðinni. Sendu þau undirskriftirnar í ág- ústbyrjun og fengu svarbréf í gær. Þar segir að bæjarstjóri Garða- bæjar hafi sent heilbrigðisnefnd Kópavogs og Hollustuvernd ríkisins óskir um aðgerðir því landið sem stöðin er á er í eigu Kópavogsbæjar. „Þeir vinna mjög oft á kvöldin og jafnvel fram á nætur og þá er alls ekki hægt að sofa við opinn glugga. Á góðviðrisdögum er stundum ekki um annað að ræða cn flýja hverfið ef maður hefur áhuga á að vera utandyra", sagði Anna. _jp Vnna Guðmundsdóttir þriggja barna móðir í Holtahverfi segir ástandið gjör- lamlftna iSx/ifSunanHi MvnH —eik. Grœnmetisverslunin_ í sama farinu ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.