Þjóðviljinn - 29.08.1984, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 29.08.1984, Blaðsíða 21
U-SIÐAN Ritstjórnin rekin í heilu lagi Það þykir alltaf fréttnæmt þeg- ar ný blöð koma á markaðinn. Því ákvað U-síðan að forvitnast svo- lítið um blaðið Birti sem Æsku- lýðsfylking Alþýðubandalagsins gefur út. Ég hitti að máli Helga Hjörvar menntaskólanema, en hann situr ásamt þeim Ólafi Ól- afssyni og Runólfi Ágústssyni í ritstjórn blaðsins. - Hvernig blað er Birtir? „Það er almennt tíðindablað ungra vinstrisinna, málgagn ÆFAB“. - Er blaðið ætlað einhverjum ákveðnum lesendahópi? „Já ungu fólki aðallega, og leggjum við sem mesta áherslu á að gera blaðið lifandi og skemmtilegt. Síðan er því dreift ókeypis í alla framhaldsskóla á landinu“. - Og hvernig viðtökur hefur það fengið? „Þær hafa almennt verið mjög góðar. Til dæmis gengum við nokkrir félagar um skóla einn hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem við fyrr um daginn höfðum dreift 500 eintökum til nemenda og hirtum öll þau blöð sem við fund- um undir borðum, í ruslakörfum ofl. og voru þau 40“. - Þá hafa hin 460 semsagt verið tekin með heim? „Já“. - Ég heyrði einhversstaðar að mikil uppstokkun hefði orðið á ritstjórn Nýs skóla, málgagns Heimdellinga þegar Birtir kom út? „Já það var þannig að Birtir og Nýr skóli komu út á sama tíma, þannig að það gafst tækifæri til samanburðar á móttökum, frá- gangi og efni blaðanna. Skömmu síðar var ritstjórninni sparkað í heilu lagi“. - En það hafa ekki allir verið eins hrifnir af blaðinu? „Nei, t.d. voru ungir íhalds- menn í M A sem tóku blaðinu eins og búist var við, þ.e.a.s. eins og böm, því þeir rifu í tætlur um helming sendingarinnar. Einnig varð uppi fótur og fit í gamla lat- ínuskólanum þar sem upprenn- andi athafnamenn stóðu og æptu hver í kapp við annan: „Passið ykkur, þetta er bara djöfuls kom- múnistaáróður", líkt og um forb- oðinn ávöxt væri að ræða. En þau skilaboð fóru nú svona ofangarðs og neðan hjá nemendunum“. - En hvernig er þessi útgáfa fjármögnuð? „Það gengur nú hálf erfiðlega að fá auglýsendur til að auglýsa í blaðinu, svo að það mæðir mest á styrktaráskrifendunum. Því hvetjum við alla sem áhuga hafa á að styrkja blaðið að hringja í síma 17500 og gerast áskrifendur, því enn vantar svolítið á að endar nái saman“, - Hafiði eitthvað sérstakt í hyggju til að reyna að hala inn það sem á vantar? „Já ritstjórnin ætlar sér að halda svokallaða Birtishátíð, þar sem ágóði af henni rynni til blaðs- ins, en einnig er ætlunin að fjölga áskrifendunum". - En hvenær má búast við því að 3. tbl. Birtis komi á götuna? „Það verður svona í kringum 20.-24. september ef allt fer eftir áætlun“. Já, við óskum blaðinu alls hins besta og þökkum Helga fyrir við- talið. Tímarnir breytast og mennirnir með... Vinsældalistar í hverri viku eru gerðar þúsundir af vinsældalistum úti um allan heim og þeir gömlu verða úreltir. En það getur þó verið skemmtilegt að skoða gamla vinsældalista. Sjá hvaða lög voru vinsælust t.d. þegar mamma og pabbi voru ung. Hér að neðan er vinsældalisti yfir þau lög sem hvað vinsælust voru fyrir 15 árum. 1. /don’tlike Mondays.... 2. Wedon’ttalkanymore.... 3. Reasonstobecheerful.... 4. Can’tstandloosingyou... 5. The diary ofhorace wimp 6. Angeleyeslvoulezvous... 7. Hershamboys........... 8. Afterthelovehasgone.... 9. Wanted................ 10. Beattheclock......... ...........Boomtown Rats. ..............Cliff Richard. lan Dury and The Blokheads. ...................Police. .....Electric light orchestra. .....................Abba. ..................Sham69 .......Earth Wind And Fire ..................Dooleys. ...................Sparks. Miðvikudagur 29. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21 Spennandi að sofa í tjaldi Hún Olga Kristrún Ingólfsdótt- ir er þriggja ára og var í tjaldi á Laugarvatni með mömmu sinni og pabba. Olga sagðist alltaf vera í sumarbústaðnum hennar ömmu sinnar en nú langaði hana að sofa í tjaldi. Það væri nefnilega þannig að hún byggi núna í Kópavogi en væri að flytja til Danmerkur í haust af því að pabbi hennar ætlar að læra meira. Olga sagði okkur að hún væri með dúkkuna sína með sér og hún ætti líka að koma með til út- larida. Olga sagði að hún væri búin að vera veik, hún var með mislinga um seinustu helgi og þá hefði hún ekki komist í ferðalag en núna væri henni næstum því batnað. Henni Olgu var ekkert vel við myndavélina, hún varð hálf feimin en hún sagði þó að lokum: „Viltu láta myndina koma í blað- Olga Kristrún Ingólfsdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.