Þjóðviljinn - 29.08.1984, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 29.08.1984, Blaðsíða 23
Snœfellsnes IÞROTTIR Grundar- fjarðar- stúlkurnar sigruðu Mikið fjör var á Grundarfjarðar- velli er héraðsmót i knattspyrnu kvenna fór þar fram á fimmtudags- kvöld. Fyrst léku Reynir frá Hellissandi og Snæfell Stykkishólmi. Reynis- stúlkurnar sóttu fast og áttu mun meira í fyrri hálfleik. Áberandi voru þær Sigfríður no. 9 og Hildigunnur no. 10 í liði Reynis. Sigfríður skoraði fyrsta mark leiksins eftir fyrirgjöf frá Hildigunni á 13. mínútu fyrri hálf- leiks. Staðan 1-0 fyrir Reyni og aftur voru þær stöllur á ferð á 23. mínútu, staðan 2-0 og enn bættu þær marki við á 2.5. mínútu, staðan 3-0 og þrenna hjá Sigfríði. Á þriðju mínútu síðari hálfleiks varði markvörður Snæfells hörkuskot frá Sigfríði og enn var Sig- fríður á ferð á 7. mínútu með þrum- uskot hárfínt framhjá. En þá fara Snæfelisstúlkurnar að sækja í sig veðrið og á 20. mínútu síðari hálfleiks minnkar Elín muninn í 3-1. Ekki tókst Snæfellsstúlkunum að skora meira og leiknum lauk með verð- skulduðum sigri Reynisstúlkna 3-1. UMF Grundarfjöröur - Reynir Hellissandi Reynisstúlkurnar mæta til leiks eftir tiltölulega stutta hvíld. Mjög fjörugur og jafn leikur framan af. Fyrsta marktækifærið var þegar Hug- rún í UMFG átti þrumuskot í stöng á 4. mínútu. Vöm Grundfirðinga var feikna sterk og þær stöllur Sigfríður og Hildigunnur eignuðust fá tækifæri. Grundarfj arðarstúlkurnar voru að ná yfirhöndinni og eftir nokkrar mis- heppnaðar sóknir skoraði Vilborg fyrir UMFG á 25. mínútu. Staðan 1- 0. Á 30. mínútu sólar svo Gunnhildur UMFG völlinn á enda og gefur fyrir markið en markvörður Reynis var vel á verði og bægði hættunni frá. Staðan í leikhléi 1-0.1 síðari hálfleik var auð- sætt að Grundfirðingar höfðu töglin og hagldirnar í leiknum og á 7. mín- útu skoraði Hugrún fyrir Grundarf- jörð eftir fallega fyrirgjöf frá Matt- hildi. Staðan 2-0. A 15. mínútu kom- ust Sandarar í dauðafæri en Eydís markvörður UMFG varði glæsilega og Grundfirðingar snúa vörn í sókn og Gunnhildur skorar 3. mark UMFG og staðan þá orðin 3-0, og enn skorar Gunnhildur á 22. mínútu síðari hálfleiks og staðan þá 4-0. Á síðustu mínútunum fengu Reynis- stúlkurnar aukaspyrnu inn í vítateig Grundfirðinga en brenndu af. Vörn Grundfirðinga þeim Ingibjörgu, Olöfu Hildi, Kristínu og Ragnheiði ásamt Eydísi markverði tókst að halda hreinu marki og sóknin skilaði sínu. Tilþrifamiklum leik lokið með 4-0 sigri UMFG. UMF Snæfell - UMF Grundar- fjarðar Grundfirðingar mættu til leiks óhvfldir eftir erfiðan leik gegn Reyni. Eignuðust þó framan af nokkur góð ) marktækifæri en tókst ekki að skora. Stykkishólmsstúlkurnar ná síðan góðum tökum á sókninni, en vörn Grundfirðinga gliðnar og á 12. mín- útu skorar Kolbrún fyrsta mark leiksins fyrir Snæfell. Síðan er leikur- inn í jafnvægi, grimmt sótt og varist á báða bóga fram að leikhléi. Staðan var 1-0 er síðari hálfleikur hófst. Nokkuð var tekið að rökkva og lítið varð um fallegar sóknir. Þó komst Hugrún UMFG nokkrum sinnum í dauðafæri en heppnaðist ekki að skora. Hólmararnir áttu nokkur stór- glæsileg skot en Eydís markvörður UMFG sýndi hreint undraverða markvörslu og leiknum lauk með sigri Snæfells 1-0. ÖU félögin með 3 stig og var marka- hlutfallið látið ráða og voru því Grundfirðingar héraðsmeistarar. Parna