Þjóðviljinn - 29.08.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.08.1984, Blaðsíða 1
MENNING MANNLÍF Samningarnir Stefnir VSÍ á verkfall? Afstaða Vinnuveitendasambandsins harðnar. Haukar Sjálfstœðisflokksins vilja harða línu. Ýmsiratvinnurekendurviljasemja en VSÍheldurítauminn. Afstaða Vinnuveitendasam- bandsins í kjarasamningun- um sem nú standa yfir hefur harðnað skyndilega upp á síð- kastið og svo virðist sem öfl innan VSÍ stefni beinlínis á verkfall. Þetta sést til dæmis á því að hug- myndir sem voru viðraðar af ýmsum forvígismönnum atvinnu- rekenda í óformlegum könnunar- viðræðum við upphaf samning- anna hafa nú verið dregnar til baka. Talið er að þessi stefnu- breyting standi í tengslum við það að innan Sjálfstæðisflokksins hafa átt sér stað umræður um hvaða línu beri að taka í samning- unum og þar munu haukarnir, Eimreiðarhópurinn svokallaði, sem vilja sýna hörku í viðskiptun- um við verkalýðshreyfinguna, hafa haft betur. Hins vegar er einnig ljóst, að um þetta er mikil óeining í röðum Vinnuveitendasambandsins, því þar er að finna drjúgan hóp manna sem vilja semja. Þessarar óeiningar hefur orðið vart bæði á formlegum samningafundum og líka í óformlegum „þreifingum“ sem fóru fram fyrir helgi. Meðal ýmissa fiskverkenda en þó sérstaklega á meðal aðila í iðn- aði eru til dæmis uppi hugmyndir um að gera dagvinnutekjutrygg- inguna að lægsta taxta, og af- nema þannig tvöfalda launakerf- ið sem hefur viðgengist, en það er eitt helsta baráttumál VMSÍ og Landssambands iðnverkafólks. Þjóðviljinn hefur heimildir fyrir því að fylgi við þessar hug- myndir nær inn í innstu raðir VSI. Fyrir helgina voru svo í „þreif- ingum“ milli iðnverkafólks og iðnrekenda viðraðar hugmyndir áþekkar þeim ofannefndu ásamt því að ótiltekin flöt prósentu- hækkun kæmi ofan á launin. En í einkaviðtölum við Þjóðviljann hafa ýmsir iðnrekendur í Reykja- vík lýst sig fúsa til að gera slíka samninga. Þegar kom hins vegar til form- legs samningafundar milli aðil- anna á laugardag hafði VSÍ haft veður af málinu, og sendi Magn- ús Gunnarsson framkvæmda- stjóra VSÍ ásamt Vilhjálmi Eg- ilssyni hagfræðingi þess á staðinn og hugmyndirnar sem iðnrekend- ur höfðu áður viðrað gufuðu upp. Þess má geta að staða iðnaðar- ins er mjög góð um þessar mundir og margir iðnrekendur því fúsir til að semja svo komast megi hjá vinnudeilum er kynnu að lama framleiðslu. -ÖS Mengun Malbik- unarstöð án leyfis í þéttbýli Beðið eftir greinargerð frá eigendum. Ibúar uppgefnir á að geta ekki opnað glugga. Malbikunarstöðin sem Miðfell hefur rekið í sumar án starfsleyfis er í næsta nágrenni byggðarinnar í Garðabæ og veldur íbúum óþægindum. Mynd: eik. Austfirðir Vaðandi síld Stórsíld veidd í lagnet til beitu á Reyðarfirði og Eskifirði. Talsvert af blóðsíld að jafna sig eftir hrygningu. Vaðandi sfldar hefur orðið vart bæði í Reyðarfirði og Eski- firði að undanförnu og sfldin jafnvel vaðið upp í fjörur. Fitu- magnið í sfldinni innan fjarða hefur verið um 10 til 14 prósent, en sfld er yfirleitt ekki söltuð nema hún hafi náð 14 prósent fitu. Á Skjálfanda og útaf Siglun- esi hefur líka orðið vart við tölu- vert af sfld, og hún hefur verið allt að 16 prósent feit. Sfldveiðar mega hefjast 1. október. „Þetta var falleg síld, ekki mjög feit og talsvert af ný- hrygndri blóðsfld í bland", sagði Hallgrímur Jónasson, hjá Fis- kverkun Gunnars og Snæfugls á Reyðarfirði. Hann bætti við að það væri að verða árviss viðburð- ur að sjá sfld vaða á fjörðum þar eystra. „Hér á Eskifirði höfum við séð vaðandi sfld og eitthvað hefur verið veitt til beitu og jafnvel salt- að líka“, sagði Kristján Aðal- steinsson hjá söltunarstöðinni Auðbjörgu á Eskifirði. „Þetta er stór sfld og við lifum í voninni um að það verði mikið að gera hér í sfldinni í vetur. Það veltur á því hvort það semst við Rússann um kaup á saltsfld. Fulltrúi þeirra kemur til landsins í næsta mánuði og ég vona þetta verði allt klárt þegar hefja má veiðarnar". Konráð Þórisson líffræðingur hjá Hafrannsókn taldi að þetta væri nýhrygnd blóðsfld sem væri að jafna sig inná fjörðum. „Ef hún kemst í gott æti fitnar hún mjög fljótt, allt að því eitt prósent á dag. Hún þarf þó að komast í 14 prósent fitu til að verða söltunar- hæf“. Nýhrygnd blóðsfld er hins veg- ar yfirleitt ekki nema 10 til 11 prósent feit, og því ekki söltunar- hæf, enda oft svört og illa farin en má hins vegar nota í beitu. -ÖS Malbikunarstöð í gryfjunni við Búðahverfi og Holtahverfi í Garðabæ hefur verið starfrækt í sumar án leyfis heilbrigðisyfir- valda. Reykur, sterk olíulykt, há- vaði og titringur hefur angrað íbúa þessara hverfa verulega og er ekki hægt að opna glugga þeg- ar vindátt blæs reyknum upp að húsunum. Undirskriftum hefur verið safnað þar sem íbúar mót- mæla staðsetningu stöðvarinnar harðlega. Heilbrigðisyfirvöld kröfðust f sumar starfsleyfisumsóknar frá eigendum stöðvarinnar, Miðfelli hf. Umsóknin barst fyrir viku en greinargerð um umfang starfsem- innar og mengunarvarnir sem átti að fylgja með, vantaði. Yfirvöld bíða nú eftir henni áður en ákvörðun um framhald verður tekin og íbúar mega þola meng- unina á meðan. Þjóðviljinn heimsótti malbik- unarstöðina og íbúa í næsta ná- grenni í gær og er sagt frá því á bls. 3. -JP- Álviðrœðurnar í leiðara og radarstöð varnar í klippi á bls. 4 Sjá einnig um radarstöðvarnar á baksíðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.