Þjóðviljinn - 29.08.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.08.1984, Blaðsíða 12
10.39 MANNLÍF MANNLIF indasam llra hagu Kaupir Pú kðtJ sekknur.i í Markmiðiðerað tvöfalda félagatalið Rœtt við Jóhannes Gunnarsson formann Neytendafé- lags Reykjavíkur og nágrennis í Laugardalshöll. KynningarverÓ hjá Rosenthal á sýningunni „HeimiliÖ ’84” Utveggjaklœónlng fyrir íslenskar aöstœöur áótrúlega hagstœöu veiöi! Jóhannes Gunnarsson í kynningarbás Neytendasamtakanna á heimilissýn- ingunni. Ljósm. Atli. „Jú, svona sýningar geta auðvitað verið gagnlegar ef fólk nýtir sér þær til að skoða vörur, bera saman gæði og verð og kynna sér framboðið. Það er auðvitað handhægara en að labba milli margra versl- ana. Þetta getur verið mjög gagnlegt fyrir fólk meðan það lætur ekki kaupæðið grípa sig og fer að kaupa gagnslausar vörur á kynningarverði, vörur sem það hefur kannski engin not fyrir". Það er Jóhannes Gunnarsson, formaður Neyt- endafélags Reykjavíkur og nágrennis, sem segir þetta, þar sem við hittum hann í Laugardalshöllinni. Það kann að koma ýmsum á óvart að hitta Neytendasamtökin fyrir í hópi kaupahéðna í Laugar- dalshöll. Hvað eru samtök sem þessi að gera á vörusýningu? „Tilgangurinn er að spjalla við fólk, kynna starfsemi Neytenda- samtakanna með það fyrir augum að fá fólk í samtökin. Aðeins þannig geta Neytendasamtökin orðið að virku afli“, sagði Jó- hannes. „Hér munum við dreifa bæklingi með upplýsingum um samtökin, ýmsum sparnaðar- ráðum og hvatningu til sparnaðar í heimilishaldi. Þá munum við kynna og selja heimilisbókhald og Neytendablaðið sem nú kem- ur út í nýju formi. Við höfum ákveðið að gefa það út í dagblað- abroti enda er það ódýrari útgáfa og gefur möguleika á örari útgáf- utíðni og betri tengslum við fé- laga“. - Hvað eru margir félagsmenn hjá ykkur? „I Neytendasamtökunum og Neytendafélagi Reykjavíkur og nágrennis eru nú 4800 félags- menn. Þetta er í fyrsta sinn sem samtökin taka þátt í sýningu sem þessari og ástæðan er sú að við fáum ekki betri tækifæri til að ná Það var ekki laust við að fiðringur færi um vélritunarputtana þegar þessar girnilegur garnhespur blöstu allt í einu við. Þetta er garnbúðin Tinna sem sýnir og selur óvenjulega fjölbreytt og fallegt úrval af ullargarni, silkigarni og bómullargarni. Því miður sjást litirnir ekki á þessari mynd en þeir eru svo sannarlega í öllum regnbogans! Ljósm - Atli. Hina stílhreinu Plagan Populár útveggja- klæöningu fáiö þiö hjá okkur. Hentar bæöi nýbyggingum og gömlum húsum, t.d. ef auka þarf einangrun þeirra. Veggklæðning í hæsta gæðaflokki. Lítiö inn og kynnið ykkur kosti Plagan Populár veggklæöningarinnar. 4?^ Skemmuvegi 2, Kópavogi. Sími 41000. Dalshraun 15, Hafnarfiröi. Sími 54111 — 52870. BYKO Vaxtarræktin Unglingamir eru þeir sem sýna Vaxtarræktarbásnum hvað opinskáastan áhuga. Þeir sem eru orðnir aðeins eldri, sitja í bílnum og á skrifstofunum alla daga og veitti svo sannarlega ekki af því að stoppa og fræðast hjá vaxtarræktarfólki, virðast hins vegar feimnir við að kíkja almennilega inn í básinn. Ljósm. Atli. til jafn margra. Við hyggjumst því nýta okkur það og markmiðið er að tvöfalda félagatöluna. Það myndi gerbreyta stöðu Neytendasamtakanna. Við höf- um nú aðeins einn starfsmann og höfum lengi gælt við að geta ráðið einn til viðbótar í útgáfustarf- semina þannig að Neytendablað- ið verði fastur liður í tilverunni. Blaðið hefur hingað til komið nokkuð stopult út, enda hefur út- gáfan eingöngu byggst á sjálfboð- aliðunT'. - Nú hafa sýningar af þessu tagi, auglýsingasýningar og vöru- sýningar þar sem fólk þarf að kaupa sig inn verið gagnrýndar oft og á tíðum. „Já, og þátttaka Neytendasam- takanna í þessari sýningu jafngildir ekki því, að samtökin hvetji til frekari neyslu, langt í frá. Ég hef sjálfur gagnrýnt svona sýningar. Ég hef t.d. orðið fyrir geysihörðum kröfum frá börnun- um þegar svona sýningar hafa verið út af tívolíinu. Manni finnst eiginlega verið að draga mann bakdyramegin inn á þetta, enda segir einhvers staðar að besta leiðin að pyngjum foreldranna liggi í gegnum börnin. Þessi sýn- ing virðist mér sigla á þeim sömu miðum. Hins vegar er þetta ekki eina landið þar sem menn verða að borga sig inn á vörusýningar. Kaupandi borgar í öllum tilfell- um þann tilkostnað sem verður af vörunni, t.d. auglýsingar og ann- að, og spurningin er hvort neytandinn fengi ekki að borga tilkostnaðinn af svona sýningu í hærra vöruverði ef ekki væri sett- ur á aðgangseyrir". -ÁI Usdnaðlifa... . ..erað lijia með lisánm Ásýningunni „Heimilið ’84“ erum við meðá kynningarverði kristal- kertastjakann „Rose in Glas" eftir Johan van Loon og vasann „Arundo" eftirBjorn Wiinblad. Fallegar smágjafir sem gleðja við ölltækifæri. Kristalkertastjaki „Rose in Glas“ kr. 240,- Vasi „Arundo" kr. 290.- studio-linie Á.EINARSSON & FUNK HF Laugavegi 85 Ótrúlegt en satt, - heilt 100 fermetra einbýlishús fullbúið húsmunum og heimilstækjum trónir í miðri höllinni. Það eru 20 sýnendur sem hafa sameinast um að að reisa og búa húsið og hefur það vakið hvað mesta athygli sýningargesta til þessa. Húsgögnin sem mannskapurinn er hér að prófa eru yfirdekkt með leðri og koma frá TM-húsgögnum. Ljósm. - Atli. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINhl ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.