réð ríkjum íþróttamennskan eins og hún best gerist. íþróttaandinn og áhuginn leyndu sér ekki. Knatt- spyrnuráð HSH ætti að gera kvenn- aknattspýrnu hærra undir höfði og láta héraðsmótið fara fram með eðli- legum hætti, en ekki ljúka mótinu af á einu kvöldi eins og nú var gert. pessi íþrótt virðist ekki vera tekin alvarlega af forráðamönnum HSH og er það von mín að á því verði ráðin bót strax næsta vor. IHJ/Grundarfírði Fagna Skagamenn einnig sigri á Is- landsmótinu í kvöld? Mynd: Atli. ÍA meistari í kvöld? Verður ÍA íslandsmeistari í knattspyrnu í kvöld, annað árið í röð? Svo gæti vel farið, Skaga- menn fá Víkinga í heimsókn og takist þeim að sigra, er meistara- titillinn í Akraneshöfn. Leikurinn hefst kl. 18.30. íA er með 34 stig og á fjóra leiki eftir en ÍBK er með 27 stig og á þrjá leiki eftir og getur því aðeins náð 36 stigum. Með sigri í kvöld fer ÍA uppí 37 stig. Leikurinn er einriig afar þýðingarmikill fyrir Víkinga sem eru komnir í fallbaráttuna eins og sjá má á stöðunni í 1. deild: (A...............14 11 1 2 27-13 34 ÍBK..............15 8 3 4 18-14 27 Valur............15 6 5 4 21-14 23 Þróttur..........16 4 7 5 17-17 19 Þór A............15 5 3 7 22-22 18 KR...............15 4 6 5 16-23 18 Víkingur.........14 4 5 5 21-22 17 Brel&ablik........15 3 7 5 15-16 16 KA................16 4 4 8 23-34 16 Fram..............15 4 3 8 1 5-20 15 -VS 4. deild Tveir leikir verða háðir í úrslit- akeppni 4. deildarinnar í knatt- spyrnu í kvöld. ÍR og Léttir leika á IR-vellinum í SV-riðli og Tjör- nes mætir Reyni Arskógsströnd á Húsavík í NA-riðli. V. Þýskaland Stuttgart skellti Braunschweig! Asgeir Sigurvinsson og félagar í Stuttgart komust heldur betur á skrið í vestur-þýsku „Bundeslig- unni“ í knattspyrnu í gærkvöldi. Þeir sigruðu Eintracht Braunschwcig, Iið Magnúsar Bergs, með miklum yfirburðum í Stuttgart, 6-1. Hvorki sjónvarp né útvarp í V. Þýskalandi greindu fra gangi leiksins eða markaskor- urum í gærkvöldi og ekki náðist samband við Ásgeir. Tveir aðrir leikir fóru fram í „Bundeslig- unni“. Bayer Uerdingen, lið Lár- usar Guðmundssonar, sigraði Dortmund 2-1 og Frankfurt bar sigurorð af Leverkusen, 2-0. -JHG/VS Guido Buchwald, hinn geysi- sterki leikmaður Stuttgart, var skorinn upp í fyrradag vegna meiðsla sem hann hlaut í leiknum gegn Kaiserslautern á laugar- daginn. Ljóst er að hann getur ekki leikið með Stuttgart fyrr en eftir áramót og er það mikið áfall fyrir liðið. England Fjögur jafntefli Ekki voru enskir knattspyrnu- menn neitt sérlega á skotskónum í gærkvöldi, allavega ekki í 1. deild. Þar fóru fram fjórir leikir, í þeim voru skoruð alls fjögur mörk og enduðu allir með jafn- tefli. Úrslit urðu þessi: 1. deild: Coventry-Norwich...............0-0 Ipswich-LutonTown..............1-1 Southampton-Manch.Utd..........0-0 Watford-Q.P.R..................1-1 2. deild: Brighton-Notts County..........2-1 Charlton-Huddersfield..........2-2 Mjólkurbikarinn 1. umferð - fyrri leikir: Aldershot-Bournemouth..........4-0 Blackpool-Chester..............1-0 Bolton-Oldham..................2-1 Brentford-Cambridge............2-0 Brlstol City-Newport...........2-1 Bumley-Crewe...................1-2 Darlington-Rotherham...........1-2 Doncaster-York Clty............2-3 Gillingham-Colchester..........3-2 Halifax-Chesterfield...........1-1 