Þjóðviljinn - 29.08.1984, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 29.08.1984, Blaðsíða 24
Aðalsfmi: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. Miðvikudagur 29. ágúst 1984 194. tölublað 49. árgangur DJÓÐVIUINN Ratsjárstöðvar Þjóna ekki skipaumferð Ratsjárstöðvarnar ekkert með varnir Islands að gera. Koma að mjög takmörkuðu haldifyrir almenna flugumferð. Engar vélar birtast skyndilega og án viðvörunar í námunda við lofthelgi Islands Mér er ekki kunnugt um það að nokkurs staðar í heimin- um sé loftvarnarradar brúklegur til þess að þjóna skipaumferð, segir Malcolm Spaven upplýs- ingastjóri ADIU við Sussex há- skóla í Brighton. „Upplýsingai utanríkisráðherra íslands skýrslu hans til Aiþingis frá því í aprfl koma mér því afar spánskt fyrir sjónir. Þar segir hann m.a. um nýju ratsjárstöðvarnar sem ætlunin er að setja upp á Vest- Qörðum og Austfjörðum: „Stöðv- arnar myndu koma að miklu í gagni við upplýsingamiðlun til Radarstöðvarnar Andstaðan styrkist flugmálastjórnar og landhelgis- gæslu varðandi skipa- og flugum- ferð“. í viðtali við Malcolm Spaven sem birt verður í heild í Þjóðvilj- anum síðar í vikunni segir hann að hinar nýju ratsjárstöðvar séu hlekkir í hinni svokölluðu DEW- keðju sem hafi það hlutverk að vara bandarísku herstjórnina við árásum mannaðra sovéskra sprengjuflugvéla á Bandaríkin. Þessi ratsjárkeðja komi vörnum á íslensku landsvæði ekkert við. Þá telur Spaven einnig að sé um loft- varnarradar í DEW-keðjunni að ræða komi hann ekki að miklum notum fyrir almenna flugumferð, til þess sé hann of sérhæfður til hernaðarnota og sérstök mót- tökutæki þurfi í flugvélum sem hann nýta. Malcolm Spaven: Skýrsla utanríkis- ráðherra um varnar- og öryggismál kemur mér afar spánskt fyrir sjónir. Malcolm Spaven gerir það einnig að sérstöku umtalsefni að Geir Hallgrímsson utanríkisráð- herra hljóti að hafa farið rangt með er hann sagði í skýrslu sinni: „Rætt hefur verið um byggingu nýrra ratsjárstöðva til að bæta úr brýnni þörf á eftirliti með her- flugvélum, er birtast skyndilega í námunda við lofthelgi Islands án nokkurrar viðvörunar eða til- kynningar." „Þetta fær ekki stað- ist“, segir Spaven. „Engar flug- vélar birtast skyndilega hér um slóðir. Áður en þær koma svo sunnar og vestarlega hafa þær fyrir löngu verið uppgötvaðar af hlustunarstöðvum í Noregi og gervihnöttum. í raun er það svo að NATO fylgist með þeim frá því að þær búa sig til flugtaks á flugvöllum í Sovétríkjunum". Kristinn Gunnarsson: Staðfestingá fyrri samþykktframsóknarmanna. Þrýstingur á stjórnvöld eykst Hornstrandir Þessi niðurstaða er bara stað- festing á samþykkt þcirra i fyrra þar sem þeir lögðust gegn radarstöðinni, og er verulegur styrkur fyrir þá sem eru andvígir henni, sagði Kristinn Gunnars- son bæjarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins á Bolungarvík um þau átök sem urðu á kjördæmisþingi framsóknarmanna þar vestra um síðustu helgi út af uppsetningu radarstöðva á Bolungarvík. „í fyrra kom fram mjög sterk andstaða almennings við stöð- ina“, sagði Kristinn: „Kjördæm- isþing framsóknarmanna, Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags gerðu öll samþykkt gegn henni, og auk þess prestastefna - og þessi niðurstaða framsóknar- manna sýnir að þessi andstaða hefur ekíci minnkað“. „Vinnubrögð Steingrfms við að berja þetta niður minna óneitanlega á vinnubrögðin al- mennt í þessu máli - það er reynt að hjúpa það þögn og um leið er verið með leynimakk. Ýmsir að- iljar í bænum voru á sínum tíma látnir vita hvað til stæði. Steingrímur fékk sitt ekki í gegn núna og það sýnir að innan Fram- sóknarflokksins er meirihluta- andstaða gegn stöðvunum". Kristinn sagði að allt makkið í kringum þetta mál og leyndin hefði gert það að verkum að bæjarbúar hafi beðið með að taka