Þjóðviljinn - 29.08.1984, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 29.08.1984, Blaðsíða 14
MANNLIF Kúttersíld margar tegundir marineruð síld kryddsíld síldarrúllur síldarsalat reyksíldarsalat gæðavara úrfyrsta flokks hráefni Ný orðabók upp um alla veggi í básnum hjá bókaforlaginu Erni og Örlygi. Ljósm. -Atli. Örn og Örlygur: Ný ensk-íslensk oröabók MÚSÍKFÓLK-TÓNLISTARNEMAR Leiöin sem viö bjóöum hentar bæðitil að kynnast vel hljóöfæri sem ætlunin er að eignast - og létta átakiö sem til þess þarf. * Leigusamningurergerðurtil a.m.k. 12 mánaða. * Verð hljóðfærisins er óbreytt allt leigutímabilið. * Leigutaki getur gert kaupsamning hvenær sem er á tímabilinu og fengið allt að 6 mánaða leigu dregna frá kaupverðinu. * Mánaðarleigan er 2,2% af útsöluverði hljóðfærisins. Lampar8cglerhf Lampar og gler hf Suðurgötu 3 - Reykjavík Sími91-21830 Seljum píanó, flygla, blásturs- og strengjahljóð- færi. Höfum nýlega fengið umboð fyrir stærstu píanóframleiðendur í V-Evrópu, SCHIMMEL í V-Þýskalandi. SCHIMMEL merkið er aldar- gamalt - tengt hefð, gæðum og fjölbreytni. Gefum nánari upplýsingar með aðstoð myndbands, litprentaðra bæklinga og sýnishorna á sýningunni Heimilið og fjölskyldan í Laugardalshöll - og í verslun okkar. mm Eitt af því sem er nauðsyn- legt á hverju heimili er góð orðabók, ekki síst ensk- íslensk, nú þegar enskan glymur í eyrum alla daga og er helsta alþjóðamálið í okkar heimshluta. Á sýningunni í Laugardalshöll kynnir bókaút- gáfan Örn og Örlygur nýja ensk-íslenska orðabók sem kemur út hjá forlaginu í haust og verða fyrstu 2000 eintökin seld á sérstöku kynningar- verði, 7.904 kr. en eftir það hækkar verðið í nálega 10.000 krónur. Hér er á ferð viðamikið upp- sláttarrit og liggur margra ára vinna að baki útgáfunnar. Sören Sörensen, þekktur þýðandi fjöl- margra bóka úr ensku hóf að þýða bandarísku orðbókina Thomdike-Barnhart High School Dictionary eftir að hann komst á ellilaun og lauk þýðingunni án aðstoðar á sjö árum. Jóhann S. Hannesson, fyrrum skóla- meistari var ráðinn til að búa handrit Sörens til útgáfu og vann hann síðustu þrjú ár ævinnar sleitulaust að því verki. Undir hans stjórn fékk orðabókin þá mynd sem nú kemur fyrir al- menningssjónir. Meðal þeirra sem lagt hafa hönd á plóginn og yfirfarið orða- forða fræðigreina sinna eru Reynir Axelsson, eðlisfræðingur, Sigrún Helgadóttir, reiknifræð- ingur, Einar Torfason, efnafræð- ingur, Hálfdán Ómar Hálfdánar- son, líffræðingur, Jakob Ingva- son, eðlisfræðingur, Jóhanna Jó- hannesdóttir, rannsóknartækni- fræðingur, Þorsteinn Vilhjálms- son, eðlisfræðingur, Sigurður Steinþórsson, jarðfræðingur, Þorgeir Örlygsson, Iögfræðingur og Kristján Karlsson, bók- menntafræðingur og skáld. Auk þeirra hefur verið leitað til fjöl- margra ráðgjafa á tilteknum svið- um. Á sýningunni í Laugardalshöll gefst gestum kostur á að kynna sér þessa nýju bók en lokaáfanga verksins unnu þau Helgi Bern- ódusson, Þorbjörg Jónsdóttir og Þuríður Kvaran. en of snemma. 14 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.