Orient-Southend................2-1 Portsmouth-Wimbledon...........3-0 Port Vale-Bury.................1-0 Scunthorpe-Mansfield...........0-1 Sheff.Utd-Peterborough.........1-0 Swansea-Walsall................0-2 Tranmere-Preston...............2-3 Wrexham-Wigan..................0-3 Leikur Southampton og Manch. Utd. var slakur en bar- áttan gífurleg. Mikill hraði og harðar tæklingar á báða bóga. Joe Jordan átti besta færið fyrir Southampton snemma í leiknum er hann skailaði naumlega fram- hjá. Man. Utd. náði síðan skyndiupphlaupi á lokamínútun- um, Gordon Strachan og Jesper Olsen lögðu upp færi fyrir Bryan Robson sem kom á fleygiferð og skallaði en knötturinn fór í varn- armann og afturfyrir markið. QPR náði forystunni gegn Watford á 74. mínútu er Gary Bannister skoraði, mjög gegn gangi leiksins, en fimm mínútum síðar jafnaði George Reilly. Mörk frá í fyrrakvöld: Mark Walters 2 og Peter Withe skoruðu fýrir Aston Villa í 3-1 sigrinum í Stoke og Steve Hunt og Garry Thompson voru marka- skorarar WBA sem vann Evert- on 2-1. -VS Ítalía Hateley byrjar ekki gæfulega Rekinn útafí bikarleik meðan Francis gerði þrennu og Maradona eitt mark Enski landsliðsmiðherjinn Mark Hateley byrjar ekki feril sinn í ítölsku knattspyrnunni á gæfulegan hátt. AC Milano keypti Hateley frá Portsmouth í sumar og á sunnudaginn lék hann sinn fyrsta opinbera leik með fé- laginu, gegn 3. deildarliði Brecia í ítölsku bikarkeppninni. Leiknum lyktaði með óvæntu jafntefli, 1-1, og Hateley var rekinn af ieikvelli fyrir að slá til andstæðings. Trevor Francis sem nú leikur þriðja árið með Sampdoria var í öðru og betra formi, skoraði öll þrjú mörk liðsins í 3-0 sigri á 3. deildarliðinu Leece. Diego Mar- adona skoraði í sínum fyrsta leik með Napoli, í 3-1 sigri á Catanz- aro. Juventus vann Cagliari á úti- velli 3-1 og skoraði Zbigniew Boniek eitt markanna en AS Roma gerði aðeins jafntefli, 2-2, á heimavelli gegn 3. deildarliði. -VS Mark Hateley, sem hér hefur betur í skallaeinvígi við Brasilíumann fyrr í sumar, er strax kominn í vandræði á Italíu. V. Þýskaland 1 hér í landi út- skömmu Toni Schu- macher, hinn fræga markvörð Kölnar og vestur-þýska landsliðs- ins, Knattspyrnumann ársins. Asgeir Sigurvinsson hlaut annað sætið í kosningunni og þriðji varð markaskorarinn mikli frá Brem- en, Rudi Völler. Frammistða Schumachers í Evrópukeppni landliða í sumar mun hafa gert útslagið en eins og menn muna var Asgcir valinn Knattspyrnu- maður ársins af leikmönnum „Bundesligunnar" sl. vor. ✓ Asgeir annar og Rudi Völler þriðji Frá Jóni H. Garðarssyni fréttamanni Þjóðviljans í V. Þýskalandi: Blaðamenn völdu Ardiles frá í mánuð Argentínumaðurinn Osvaldo Ardi- les mun ekki leika með Tottenham í ensku knattspyrnunni næsta mánuð- inn. Ardiles, lék aðeins níu leiki í fyrravetur vegna meiðsla, á við þrálát meiðsli í hné að stríða. Blikar fá markvörð Nýliðar Breiðabliks í 1. deildinni í handknattleik hafa náð sér í mark- vörð fyrir slaginn í vetur. Sá er Guð- mundur Hrafnkelsson, unglinga- landsliðsmaður úr Fylki. Getraunir Enginn seðill með 12 réttum leikjum fannst í fyrstu leikviku Get- rauna. Tveir voru með 11 rétta og var vinningur fyrir hvora röð kr. 88,470. Þá voru 70 raðir með 10 rétta og vinn- ingur fyrir hverja kr. 1,083. Miðvikudagur 29. ágúst 1984 ÞJÖÐVIUINN - SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.