Þjóðviljinn - 29.08.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.08.1984, Blaðsíða 2
FRETTIR Refurinn Hvar eru tilmælin? Sævar Kristinn á Rauðabergi með dætrum sínum Þórdísi og Guðrúnu Freydísi: Skipting lífsins gæða í þessu landi ískyggileg. (Mynd GÓ). Pólitík Samfylking til vinstri Sœvar Kristinn Jónsson: Itök jafnaðarmanna í öllum flokkum minni en eðlilegt vœri. Séfyrir mér stóran og sterkan vinstriflokk. En þá verða margir smákóngar að láta afvöldum. að eru hreinlega iandslög sem scgja fyrir um eyðingu refa og minka og það er ekkert nýtt að þeim lögum hafi verið framfylgt á Hornströndum, sagði Lára H. Oddsdóttir á ísafirði forseti Nátt- úruverndarsamtaka Vestfjarða og fulltrúi í Náttúruverndarráði. „Reglugerð um friðland á Hornströndum tekur ekki fram fyrir þessi lög fremur en önnur“, sagði Lára, „en hins vegar sam- þykkti aðalfundur Náttúruvernd- arsamtaka Vestfjarða 1980 til- mæli um að refurinn á Horn- ströndum yrði friðaður til nokk- urra ára í rannsóknarskyni. Ég veit ekki á hvaða skrifborði þau tilmæli hvfla nú, en það mun vera í landbúnaðarráðuneytinu eða í Búnaðarfélaginu. Alla vega hafa engin svör borist við þeim og árangurinn því enginn orðið. I Náttúruvemdarráði sem fékk til- mælin send voru ekki uppi nein mótmæli við hugmyndina og heldur ekki í Náttúrufræðistofn- un sem fer með rannsóknir sem þessar. Þarna var gert ráð fyrir að utan svæðisins yrðu hafðar uppi hefðbundnar aðgerðir við eyðingu refs og einnig að leitað yrði aðstoðar grenjaskytta við merkingu refsins." „Það er mjög þýðingarmikið að þessar rannsóknir eigi sér stað og njóti velvildar þeirra sem með málin fara“, sagði Lára. „Þar nægir t.d. að benda á hættuna á útbreiðslu hundaæðis með refn- um en ef svo illa vildi til að hunda- æði bærist hingað er ekkert vitað Eg vinn fyrir sparifjáreigendur, sagði Ármann Reynisson, eigandi Ávöxtunar sf. við Þjóð- viljann í gær, - og ávaxta fé þeirra I stað þess að það sé rýrt hrika- lega einsog hér hefur viðgengist. Það er von að mín starfsemi sé illa séð af þeim sem hafa stundað slíka iðju. - Ég er að reyna að vinna hér upp eðlileg viðskipti í þessum efnum og starfa fyrir opnum tjöldum, sagði Ármann. - Vegna þess að bankarnir standa sig ekki fer hluti viðskiptalífsins fram í neðanjarðarhagkerfi. Menn hafa verið að koma til mín með víxla og annað í þessu neðanjarðar- hagkerfi, en ég tek ekki þátt í því. Viðskiptaráðuneytið hefur fal- ið bankaeftirlitinu að sjá til þess að fyrirtækið Ávöxtun hætti að auglýsa tilboð sín um ávöxtun fjármagns og telur að auglýsing- arnar séu ekki í samræmi við lög um sparisjóði. Hinsvegar er ekk- ert taiið ólöglegt við sjálfa starf- semi Ávöxtunar. - Þetta er í athugun hjá mér og lögfræðingi mínum, sagði Ár- mann, ég hætti auðvitað að aug- lýsa ef það brýtur gegn lögum. Eg skil ekkert í vinnubrögðum bankaeftirlitsins. Hér kom Þórð- ur Ólafsson frá eftirlitinu að kynna sér starfsemi fyrirtækisins. Ég lagði mín spil á borðið, en hef um dreifingu refsins þannig að menn gætu ekki gripið strax til skipulegra aðgerða. Það hefur heyrst að það hafi vafist fyrir mönnum hvort hægt væri að veita undanþágu frá lögunum um eyðingu refa eða hvort þarna þyrfti að koma til lagabreyting, alla vega virðist þetta hafa staðið í mönnum“. Lára benti á að Hornstrandir væru gífurlega stórt svæði og erf- itt yfirferðar og það ásamt fjár- skorti Náttúruverndarráðs væri ástæðan fýrir því að þar væru ekki