afstöðu, en taldi niðurstöðuna af þingi framsóknarmanna auka verulega þrýstinginn á stjórnvöld að svipta leyndarhulunni af mál- inu og veita einhverjar upplýsing- ar. -ga‘ Refurinn réttdræpur 4ágúst s.l. rann út frestur til ■ að skila athugasemdum við nýja reglugerð um friðlandið á Hornströndum og má búast við að hún taki gildi fljótlega með haustinu. Nýja reglugerðin mun þó í engu breyta þeirri staðreynd að refur er réttdræpur á Horn- ströndum sem annars staðar meðan í gildi eru lögin um eyð- ingu minka og refa. Viðtal Þjóðviljans við Hallvarð Guðlaugsson um skot- gleði manna og refadráp á Horn- ströndum nú um helgina vakti mikla athygli en þar gagnrýndi Hallvarður m.a. Náttúruvernd- arráð og landeigendur fyrir að sitja með hendur í skauti þegar friðlýst svæði væri orðið það sem hann kallar „æfinga- og dráps- svæði fyrir skotveiðimenn". „Ég er sammála því að þó dráp refa á Hornströndum sé löglegt þá er það siðlaust", sagði Gísli Gíslason framkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs í gær, „en mér finnst ekki að gagnrýninni sé beint til réttra aðila, þar sem er Náttúruvemdarráð. Ráðið hefur sökum fjárskorts haft eftirlit þarna í lágmarki og ég er sam- mála því að það verði að taka upp samstarf við heimaaðila þarna til að auka það. Samstarf milli Nátt- úruverndarráðs og Landeigenda- félagsins hefur líka verið gott og nýja reglugerðin er einmitt af- rakstur þess“. Gísli sagði að nú væri unnið að því að yfirfara athugasemdirnar sem bárust vegna nýrrar reglu- gerðar, en taki hún gildi óbreytt mun öll skotveiði bönnuð á tíma- bilinu júní til september og að- eins landeigendum heimilt að fara með skotvopn á öðrum árs- tíma til hefðbundinna nytja. Hann sagði einnig að Náttúru- verndarráð myndi fljótlega láta eitthvað frá sér fara í tilefni af ummælum Hallvarðs. -ÁI Sjá einnig bls. 2 GuðmundurJ. í hryllingsmynd! Draugafantasía - Magnús Gunn- arsson leikur ekki aðalhlutverkið. Kaupir VSÍsýningarréttinn? (gær klukkan 17 hélt samstarfsnefnd um kvennaáratuginn fund I Rúgbrauðsgerðinni. Á fundinum voru reifaðar tillögur sem hafa komið fram um aðgerðir til að minna á kvennaáratuginn. Á myndinni má sjá frá vinstri Elínu Pálsdóttur Flygenring, framkvæmdastjóra jafnréttisráðs, Guðríði Þorsteinsdóttur ásamt Vilborgu Harðardóttur. Atli tók myndina. Hvar í fjandanum náðirðu þessu upp, drengur? spurði Guðmundur Jóhann Guðmunds- son, formaður Dagsbránar og hló svo drundi í húsinu þegar blaða- maður spurði hann hvort rétt væri að hann hefði nýlokið að leika í hryllingsmynd, sem Viðar Víkingsson stjórnar. „Jú, það þýðir víst ekkert að neita þessu. Þetta var ægilegt grín, maður. Ég var rifinn útaf samningafundi í síðustu viku til að leika sjálfan mig upp í sjón- varpi og ég held myndin eigi að heita Rauðhærða afturgangan. Heldurðu að það sé nafn, lags- maður?“ sagði Guðmundur og hló öðru sinni svo djúpum hlátri að glerið í glugganum nötraði. Þess má geta að myndin, sem gekk undir vinnunafninu Rauð- hærða afturgangan, mun verða kölluð Draugasaga og höfundur- inn er Oddur Björnsson. Ein að- alpersónan er snyrtidama í sjón- varpinu og samkvæmt heimildum Þjóðviljans kemur Guðmundur þar sem stjórnmálamaður í förð- un fyrir upptöku og segir meðal annars þessa ódauðlegu setningu sem mun ekki hafa verið sam- kvæmt handritinu: „Reyndu að ná fram festunni í svipnum en tapaðu þó ekki æsku- töfrunum, - sem nóg er af!“ -ÖS Utanríkismálanefnd AB Opinn fundur með Malcolm Spaven Utanríkismálanefnd Alþýðubanda- lagsins efnir til opins fundar í kvöld kl. 21 að Hverfisgötu 105 þar sem Malcolm Spaven, höfundur bókar- innar Fortress Scotland, mun ræða vígbúnað á Norður-Atlantshafi og tengsl fjarskipta- og ratsjárstöðva við hann. Fundurmn er öllum opinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.