eftirlitsmenn. Hins vegar gætu eftirlitsmenn Náttúruverndar- ráðs ekki tekið á lögbrotum eins og veiðiþjófnaði eða ólöglegri meðferð skotvopna þó þeir yrðu varir við slíkt, það væri verkefni lögreglunnar og sýslumanns á ísafirði. „Ég get ekki ímyndað mér annað en það þurfi lögreglu- vernd á svæðið ef ekki er hægt að höfða til hins betra í manninum“, sagði hún. Lára sagði að lokum að sam- starf við landeigendafélög Sléttu- hrepps og Grunnavíkurhrepps hefði verið mjög gott og hefði nýja reglugerðin verið unnin sameiginlega af þeim og Náttúru- verndarráði. Hún sagði að þó Náttúruverndarráð og Náttúru- vemdarsamtök Vestfjarða væru auðvitað ekki hafin yfír gagnrýni þá hefði Hallvarður í viðtalinu vegið talsvert að samtökunum og bjóst hún við að samtökin myndu láta eitthvað frá sér fara vegna þess innan tíðar. - ÁI ekki fengið afrit af skýrslu hans, og það fyrsta sem ég fæ að vita um þetta er í blaðafréttum. En þetta hefur snúist í höndum þeirra, - ég er að drukkna í viðskiptum og amstri vegna frétta af þessu, og þarf kannski ekkert að auglýsa það sem eftir er. Fyrirtæki Ármanns starfar þannig að fé viðskiptavina er tekið í fjárvörslu og fyrir það keypt skuldabréf sem stöndug fyrirtæki eiga á þriðja aðila. Fyr- irtækin bera sjálf ábyrgð á van- skilum. Ávöxtun sf. býður mun betri kjör en bankakerfíð, 32% fasta vexti eða verðtryggingu samkvæmt lánskjaravísitölu og allt að 10% vöxtum að auki. Ávöxtun sf. fær í sinn hlut 2% af söluverði skuldabréfanna frá fyrirtækjunum. Ávöxtun setur engin skilyrði um lágmarksupp- hæð en algengast er að viðskipta- menn leggi fram fjárhæðir í tugum og hundruðum þúsunda. - Ég sérhæfði mig í verðbréfa- viðskiptum og alþjóðaviðskipt- um í The London School of Éc- onomics, og síðan ég hóf störf hér heima fyrir tveim árum hef ég unnið betur fyrir mína viðskipta- vini en margir aðrir. Það er greinilega illa liðið að ég kynni það í auglýsingum. - m Mér líst illa á hvernig jafnaðar- menn í öllum flokkum eru að lemja hver á öðrum, þeirra ítök eru miklu minni en eðlilegt væri. Nær væri að þessir aðilar ynnu saman. íhaldið fær allt of mikið út á þessa sundrungu. Hér á ég við þá sem eru á milli þeirra sem eru lengst til vinstri og hægri í stjórnmálunum, Alþýðubanda- lagið, Alþýðuflokkinn, Kvenna- framboðið, Bandalag jafnaðar- manna, verulegan hluta Fram- sóknarflokksins og slangur úr Sjálfstæðisflokki. Þetta fólk er félagshyggju- og samvinnufólk. Vegna þessarar sundrungar hef ég ekki viljað skipa mér í neinn ákveðinn stjórnmálaflokk. Þetta hafði Sævar Kristinn Jónsson kennari og bóndi á Rauðabergi á Mýrum, A-Skaft. að segja þegar Þjóðviljinn innti hann eftir áliti á stöðu stjórnmálanna nú. - Samtök ungra framsóknar- manna ætluðu að beita sér fyrir slíkri samfylkingu hér fyrir rúm- um áratug, en fengu ekki undir- tektir hjá forystunni. Nú tala for- ystumenn Alþýðubandalagsins í þessa átt, mér finnst góðs viti að heyra þetta frá forystu stærsta flokksins á þessum væng. En ég veit ekki hvaða undirtektir þetta fær. Framsókn hefur breyst. Nú virðist þar enn meiri tvískinnung- ur en var og hún virðist eiga meiri og meiri samleið með Sjálfstæðis- flokknum, þótt þaðséekki játaðí stefnuskrá. Það er erfitt að henda reiður á þessu. SÍS og Framsókn er reyndar ekki það sama, en það var eitthvað kengbogið við það, þegar þeir stofnuðu fsfilm með sínum höfuðandstæðingi. - Hvernig sérðu fyrir þér sam- vinnu vinstri manna? - Ég sé hana fyrir mér sem stór- an og sterkan flokk, en þá verða margir smákóngar að láta af völd- um og það gerist nú ekki snögg- lega. Hér hlýtur að verða um að ræða hægfara þróun og trúlega einhverjar þrengingar. Kannski sjá menn nú, eftir þessa ríkis- stjórn, að þeir eiga ekki annan kost. Stofnun flokks Samhygðar, sem er enn einn flokkurinn á þessum væng, undirstrikar þörf- ina á að ná saman á þessum slóð- um, frekar en að stofna nýja flokka. - Hvað segirðu um atvinnu- málin í landinu nú? - Nú er svipað ástand hér á landi og var í lok viðreisnar. Þá var hægt að grípa til þess ráðs að færa út landhelgina og veiða meiri físk og auka þar með at- vinnuna. Nú er ekki hægt að fara þá leið. Þá er iausnin, að mati margra, erlend stóriðja og aukinn gróði af hernum. Ég er dauðóánægður með þær leiðir. Verstir finnst mér þeir sem sigla undirfölskuflaggi, eru t.d. á móti gjaldtöku af hernum í orði kveðnu, en eru alltaf að róa að því að hafa sem mest út úr hern- um. Ég met meira þá sem koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Grænmetisverslun landbúnað- arins á að sinna öðrum afurð- um en kartöflum, en reynslan hef- ur sýnt að vandamál á sviði versl- unar með almennt grænmeti eru enn meiri en með kartöflur. Það væri því í hæsta máta óeðlilegt nú, að fela kartöflubændum ein- um forræði yfir gögnum og gæð- um stofnunar sem reist hefur ver- ið á kostnað neytenda. Þetta segir í ályktun um verslun með kart- öflur og grænmeti sem samþykkt var á fundi stjórna Neytendas- amtakanna og Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennis á fimmtudaginn. Neytendafélögin leggjast alfar- ið gegn þeirri hugmynd sem fram hefur komið af hálfu Landssam- bands kartöflubænda, að því verði falin stjórn Grænmetis- verslunar landbúnaðarins. Versl- unin sé óþörf í núverandi mvnd Ég er ekki á móti stóriðju sem slíkri, ef hún er í okkar höndum, en hún fellur illa að fámenni og veldur byggðaröskun og félags- legu umróti. Annars er skipting lífsins gæða í þessu landi ískyggileg, sumir hafa vart til hnífs og skeiðar en aðrir virðast hafa yfrið nóg. Það fæst enginn varanlegur bati af því að þrautpína þennan smáhluta af þjóðinni til að halda verðbólg- unni niðri, sagði Sævar Kristinn að lokum en hann hefur nú ákveðið að hvfla sig á kennslu í bili og snúa sér alfarið að refa- og sauðfjárrækt á Rauðabergi. - GGÓ og félögin telja einhliða stjórnun framleiðenda á sölumálum kart- aflna óviðunandi. Neytendasamtökin og Neyt- endafélag Reykjavíkur og ná- grennis krefjast þess að landbún- aðarráðherra breyti reglum um Grænmetisverslun landbúnaðar- ins þannig að hún gæti starfað sem gæðaflokkunarmiðstöð fyrir alla þá sem óska og einnig flutt inn og dreift grænmeti í sam- keppni við aðra aðila. Kaupmannasamtökin hafa sent Framleiðsluráði landbúnað- arins bréf þar sem þess er óskað að heildsöluleyfi verði veitt þeim sem uppfylla nauðsynleg skilyrði til að selja kartöflur. Vikið er að því að aðlaga þurfi framleiðslu bænda að breyttum og betri versl- unarháttum. -jþ Fjármagn Starfa fyrir opnum tjöldum Ármann í Ávöxtun: Tek ekki þátt í neðanjarðarhagkerfinu. Grœnmetisverslunin_ Kröfur um breytingar Neytendasamtökin og Neytendafé- lag Reykjavíkur & nágrennis krefj- ast breytinga á starfsháttum Grœn- metisverslunarinnar. Kaupmanna- samtökin mótmœla einnig. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 29. ágúst 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.